Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JULÍ 1976 15 Hóta að myrða fleiri nazista Paris, 15. júli. Reuter. HÓPUR andstæðinga naz- ista lýsti sig ábyrgan á morði þýzka stríðsglæpa- mannsins Joachim Peiper í dag og hótaði að ráðast til atlögu gegn fyrrverandi foringjum úr SS sem eru í felum í Vestur-Þýzkalandi. Talsmaður hóps, sem kallar sig ,,hefndarmennina“, hringdi til blaðsins Aurore í París og sagði að menn úr honum hefðu myrt Peiper, sem var fyrrverandi of- ursti í SS og var sekur fundinn um að hafa fyrirskipað aftökur 71 bandarísks stríðsfanga í Belgíu í gagnsókninni í Ardenna-fjöllum Líkið er óþekkjanlegt og í sum- um blöðum koma fram vangavelt- ur um hvort það sé af einhverjum árásarmanninum og að Peiper hafi notað tækifærið til að komast undan, þar sem hann hafi gert ráð fyrir að lögreglan héldi að hann hefði verið fórnarlambið. Peiper var um tíma í herráði Heinrich Himmlers, yfirmanns SS. Eanes herráðs- forseti 1944. Franska stjórnin fór hörðum orðum um morðið í dag. „Við get- um ekki látið viðgangast að hópar Frakka, ef þeir eru þá Frakkar, taki lögin í sínar hendur," sagði Jean Lecanuet dómsmálaráð- herra, sem sjálfur barðist í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Beðið er eftir niðurstöðu lík- krufningar áður en formlega verður staðfest að það hafi I raun og veru verið Peiper sem brann inni í þorpinu Traves í Austur- Frakklandi. Riffill Peipers fannst skammt frá heimili hans og það styður þá kenningu lögreglunnar að hann hafi háð skotbardaga við árásarmennina áður en hann var myrtur. Lissabon, 15. júlí. AP. ÆÐSTA stjórn portúgalska her- aflans, byltingarráðið, bað Antonio Ramalho Eanes forseta að gegna stöðu forseta herráðsins i dag. Eanes var herráðsforseti áður en hann bauð sig fram til forseta og beiðnin er talin formsatriði. Fyrirennari hans i forseta- embættinu, Francisco da Costa Gomés, var einnig herráðsforseti auk þess að vera forseti og stjórnarskráin kveður á um að forseti skuli gegna störfum æðsta yfirmanns heraflans. Ráðið skýrði jafnframt Eanes frá tillögum sínum um val nýs forsætisráðherra. Samkvæmt stjórnarskránni þarf Eanes að ráðfæra sig við ráðið áóur en hann velur forsætisráðherra, en hann hefur sagt að hann muni fela sósíalistaforingjanum Mario Soares stjórnarmyndun. Eanes mun skýra opinberlega frá ákvörðun sinni á morgun og Soares mun leggja fram ráðherra- lista sinn á miðvikudag sam- kvæmt heimildum í Lissabon. Sex dráttarbátar með nýjan borpall í togi utan við höfnina í Rotterdam. Borpailur- inn heitir Andoc og verður fullgerður í Noregi. Ferðin tekur tvær vikur. Bretar og Kenýumenn flýja enn frá Uganda London, Sameinuðu þjóðunum 15. júlí AP-Reuter TÓNNINN f diplómatfskum sam- skiptum Bretlands og Uganda verður stöðugt hörkulegri. 1 dag ftrekaði James Callaghan for- sætisráðherra Bretlands kröfu sfna um að Ugandastjórn gæfi Bretum skýringu á þvf hvað orðið hefði um brezk-fsraelsku ekkj- una, Dóru Bloch, sem hvarf á meðan árás Israelsmanna á Ent- ebbeflugvöll stóð yfir. Utvarpið í Uganda skýrði frá þvf f kvöld að tveir Bretar, karl og kona, hefðu verið rekin úr landi fyrir njósnir Frjálslyndu norðanmaður WALTER Mondale öldunga- deildarmaður er frá Minnesota, einu Norðurríkjanna og heima- rfki Hubert Humphreys, og lfk- lega frjálslyndastur þeirra manna sem Jimmy Carter hafði augastað á sem varaforsetaefni. Margir telja að Mondale sé því heppilegasta mótvægið sem Carter hefði getað fundið. Mondale keppti sjálfur að forsetaframboði i eitt ár en ákvað að hætta í nóvember 1974 þar sem hann taldi sig ekki hafa nógu mikinn áhuga á starfinu. Siðan hefur sífellt verið yitnað til þessarar ákvörð- unar Mondales. Sumir töldu ákvörðunina bera vott um leti, og Carter var einn þeirra i fyrstu. Aðrir sögðu að hún sýndi aó hann væri raunsær stjórnmálamaður — að hann hefði séð að honum hafói oróið litið ágengt í bar- áttu sinni og væri enn litt kunn- ur meðal almennings þrátt fyrir ræðuhöld og ferðalög i 30 ríkjum. Carter hefur sagt að hann taki skýringu Mondales fylli- lega til greina. Samt hefur ekki tekizt að eyða efasemdum um hvort Mondale er nógu áhuga- samur og dugandi og frá þvi hefur verið skýrt að hann hafi of háan blóðþrýsting. En Mondale hefur sagt að hann liti varaforsetaframboðið öðrum augum en forsetafram- boð. Hann lét þau orð falla nýlega að baráttan fyrir því að verða varaforseti hefði þann kost að henni lyki fljótt og væri ekki eins löng og ströng og bar- áttan fyrir því að verða forseti. Vinir Mondales segja að hann sé ágætur baráttumaður i kosn- ingum og hafi gaman af hitta fólk og halda ræður en hafi óbeit á ýmsum öðrum hliðum kosningabaráttunnar, ekki sizt fjársöfnun í flokksjóði. Fyrir Carter hefur Mondale þann höfuðkost að hann hefur ágætt samband við verkalýðs- hreyfinguna og er þekktur fyrir að hjálpa þeim sem litils mega sín. Hann er talinn einn frjálslyndasti þingmaður öldungadeildarinnar þar sem hann hefur látið mest að sér kveða i fjármálanefndinni. Sennilega er enginn betur til þess fallinn að fá verkalýðs- hreyfinguna og frjálslynda Norðurrikjamenn til heils- hugar stuðnings við Carter og eyða tortryggni i hans garð. Helzti ókostur hans er sá að hann er ekki nógu þekktur og hann viðurkennir það sjálfur. Einhverjir gárungar sögóu að flestir kjósendur héldu að Mondale væri útborg Los Angeles. Mondale sagði: „Ég held að það sé alveg rétt.“ Mondale og Carter hafa virzt ósammála i mörgu'm veigamikl- um málum sem frjálslyndir Mondale. demókratar bera fyrir brjósti. Mondale hefur til dæmis verið því mótfallinn að samþykkt verði lög sem leggi bann við því að foreldrar séu skyldaðir til að senda börn sín í skóla í öðrum hverfum til að tryggja kynþáttajafnrétti. En nýlega hefur Mondale sagt að hann telji ekki að verulegur munur sé á frjálslyndum skoðunum sínum og hófsamari skoðunum Carters. „Ég er framfara- sinnaður demókrati, raunsær demókrati,“ sagði Mondale. Mondale er 48 ára gamall og hóf afskipti sin af stjórnmálum 18 ára gamall þegar hann var i skóla i St.Paul í Minnesota og fékk stúdenta til liðs við demókrata i stað þess að styðja vinstri hópa. Hann varð skjól- stæðingur Hubert Humphreys, sem hann hjálpaði í kosningum til öldungadeildarinnar 1948, og er það enn. 32 ára gamall varð Mondale yngsti dómsmála- ráðherra sem kosinn hafði ver- ió í Minnesota og gegndi því starfi 1960 til 1964. Mondale var kosinn til öldungardeildarinnar 1966. Tveimur árum síðar skipulagði hann ásamt öðrum mis- heppnaða baráttu Humphreys fyrir þvi að verða forseti. Hann var endurkosinn til öldunga- deildarinnar 1972 með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. í þágu CIA. I dag komu jafnframt 20 brezkir borgarar frá Uganda til Nairobi í Kenýa. Talið er að þeir hafi fundið sig knúna til að fara frá Uganda fyrir fullt og allt, en þeir vildu ekki ræða við frétta- menn til þess að koma ekki þeim Bretum sem enn eru i landinu 1 bobba. Þeir eru nú um 500 tals- ins. Aðeins fjórir brezkir dipló- matar eru enn 1 Uganda. Sendi- fulltrúi Breta, James Horrocks, og einum samstarfsmanna hans var vísað úr landi á miðvikudag, en nýr sendifulltrúi f stað hans hefur verið útnefndur, Eustace Gibbs, sem af tilviljun er nú staddur f Austur-Afrfku f eftir- litsferð fyrir brezka utanrfkis- ráðuneytið. Ekkert bendir til að James Hennessey, sendiherra f Kampala, muni snúa þangað aft- ur frá London. Þá streydu áfram í dag kený- anskir flóttamenn frá Uganda til heimalands síns, og í dag fóru a.m.k. 200 manns yfir landamær- in. Margir þeirra skýrðu frá lim- lestingum og ofsóknum á hendur Kenýamönnum i Uganda. Umræðan um Entebbemálið i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna endaði í hnút í nótt eftir fjögurra daga, oft á tiðum, hörkurifrildi. Afríkulönd sem höfðu krafizt for- dæmingar á árás ísraelsmanna drógu ályktun sína til baka á síó- ustu stundu þegar ljóst var oróið að þeim myndi ekki takast að afla þeirra níu atkvæða af 15 sem nauðsynleg voru til að hún hlyti samþykki ráðsins. Chaim Herzog, fulltrúi Israel, sem hafði af hörku varið aðgerðirnar á Entebbe, sagði í yfirlýsingu: „Israel hefur ekki verió fordæmt og hefur þar með varið heiður sinn“. Ekki tókst heldur að fá nægilegt fylgi við ályktun Breta og Bandaríkja- manna um alþjóðlega fordæm- ingu á hermdarverkastarfsemi. I lokaárás sinni á Bandaríkin og ísrael sagði Juma Oris, utanríkis- ráðherra Uganda að aðgerð Isra- elsmanna hefði torveldað samn- ingaviðræður við flugræningja i framtíðinni og fá ríki myndu hér eftir leggja það á sig að reyna að bjarga lifum gisla þeirra. Náðun fanga á Spáni ráðgerð Madrid, 15. júli. AP. Reuter SPÆNSKA stjórnin hyggst náða pólitíska fanga til aö stuðla að þjóðarsáttum og treysta stöðu sína, þar sem hægri- menn hóta að berjast gegn umbótafrumvörpum henn- ar á þingi og vinstrimenn ráðgera götunaaðgerðir til að sannreyna umbótavilja hennar. Samkvæmt heimildum i stjórn- inni getur náðunin náð til 450 pólitískra fanga sem hafa ekki verið dæmdir fyrir hryðjuverka- starfsemi. Liklegt er að tilkynnt Verði um náðunina á morgun að loknum fundi sem Adolfo Suarez forsætisráðherra heldur með stjórn sinni. Hægrimenn jafnt sem vinstri- sinnar munu liklega ekki gera sig ánægða með fyrirhugaðar náðan- ir — hægrimenn vegna þess að þeim finnst þær ganga of langt og vinstrimenn vegna þess aó þeim finnst þær ekki ganga nógu langt. Stjórnin telur hins vegar að náðanirnar geti stuðlað að sáttum hennar og vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga. Sterk staða hægrimanna á þingi veldur stjórninni áhyggjum og búizt er við að Suarez forsætisráð- herra flýti fyrirhuguðum þing- kosningum til að hnekkja áhrif- um þeirra. Kosningarnar verða líklega haldnar næsta vor og Suarez mun nota þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer i haust um breytingar á stjórnarskránni til að auka þrýstinginn á íhalds- menn, samkvæmt heimildum í Madrid. Stjórnin er óánægð með úrslit atkvæðagreiðslunnar i þinginu um nýja refislöggjöf og óttast að umbótatillögur hennar fáí ekki nauðsynlegan tvo þriðju meiri- hluta atkvæða. Öttazt er að þingió leggist gegn áformum stjórnar- innar um að breyta því þannig að það verði í tveimur deildum og kosið beinum kosningum þar sem þingmenn vilji ekki að áhrit þeirra verði skert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.