Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 Útsala Okkar vinsæla útsala hefst á mánudagsmorg- un. Dömujakkar — Vesti — Peysur — Blússur — Barnapeysur. Mjög gott verð. ,dg Laugavegi 28 Dómaranámskeið í fimleikum verður haldið dagana 13., 14. 15. og 16. janúar 1977 fyrir karla og fyrir konur dagana 20. 21.22. og 23. janúar 1977. Námskeiðið verður haldið í Breiðagerðisskóla. Innritun oq nánari uppl. í síma 42436 frá kl. 10—1 7.30. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 12. janúar 1977. Fimleikadómarafélag íslands, Fimleikasamband íslands. Útsala — Útsala Útsalan hefst á mánudag. Bella, Laugavegi 99 sími 26015. Útsala — Útsala Útsalan hefst á mánudag á vetrarkápum, heilsárskápum og teylenekáp- um. Höfum fengið nýtt úrval af kjólum síðum og hálfsiðum, verð frá 5 til 8 þús. Dalakofinn h.f., tízkuverzlun, Reykjavíkurvegi 1, Hafnarfirdi. Op/d frá k/. 1. Akranes — Verzlunargata Til sölu er húseignin Skólabraut 23, Akranesi. Húsið er tvílyft. Neðri hæð steinsteypt. Efri hæð úr timbri. Grunnflötur 80 fm. Húsið stendur á 220 fm. eignarlóð við helstu verzlunargötu bæjarins. Möguleiki á verzlunaraðstöðu á 1. hæð. Teikningar fyrir hendi á gjörnýtingu lóðar- innar undir verzlunarhús. Tilboð óskast fyrir 20. janúar sem sendist Aðalfasteignasölunni Reykjavík, sem veitir allar nánari upplýsingar. Ada/fasteignasa/an Vesturgötu 1 7 Reyk/avík. Sími 28888. Skipulagssýningin að Kjarvalsstöðum Á sýningunni 9. janúar munu arki- tektarnir Guðrún Jónsdóttir og Stefán Jónsson frá Teiknistofunni Höfða og Geirharður Þorsteinsson. Hróbjartur Hróbjartsson og Gunnar Friðbjörnsson frá Vinnustofunni Veltusundi 3 halda sérstaka kynningu á deiliskipulagi Breiðholtsbyggðar. Kynningin sem er endurtekin hefst að Kjarvalsstöðum kl. 13.30. Farið verður í strætisvagnaferð frá Kjarvalsstöðum um Breiðholtsbyggð kl. 14.00 stundvíslega. Sýning skuggamynda — almennt skipulag nýrra hverfa og kynning verk- efna kl. 16.30. „Fiskiðnaður og landbúnaður búi við beztu tollakjör” - segir Gudmundur H. Garðarsson alþingismaður í VIÐTALI við Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóra í Morgunblaðinu fyrir skömmu ræddi hann um tollafríðindi á iðnaðarvélum annars vegar og tolla á fisk- vinnsluvélum hins vegar. Mbl. spurði Jón Sigurðs- son, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, um reglur í þessum efn- um. „Tollar af öllum vélum varð- andi samkeppni iðnaðar eru komnir niður í núll,“ sagði Jón, „vegna EFTA-samningsins og er þá sama hvort um er að ræða vélar til súkkulaðiframleiðslu eins og búnaðarmálastjóri talar um, eða aðrar vélar til iðnaðar innan þessa vettvangs. Svolítill tollur er á fiskvinnslu- og land- búnaðarvélum. Tollur á fisk- vinnsluvélar (2—7%) er þó tekinn til greina í genginu þar sem ekki er um samkeppni að ræða, en varðandi landbúnaðar- vélar er málið allt annað þar sem landbúnaðarvörum er fyr- irmunað að koma inn 1 landið.“ Morgunblaðið sneri sér einn- ig til Guðmundar H. Garðars- sonar alþingismanns og spurði hann álits á þvi hvort honum þætti eðlilegt að vélar til iðnað- ar nytu þessara frlðinda um- fram vélar til fiskvinnslu eða landbúnaðar. „Ég tel hæsta máta óeðli- legt“, sagði Guðmundur, „að þessir aðilar njóti ekki beztu kjara I tollamálum og þess vegna á ekki að vera neinn toll- ur á þeim vélum sem þessar atvinnugreinar hafa þörf fyrir. Við sem erum I fiskiðnaðin- um teljum það á miklum mis- skilningi byggt þegar talað er um það að íslenzkur fiskiðnað- ur sé ekki samkeppnisiðnaður I þrengri skilningi vegna EFTA- aðildar tslands. lslenzki fisk- iðnaðurinn þarf að selja og sel- ur ýmsar fiskafurðir innan EFTA I harðri samkeppni við fiskiðnað annarra ríkja. Jafn- framt því sem sjávarútvegur sumra þessara ríkja nýtur hárra rikisstyrkja. Allar breyt- ingar sem hafa I för með sér að hallað er á samkeppnisaðstöðu íslenzks fiskiðnaðar eru til tjóns. tslendingar ætlast til mests af fiskiðnaðinum, bæði með til- liti til góðra lífskjara og mikill- ar gjaldeyrisöflunar. Þess vegna verður jafnan að tryggja honum beztu kjör í tolla- og skattamálum, þannig að hann standist þær kröfur sem til hans eru gerðar jafnframt þvi sem hann er sem bezt í stakk- inn búinn til að mæta mikilli og harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Strindborg, Biblíutilvitnanir, íslenzkir söngvar og uppátæki Hreyfileikhúsið sýnir Fröken Júlía alveg óð í kvöld YR en ekki Y í ATHUGASEMD I Morgunblað- inu í gær vegna gjafar til Land- helgisgæzlunnar er ranglega farið með nafn félagsskaparins „ÝR“, sem ætlað er að vinna að velferð starfsmanna Gæzlunnar. Félagið er jafnan nefnt V en á að sjálf- sögðu að vera YR, eins og áður segir. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Akraneskirkja í AKRANESKRIKJU verður barnasamkoma kl. 10.30 árd. í dag. Sóknarprestur. — Búizt við Teng Framhald af bls. 1. ingaraðgerðir af róttæku öflun- um. Á sumum spjöldunum, sem fólkið bar í dag, var sagt að óeirð- irnar í fyrra hefðu verið frábær kapítuli i kínversku byltingarsög- unni. Á öðrum spjöldum stóð, að „glæpir hinna brjáluðu fjórmenn- inga og ofsóknir þeirra á hendur Chous kölluðu á 10 þúsund dauða- dóma.“ Stjórnmálafréttaritarar í Pek- ing telja að ráðamenn þar séu nú að ræða refsingu fjórmenning- anna, en talið er ólíklegt að dauðadómur komi til greina. Hins vegar sé greinilegt að verið sé að undirbúa jarðveginn fyrir endur- reisn Tengs og að margir telji líklegt að hann muni taka við forsætisráðherraembættinu af Hua Kuo-feng, sem gegnir því jafnframt formannsembættinu. Á einu spjaldi stóð, að einu mistök Tengs hefðu verið að hann hefði ekki barist nægilega hart gegn Chiang og fylgifiskum hennar, en ekki væri vitað um neinn, sem hefði barist af meiri hörku. — Álagablettur Framhald af bls. 48 búinn að fá mig fullsaddan af óhöppum tengdum álaga- blettinum. Ég vona að þessari lóð verði ekki úthlutað aftur nema þá að viðkomandi viti um forsögu málsins á lóðinni." Ekkert er búið að sprengja á lóðinni, en þess þarf ef bygg- ingarframkvæmdir verða þar, en hins vegar er búið að raska jarðvegi þar litilsháttar vegna fyrirhugaðra mannvirkja, bygg- ingar Ibúðarhúss. HREYFILEIKHtJSIÐ frumsýnir I kvöld kl. 9 nýstárlega sýningu —■ Fröken Júlfa alveg óð, f kjallaraleikhúsi að Frfkirkjuvegi 11. I hlutverkum eru Sólveig Halldórsdóttir, ung leikkona sem er nýlega útskrifuð. og Nigel Watson og Inga Bjarnason, sem jafnframt hafa sviðsett verkið en þau hafa bæði starfað hjá til- raunaleikhúsi í Bretlandi. Þau voru f fyrirsvari fyrir all nýstár- legri sviðsetningu á Hamlet á vegum enskudeildar Hákólans f fyrra. Að sögn Nigels Watson er um helmingur textans I sýningu þess- ari sóttur i meistaraverk Strindbergs ásamt ívafi úr Biblí- unni og ýmiss konar uppátækjum eða impróvísasjónum leikenda auk Islenzkra söngva. Bakhjarl sýningarinnar er sóttur í formála Strindbergs að Fröken Júliu frá 1888, þar sem segir svo: „Sálir minar (persónurnar) eru skeyttar saman úr liðnum og yfir- standandi menningarskeiðum, glefsum úr bókum og dagblöðum, brotum af mannkyninu, tætlum af gatslitnum og bættum spariföt- um. 1 þessu leikriti hef ég ekki reynt að gera neitt nýtt — þvi það er ógerningur — heldur einungis reynt að skapa nýtt form til að uppfylla þær kröfur, sem ég ímynda mér að nútfmamenn ættu að gera til þessarar listar." Hreyfileikhúsið hyggst halda sýningar á fimmtudögum, föstu- dögum og sunnudögum út janúar og eitthvað fram I febrúarmánuð, ef aðsókn verður nægileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.