Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 — 43 ár liðin Framhald af bls. 3 ið við Kaplaskjólsveg Hann var 7 ára, þegar fyrsti drátturinn fór fram, en Ingigerður 12 ára. „Ég var fyrsta barnið, sem Þurfður tók að sér," sagði Jónas „og var ég hjá henni allt þar til ég varð 12 ára Ég man ekki alveg, hve mörg börn Þuríður fóstr- aði, en ég held mér sé óhætt að segja að þau hafi farið yfir 20. Þuríður var mikil persóna og rak barnaheimilið mikið til fyrir eigin reikning Kappkostaði hún að hjálpa þeim, sem bágt áttu. Hjá henni ólust margir upp. en frægastan má þar kannski telja Albert Guðmundsson." Jónas sagði síðan að barna- heimilið við Kaplaskjólsveg hefði brunnið og lenti Þuríður þá á hrak- hólum með húsnæði fyrir heimilið Var það um stund á Silungapolli, f Franska spftalanum, sem kallaður var og stóð og stendur við Lindar- götu. en þaðan fóru þau síðan í Skerjafjörð. fyrst á Baugsveg 25, svo á Reykjavfkurveg 1 og þar lauk starfsemi barnaheimilisins enda Þuríður þá farin að heilsu. Jónas segist muna þá dýrlegu daga, þegar dregið var í happ- drættinu. því að þá var jafnan, þegar dráttur hafði farið fram, gefin rjóma- terta og súkkulaði. Hann dró vinn- inginn, en Ingigerður númerin Drátturinn frór fram á sviðinu f Iðnó og viðskiptavinir happdrættisins sátu í salnum og biðu spenntir, hver hlyti vinning. Þetta var á kreppu- árunum og vinningar happdrættis- ins miklir vonarpeningar Þau Jónas og Ingigerður drógu út vinninga í Happdrætti Háskólans í 2 ár samfleytt. Þessi tilhögun við útdrátt vinn- inga í HHÍ heyrir nú sögunni til. Guðlaugur Þorvaldsson sagði í hof- inu í fyrrakvöld, að á þeim 43 árum, sem happdrættið hefði starfað, hefði það jafnan verið venja að fá aðstoð ungs fólks við útdrátt vinningsmiða og vinningsfjarhæða En síðan sagði rektor: „Þrátt fyrir nýja tækni tölvu- tfmans, verður mannshugurinn og mannshöndin ávallt það, sem ræður ferðinni í öllu þvf sem maðurinn tekur sér fyrir hendur." i f 1 SIMI I MIMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanóm UTSALA Hefst á mánudag Fréttir frá Vouge heimilisdeild UTSALA á hliðargluggatjöldum og eidhúsgardínum. Geysilegt úrvat af bútum 25-50% afsiáttur Dæmi um verd/ækkun: áður 2096 nú 1090 1636 050 1456 050 2009 1450 1646 1090 Ath.: útsaian stendur aðeins í örfáa daqa Vogue heimilisdeild V—' Skólavörðustíg 12. Iðnaðarhús: Lóð — grunnur Tilboð óskast I grunn iðnaðarhúsnæðis að Hafnarbraut 9 — 1 1 Kópavogi, í því ástandi sem hann er svo og í aðrar framkvæmdir á lóðinni. Innifalið er byggingarréttur að iðnaðar- húsi ein hæð og kjallari samtals 2100 fm og 7000 rúmmetrar. Nánari uppl. hjá bæjarverkfræðingi Kópavogs. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 12 þriðjudaginn 18. jan. á skrifstofu bæjarverkfræðings. Tilboðin verða opnuð kl. 1 2 á sama stað. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. Kennslugreinar veturinn 1976- 1977 ALMENNIR FLOKKAR: Gítarleikur, flautuleikur, píanóleikur, leikræn tjáning (dramik), teiknun, megrun, skattafram- tal, stafsetning f. LESBLINDA, esperanto, latína f. byrjendur, færeyska, danska, spænska, norska, þýzka, enska, franska, ítalska, spænska & sérstakir talflokkar, vélritun, bókfærsla, verzlunarenska, stærðfræði, hjálparflokkar í stærðfræði á framhaldsskóla stigi, samfélags- fræði (um einstaklinginn, réttindi hans og skyldur í þjóðfélaginu), barnafatasaumur, sníð- ar, kjólasaumur (ath. sníðar á efnum ekki innifaldar í verði), postulínsmálning, mynd- vefnaður. KENNSLUGREINAR í: Laugalækjarskóla sænska, vélritun, bókfærsla, enska. Arbæjarskóla enska, þýska barnafatasaumur. í þessum þremur skólum fer kennsla fram á þriðjudögum. Breiðholtsskóli: Mánudaga og fimmtudaga enska, þýzka, bókfærsla og barnafatasaumur. Fellahellir. Dagkennsla mánudaga og miðviku- daga, enska myndvefnaður, spænska, leikfimi, leirmunagerð, Ijósmyndaiðja (kvöldkennsla). Aðalkennslustaður námsflokka Reykjavíkur er Miðbæjarskóli sími 14106 KENNSLUGJALD: Kr. 4.000.00 fyrir 22 kennslustundir Kr. 6.000.00 fyrir 33 kennslustundir Kr. 8.000.00 fyrir 44 kennslustundir Innritun fer fram: í Miðbæjarskóla 1 0. og 11 jan. kl. 1 9 — 22. í Fellahelli 1 2. jan. kl. 13.-15. í Breiðholtsskóla 1 3. jan. kl. 1 9.30 — 22. í Árbæjarskóla 1 8. janúar kl. 1 9.30 — 22. í Laugalækjarskóla 1 8. jan. kl. 1 9.30 — 22. Fyrsti kennsludagur er 1 2. janúar. Kennslugjald greiðist við innritun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.