Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 I. Álpuðumst við? — eða stýrðum eftir stjörnu og sðl? Frá ætt og fortfð allri hurfu þeir, sem ekki vildu þola Haralds stjórn. Þeir yfirgáfu óðul, tóku geir og ófrið með sér; þeirra tryllta fórn til þráa og þvermóðs öfga var þeirra ættjörð göfga. Það er svo vitaniega vitlaust ráð að vilja ekki heidur semja ögn heldur en missa fé og feðraláð og festa allt sitt traust á óviss mögn. En samt: Eg ann þér, andi, sem enn ert til f landi. Þannig hugsaði fyrsti ráðherra íslands ljóð sitt Ofurkapp, því hann vildi „semja ögn“ við Danastjórn, varast oftrú á stolt, vöxt og „óviss mögn“, sem steypt gætu efnahag (fé og feðraláði) og ræktað hér ofstopa- þjóðfélag ofan á rústum, „En samt, ég ann þér“. Fornólfur alþingismaðurinn dr. Jón Þorkelsson, kaus fremur að klifra brattari bryggjusporð, upp til fyrirheitins fjallalands, óháðs ríkis með sérlega þjóð- legt snið og m.a. háskóla til þroska fulls. Auk þess að stefna sem fastast að þeim ræktunarbúskap, sem gera mætti ísland nær sjálfbjarga um alla fæðuöflun, skyldi leggja meginkapp á landhelgina: Hér skal þjóðin þrifa leita og þroska fulls en ei til hálfs, — hér vér allrar orku neyta f eiginn hag og landsins sjálfs. Okkar skulu eigin hendur yrkja landið, græða skóg, sjálfir verja strauma og strendur, stjórna á vorum eigin sjó. Björn Sigfússon: Einar Benediktsson Sagnfræðilega séð og þróunarlega þótti Einari það varla vera not frelsisins sjálfs, heldur vonin um að höndla það hnoss og standa um það vörð, sem hefði verið dýrmætasti krafturinn f sögu menningarþjóða og yrði um næstu aldir lýðmenningar ennþá dýr- mætari víða um heim. E.B. vissi líka, að heilt næst frelsið aldrei. Annað framhaldsstig þess þarf og hlýt- ur að hilla upp yzt við hvern nýfenginn sjónhringinn af öðrum, sem eygist f baráttunni og blikar fjallblár f hæðum ofar feigu moldumvfgðu einstaklingunum, sem eru annars glaðir á leið undir græna torfu. Annað er, sem Norðurálfusagan skelfir oss með, að hvorki smá þjóð né stór mun reynast „eilíf“ á föður- leifð sinni, en munu blandast öðrum unz ný samfélags- týpa er af þeim komin. En sumum samfélögum er steypt alveg, f þungum straumi tímans. Falli hann yfir þjóð, sem skrikar fótur, lifir þó oft nær eða fjær um hana minning, sem umbreytzt gæti í fyrirmynd nýju vaxtartýpunnar, lfkt og „þjóðveldi" grfskt og íslenzkt taldi sig hafa endurvaknað á 19. öld. Til viðbótar skilningi á vfkjandi fyrirheitnu landi og áhættu hins tæpa vaðs, sem þó tengdist jarðneskri ódáinsvon, jók trúmaðurinn E.B. í kvæðið sann- færingu sinni, að f alvitund framhaldslffs muni endur- lifna göfugur neisti, sem ástrfðan til að ná þjóðfrelsi hefði áunnið, jafnvel þó hún yfirbugaðist sfðan. Það kemur af þvf, að göfug fórn hefur eilffðargildi þessa heims eða annars, og lfklega hvorstveggja heims: „Til þess er hvert tap og hvert tjón, sem oss skapast / að treysta til þrautar vorn fórnandi mátt“. E.B. veit sig hafa dýpkað innihald eldri helgitákna, e.k. symbóla, með þvf að stefna þeim svona fyrir hinzta dóm um vilja og verk, gert þau alþjóðlegri og sneitt sakir þess hjá Fjallkonunni á sæti hájökla- hringsins, umkringdri list og viti afburðaþjóðar. Það symból fannst honum lfka eilítið kotroskið um of, eða að (ófædda) úthafssiglingin vor skyldi fara að ögra veldum og höfum, þó fáni fengist (ganga á hólm við heim). Slík nærmynd af hólmgöngu mátti vera gröndalskt teikniskraut á hátið, en sökk f óljósa móskuna undir sólstöfum þeim, er nú lagði yfir land frá nýrisnum sjónbaug handan blóðleitra unna 1916. Yfir þvf blóðhafi hillti 1917—20 upp nýsjálfstæð Skáldstefnuskrár 1907—1916 og ef ndir á 70 árum Þessi mósesarrödd 1907 úr ábúðarmesta leiðtoga- skeggi bernskuára minna hefur aldrei gleymzt, og milli þingflokka rfkti nokkur eining um markmið þessu lfk, en aldrei var þar sætt um aðferðir að ná marki. Gremjan yfir danska 3 mflna landhelgi- samningnum (1901—1951) og fánýti danskrar gæzlu við land fann sér e.t.v. sjaldnar verðuga skotspæni eftir 1908 og enga meðan á heimsstyrjöldum stóð, og engan dreymdi að eiginsjór gæti náð út til 200 sjómflna marka, en þama snart dr. Jón forni þó við kostnaðarliðnum, sem fullveldinu yrði dýrastur og yrði undirstaða þess að það bæri sig fjárhagslega. Baráttan um hvort fáninn mætti verða gildur siglingafáni, jafnskjótt og skip í innlendri eign gætu borið sig f Bretlands- og Vesturheimsförum, var hafin án gruns um það aðsteðjandi strfð, 1914 sem átti eftir að brjóta harða mótstöðu Dana gegn þessu og breytti lfka allri taflstöðu annarri. Upprifjun mfn núna á margs konar útrás bældrar, en lftt sveltrar kynslóðar þá f pólitfkinni gerir mér auðskilinn þann kenningar- kjarna úr Mosfellssveit, að barinn þræll er mikill maður, því f honum býr frelsið. Annar dfalektfskt þverstæðuauðkenni Islendinga reis um þær mundir með stórfelldum bylgjugangi, sveiflan milli barlóms og mikilmennskukasta. Jafnvel einn og sami maður átti til að lýsa fósturlandinu sem einum versta stað veraldar og ekki var að þvf að spyrja, hve vesalir og ráðlausir þeir ættlerar væru, sem enn þraukuðu hér, og næsta dag fannst honum þó Fjallkonan gædd dýrustum auði þjóðsnilldar og auðsuppsprettna, sem f heimi væri; á hólm við hann gervallan þyrðum vér því að ganga, f komandi fullveldi. 1 kvæðum Matthfasar skálds á Akureyri má tfna saman eldri dæmi þver- stæðunnar og afarvfða hjá öðrum. Þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson mælti, í efri sveiflu þessa skilnings, fyrir munn kynslóðar, er hann fagnaði sumri 1914 f Minni íslands, og kröfunni um gilding siglingafánans, með þessum orðum: Rfka drottning I sæ, verði veldi þitt æ list og vit kringum stólinn þinn háa og hjá landnemum þeim, sem á hólmi við heim sýna höfunum fánann þinn bláa. Réttum tveim árum seinna átti Einar Benediktsson fullgert kvæðið Frelsi og birti það, í röð með nokkrum öðrum ljóðum 1916 f Þjóðstefnu, sem var baráttublað undir stjórn hans, krafðist fulls sjálfræðis fyrir fsland, þegar strfði lyki með sigri bandamanna yfir Þjóðverjum. ísland skyldi áfram lúta Danakonungi til að massa engin Norðurlandatengsl, en vestrænu „flotaveldin vilja tryggja frað og hlutleysi fyrir fsland með opnu verzlunarfrjálsu Grænlandi", — „Norður- lönd hafa grætt ógrynni fjár á ófriðnum ... gætu veitt peningum þaðan f hæfilegum mæli inn f fslenzkar lánsstofnanir,".....nota fjárauðæfi Norðurlanda til að koma fslenzkum bönkum í það lag, sem er samboðið þörfum þjóðarinnar." (Þjóðstefna 11. og 18. maí, 1. júnf, 16. nóv. 1916). Kvæðið Frelsi spannar að sjálf- sögðu yfir marga þætti vona umfram nærtæku stefnu- skrána og er skáldinu Ifka alþjóðlegur boðskapur. En það varðar eingöngu frelsi heildar, nánar sagt hverrar þjóðar, til að stýra sér sjálf og gefa þannig þegninum aðild og sjálfgilding (identity) persónu sinnar f og með þjóðfrelsinu. Enginn ber á E.B., að einstaklings- hyggja hans hafi verið fátækleg, en hún, eða allt sem er „stakt og strjált sem stórgrýtið“, fékk ekki að koma f nánd við kvæði þetta. Sósfalismi Einars var orðinn þvf einu bundinn að þurfa að samhæfa jafnrétti þjóða til að stjórna hver. sfnu í frelsi með forgang heildar- hags meir en staka þegnsins fyrir augum og með „friðarbogans blessaða sjón.“ Ljóst er af þessum tilvitnunum, þó snubbóttar séu, að skáldunum fjórum kom lftt saman um beztu aðferðir til að ávinna oss sjálfsforræði og hagsbætur. Enginn þeirra sá skýrar en Einar gegnum deilu- þvargið, að við álpumst oft blindir til hins fyrirheitna og segir þvf í Frelsi: Ef hvötin er aðeins há og sterk hinzt — og að réttu —- þú sigur átt. II. Frelsisvon og skrum þarf prófunar fyrir hinzta dómi Frelsisins eilffa eggjandi von sem ættlöndin reisir og skipar þeim vörð, þú blessar við arininn son eftir son, þú sættir hjartað við þessa jörð. Vfkjandi blika þíns fyrirheits foldir, f jallbláar, hátt yfir allar moldir. Og fagnandi lýð gegnum Iffið og strfðið. þú leiðir undir hinn græna svörð. Innlifun skálds f efnið f þessu 1. versi af 6 í Frelsi er samboðin þeirri vissu E.B., að sjálfgilding sfn (þegnsins) væri algerlega komin undir þeirri von og sú gilding, fyrir son eftir son, samtengdi alla Is- lendinga, einnig menn hvers annars ættlands um sig, er þeir hrifust af merkinu bjarta, „því hvað er vort líf, ef það á engan draum!" — Ég bið þá, sem nenna, að fletta upp Einari og lesa hin 5 versin. „Er mælt hér eitt orð, sem ea fyrr var kunnað?" — hefur Einar spurt sig við samning kvæðisins, og við megum kveða já við því, að hann setur hið gamal- kunna í nýtt og frjórra samhengi, sem stenzt dóm; gildingin er skrumlaus. Óvíða h'efur réttnefnt þjóðfrelsi náð blómgun og enn sjaldnar enzt nema stund eða fáa mannsaldra. ríki eins og Finnland, sem allt til þessa var fursta- dæmi zarsins (enn fyrr sænsk nýlenda), Irland, þrjú baltfsk rfki og Pólland, nokkru sunnar Tékkóslóvakfu Júgóslavfu og nokkur vesturasfsk rfki, að vfsu ásamt Egyptalandi (Súesskurði) sett undir forræði Breta (Sýrland afhent Frökkum). Hinn tvfsýni aðdragandi að sjálfstæðistöku Indlands og frekari liðun á brezku Commonwealth var að hefjast, þó fáir sæju hvert stefndi. I kvæðinu Tempsá og vfðar hafði E.B. spáð fyrir um reikningsskap til ræningjans, hins rfka sjóðs iðjuvelda; steinlíkið frá Nflarósum lyfti hendi og var kröfuhafi snauðra milljóna; „Sem varnaðsteikn frá dauðu ríki / þar lyftir fingri heljarhönd / til himna, úr milljónanna dfki“, og einmitt við það, að strfðslok við Súes 1956 stjórnuðust af slfkri bendingu og heljar- hönd þessi skar á bönd Indlandshafsstranda við London, rættist spásögn E.B. f Tempsá furðu bókstaf- lega, allar nýlendur losnuðu. Þá fyrst skiljum við lffsspeki Frelsis, ef réttarstaða Islands er skilin, sfðan 1916, f þessu mannkynssögu- samhengi (auk forns réttar). Vfst skipti það oss máli 1918—1944, einnig fyrir rétt til inngöngu f SÞ 1946. Næstliðnu 30 árin hefur aftur á móti verið hægt að benda á sjálfstæðistöku tslands sem dæmi um lfkindin fyrir því, að nýlendum og þjóðlöndum, hversu mátt- vana sem vera kynnu, muni nokkuð óhætt að gerast sjálfstæð ríki — „ef hvötin er aðeins há og sterk." III. Þjóðstefnur valdasmárra rlkja eru heiminum til bóta. Alþingishátíð 1930 tókst vel. Mestu skipti þá, að stórum hluta þjóðarinnar heppnaðist að móta raunhæfa sjálfgilding rfkis (identity) í vitund sfna í stað flöktandi sjálfsfmyndar (self-image) f Fjallkonu- gervi. Einhugur hennar í atkvæðagreiðslu fyrir lýð- veldisstofnun 1944 var hin rökrétta afleiðing og var að minnsta kosti ekkert háður þvf, hver hugur mönnum lék á dönskukennslu í framtíð og á góðum tengslum ríkis vors við Dani sem hinar norrænu þjóðirnar. Skáldum, sem f blóma lifðu 1917—76, blanda ég ekkert í sjálfstæðismálin, þvf öld var breytt og þau ekki lengur spámenn Israels né okkar, a.m.k. varla f pólitfk. Langsóttara væri að ræða aðra lffsskoðana- mótun af völdum þeirra. Enn síður græðir grein mín á skrafi um nauðhyggjukenningar (áleitnar hjá marxistum lengi), existentáalska útúrsnúninga úr frelsishugtökum, afneitun þess, að viss samfélög hafi eignast heildstætt séreðli og fyrir þá sök gerist þegn- heildin þarlenda allsamhent þjóð, sem á að vera fær um að auðga mannkynið, hver með sfnum hætti, — þetta eru staðhæfingar, sem ég deili ekki um. „En hefur nasjónalismi nokkurn tíma lent nema á villugötum?“ heyrist oft spurt og sérlega á skeiðinu 1933—60 af orsök, sem öllum er fersk f minni í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.