Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 25 AÐ BÖLVERKSSÖNGVAR eftir Erni Snorason. Helgafell 1976. ÞAÐ ER óvenjulegt að skáld hefji feril sinn með því að kynna lærimeistara sína og helstu fyrirmyndir. En þetta gerir Ernir Snorrason í formála Bölverkssöngva. Ernir skýrir frá því að titill bókarinnar, Bölverkssöngvar, sé „órökstudd þýðing á nafninu Maldoror" sem conte de Lautréamont (hann hét f raun- inni Isidore Ducasse) orti um. „Sú evrópska bókmenntahefð, sem Isidore Ducasse telst til, hefur aldrei skotið rótum í íslenzka jörð“, segir Ernir, en meðal annarra lærimeistara Ernis er að hans eigin sögn Tristan Tzara og andi skálda eins og Charles Baudelaire og Arthur Rimbaud svffur hér líka yfir vötnum. I upphafi bókar sinna greinir Ernir frá því að Lautréamont sé „sem næst óþekkt skáld á fslenzku". Ég býst við að Erni sé kunnugt um bók Jóns Óskars: Ljóðaþýðingar úr frönsku (1963), en þar birtir Jón þýðingar úr Söngvum Maldorors og fjallar um skáldið f formála. Jón segir að Söngvar Maldorors hafi orðið „nokkurs- konar biblfa súrrealistanna“ og bætir við: „Það er athyglisvert, að bæði Rimbaud og Lautréa- mont eru á æskuskeiði þegar þeir semja skáldverk sfn (annar innan við tvftugt, hinn tvftugur eða liðlega tvftugur), enda bera verk þeirra þess merki, en fá ljóðverk nftjándu aldar hafa haft jafngífurleg áhrif á síðari tfma skáld og verk þessara tveggja æskumanna sem gerðu uppreisn gegn lff- inu, gegn grimmd þess má segja, og þó ef til vill f rauninni einkum gegn þvf sem þeir voru sjálfir, einsog Albert Camus segir um Lautréamont (kaflinn Upreisnarljóðið í LHomme révolté)". „Spegilmynd illskunnar" kallar Jón Óskar heim Lautréa- monts og Ernir Snorrason vitn- ar til bréfs sem Lautréamont skrifaði útgefanda sínum, en í því kveðst hann hafa lofsungið hið illa. Aftur á móti bendir hann á f bréfinu að hann hafi lofsungið örvætninguna til þess eins að fá lesandann til að þrá „hið góða sem lausn“. Hinu góða er í rauninni alltaf sungið lof þótt aðferðin sé önnur en skálda „gamla skólans" (Victors Hugo og fleiri). Mark- miðið hjá Lautréamont og þeim sem „gylla hið illa“ er siðferði- legs eðlis, enda er hann byrjað- ur á nýju verki þegar hann deyr og í því „átti að speglast trú á lífið, bjartsýni og von- gleði“ að sögn Jóns Óskars. í einum Söngva Maldorors sem Ernir Snorrason birtir þýðingu á yrkir Lautréamont um beiska reynslu sína af mönnunum og ákallar að lokum Guð með þess- um orðum: „Sýndu mér góðan mann!“ 1 Bölverkssöngvum sínum tekur Ernir Snorrason upp merki Lautréamonts, en söng- varnir eru ortir f Clervaux á jólum 1968 þótt þeir komi ekki út fyrr en nú. Ég verð að játa að mér hefði þótt bók Ernis sæta meiri tíðindum ef hún hefði ekki beðið jafn lengi eftir prentun eða ef hún hefði verið samin af einhverju öðru skáldi á bernskuárum Ernis. Um það er ekki að sakast. Ljóðlistin hefur tekið aðra stefnu en þeir Rimbaud og Lautréamont mörkuðu fyrir löngu. Auk þess þykist ég greina bergmál fra enn einu skáldi í Bölverks- söngvum. Hljómur ljóðsins er líkur Duinoelegfum Rilkes. í Bölverkssöngvum er talað um „óljóst tákn“ og um ljóðið í heild sinni má segja að það byggi meira á myndum og hugljómunum en ákveðnum ráðningum sem lesandanum eru fengnar. Þetta er ef til vill stefnuyfirlýsing skáldsins: forðumst söguna ryðjum ljóðinu rúm svo finni það lífið og manninn í þjáning og dauða I þessum orðum er ekki lítill metnaður fólginn, enda ætlar Ernir Snorrason ljóðinu mikið hlutverk. Tilfinningunum er gefinn laus taumur („Ó, verum heimskir um stund, látum lífið um æðar oss renna) í könnun skáldsins á hinum innra manni. Ljóð hans er af heimspekileg- um og sálfræðilegum toga. Það Ernir Snorrason Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skortir ekki að skáldið sér margt, en hins vegar er bún- ingurinn af nokkrum vanefn- um. Orðalag er tilgerðarlegt, líkt og hreinritun ljóðsins hafi gleymst. Málfarið er þó sfður en svo litlaust og stirðleiki þess getur stafað af einhliða kynn- um af erlendum skáldskap. Heimþrá er að mínum dómi athyglisverðara ljóð en Bölverkssöngvar. I þvf er upp- runaleg skynjun umhverfis þótt óljós tákn flækist fyrir skáldinu. Um Heimþrá gildir sama og Bölvekssöngva að ljóð- ið verður að lesast f heild sinni. Þess vegna gefa tilvitnanir litla hugmynd um vinnubrögð skáldsins. Hér skal þó birt brot: eins og i gegnum glerkúlu horfum vð og ávalt glerið teygir úr andlitum okkar eins og við séum komnir langt að eins og lífið sé aðeins ein hlið á kviku sem er úrskeiðis sem mjókkar sem þrengist þegar fjær dregur i óljósan púnkt sjáöldur eru augu sem horfa á okkur I ljóðum Ernis Snorrasonar er næm kvika. Hann á erindi við lesendur sfna. Frumraun hans, Bölverkssöngvar, er með- al örfárra byrjendaverka síð- ustu ára sem óhjákvæmilegt er að gefa gaum. Hér er á ferð ungt skáld sem tekst á við vandamál lífs og ljóðs. A ♦ * .é Morgunblaðinu sl. fimmtudag en þar var frá því sagt, að húsnæðis- málaráðherra landsins hefði framið sjálfsmorð. Síðan sagði í fréttinni: „Ofer skaut sig f höfuðið á fáfarinni strönd og skildi eftir sig bréf, þar sem hann neitar öllum ásökunum um fjár- svik, þegar hann var yfirmaður stórs byggingarfyrirtækis áður en hann tók sæti í ríkisstjórn... Rabin sagði syrgjendum að Ofer hefði nýlega komið til sín og lýst yfir sakleysi sinu af öllum ásökunum, sem bornar hefðu verið á hann í þinginu og f blöð- um. Kvaðst forsætisráðherrann hafa sagt Ofer að hann tryði honum. En samkvæmt orðrómi sagði Rabín Ofer einnig að hann fengi ekki neina sérstaka vernd ef lögreglan sæi ástæðu til að ákæra hann. „Við verðum að læra af þessu sorglega dæmi að sýna hófsemi, þegar við efumst um ágæti annarra manna“, sagði Rabin við jarðarförina. Margir þingmenn hafa hvatt til þess að meiðyrðalöggjöf Israels verði hert og að komið verði í veg fyrir að lögreglan veiti blöðum upplýs- ingar um mál, sem ekki eru rann- sökuð.“ í þriðja lagi hljóta þær umræð- ur, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni að leiða til þess að við, sem þjóð, lítum í eigin barm og spyrjum sjálf okkar þeirrar spurningar f tilefni af þvi sem fram hefur komið nú þegar i um- ræddum sakamálum, hvort sá sið- ferðisgrundvöllur, sem þjóðfélag okkar byggir á er að bresta. Ber- sýnilegt er, að þessi hugsun leitar á marga um þessar mundir og nægir að vitna til þess, að við áramót fjölluðu forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra og Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, með einum eða öðrum hætti um þessa spurningu. Svarið við henni finnum við fyrst og fremst í því hvernig við höld- um á okkar eigin málum á næstu misserum og árum en vonandi er erfitt tímaskeið að baki f þessum efnum og hreinna og tærara and- rúmsloft framundan. Eftirmál um ASÍ-þing Athygli vakti um áramót, að Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, varði fyrsta hluta áramótagreinar sinnar í Þjóðviljanum til þess að halda uppi vörnum fyrir öfgakenndar starfsaðferðir flokksmanna hans á ASÍ-þingi og þá aðför, sem þeir beittu sér fyrir á hendur Sjálf- stæðismönnum í verkalýðshreyf- ingunni, en þetta ASÍ-þing leiddi í ljós enn einu sinni, að ef miðað er við fulltrúatölu á því þingi eru Sjálfstæðismenn annar stærsti verkalýðsflokkurinn i landinu en ef miðað er við kjósendatölu almennt er auðvitað ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti launþegaflokkur landsins og sá stjórnmálaflokkur, sem launþeg- ar bera mest traust til. Varnarorð Ragnars Arnalds sýna, að honum hefur þótt nauðsynlegt að reyna að rétta hlut sinna manna í þeim umræðum, sem orðið hafa eftir ASÍ-þingið og er það út af fyrir sig skiljanlegt. Hér verða gerðar athugasemdir við tvo efnisþætti í þessum skrif- um formanns Alþýðubandalags- ins. i áramótagrein sinni fjallar hann um hlut Alþýðuflokksins á ASl-þingi og i verkalýðshreyfing- unni og segir: „Morgunblaðið hik- aði ekki við að benda Alþýðu- flokksmönnum á með stærilæti þess, sem telur sig hafa húsbónda- valdið að seinustu áratugi hefðu þeir verið upp á náð íhaldsins komnir innan verkalýðshreyfing- arinnar... Morgunblaðið er hér ekkert að skafa utan af hótuninni í garð Alþýðuflokksins: annað hvort standið þið með okkur eða við kippum undan ykkur fótunum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er mikil örvænting að baki slikum hótunum gagnvart sam- herjum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hingað til talið ómiss- andi. “ Síðar í áramótagrein sinni segir Ragnar Arnalds: „Stað- reyndin er sú, að Björn Jónsson forseti Alþýðusambandsins er eini forystumaður Alþýðuflokks- ins, sem virðist skilja til fulls hvað þarf til þess að verkalýðs- flokkur veki á sér traust. Hann hefur beitt sér fyrir skeleggri afstöðu flokksins í ýmsum mál- um með samvinnu til vinstri...“ Um allt þetta má segja: heyr á endemi! Hér talar nefnilega sá forystumaður stjórnmálaflokks, sem margsinnis á undanförnum misserum hefur lýst því yfir, að helzta markmið flokks hans á yf- irstandandi kjörtímabili sé að ganga að Alþýðuflokknum dauð- um og þurrka hann út af Alþingi íslendinga! Alþýðuflokksmenn hljóta að hugsa margt, þegar slík- ur maður tekur sér skyndilega fyrir hendur að halda uppi vörn- um fyrir Alþýðuflokkinn vegna „stærilætis" Morgunblaðsins. Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð. Hitt er auðvitað ljóst, að lýðræðis- sinnar í verkalýðshreyfingunni standa frammi fyrir þvf, hvort þeir eigi að halda áfram löngu samstarfi innan launþegasamtak- anna, sem hefur gefizt vel og komið í veg fýrir of sterk ftök kommúnista f verkalýðssamtök- unum eða hvort þeir sundrast nú sem verður vatn á myllu komm- únista og mun auðvelda þá alls- herjar valdatöku öfgaafla f kommúnistaflokknum í einstök- um verkalýðsfélögum, sem stefnt er að. Þessari spurningu hefur Morgunblaðið varpað fram Al- þýðuflokknum til umhugsunar. En það kemur sannarlega úr hörðustu átt, þegar þeir, sem hafa lýst þvf, sem megin markmiði sfnu að drepa Alþýðuflokkinn þykjast nú eiga þá ósk heitasta að taka hann undir verndarvæng sinn. Alþýðubanda- lagið berst við vindmyllur I áramótagrein sinni segir Ragnar Arnalds ennfremur um skrif Morgunblaðsins eftir ASÍ- þing: „Óttinn við að Sjálfstæðis- menn lendi í pólitískri einangrun skfn út úr hverju orði. Þeir þykj- ast ekki vita að vinstri menn al- mennt líta á það sem sjálfsagða skyldu sína að útiloka áhrif íhaldsins í verkalýðshreyfingunni sem annars staðar, eftir því sem framast er unnt. Sjálfstæðisflokk- urinn er íhaldsflokkur í flestum sínum verkum...“ Hér er gengið út frá því, að talað sé um íhald f merkingunni afturhald og það skal fullyrt, að afturhald í íslenzkum stjórnmál- um er fremur að finna annars staðar en í Sjálfstæðisflokknum. Raunar er það nauðsynlegt fyrir þá Alþýðubandalagsmenn að setj- ast niður og gera sér gleggri grein fyrir íslenzkri flokkaskipan og eðli þeirra stjórnmálaflokka, sem hér starfa. Ef þeir gerðu það mundu þeir vafalaust komast að þeirri niðurstöðu að sú „ihalds"- móðursýki, sem þeir eru haldnir gagnvart Sjálfstæðisflokknum á sér ekki stoð í veruleikanum. Það mundi þjóna heilbrigðri skynsemi í fslenzkum stjórnmálum, ef Al- þýðubandalagið gerði sér grein fyrir þessu. Hvort sem litið er til starfa Sjálfstæðisflokksins á vettvangi landsmála eða i sveitarstjórnum og t.d. borgarstjórn Reykjavíkur er auðvitað alveg ljóst að á engan hátt er hægt að lfta á Sjálfstæðis- flokkinn sem afturhaldsflokk. Enda mundi slíkur flokkur aldrei ná því fylgi og trausti, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur náð meðal kjósenda. Ef Alþýðubandalagið lítur á það sem helzta hlutverk sitt f islenzkum stjórnmálum að berjast við vindmyllur þá heldur það auðvitað áfram að berjast við „afturhaldið", sem það telur sig sjá f Sjálfstæðisflokknum. En vilji það losna við rangar hug- myndir ætti það að svipast um eftir afturhaldinu á öðrum vfg- stöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.