Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 47 SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON hér fyrir sinni eigin framtið. Þetta er í fyrsta skipti, sem Chaplin lætur koma hljóð út úr sér I kvikmynd og áhrifin láta ekki á sér standa. Sam- kvæmisgestirnir stara á hann í forundran og þeg- ar hann labbar út fyrir til að reyna að jafna sig, kemur leigubílstjóri ak- andi að og hélt, að Chapl- in hefði verið að blístra á sig. En litli flækingurinn frásögn. Chaplin er því þungt í hug og hann er mjög upptekinn af þess- um breytingum, þegar hann gerir Borgarljósin. Honum er efst í hug hvort áhorfendur taka eða hafna þögulmynda- formi hans. Jafnframt verður þetta meginþráð- urinn i Borgarljósum. Örlög hans eru í höndum annarra. Ríki maðurinn meðtekur hann sem vin á Borgarljósin City Lights, am. 1931. Leikso i: Charles Chaplin. Árið 1928 var afdrifa- ríkt ár fyrir gamanleik- ara þöglu myndanna. Tal- myndin var að verða að veruleika (fyrsta tal- myndin, The Jazz Singer, var frumsýnd í okt. 1927) og nú urðu framleiðend- ur að keppast við að láta gera talmyndir, til að svala nýjungagirni áhorf- enda. Að öðrum kosti voru dagar þeirra taldir í þessum iðnaði. Þessi breyting kom harðast niður á gamanleikurun- um, sem höfðu fram til þessa tíma stöðugt þjálf- að látbragðsleik sinn, og höfðu náð langt í því að segja sögu með hreyfing- um og svipbrigðum án orða. Nú er þess krafist, að þeir töluðu í myndum sínum, en það var slík formbylting, að hún varð þeim öllum um megn. Keaton, Langdon og Lloyd heyrðu skyndilega fortíðinni til, svo til á einni nóttu. Chaplin, sem var þeirra sjálfstæðast- ur, peningalega séð, hafði hins vegar mögu- leika á að halda fram- leiðslunni áfram, þó hann færi að dæmi félaga sinna og neitaði að tala í myndum sinum. Hann lagði hins vegar meira upp úr því að sérsemja tónlist við myndirnar og nota einstaka hljóðeff- ekta til bragðbætis. Þegar Borgarljósin er skoðuð í þessu sögulega samhengi, fá ýmis atriði dýpri mekingu en virðist á yfirborðinu. Fyrsta at- riði myndarinnar er mjög táknrænt fyrir álit Chaplins á talmyndun- um. Ræðumennirnir, sem eru að afhenda borg- arbúum nýja stytty, tala óskiljanlegt tungumál, að þvi er virðist gegnum ónýtt gjallarhorn. Hér gerir Chaplin ekki aðeins grín að þessum venju- legu innihaldslausu ræð- um, heldur er þetta einn- ig hans persónulega svar við talmyndunum. Þegar styttan er afhjúpuð, kem- ur Chaplin í ljós, endur- nærður eftir svefn i örm- um styttunnar og fram- kvæmir látbragðsleik sinn á styttunni, nær ótruflaður af hrópum og köllum hinna talandi ræðumanna, líkt og til að storka ímynduðum yfir- burðum þeirra. í samkvæminu, þegar hann gleypir óvart flaut- una, kemur hann beinlín- is í veg fyrir, að söngvar- inn geti hafið upp sína fögru raust. Þetta er sennilega skýrasta dæm- ið um andmæli Chaplins við komu talmyndanna auk þess, sem hann spáir Tíu beztu 76 Amarcord (Fellini) Bugsy Malone (Parker) Chinatown (Polanski) City Lights (Chaplin) The Conversation (Coppola) Fellini Roma (Fellini) Garagen (Sjöman) The Last Detail (Ashby) Nashville (Altman) The Parallax View (Pakula) SSP. hefur ekki fyrr leiðrétt þennan misskilning en allir hundar hverfisins koma flaðrandi upp um hann. Misskilningur á misskilning ofan — og Chaplin forðar sér von- svikinn inn til gestanna aftur. Dapurleg spá fyrir væntanlegum talmynd- um Chaplins, en því mið- ur spá, sem rættist full- komlega. Eins og áður sagði eru Borgarljósin frumsýnd 1931, en næsta mynd Chaplins á undan var The Circus, sem var frumsýnd 1928. Borgarljósin eru því gerð á því augnabliki í sögunni, þegar spenning- urinn er hvað mestur fyr- ir talmyndinni. En Chaplin, líkt og fleiri, grunaði að nú yrði mynd- in látin víkja fyrir hljóð- inu hvað og reyndist rétt. öll reynsla og myndræn frásagnartækni þöglu myndanna var nú lögð niður en í staðinn hlust- uðu áhorfendur á leikar- ana flytja rullur sínar — líkt og á leiksviði. í stuttu máli; leikararnir fengu málið, en kvikmyndin missti sinn orðaforða. Augað sat nú í skuggan- um af eyranu. Þetta var dapurleg reynsla fyrir þá menn, sem höfðu fundið upp og þróað myndræna fylliríum sínum, en hafn- ar honum gjörsamlega allsgáður. En Chaplin þarf á peningum að halda til að geta búið til myndir sínar. 1 Borgarljósunum er það meginverkefni Chaplins að útvega pen- inga til að blinda stúlkan geti öðlast sjónina. I stuttu máli virðist Chapl- in segja: Ef ég hef pen- inga, tekst mér ef til vill að opna augu áhorfenda, svo þeir megi sjá ekki síður en heyra. Lokaatriði myndarinn- ar er átakanlegt, en það er jafnframt eitt af stór- kostlegustu augnablikum kvikmyndanna. Blinda stúlkan hefur nú fengið sjónina og bíður og vonar að hitta velgjörðamann sinn, sem hún telur vera ríkan, myndarlegan ung- an mann. Þegar hún rekst loks á Chaplin og uppgötvar, að hann er velgjörðamaður hennar renna á hana tvær grim- ur. Chaplin er klæddur sínum verstu tötrum og þó hann gleðjist í fyrstu við endurfundina, er hann fljótur að sjá sjálf- an sig með hennar aug- um. Tötrum klæddur, fá- tækur flækingur, sem blaðsölustrákarnir gera jafnvel grín að. í biðjandi augliti hans til stúlkunnar speglast hryggð og angurvær blíða. Hafnar hún honum eða tekur hún á móti hon- um sem vini? Biðjandi augnatilliti hans er beint að áhorfendunum i myrkvuðum salnum, en þeir gefa honum ekkert svar, frekar en stúlkan á tjaldinu. Framtíð flæk- ingsins er óráðin. Þegar Chaplin gerir Borgarljós- in er hann um fertugt. Hann er maður á besta aldri, fullur starfsorku og gæti hæglega haldið áfram að gera kvikmynd- ir í tuttugu ár til viðbót- ar. En þegar hann horfir upp á það, að grundvell- inum er skyndilega kippt undan starfsmöguleikum hans gripur hann ör- væntingarfull tilfinning, líkt og mann, sem er þröngvað á eftirlaun, löngu fyrir timann. Borg- arljósin eru mettuð þess- ari tilfinningu þjáningar og auðmýktar. ccp Næst beztu myndir ársins Þegar valdar eru tíu bestu myndir ársins, segir það t rauninni mjög lítið um árið í heild. 1976 er að mtnum dómi nokkuð gott ár í kvikmyndasýn- ingum, bæði mikið um eftirtektarverðar myndir og jafnframt hefur þróun- in t þá átt að sýna nýrri myndir haldið áfram, þannig að nú er svo komið, að nokkrar myndir komu hér sama árið og þær voru frumsýndar er- lendis. Mánudagsmyndir voru ekki teknar með í listanum yfir tíu bestu myndir ársins, en meðal þeirra voru nokkrar frá- bærar myndir eins og Rauðskeggur og Júdó saga eftir Kurosawa, sænska umhverfisádeilan Appelkriget, nokkrar eftir- tektarverðar myndir eins og Kaspar Hauser (Herzog) og Andrei Rublev (Tarkovsky), Maríukirkjan með Laughton og Effi Briest eftir Fassbinder. Einnig var á árinu haldin sænsk kvikmyndavika þar sem m.a. voru sýndar Riten eftir Bergman, En Hand- ful Kárlek eftir Vilgot Sjöman, Det Sista Aventyret eftir Jan Halldoff og Klara Lust eftir Kjell Grede. Um aðrar myndir á al- mennum sýningum er það að segja, að valið á tiu bestu var nokkuð erfitt. Myndir eins og California Split (Altman), Fláklypa Grand Prix, Godfather II (Coppola), Targets (Bogdanovich), Young Frankenstein (Brooks) og Marathon Man (Schles- inger) þvælast fyrir manni í huganum, áður en endanleg ákvörðun er tekin. Og minningin um enn fleiri myndir skýtur upp kollinum. Hvað um Serpico (Lumet), The Day of the Locust (Schlesinger), Harry & Tonto (Mazursky), Lenny (Fosse), The Gambler (Reiz), Zandy's Bride (Troell) Badlands (Malick), Images (Altman), Savage Messiah (Russell), The Romantic Englishwoman (Losey), Play it Again, Sam (Allen) og Family Plot (Hitchcock)? Allt eru þetta eftirtektarverðar myndir, þó aðsóknin að þeim væri í mörgum tilfellum lélegri, en þær áttu skilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.