Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULl 1977 7 Nú væri Filippíborgar að fáu getið, ef ekki hefði setið fangi í Rómaborg fyrir rúm- um 1 9 öldum og lesið skrif- ara sínum fyrir bréf til litils safnaðar í Filippi. En tilefnið var, að frá þeim fáu og fá- tæku mönnum hafði fangan- um borizt peningagjöf með sendimanni. Páll bíður í fjötrum dóms, þegar honum berst þessi vinakveðja. Meðan allt er í óvissu um örlög Páls, líf eða dauða, kemurþessi fallega kveðja frá Filippi, og hann þakkar með yndislegu bréfi, sem að sumra hyggju er sið- asta bréfið frá hendi hans í þessu lifi. Engum verður vinarhönd eins mjúk og hlý og manni, sem stendur andspænis hrikalegum örlögum. Enda er óvenjulega mikill ylurinn i orðum postulans þegar hann þakkar vinunum i Filippi gjöf- ina. En svo skrifar hann: „Ekki segi ég þetta vegna þess að ég hafi liðið skort, þvi að ég hefi lært að vera ánægður með það, sem ég á við að búa. Bæði kann ég að búa við lítinn kost, og ég kann einnig að hafa alls- nægtir. Hvarvetna og í öllum hlutum hefi ég lært þann leyndardóm að vera mettur og vera hungraður bæði að hafa allsnægtir og að líða skort." Ekkert gat verið Páli fjær en að látast vera það, sem hanrvekki var. Þegar hann grípur til þess, til að verja postuladóm sinn fyrir and- stæðingum, að víkja að hinu auðuga vitranalífi sínu og opinberunum, segist hann skirrast við að segja nema fátt um þá miklu og heilögu reynslu" svo að enginn skulu hugsa hærra um mig en hann sér eða heyrir af mér." Það sem við vitum með nokkurri vissu um þennan furðulega mann, sýnirað bókstaflega má taka það sem hann skrifar vinunum í Filippí. Þá fágætu list hafði hann vissulega lært, að láta í engu á sérsjá hvort hann bjó við rífleg efnakjör eða þröng- an kost, hvort hann hafði allsnægtir eða bjó við skort. Vð allsnægtir hafði hann alizt upp. Ungum höfðu hon- um staðið opnar leiðir tíl auðs og frama. í velgengninni hafði hann kunnað sér hóf, og skírskotar til þess, að þetta sé mönnum kunnugt. Hitt fullyrðir hann einnig, og má þar djarflega mæla, að fátæktina eftir að hann gekk Kristi á hönd, hafi hann engu síður en auðsæld fyrri ára kunnað að bera eins og maður. Það er gott að geta með sanni sagt slíkt um sjálfan sig og borið kinnroðalaust undir dóm kunnugra. Til þess þarf skapgerð, sterkari, heilli en svo, að af henni geti allir hrósað sér. Er ekki hitt tíðara, að efnaleg velgengni smækki mennina og stundarhapp ! ytri kjörum geri þá að flónum og leiði gallaða gerð i Ijós? Og hitt verður oft ekki síð- ur Ijóst, að erfiðleikar og efnaleg mistök fylli menn beiskju, læði bölvun lífs- gremjunnar inn í sál þeirra og geri þá kalda, öfundsjúka í þeirra garð, sem meira hafa hlotið af veraldargæðum. Þetta ættum við að þekkja öll. Raunar oftar í öðrum mönnum en í eigin barmi. Það er svo miklu auðveldara að sjá flisina i auga bróðurins en bjálkann í eigin auga. Þó erum við blind, blindari en við ættum að vera, ef við höfum aldrei séð fólk bera jafn stórmannlega skort og allsnægtir, fólk sem kunni sér hóf i meðlæti og varð- veitti sálarró, þegar skertist um ytri hagsæld. Sra Matthias þekkti slíkt fólk. Mér eru hugstæð tvö dæmi þess: Á kuldalegum haustdegi 1 874 var borið i Vikurgarð lík Sigurðar Guðmundssonar málara. Reykvískar konur fylgdu honum til grafar í skautbúningi og báru svartan fald í stað hins hvita, en skautbúninginn i nútima- mynd hans hafði hann skap- að. Húskveðjuna hafði, áður en gengið var i garðinn, flutt vinur hans, sra Matthías. Hann hafði séð þennan skap- heita og raunar skapharða hugsjónamann hundeltan af örbirgð og öðru andstreymi og sagði um hann: „Sigurður málari var alla ævi fátækur, en fátækt sína bar hann kon- unglega." Málarinn hafði aldrei kynnzt allsnægtum á borð við Pál postula á yngri árum, en hann kunni að bera skortinn með sömu reisn og hann. Og annað dæmi: Móður sinni batt sra Matthías i Ijóði söngvasveig, sem ekki föln- ar. Um hana látna sagði hann þó vart annað fegurra en þetta: í örbirgð mestu þú auðug varst og allskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning". Þóra í Skógum þekkti aldrei allsnægtir á borð við þær, sem Páll postuli bjó ungur við, en i móður sinni hafði sra Matthías séð konu og móður, sem fátæktin hafði aldrei beygt, aldrei smækkað, móður sem skipti fátæklegum brauðmolum milli margra barna, og konu sem bar á mannfundum höf- uðið hátt, þótt fátæktin fylgdi henni á alla slíka fundi. „Bæði kann ég að búa við lítinn kost, og ég kann einnig að hafa allsnægtir", — þessa sjálfsmynd Páls postula er vert að geyma í minni og nota hana sem spegil til að skoða í eigin mynd. / örbirgð auðugur Norðmenn hætta sölu léttmjólkur VEGNA áskorunar frá Mann- eldisráðinu í Noregi var ákveðið í fyrra að setja á markaðinn létt- mjólk á þremur sölusvæðum í Noregi. Það voru mjólkurbúin í Gjövik, Stavangri og Bodö sem hófu þessa framleiðslu og var ákveðið að reynslutimabilið stæði fram til 1. nóvember í ár. I frétta- bréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur fram að mjög lítil sala hefur verið á létt- mjólkinni og þrátt fyrir að verð á henni hafi verið lækkað 1. mai sl. varð engin aukning á sölunni. Hjá þessum þremur mjólkurbúum hefur sala á léttmjólk verið frá l'A tii 3'A% af heildarmjólkursöl- unni. Sala á undanrennu hefur aftur á móti aukizt í Noregi. Segir i fréttabréfinu að fólk virðist heldur vilja blandá sinn mjólkur- drykk, hliðstætt og það blandar öðrum drykkjum saman en að kaupa léttmjólk. Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að sala á léttmjólk leggist niður 1. nóvember n.k. og var það sam- þykkt með 23 atkvæðum gegn 19 i Manneldisráðinu norska. Til sölu TD 20C jarðýta með U-tönn og rifkló, árgerð 1 972 966 C hjólaskófla, árgerð 1 970 Bantam 450 beltagrafa, árgerð 1971 JCB-3D traktorsgrafa, árgerð 1971 Óskum eftir vinnuvélum á söluskr* VÉLADEILD HEKLA HF. Laugavegi 170-172, — Sími 21240 Cntorrvllnr Cnt nn ffl tmi örrrWtt vnrumerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.