Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JOLl 1977 í sumarhúsiö eöa stofuna jensen AR1NN1NN JENSEN arinninn er hvað danskurinn kallar „Brukskunst" í besta skilningi. Góður á að líta, vönduð smiði og einstaklega hentugur, brennir nánast hverju sem er, hitar fljótt og vel og heldur hitanum lengi. JENSEN arninum er auðvelt að koma fyrir hvar sem er. Eigum ennþá nokkur stykki fyrirliggjandi — en hvað lengi, er ekki gott að segja Einkaumboð: EVRÓPUVIÐSKIPTI H/F TRYGGVAGÖTU4 SÍMI25366. hlytegt og notalegt Tilkynning til viðskiptavina Gunnars Ásgeirssonar hf. Akureyri Hérmeð tilkynnist yður að fyrirtæki vort á Akureyri hefur hætt rekstri. Við viljum benda viðskiptavinum okkar á nýstofnað fyrirtæki AKURVÍK H.F. á sama stað, sem hefur tekið að sér söluumboð, sem við höfðum á AKUREYRI. Um leið og við þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum, vonumst við til að hið nýja fyrirtæki muni þjóna yður dyggilega Gunnar Ásgeirsson hf. Akureyri Við höfum i dag tekið að okkur söluumboð fyrir neðangreind vörumerki á Akureyri og nágrenni Dagana 2 — 5 ágúst munum við vera með sölusýningu á öllum þeim vörutegundum, sem til sölu verða hjá okkur. Við hvetjum því yður til að heimsækja okkur og verið velkomin. BAMIX handþeytarar BLAUPUNKT bíltæki, litasjónvörp o. fl. BOSCH rafmagnshandverkfæri o.fl. CARAVELL frystikistur ELCOLD f.rystikistur ELECTROLUX þvottavélar, frystikistur og ryksugur GAGGENAU bökunarofn, helluborð, kola- grill, eldhúsvaskar o.fl GARDENA garðverkfæri, slöngutengí o.fl. HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o.fl. OSTER hrærivélar, mixarar, dósa- opnarar o.fl. PHILCO þvottavélar og kæliskápar, PHILIPS litstjónvarpstæki, hljómflutn- ingstæki, útvarpstæki, segul- bandstæki, smærri raftæki o.fl ROWENTA brauðristar, straujárn, hár- þurrkur, kaffivélar, hraðgrill, grillofn, djúpsteikningarpott- ar o.fl. SHG litsjónvörp, bíltæki, ferða- tæki o.fl SANYO smærri raftæki. SINCLAIR reiknivélar. SUNBEAN hrærivélar. Glerárgötu 20. 600 Akureyri s: 22233 LANDSINS MESTA ÚRVAL HEIMILISRAFTÆKJA FRfl LEHBEININGASTÖÐ HÚSMÆflRA ___________________________ - ‘ Heimilisstörfin eru eins og streymandi fljót, ýmist I vexti eða rénum, eftir einhverju náttúrulögmáli, sem enginn ræður við. Þjóðarbúskapur- inn og heimilis- reksturinn Hvaða áhrif hefur þjóðarbú- skapurinn á heimilisreksturinn og hvers virði eru heimilisstörf- in i þjóðarbúskapnum? Þessum spurningum velta margir ef- laust nokkuð fyrir sér, en það virðist með öllu ókleift að finna viðhlítandi grundvöll þegar þessi mál eru tekin til umræðu. Nýlega kom út skýrsla kvennaársnefndar, en á vegum hennar var í júni — september 1976 gerð könnun á stöðu og störfum íslenzkra kvenna, en megintilgangur hennar var að afla uppiýsinga um nokkra þætti í lífi þeirra. Um aldaraðir hefur það fallið í hlut kvenna að sjá um heimil- isreksturinn, þ.e.a.s. þau störf sem unnin voru innan veggja heimilisins. Karlmenn hafa hinsvegar séð um þau störf sem unnin voru utan veggja heimil- isins. Á þessari öld hafa störf kvenna breytzt til mikilla muna ekki síður en störf karlmanna. Þar að auki fer nú fram annars staðar mikill hluti af þeim störfum sem áður voru unnin innan veggja heimilisins. Sem dæmi má nefna matvælafram- leiðslu af ýmsu tagi og fram- leiðslu á fatnaði en einnig má nefna ýmis störf sem snerta fé- lags- heilbrigðis- og menntamál eins og t.d. umönnun sjúkra og gamalmenna, kennslu barna o.fl. Það var því meðal annars reynt að fá vitneskju um, hvaða konur sóttu vinnu utan heimil- is, hvernig þær höguðu heimil- ishaldi sínu, hvernig þær verðu frístundum sinum, þátttöku i félagsstarfsemi o.fl. Könnunin náði aðeins til þeirra kvenna sem halda heimili og voru á aldrinum 25—55 ára. Var að sjálfsögðu ekki unnt að athuga hagi allra kvenna á þeim aldri heldur voru með hlutlausum hætti valdar 387 konur búsettar víða á landinu, bæði í kaupstöð- um og í sveit. Þeim var sendur spurningalisti með ýmsum spurningum og var siðan unnið úr þeim svörum sem bárust. 284 konur eða 73.4% fylltu út spurningalistann. Hér verður einungis drepið á einstök atriði úr þessari fróð- legu skýrslu, aðallega þau sem varða heimilisstörfin og af- komu heimilisins. Launatekjur heimilisins Hér á landi þarf hver ein- staklingur að leggja mikið á sig til þess að kjör hans verði sem bezt og öruggust, það dylst eng- um. Það virðist hinsvegar ekki vera til siðs að hugsa mikið um það hve háar tekjur heimilisins eru og hve langur vinnutími fer í að afla þeirra. Spurningum um vinnutíma og tekjur var einna verst svarað. Virtist það jafnvel vera fremur viðkvæmt mál hjá mörgum. Ef reiknaður er meðaltími þeirra sem gefa upp vinnu- stundirnar kom fram að meðal- vinnutími kvenna sem unnu ut- an heimilisins var 30,6 klst. á viku en meðalvinnustundir maka þeirra 52,9 klst. 1 skýrsl- unni er tekið fram að margir svöruðu spurningunni um vinnutíma makans „óákveðið", „misjafnt" eða „veit ekki“, sér- staklega ef um bifreiðastjóra, sjómenn og vaktavinnumenn var að ræða, þ.e.a.s. þá sem vinna mjög langan vinnudag. Það má þvi gera ráð fyrir að meðalviniiutími karlmanna hefði orðið enn hærri ef unnt hefði verið að fá betri svör, segir í skýrslunni. Meðallaun á hverja unna klukkustund voru hjá konum 466 kr. en körlum 597 kr. Mun- urinn á launum karla og kvenna var því 131 kr. að meðaltali. Meðaltekjur heimil- anna voru 157.000 kr. á mánuði. Þegar spurt var hvers vegna konurnar ynnu utan heimilis svöruðu um 42% af þeim 151 konum, sem svöruðu þessari spurningu, að þær ynnu úti eða vildu vinna utan heimilis vegna tekna sem vinnan gæfi af sér, um 37% nefndu að störf utan heimilis veittu þeim félags- skap, tilbreytingu og ánægju eða þ.h. og um 21% nefndu bæði tekjur og félagsskap. 34 konur af 172 konum svöruðu að þær vildu ekki vinna úti, þar af 27 vegna heimilis og barna, 2 að þær þyrftu þess ekki og 5 að þær hefðu ekki aðstæður til þess. Það voru jafnt eldri sem yngri konur sem kusu að vera heima. Yfirleitt virðist þó nokkuð upp úr því lagt að hafa mikið fé milli handa. En það er einnig athyglisvert hve félagsskapur virðist vera mikilvægt atriði fyrir konurnar. En hætt er við að húsmæður sem vinna heima einangrist þar við störf sin, ekki sizt þegar eiginmennirnir vinna langan vinnudag utan heimilis. Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.