Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JtJLl 1977 37 fclk f fréttum Jörgen B. Datgaard ÆTTIAÐ LÖGBJÓDA NOTKUN BÍLBELTA? Þröngir vegir víðar en á Islandi + ÞaS vildu víst fáir vera í þeirri aðstöðu sem við sjá- um á þessum myndum. Þær eru teknar á fjallvegi í Norður-Noregi. Bílarnir eru báðir með stór hjólhýsi í drætti. Á aðra hönd rís þverhnýptur klettaveggur en á hina er hyldjúpt gil. í fyrstu virist ómögulegt að bílarnir gætu mætzt og fljótlega mynduðust langar raðir bila á báða vegu. Enn allt fór þó vel að lokum en áhorfandi sagði að ekki hefði verið hægt að koma hendi milli bilanna þegar þeir ættust. Bílbeltin koma að gagni Bílbeltin geta varnaö þvi að ökumaður, við árekstur beint framaná, varpist á stýri, stýris- stöng eða baksýnisspegil, en af þvi leiða áverkar á brjósti sem er algengasta dánarorsök öku- manna i umferð. Bilbeltin varna því að farþegar í fram- sæti varpist fram á mælaborð eða baksýnisspegil, en af því gæti leitt andlitsmeiðsli, höfuð- kúpubrot og brjóstmeiðsli þeg- ar bifreið hvolfir og veltur, svo og þegar menn kastast úr öku- tækinu við árekstra skáhallt eða beint á hlið, en þetta eykur mjög áhættu á tjóni — sam- kvæmt reynslu. Bílbelti i aftursæti varna því að farþegar kastist fram á við og með lifandi afli sínu auki á meiðsli þeirra sem framanvið sitja — koma einnig í veg fyrir að auka á meiðsli þau sem áður voru talin. En þrátt fyrir þetta er ekki lagt til að fyrirskipa notkun aftursætisóla, þar sem þær eru ennþá of fátiðar. Allir sérfræðingar í um- ferðarlæknisfræði eru sammála um mátt bílbeltanna til þess að draga úr meiðslum. Allir réttar- læknisfræðingar vita að bílbelt- in, frekar en nokkurt annað hlutlaust öryggisatriði, megna að fyrirbyggja banvæn meiðsli ökumanna bifreiða. Allir iþróttaakstursmenn kannast við jákvæð áhrif bílbeltanna þegar slys verða á miklum hraða. U.þ.b. allir þekkja sjálfir ein- hvern sem beðið hefur bana eða hlotið mikla áverka í um- ferðinni. Það eru þó mjög fáir sem þekkja nokkurn sem beðið hefur bana þrátt fyrir notkun bílbelta. Sjálfur getur þú eða nánustu ættingjar þínir og venzlamenn lent á slysaskýrsl- um, annað hvort sem liðið lik, slasaður — eða heill á húfi. Tilviljanir eiga vissulega sinn þátt — svo og framsýni. Ef lögboðin notkun bílbelta gæti leitt það af sér að þau væru notuð í um 90% þeirra slysa sem raunverulega eiga sér stað megum við vænta þess að spara um 200 mannslíf < á grundvelli talnanna fyrir árið 1971) og um 3400 limlestingar með tilheyrandi sjúkrahúsvist, örkumlun og svo framvegis, á ári. Vega öll þessi rök, i sjálfu sér, ekki upp á móti öllum mót- bárum? Jörgen B. Dalgaard. — Hamrahlíðar- kórinn Framhald af bls. 19 Saba, og ókum svo heim um nótt- ina. — Sunnudaginn vorum við svo í sjónvarpsupptöku, þar sem nokkrir kóranna komu fram. Þetta er litasjónvarpsdagskrá, sem á að sýna víða um heim, um kvöldið var lokahóf hátíðarinnar, þar sem við sungum og ég var látin þakka fyrirerlendu gestina. Mánudagurinn á eftir var eini fridagurinn okkar i Israel, en við vorum þegar búin að ákveða að sjá meira af landinu og fórum sjálf í ferðalag aftur til Jerú- salem, siðan til Jeríkó, að Dauða- hafinu og enduðum kvöldið i Betlehem. Og á þriðjudagskvöldið komum við heim um London. Er við spurðum Þorgerði í lokin hvort þetta hefði ekki verið ein- stæð lifsreynsla, sagði hún að ferðin hefði verið svo mettuö af viðburðum, að þau hefðu staðið á öndinni allann timann og væru ekki búin að átta sig enn. — Land- ið er svo þrungið gamalli og nýrri sögu, sagði hún. Lifsmátinn, veðráttan og bókstaflega allt er svo mikil andstæða við okkar lif. Og ofan á þetta bættist þessi mikla hátið og stranga vinna allan timann. með tónleikahaldi, sem ails staðar — alveg undantekn- ingarlaust — gekk stórkost- legavel. Tónleikarnir verða okkur ógleymanlegir. Krakkarnir í kórnum eiga nnkið hrós skilið. Þau stóðu sig frantúrskarandi vel. bæði hvað tónlistina snertir og svo einkenndist framkoma þeirra af svo mikluni menningarblæ og virðingu fyrir því sem þau voru að gera. Ég held að ég hafi aldrei unnið með hóp, sem hefur lagt sig svona mikið frant. — E.Pá. MS MS MS m SVi SIH sw m MS suí MV Aóals AUGl TEIK NDAIV1 træti 6 simi M2 .ÝSINGA- NISTOFA IÓTA 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.