Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 19 varpað beint. Viðstaddur var for- seti ísrael og önnur stórmenni. Sá dagur hafði verið strangur, þvi við fórum frá Tel Aviv, þar sem við bjuggum, klukkan hálfátta um morguninn til að skoða merkisstaði í Jerúsalem, því hverja minútu þurfti að nýta. 1 hádeginu borðuðum við kór- stjórarnir og yfirmenn hátíðar- innar i Knesset i boði forseta isra- elska þingsins. Siðdegis voru æf- ingar i stærstu tónleikahöll Jerú- salemsborgar, en þar voru opnunartónleikarnir haldnir. Auk söngs einstakra kóra var flutt tónverk, sem sérstaklega var samið fyrir hátíðina til flutnings af öllum þátttakendum. Þessir 2500 söngmenn komust ekki fyrir á sviðinu, svo kórunum var komið fyrir á svölum í kringum áhorf- endur og ljóskösturum beint að þeim. Eftir hléið söng Hamra- hliðarkórinn. Þulurinn talaði mikið um okkur i kynningunni og í lokin hlógu allir. Við vissum ekkert hvað um var að vera þvi talað var á hebresku, en í Ijós kom að hann hafði lýst þvi yfir að svo mikið hefði hann haft fyrir þvi að æfa sig að bera fram Hamra- hliðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir, að menn yrðu að Merki 10. Zimriya kóraháttðar- innar, en orðið Zamír þýðir næturgali. afsaka þó hann notaði þessi nöfn svona oft. — Jérúsalem? I mínum huga er þetta einhver dásamlegasta borg, sem ég hefi komið til, svar- aði Þorgerður spurningu okkar um það hvernig borg þetta væri. — Andrúmslbftið er svo mettað helgi og mikilli sögu — einhverju sem skiptir svo marga svo miklu máli. Borgin er sjálf fögur. Þess nutum við vel, þegar við stóðum á Olíufjallinu. Ég bjó i Jérúsalem einu sinni í tvær vikur, var þá islenzki fulltrúinn í kór sem söng þar i boði og tók lika þátt I kór- stjórnarnámskeiði. Ég bjó hjá þá- verandi menntamálaráðherra, Aharon Yadlin, sem nú er forseti menntamálanefndar þingsins. Og við að vera með fólki, sem þarna á heima, kynnist maður auðvitað miklu betur lífinu í landinu. Og ég er ákaflega hrifin af þessu fólki. — Hefur það ekki áhrif á líf fólksins að eiga alltaf ófrið yfir höfði sér? — Auðvitað hefur það áhrif og hlýtur að setja svip á lífið í ísrael. Israelsmenn eru mjög einbeittir og ákveðnir í að iifa vel. Þá á ég við það, að þeir leggja lítið upp úr dauðum hlutum, híbýlum og sllku, heldur miklu fremur að fá góða menntun og njóta lista og lifsins. Dauðinn er þeim ávallt svo nálægur, því úr hverri fjöl- skyldu er alltaf einhver í hernum. Hver einstaklingur I ísrael gegnir herþjónustu. Eftir að herskyldu lýkur verður hver karlmaður að gegna herþjónustu i einn mánuð á ári fram yfir fimmtugt. Til dæmis þarf einn þekktasti kór- stjóri Israela að fara i herinn í einn mánuð, september, þrátt fyrir tónleikahald um allan heim. Nei, þeir kvarta ekki. Ég býst við að það sé þegjandi samkomulag að vera ekki að kvarta. En auð- vitað eru þeir ekki ánægðir með það. Þeir kvarta ekki frekar en við kvörtum undan eldgosi, ef það kemur. Þetta eru öriögin og hluti af því að búa i landinu. Við héld- um eina kvöldtónleika í Negeve- yðimörkinni þar sem eingöngu voru hermenn af báðum kynjum. Þegar við gengum út úr salnum, sagði ein íslenzka stúlkan: Oft hefi ég verið fegin að vera íslend- ingur, en aldrei eins og i kvöld. — Eru Israelsmenn áberandi trúaðir? — í Jerúsalem koma saman straumar þriggja trúarbragða, kristni, gyðingatrú og múhameðs- trú. Israelsmenn eru ekki allir gyðingatrúar. Við hugsum ekki um staði eins og Betlehem sem heimkynni Gyðinga, heldur fæð- ingarstað Krists. Israelsmenn virðast leggja meiri áherzlu á að byggja upp mátt mannsins og menntun, án tillits til trúarskoð- ana. — Kibutz lífið er stór þáttur i lífi Israelsmanna, heldur Þor- gerður áfram. Og það setur mik- inn svip á lifið i Israel, þó ekki búi kannski stór hluti þjóðar- innar i samyrkjubúum. Við vor- um tvær helgar, þ.e. föstudag og laugardag (sabbatinn) í sam- yrkjubúum. Fyrri helgina, sem var 8.—9. júlí, vorum við í Beth Hashita og héldum þar sjálfstæða tónleika um kvöldið. Komum þar á föstudegi eftir að hafa verið allan daginn á ferðalagi um Galileu. En næsta dag fengum við að kynnast kibutzlífinu og urðum mjög hrifin af þvi. A þessum bú- garði er ólifurækt og unnið að frágangi á ólifum til útflutnings. Og kvöldið eftir héldum við tón- leika i Hámra, sem er úti undir Iandamærum Jordaniu. — Áður en við lögðum upp i þetta ferðalag um landið höfðum við verið við æfingar í einn dag í Tel Aviv, útskýrði Þorgerður. Það var okkar heimahöfn. Hver dagur í Tel Aviv hófst með morgunsöng, undir stjórn Svisslendingsins Willi Gohl. Sérstök bók hafði ver- ið gefin út með lögum frá hverju þátttökulandi og í hana höfðum við valið „Sofðu ungá ástin mín“ i raddsetningu Jóns Ásgeirssonar. Var það birt fyrst á islenzku og svo á ensku, og áður en yfir lauk var búið að þýða ljóðið á he- bresku. I fyrsta morgunsöngnum vorum við kölluð fram og látin kynna lagið. Undirtektir voru frá- bærar og þetta varð síðar eitt af uppáhaldslögunum á hátiðinni. Allir voru farnir að syngja það. Það var líka alltaf síðasta lagið okkar á tónleikum fyrir utan aukalögin, og þau voru alltaf mörg, þegar tíminn leyfði. Eftir morgunsöng var æft frá klukkan 10.30 til 1 og svo aftur siðdegis frá klukkan 3.30 fram undir sex og tónleikar voru á hverju kvöldi, þegar við vorum i Tel Aviv. — Fyrsta fimmtudagskvöldið voru líka opnunartónleikar i Tel Aviv. Þar voru kórar valdir til að koma fram fyrir framan nýtt fall- egt ráðhús borgarinnar. Allt svæðið, sem var griðarstórt, var upplýst og skreylt mislitum Ijós- um i trjánum. Tónleikarnir voru mjög áhrifamiklir þarna í Stjörnu- bjartri nóttinni. Við þetta tæki- færi voru kórstjórarnir 9 sæmdir gullmerki Tel Aviv borgar. Síðan fórum við i ferðina, sem ég hefi þegar sagt frá, en komum á sunnudag aftur. Þá vorum við um kyrrt i Tel Aviv I 3 daga og æfð- um frá morgni til kvölds. En þetta sunnudagskvöld og mánudags- kvöldið voru einu kvöldin sem við áttum fri. Annað kvöldið fórum við á tónleika hjá bezta kór Israel og hitt þurftum við sjálf að æfa fyrir aðaltónleikana okkar i Tel Aviv. — Á tónleikunum okkar i Tel Aviv, sem voru i stærsta salnum i hinni nýju safnabyggingu þar, sungum við eingöngu islenzk verk, sagði Þorgerður. Og ég held að ég hafi aldrei fyrr upplifað svo mikinn fögnuð á tónleikum, þar sem ég hefi komið við sögu. I húsinu var óskapíega mikil stemmning og hrifning yfir verk- unum. Krakkarnir voru i sjöunda himni yfir móttökunum. Þegar búið er að leggja svo gifurlega mikla vinnu á sig, er gaman að uppskera á þennan hátt. I þessu eru auðvitað fólgin launin, sem maður fær, eftir að hafa lagt sig allan fram. Við vorum svo uppi i skýjunum á eftir, að við gátum ekki komið okkur heim, þó komið væri miðnætti og við ættum strangan dag fyrir .höndum. Við fórum í veitingahús, keyptum okkur is og sungum og sungum. — Hvað var svona strangt dag- inn eftir? — Þá áttum við að æfa fram yfir hádegi og leggja svo af stað suður í Negeveeyðimörkina kl. 4., til að halda tónleika fyrir her- mennina. Þrátt fyrir allt annrikið, þá ferðuðumst við raunar um allt landið þvert og endilangt. Úr þeirri ferð komum við á fimmtu- dag til Tel Aviv, til æfinga i Mann Auditorium fyrir lokatónleikana. Þar tókum við þátt i flutningi kórverka eftir Purcell og Mendel- sohn undir stjórn Willi Gohl. Þeim tónleikum var útvarpað beint og vöktu mikla hrifningu. — En nú var aftur kominn að- fangadagur Sabbatsins og við fór- um i ferðalag norðureftir, til gömlu Cecareu, þar er gamla hringleikahúsið, sem enn er notað. Og um kvöldið héldum við tónleika á Yakum samyrkjubú- inu. Þangað hafði verið boðið öll- um erlendu heiðursgestunum á hátiðinni, vegna þess að tón- leikarnir okkar i Tel Aviv höfðu vakið svo mikla athygli. Þetta er samyrkjubú Henry Klausners og daginn eftir skoðuðum við sam- yrkjubúið og hlustuðum á fyrir- lestra um ^tarfsemi kitbutzame. Tónleikarnir gengu mjög vel. Þeir voru haldnir undir berum himni. Kvöldið eftir héldum við enn tónleika i borg, að nafni Kfar Framhald á bls. 37 miyn Tm m Wmmx>mis>W Thaprti WAMRAHL1D COLLEGE CHOIR lCELDNt? mpm niN niunuin it nTiun 17* hxi nipuiin tuin linyvii y nxrh nn'uiun nnnm nn^n \mýi nmmuiN nnnnn^ui^Niuin .m 'nmn^nion1? ■vnw jjn.v <• .. / .. t .• «ív ''iih ..r-......* ..t.... —r1...... : ——•v* ID-riii.s.x n-t Dtfnn n n voiw.* Y oono.x.x .tonv vsíino mui vi' m-iian .Yi.uoo vi> un ■Ytj'ww -ríiiun ivb.-i ve .v.tvt.i iini 1977 ■'H' ,T"‘jlUn ON-Tinn Heiðurskjal Hamrahlfðarkórsins fyrir þátttöku í kórahátlðinni I tsrael. Kórstjórinn hlaut einnig heiðursskjal og bæði kór og stjórn- andi voru sæmdir heiðurspeningum. -umxhp.h Verzlunarhúsnæði. Húseignin nr. 21 við Völvufell, Reykjavík, er til sölu. Tilboð sendist lögfræðideild bankans. /dnadarbanki fs/ands h. f. Lélt sem f is ....og endist og endist Viö sjáum yfirleitt bara ristina í frárennsliskerfinu. Undir henni eru ótalmargir hlutar, sem hjálpast aö við að koma vatninu á leiðarenda. VATNSVIRKINN hefur allt, sem til þarf í þessu sambandi. VATNSVIRKINN hefur starfað í 25 ár sem sérverzlun með efnivörur til pípulagna. VATNSVIRKINN býður viðskiptamönnum sínum einungis úrvals vörur, sem eru þekktar að gæðum. VATNSVIRKINN kynnti árið 1966 frárennsliskerfi, sem er unnið úr plastefninu polypropylene. Þetta efni hefur augljósa kosti: • Það þolir sjóðandi vatn og sýrur. • Það er létt sem fis. • Það endist.....og endist. Vatnsvirkinn hf Ármúla 21 - Sérverzlun með efnivörur til pípulagna AUGLÝSING um kjörskrá til kosningar í safnráð Listasafn íslands Samkvæmt lögum nr. 15/1969 um Listasafn Islands, skulu íslenskir myndlistarmenn „kjósa úr sínum hópi, þrjá menn í safnráð til fjögurra ára í senn, tvo listmálara og einn myndhögg- vara. Varamenn skulu þeir vera, sem flest hljóta atkvæði næst hinum kjörnu safnráðsmönnum, tveir listmálarar og einn myndhöggvari". Á kjörskrá „skulu vera þeir myndlistarmenn, sem voru á kjörskrá við kosningu í safnráð 1961 og á lífi eru, svo og þeir, sem voru félagar í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Myndlistarfélag- inu 1. janúar 1965, en eigi voru á kjörskrá 1961. Ennfremur skal jafnan bæta á kjörskrá þeim íslenskum myndlistarmönnum, sem tvö af eftirtöldum atriðum eiga við um: 1. að hafa átt verk á opinberri listsýningu, innanlands eða utan, sem íslenska ríkið beitir sér fyrir eða styður. 2. að hafa a.m.k. einu sinni hlotið listamanna- laun af fé því, sem Alþingi veitir árlega til listamanna og úthlutað er af sérstakri nefnd, er Alþingi kýs, og 3. að verk hafi verið keypt eftir hann til Listasafns íslands, eftir að lög nr. 53/1961 um Listasafnið tóku gildi". Skrá um þá, er kjörgengi og kosningarrétt hafa til safnráðs, liggur frammi í Listasafni fslands við Suðurgötu daglega kl. 13.30 —16.00 1. ágúst til 31. ágúst 1977. Kærur út af kjörskránni skulu komnar til for- stöðumanns Listasafns íslands fyrir ágústlok 1977. Kjörstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.