Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 31
31 Magna var siglt upp undir fram- stefni skipsins. Drekinn ber nafn- ið St. Paul og er frá höfuðborg- inni Monrovia i þessu helzta skipastórveldi heims. Nú var stærð skipsins óumdeilanleg um borð i Magna þar sem hann lá rétt framundnan stefni þess. I stefni skipsins voru nokkrir menn sem virtust standa þar klár- ir með kastlinur frá dráttar- kaðlinum, kasta átti linunni niður til okkar. Fyrsta kastið mistókst alveg hjá þeim, þeir drógu svo stutt, kastlínan féll í sjóinn milli skipanna. — Við sáum nú hvar annar maður var sendur fram í skipsstefnið með kastlínu. Hann klifraði upp með linuna og lét hana fjúka. — Hún féll líka í sjóinn. Ótrúlegt, svo skammt sem virtist á milli okkar þó hæðar- munurinn væri mikill. Þeir eru svo stuttir karla greyin í annan endann. — Magnamenn fiskuðu kastlínuna snarlega upp úr sjón- um. Nú var Magni kominn eins nærri perustefni skipsins og fært þótti. Yfir okkur reis svartur kinnungur þess eins, og hamra- veggur þarna rétt fyrir aftan okk- ur. Skipið var nú aldrei eins stórt i okkar augum en einmitt á þessu augnabliki. — Vélar Magna tóku snarplega við sér og eftir stutta stund var búið að festa kaðalinn í dráttarkrónum aftan við reykháf- inn og Magni búinn að ná slakan- um upp á tóinu. Að lítilli stundu liðinni kom fyrsta átakið á dráttarkaðalinn. — Nú sáum við að Magni hefði hæglega rúmazt ofaná einhverju lestaropanna á hinu mikla þilfari Liberiudrek- ans. Skipið var komið á skrið og nú nálguðumst við sjálft hafnar- mynni Straumsvíkurhafnar. Á eftir fylgdi lóðsbátur úr Hafnar- firði, til að aðstoða við landtök- una. Annað akkeri skipsins hékk i keðjunni svo sem tvær mannhæð- ir fyrir ofan sjólínu. — Nú skrúf- aði Magni sig inn á sjálfa höfnina, en um leið og stóra skipið hafði stungið nefinu inn um háfnar- mynnið gaf skipstjórinn, sem var á stjórnpalli ásamt hafnsögu- manninum úr Hafnarfirði, fyrir- mæli til skipverjanna frammi i stefni, — en þar er akkersvindan — um að láta akkerið falla. Fylgdi því eðlilega talsverður skarkali er akkeriskeðjan rann út í gegnum akkerisklussið. Afram seig skipið inn á eftir Magna. Enn var gefið út á akkerisfestinni og ég furðaði mig á því hvílík ósköp skipstjór- inn lét gefa út. Þegar komnir voru i sjóinn liklega yfir 100 metrar af akkeriskeðjunni, gizk- aði ég í fljótheitum á, tók ryð- mökk að leggja frá akkeriskluss- inu er ryðgaðir keðjuhlekkirnir brunuðu í gegn. Nú hélt ég að nóg væri komið. — Skellirnir í akk- eriskeðjunni þögnuðu. En þá tók- um við eftir þvi frá Magna að skipsmennirnir, sem voru við vinduna, voru komnir með sleggju og gekk nú maður undir mannshönd þar og barði með sleggjunni á vinduna. Einhver sagði; Karlinn ætlar að gefa út enn meira af keðjunni og þeir eru að losa á bremsum akkerisvind- unnar. Það tókst þeim svo um síðir og enn var gefið út. Var nú stóra skipið allt komið inn á hafnarlægið sjálft, á mjög hægu skriði. Hafnsögumaðurinn var kominn í talstöðina. Bað hann Magna að breyta stefnu og draga skipið að hafnargarðinum þar sem lönd- unarkranarnir stóru eru. Tók nú Liberíuskipið að siga nær bryggjukantinum hægt og rólega. Hafnsögumaðurinn sagði í talstöð- ina að skipstjórinn hefði gefið út af akkerisfestinni ellefu liði. Það mun samsvara fullri lengd skips- ins sjálfs en St. Paul er 220 m langt stafna í milli. Þetta mun hafa verið öryggis- ráðstöfun af hálfu skipstjórans. Mun hann ekki láta hreyfa akk- erið fyrr en við brottför skipsins um þessa helgi, þegar það er kom- ið út í hafnarmynnið. — Gert til þess að þegar verið væri að draga skipið út úr hafnarmynninu og eitthvað kæmi skyndilega fyrir dráttarbátinn, þá myndi skipið geta bjargað sér frá strandi á hinu þunga akkeri sinu. Nú fékk MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULl 1977 Magni fyrirmæli um það að hætta að tosa í skipið, sleppa tóinu en færa sig á stjórnborðshliðina framanverða og ýta skipinu í sinni fullu lengd upp að frí- holtunum sem hanga utaná bryggjukantinum. Þegar Magni hafði lagzt með öllu tiltæku véla- afli á skipshliðina, sáum við að lóðsbáturinn frá Hafnarfirði var kominn aftarlega á skipið og puð- aði þar. Var nú hafin sjálf land- takan. Tók hún þó nokkra stund. Var Magni nú látinn „ganga á skipið" og þumlunga því upp að hafnarbakkanum. Meðan á þessu stóð mátti sjá neðan af þilfari Magna, hvar skipstjórinn var eins og þeytispjald milli brúarvængs og stjórnpalls. Það tók góða stund að leggjast upp að garðinum og stilla þetta stóra skip af sem tók fulla lengd hafnargarðsins 220 metra. Einn skipverja Magna var sendur upp i brú til skipstjórans, til að láta hann kvitta fyrir aðstoð- ina. Fékk ég að slást í för með honum upp i brú. Þegar við höfð- um klifrað upp á þilfarið vakti það athygli okkar að lestarlúg- urnar voru frábrugðnar því sem við höfðum áður séð. Bersýnilegt var að tvær hurðir sem mættust á miðju lestaropinu lokuðu hverri lest, og gengu hurðirnar hvor til sinnar handar. Við fórum alla leið upp á fimmtu hæð áður en við komum á stjórnpallinn. Þetta er snyrtilegt skip, þótti okkur. Skipstjórinn virtist vera á miðj- um aldri. Áhöfnin itölsk og hann dæmigerður suðurlandabúi i allri framkomu. Því ekki aðeins var hann hraðmæltur og hávær er hann talaði í talstöðina, heldur fylgdu fyrirmælunum þvílikt handapat, upphrópanir og læti að hann hefði eins getað stungið aug- un úr sjálfum sér i öllum hama- ganginum. Hann virtist tæplega taka eftir því að við værum komn- ir upp i brúna til hans. Við dokuð- um við. Þetta var ekki neitt tölvu- stýrt stórskip eða þess háttar. Vél- síminn virtist ekki ýkja nýtizku- legur, af honum mátti ráða að þetta skip væri smíðað i Japan. Upp i brúna kom bryti skipsins og spurði hvort hann mætti bjóða okkur eitthvað, einstaklega alúð- legur maður sem líka spurði hvort langt væri til bæjarins. Þeir höfðu haft viðkomu á Kanaríeyj- um, en þó ekki komið i land meðan skipið tók þar oliu og vist- ir. Þetta hafði verið löng sjóferð, en nú var henni að ljúka. Já, lengri stanz yrði hér en annars- staðar. Þó skipið væri með yfir 40.000 tonn af súráli hefði ekki tekið nema um sólarhring að láta renna i lestar skipsins. — Þeir töldu sig eiga fyrir höndum dálít- inn stanz á íslandi. Enn fór nokkur timi í það hjá skipstjóra og hafnsögumanninum frá Hafnarfirði að stilla skipið við hafnargarðinn og binda,. — Fyrr yrði ekki kvittað fyrir eitt eða neitt, en búið væri að ganga frá landfestunum. Það var komið alllangt fram á kvöld þegar hann kom til okkar eftir að hafa hlaupið hundrað sinnum fram á brúarvænginn, sigurglaður, útitekinn, með borðalagða skipstjórahúfuna aft- ur á hnakka og sagði Ogei-Ogei. — Lokið var 40 sólarhringa sjóferð frá Ástraliu. Hann kvittaði fyrir — Við þökkuðum og kvöddum. — Kom svo fyrirskipunin sjálf til Magnamanna um talstöðina meðan við vorum að lesa okkur niður alla stigana í brúnni — niður á þilfar: Magni! Þið megið hætta! Heimsiglingin var mjög skemmtileg, í kvöldstemming- unni. Þegar við vorum komnir aftur norður fyrir Gróttuvita, mátti sjá hvar trilla lá í námunda við sex- baujuna. Þar var hugsanlega ein af þessum dæmigerðu, gömlu, reykvísku trillukörlum sem Tómas lýsir i einu erindi kvæðis síns. í Vesturbaénum: með þess- um orðum: I„En áður en sól skín á sjóinn er síóasti karlinn róinn og lengst út á flóa farinn. Þar dorgar hann daga langa, I með dula ásýnd og stranga og hönd. sem er hnýtt og niarin.“ | Sv. Þ. NÝJUNG Bæjarfélög Sveitarfélög Stofnanir Fyrirtæki Einstaklingarar Notiö sumarið til athafna. Við bjóðum ykkur algerlega nýja þjónustu. Með götuvélsópurum okkar tökum við að okkur að hreinsa GÖTUR, BÍLASTÆÐI, PLÖN auk þess NIÐURFÖLL og BRUNNA. Hafið samband við okkur sem fyrst. Því fyrr því betra. HREINSITÆKNI s/f sími 30265 frá Kalmar eru nú aftur fyrirliggjandi. Pantanir óskast staðfestar. Kalmar innréttingar hf. bltedör Grensásvegi 22 Reykjayík sími 82645

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.