Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 13 hafi verið lögð á án sakar i hinum venjulega skilningi þess hugtaks. Til grundvöllunar skaðabóta- ábyrgðar á tjóni af völdum geim- fars, eldflaugar, eldflaugarhluta o.s.frv. mætti þá helzt hugsa sér eftirfarandi möguleika: 1) Að byggja á saknæmisreglu hins borgaralega skaðabótaréttar. 2) Að byggja á hinni „víkkuðu gáleysisreglu". 3) Að byggja á ninni „objektívu bótareglu". 4) Að játa alls engri bótaábyrgð, enda þótt ríki sem beitti slíkri „laissezfaire-reglu“ myndi tæþ- lega njóta vinsælda lengi. 5) Að játa bótaábyrgð samkvæmt reglunni „res ipsa ]oquitur“ („ástandið bendir á sig sjálft eða dæmir sig sjálft"). Benda má á mörg atriði sem líkleg eru til að torvelda mjög samkomulag um ákveðna reglu varðandi þessa skapaðbóta- ábyrgð, en hér skal aðeins minnzt á nokkur. Kunnur er hinn mikli munur á réttarkerfi og réttarhugmyndum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þeirra þjóða, sem fremstar eru í flokki á sviði geimvísinda. Sér- staklega má þar nefna hinn ólíka skilning á grundvallarhugtökum, eins og t.d. eignarréttarhugtak- inu. Mjög líklegt má telja, að enn um nokkra hríð muni einungis ríki standa að geimferðum og vera í fyrirsvari varðandi þær. Ríki eða „hið opinbera" eða önnur yfirvöld eru að ýmsu leyti sérstæðir ábyrgðaraðilar í réttar- kerfi einstakra þjóða, sbr. hinar vanþróuðu reglur um skaðabóta- ábyrgð hins opinbera. Hugsum okkur t.d, að ein- staklingur í Bandaríkjunum yrði fyrir tjóni af völdum geimfars og höfðaði mál til greiðslu skaða- bóta, gegn bandaríska ríkinu, samkvæmt-. „The Federal Tort Clames Act.“ Þessi tjónþoli gæti engan veginn verið öruggur um að fá nokkra úrlausn mála sinna í sliku skaðabótamáli skv. Iögum Bandarikjanna. Sams konar óvissa myndi rikja, ef t.d. þessi bandariski einstaklingur vildi sækja skaðabótamál á hendur öðru ríki, samkvæmt reglum hins alþjóðlega einkamálaréttar. Lík- legt má telja, að málsóknin myndi litinn árangur bera, þegar vegna sérreglna hins ríkisins. Eigi að siður sýnist líklegt, meðan ekki er fyrir að fara alþjóðareglum um þetta éfni, að spurningar varðandi tjón á opin- berum eignum yrðu leystar eftir „diplomatískum" leiðum, eða þá að þær yrðu lagðar fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag. Kröfur vegna tjóns á einkaeignum manna eða á mönnum sjálfum myndu hins vegar líklega annað hvort vera hundsaðar eða tjónið bætt „ex gratia,“ þ.e. án þess að játað yrði nokkurri.lagalegri ábyrgð. Varla y.rði talið, að hægt væri að byggja beint á reglum sjóréttar- ins eða flugréttarins varðandi skaðabótaábyrgð í geimrétti, og að öllu athuguðu virðast mörg tor- merki á að byggja bótagrundvöll- inn á lögjöfnun frá öðrum viður- kenndum skaðabótareglum. Áður en skilið er við þennan þátt má aðeins geta skoðana búlgarsks lagadoktors, Marko G. Markoff, sem hann setti fram í smágrein, er hann nefndi á þýzku: „Recht und Unrecht im Weltraum." Hann er þeirrar skoðunar, að hin „objektiva bóta- regla“ komi mjög til álita varðandi geimréttinn, andstætt hinni almennu saknæmisreglu, er gildir í þjóðarétti. Þessari skoðun til styrktar nefnir hann hina sér- stöku erfiðleika, sem væru á því í sambandi við geimferðir að slá nokkru föstu um sök. Það væri enn erfiðara én í sambandi við flugferðir. Telur Markoff eðli- legt, að ríki, sem standi að geim- ferð, beri fulla ábyrgð á hugsan- legu tjóni af völdum geimfarsins eða geimflugsins yfirleitt, enda þótt skaðinn yrði eingöngu rakinn til tilviljunarkenndrar, tækni- legrar bilunar. Hið sama ætti að gilda um árekstur flugfars og geimfars, þar sem ómögulegt væri fyrir flúgmanninn að koma við nauðsynlegum viðþrögðum til þess að forða árekstri. Hins vegar telur. Markoff eðlilegt, að sak- næmisreglan yrði talin gilda varðandi árekstur milli tveggja geimfara eða annarra gervihluta sem færu um geiminn. Þessa Framhald á bls. 36 íerming. í llveragerðiskirkju pálmasunnudag. 19. mars. kl. 1.30. Aldi's Haísteinsdóttir Þelamörk 61 Guðrún Hrönn Svavarsdóttir Breiðumörk 15 Guðmundur Tómasson Brattahlíð 5 Jón Hreinn Gíslason Laufskógum 25 Jón Sigurður Bjarnason Borgarheiði 9 Jenný Hugrún Wiium Hveramörk 8 Kristbjörg Pálsdóttir Heiðmörk 12G Lárus Þór Ragnarsson Fljótsmörk 4 Margrét Sigrfður Isaksdóttir Ileiðmörk 79 Páll Kristinn Guðjónsson Heiðmörk 52 Ragnheiður Kristín Björnsdóttir Reykjamörk 15 Sigrfður Edda Guðmundsdóttir Dynskógum 32 Sigriður Ingifríð Michelsen Kambahrauni 1 Sigurbjörn Ármann Gestsson Hvera- mörk 2 Stefán Gfsli Stefánsson Kiettahlfð 12 Steinunn Tómasdóttir Iðjumörk 4 Þjóðbjörg Hjarðar Jónsdóttir Reykjamörk 15 Illjómsveit Tt'uilistarskóla Kópavogs á æíingu undir stjórn Inga B. Gröndals. eyri, en áður hefur hann' farið í tónleikaferð til Selfoss. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1970 og var Páll Gröndal stjórnandi hennar, en síðan 1976 hefur Ingi B. Gröndal stjórnað hljómsveit- inni. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a verk eftir Jón Leifs, Sigurð Þórðarson, Bach, Hándel, Moz- art, Haydn, Strauss og Smetana. Þá syngur Berglind Bjarnadótt- ir nokkur lög, en hún lýkur væntanlega einsöngsprófi frá skólanum í vor. Hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs á Akureyri Hljómsveit Tónlistarskóla Kópavogs heldur tónleika í Akureyrakirkju laugardaginn 18. marz n.k. og hefjast þeir kl. 17.00. Er það í fyrsta sinn sem skólinn heldur tónleika á Akur- Nú geta allir eignast SAUNA gufúbað inn á sitt heimili. SAUNA KLEFAR OG OFNAR SAUNA KLEFAR í mörgum stærðum. OFNAR 3-26 kg. Einnig er hægt að fá tvær tegundir af kolakyntum ofnum. SAUNA ER ALLRA MEINA BÓT Flutt inn milliliðalaust. Upplýsingar veittar í NUDDSTOFUNNI SAUNA HÁTÚNI 8. EF ÞAÐ ER n K úL % i nu i iiviUiTii —íy | | ÞÁ ER ÞAÐ í y ATVnTTTkmT A rvTTTTT VIOI.VSINOA 1 SÍMINN KK: | 22480 iVlUrUjr UíMjLiAUIIN U -v ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.