Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 18. MARZ 1978 17 greiöamanni og vini. Þegar hann bjó í Eyvík, átti ég eitt sinn leiö yfir Tunguheiði — en svo heitir fjallvegur milli Tjörness og Keldu- hverfis, áöur fjölfarinn — kom ríðandi og bað Karl um hús og hey handa hestinum, því að heiðin var ófær fyrir hest sakir fanna. Er ég kom til baka, gangandi, bauð ég borgun fyrir hýsingu hestsins og heyið, en hann vildi enga greiðslu þiggja. Er mér enn í fersku minni með hvílíkri alúð hann leiddi hestinn til mín, saddan og strok- inn. Svo sem ljóst er af framansögðu, tók Karl öflugan þátt í ungmenna- félagshreyfingunni á yngri árum og hefur án efa gengið í fyrsta skóla félagsstarfs sem formaður Ungmennafélags Tjörness. Vorið 1926 var ég kosinn formaður Sambands þingeyskra ungmenna- félaga, þá 21 árs að aldri. Þegar ég hélt sambandsþingið á Laugum veturinn eftir, var Karl fulltrúi síns félags og setti hógværlega, en ákveðið, ofan í við mig fyrir það, að í eintak Tjörnesinga af hand- skrifuðu blaði sambandsins, Þing- eyingi, vantaði eina greinina alla, nema fyrirsögnina. En það var eitt af mínum verkum að skrifa þetta blað, eitt eintak handa hverju félagi sambandsins, og senda þeim. Var athugasemd Karls auðvitað réttmæt og sýnir vand- virkni hans og nákyæmni, enda var hann miklu eldri og reyndari en formaðurinn! Sumarið 1944 andaðist faðir minn eftir langa og þunga van- heilsu og lá síðustu mánuðina, sem hann lifði á sjúkrahúsi Húsavíkur, eins og mörgum er enn í fersku minni. Reyndust honum fáir betur en Karl Kristjánsson, sem heim- sótti sjúklinginn oft og gladdi hann á allan hátt, en fyrst og fremst með því að ræða við skáldið og skrifa upp eftir honum það, sem hann var að yrkja og setja saman. Sendi Karl mér margt af því síðar, og var það til ómetanlegs gagns við samningu bókar minnar um föður minn. Við undirbúning jarðarfarar hans kom ég að máli við Karl og bað hann að flytja ræðu í Neskirkju í Aðaldal, þar sem útförin fór fram. Gerði hann það og með þeim ágætum, að á betra varð ekki kosið. Birtist sú ræða í Tímanum seinna um sumarið. Eftir að Karl varð þingmaður átti ég stundum tal við hann um ■ listamannalaun, því að hann átti löngum sæti í fjárhagsnefnd og fjárveitinganefnd, en ég gegndi þá um nokkurt skeið trúnaðarstörf- um f.vrir rithöfunda. Fáir þing- menn fundust mér skilningsbetri en hann á nauðsyn þess, að listamenn væru sæmilega haldnir fjárhagslega. Líktist hann í því þingbróður sínum Bjarna frá Vogi. Að öðru leyti kynntist ég ekki þingstörfum Karls, nema hvað ég heyrði hann stundum flytja tölur við eldhúsdagsumræður og fleiri tækifæri. Þótti mér jafnan yndi á hann að hlýða sakir smekklegs orðavals og greinargóðs flutnings. Eg sendi honum flestar bækur mínar, jafnóðum og þær komu út, í þakklætisskyni fyrir þann mikla greiða, sem hann hafði mér fog mínum gert. Skrifaði hann um sumar þeirra, og ávallt af skiln- ingi, ótilkvaddur. — Karl var ritari í efri deild alla sína þingtíð, enda fór vel á því. Hann hafði hárnákvæma greind, var mjög vandvirkur og sérstakur listaskrif- ari. Fleiri störfum gegndi hann á þingi, þó að þeirra sé ekki getið hér. Eigi hafði ég samband við Karl Kristjánsson, eftir að hann lét af þingmennsku, fyrr en hann lagðist á spítala. Þá heimsótti ég hann tvisvar. I fyrra skiptið kom ég til hans skömmu eftir skurðaðgerð. Var Karl þá svo illa kominn, að ég þekkti hann varla. Þó gat hann skipt við mig orðum eigi allfám, var kjarnyrtur og orðheppinn sem löngum áður. Minntist hann þá að fyrra bragði á íslenzkt Ijóðasafn, sem Kristján sonur hans hefur valið og er að gefa út, og lýsti ánægju sinni yfir valinu. Sýnir þetta, að jafnan er tungunni tamast, það sem hjartanu er kærast. Bókmenntirnar voru alltaf hans hugðarefni. Síðara skiptið sem ég heimsótti Karl á spítalann, hafði hann náð sér nokkuð eftir uppskurðinn og virtist mun hressari en áður, hafði ofurlitla matarlyst og gat setið upp við dogg. Hann minntist á föður minn og hans þjóðlegu bókmennntastörf og lýsti aðdáun sinni á þeim. Ég bjóst við, að Karl væri nú á batavegi og kvaddi hann með orðum þess efnis. En hann þakkaði mér fyrir komuna. Liðinn var vetur fram undir jól. Ég varð að fara úr bænum skömmu eftir nýárið og dvaldist fjarvistum, svo að vikum skipti. Skömmu eftir að ég kom heim, hugðist ég vitja hans á ný. Áður en af því yrði, sá ég í blaði, að hann hefði andazt 7. marz síðastliðinn. Nú var það orðið of seint. Eigi verður svo skilizt við Karl Kristjánsson alþingismann, að konu hans sé ógetið. Er kunnara en frá þurfi að segja, að eiginkon- ur þingmanna um langt skeið eru oft í sviðsljósinu eins og þeir, svo og störfum hiaðnar vegna margs konar erindisreksturs, er menn þeirra sinna fyrir kjósendur sína, auk þess að sjá um börn og bú miklu meira en að hálfu leyti. Af hvorugu hefur húsfreyja Karls farið v'arhluta. Hinn 19. nóvember 1920 gekk Karl Kristjánsson að eiga eftirlif- andi konu sína, Páiínu Guðrúnu Jóhannesdóttur, bónda í Lauga- seli, Sigurðssonar, og konu hans, Sesselju Andrésdóttur. Er frú Pálína að allra dómi, sem bezt þekkja til, hin mesta mannkosta- kona, hefur hlýtt viðmót og er góðum gáfum gædd með sjálfstæð- ar skoðanir, en er auk þess vel hagorð. Þau hjón hafa eignast fimm börn, sem eru þessi: 1. Kristján, bókmenntafræðing- ur og skáld í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Jónasdóttur. 2. Björg, sem andaðist á 15. ári. 3. Áki, verkamaður á Húsavík, ókvæntur. 4. Gunnsteinn, skrifstofumaður í Garðabæ, kvæntur Erlu Eggerts- dóttur. 5. Svava Björg, gift Hinrik Þórarinssyni, skipstjóra á Húsa- vík. Þó að Karl Kristjánsson hafi tekið mikinn þátt í löggjöf, sveit- arstjórnar-, félags- og þjóðmálum, er hann eigi síður þekktur sem rithöfundur í bundnu máli og lausu. Hann var afburðasnjall ræðumaður, talaði og reit fagurt mál og var prýðrlega skáldmæltur. Einkum var honum ferhendan tiltæk. Hann var líka sérstaklega dómbær á ljóð annarra manna, eins og fjölmargir ritdómar hans bera vott um. Hann valdi og gaf út 1940 (ásamt síra Friðrik A. Friðrikssyni) Þingeysk ljóð. sem vöktu mjög mikla athygli og voru brautryðjendastarf, því að þau voru fyrsta safn héraðs- eða sýsluljóða af mörgum, sem út hafa verið gefin hér á landi. Grunur minn er sá, að Karl Kristjánssón hefði eigi síður kosið sér hlutskipti bókmenntafræðings eða skálds en félagsmálafrömuðar og stjórnmálamanns og til þess hafi hann ekki síður haft hæfi- leika. Mér virðast greinar hans og lausavísur bera því óræk vitni. Mér kemur alltaf í hug, þegar ég minnist Karls, hve andlit hans og augu ljómuðu, þegar vel kveðin vísa var höfð .yfir í áheyrn hans. Sama máli gegndi um innblásna sögu og snillilega ritgerð. Allar góðar bókmenntir voru honum fagnaðarefni og yndisgjafar. Ásgeir Bjarnason forseti sam- einaðs þings minntist Karls Kristjánssonar á Alþingi, þegar lát hans fréttist, meðal annars með þessum orðum: „Hann var góður bóndi um skeið, hafði gott fjárbú og naut hestamennsku bæði þá og síðar, var ágætur tamninga- maður." Þegar ég las þessa málsgrein Alþingisforseta í blaði, rifjaðist upp fyrir mér vísa eftir Karl Kristjánsson, sem ég hafði eitt sinn lært og er tvímælalaust Bragaættar. Hún er svona: MarKt býr þér i anda og æöum einmitt. það sem töfrar mÍK. Vildi éK á himinhæðum hleypa Sleipni — otr reiða þig. Megi honum vegna vel á þeim skeiðspretti, sem hann hefur nú tekið og vér eigum öll fyrir höndum. Þóroddur Guðmundsson. Með Karli Kristjánssyni fv. alþingismanni, sem andaðist 7. marz s.l., er genginn góður og farsæll forystumaður að loknu löngu lífsstarfi. Forseti sameinaðs þings minnt- ist Karls á Alþingi 8. marz og rakti þar helztu æviatriði hans. Skulu þau ekki endursögð í þessum línum, sem ritaðar eru í því skyni að leggja áherzlu á þann skerf, sem Karl lagði fram til framfara í sinni heimabyggð og í þágu þjóðarinnar allrar. Karl var reyndur félagsmála- maður, skólaður og hertur í umróti mestu byltingartíma, sem yfir þessa þjóð hafa gengið. Hann var fróður vel, rökvís og málsnjall, hafði góða kímnigáfu, var hag- mæltur og hann ritaði meitlað mál með fagurri rithönd. Karl var kotbóndinn sem hófst til mannvirðinga sökum þess eins, að hann var sjálfkjörinn til f.orystustarfa. Hann mótaðist 1 æsku af hinni þingeysku félags- málavakningu og hann hélt merki hennar á loft alla ævi. Karl var hinn fæddi leiðtogi, fremstur meðal jafningja, hvar sem hann fór. Nágrannar hans, sveitungar, sýslungar, kunningjar og vinir leituðu til Karls, þegar erfiðleikar steðjuðu að og hann reyndist jafnan fundvís á úrræði, þar sem aðrir engin sáu. Hann var „vitur sem Njáll“, svo að notuð sé samlíking, sem þjóðin þekkir, menn fundu það og virtu og aldrei brást hann trausti því, sem til hans var borið. Oft reyndi mikið á Karl og jafnan leysti hann erfiðustu verk- efnin með sóma. Þannig var það t.d., þegar hann stýrði fjárhags- málum Kaupfélags Þingeyinga á lygnan sjó eftir að verzlunarrekst- ur þess og fjárhag félagsmanna hafði borið af réttri leið í brimróti heimskreppunnar. Karl átti sæti í sveitarstjórn um hálfrar aldar skeið og hygg ég að sveitarstjórnarmálin hafi jafn- an verið honum hugstæðust, enda þótt hann léti víðar til sín taka. í tímaritinu „Sveitarstjórnarmál", 2. tbl. 1972 segir Karl nokkuð frá þeim þætti ævistarfs síns í fróð-, legu viðtali. Karl hóf störf að sveitarstjórn- armálum í Tjörneshreppi um leið og hann fékk kjörgengi árið 1921. Varð hann oddviti Tjörneshrepps 1928 og sýslunefndarmaður 1931. Síðar er hann flutti til Húsavíkur 1935 var hann kjörinnn í hrepps- nefnd og varð hann oddviti hennar 1937. Sem oddviti stýrði hann vexti og velferð Húsavíkurþorps og er það fékk kaupstaðarréttindi í árslok 1949 varð hann forseti bæjarstjórnar og tók jafnframt að sér að gegna bæjarstjórastarfi fram á haustið 1950, er Friðfinnur Árnason tók við starfi bæjar- stjóra. í störfum sínum að sveitarstjórn var Karl jafnan nákvæmur og varkár. Hann tók við forsjá Húsavíkurhrepps á erfiðum tím- um og erfiðleikar kreppuáranna voru honum jafnan ofarlega í huga. Hann léði því ekki stuðning' sinn til mála, sem ofviða voru fjárhagslegri getu sveitarsjóðsins, en það var háttur skynsamra manna, áður en Islendingar misstu fjárhagslegt áttaskyn í ringulreið verðbólgunnar. Lagni Karls gagn- vart ríkisstofnunum og Alþingi var rómuð. Með rökfestu sinni og framkomu tókst honum oftast að koma málum Húsvíkinga í höfn á þeim vettvangi. Karl var geðríkur maður og stjórnsamur og oft stormaði um hann í pólitískum sviptivindum heima fyrir. Vissulega varð eitt og annað umdeilt í störfum hans, en þegar upp var staðið var þó öllum ljóst, að þegar á heildina var litið hafði Karl reynzt farsæll forystu- maður og vitur leiðtogi. Húsavík hafði í hans tíö vaxið frá því að Framhald á bls. 33. BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Baugblaða- pelargónía (P.hortorum eða P.zonale) Hvenær fyrst var byrjað á að láta blóm gegna því hlutverki að fegra heimili eru engar öruggar heimildir um, en víst er að tímabil þeirra í tengslum við heimili er orðið langt og nærvera þeirra í þessu skyni er löngu orðin órjúfanleg. Mikill fjöldi plöntutegunda hefur verið ræktaður sem stofublóm bæði fyrr og síðar. Blómaskeið sumra þeirra hefur verið stutt, aðrar hafa haft lengri viðdvöl. Ýmsar tegundir stofublóma hafa fylgt ákveð- inni þróun eða formi innan- hússskreytingar eða hús- gagnastíls og því kömið og horfið, til þess máski að láta að sér kveða á ný löngu síðar. Gömul og mikilsmetin stofuplanta sem um langan aldur skartaði víða í gluggum hér áður, hefur þannig stung- ið upp kollinum aftur og virðist á hraðri uppleið. Hér er um að ræða svonefnda baugblaða pelargóníu (Pel- argonium hortorum eða P.zonale) sem er náinn ætt- ingi blágresis og ættuð frá S.-Afríku. Þessi tegund var fyrrum ein hin algengasta pottaplanta víða á heimilum ásamt systur hennar stofu- pelargóníu (P.grandiflorum) sem einnig nefnist ensk pelar- gónía. Enn í dag má rekast á þessa gömlu kunningja hér og þar á heimilum, einkpm úti á landsbyggðinni en lítið hefur verið um að þær hafi verið falar í blómaverzlunum um langt skeið. Ein af ástæðun- um fyrir því að baugblaða pelargónía er þegar að hasla sér völl aftur er sú að plantan er blómviljug og auðveld í umhirðu. Að öðrum þræði hefur og með kynbótum tekist að bæta mjög vaxtar- og blómgunareiginleika plönt- unnar. Þetta hefur leitt til þess að nú orðið er pelargóníu nær eingöngu fjölgað með sáningu en ekki græðlingum eins og áður tíðkaðist. Með þessu móti næst örari vöxtur og skjótari blómgun. Fyrir þá sém fást við framleiðsluna þýðir þetta mikinn sparnað í orku, sem er mikilsvert atriði eins og málum er háttað. Nú er farið að lengja dag og með hækkandi sól byrja pel- argóníur að blómgast. Síðan halda þær áfram í smáhrin- um allt sumarið uns skamm- degið lætur að sér kveða. Baugblaða pelargónía er ljúf viðureignar fram eftir vori en getur vaxið fullhratt er líða tekur á sumar og orðið teygð, Auðveít er þó að hægja á henni með því að klípa af henni vaxtarbroddana einu sinni eða tvisvar á vaxtar- skeiðinu, en þá greinir hún sig og verður þétt og skemmtileg í vexti. Einnig er auðgert að setja hana út er líða tekur á sumar (síðast í júní). Mætti t.d. koma henni fyrir í hengipotti eða hafa hana sem miðpunkt í blóm- skreyttu íláti á palli eða svölum þar sem dragsúgur er ekki mikill. Að vísu hefur borið á því að vöxtur plönt- unnar hægi nokkuð á sér og blöð hennar roðni við útiver- una, en á blómgunina skortir yfirleitt aldrei. Áður en kólna tekur verulega í veðri er plantan tekin inn á ný og höfð í glugga allt fram í nóvember. Síðan er hún klippt vel niður og geymd í glugga á svölum stað yfir vetrarmánuðina við mjög dræma vökvun. Borgar sig sjaldan að lífga plöntuna við á ný fyrr en í lok febrúar. Þarf þá jafnframt að umpotta hana. Annars er oft árang- ursríkara að endurnýja pelar- góníu árlega með græðlingum sem teknir eru síðla sumars og hafðir 7—10 sm. á lengd. Baugblaða pelargóníu ein- kennir oft dökk skeifulaga gjörð á miðju blaði. Er þetta þó misjafnlega áberandi eftir afbrigðum. Blómin standa þéttum sveipum á löngum sterklegum stönglum og eru ýmist rauð, bleik, bleikblá eða hvít oft einföld að gerð en geta líka verið ofkrýnd. Plantan þarf reglubundna vökvun og áburðargjöf og er þannig nokkuð þurftarfrek. Ennfremur þarf hún að njóta góðrar birtu. Suðurgluggi hentar henni samt ekki yfir sumartímann sakir of mikill- ar hlýju sem þar vill gæta. OÞ.V.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.