Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Áhrif verðbólgu á atvinnurekstur Verðbólgan leikur ekki aðeins lífeyrisþega, lág- launafólk og sparifjáreig- endur hart. Hún hefur mjög neikvæð áhrif á rekstur atvinnufyrirtækja. Erið- leikar í rekstri þeirra hafa í för með ser hættu á atvinnuleysi. Þess vegna er barátta gegn verðbólgu rík- ur þáttur í viðleitni ríkis- stjórnarinnar til þess að tryggja fulla atvinnu. Allt frá atvinnuleyisárunum 1968 og 1969 hefur ekki verið jafn mikil hætta á því og nú, áð til atvinnuleysis komi. Verðbólgan rýrir stórlega rekstrarfé fyrir- tækjanna. Hún veldur því, að fyrirtækin þurfa stöðugt meira fé til þess að halda uppi sömu starfsemi og áður. En um leið hefur verðbólgan sömu áhrif á bankakerfið og rýrir gildi þess fjármagns, sem það hefur yfir að ráða. Enda er bankakerfi landsmanna ekki svipur hjá sjón frá því, sem var fyrir einum og tveimur áratugum. Þetta þýðir, að bankakerfið getur ekki nema að mjög litlu leyti leyst þann reksýrar- fjárskort, sem verðbólgan kallar yfir atvinnurekstur- inn. Viðbrögð atvinnufyrir- tækja verða óhjákvæmilega þau, að dregið er úr birgða- haldi og þjónustu við við- skiptavini, jafnframt því, sem dregið er, eins og kostur er, úr mannaráðn- ingum. Þannig þýðir verð- bólgan minnkandi atvinnu, og minnkandi þjónustu fyrirtækja við almenning. Rekstrarfjárskortur veldur einnig margvíslegum vand- ræðum í rekstri fyrirtækja, sem þýðir að hagkvæmni í rekstri þeirra verður ekki eins mikil og hún gæti orðið. Verðbólgan skapar líka sérstæða stöðu í atvinnu- rekstrinum. Þau fyrirtæki, sem halda uppi heilbrigðri starfsemi og vilja leggja mesta áherzlu á rekstur en hirða minna um að fjár- festa í steinsteypu sitja uppi með sárt ennið eftir nokkurra ára verðbólgu- tímabil. Þau fyrirtæki, sem leggja minna upp úr heil- brigðum rekstri og þjón- ustu við almenning en meira upp úr fjárfestingu á steinsteypu, hafa á örfáum árum safnað miklum eign- um. Allir sjá, að hér er öðru vísi að málum staðið en vera ber. Vel má vera, að þeir, sem alla tíð hafa fjandskapazt við atvinnureksturinn í landinu, fagni því, að verð- bólgan veldur honum erfið- leikum. En þeir hinir sömu mættu gjarnan minnast þess, að það er atvinnu- reksturinn sem stendur undir lífskjörum fólksins í landinu. Það voru menn minntir óþyrmileg^ á 1968 og 1969, þegar til atvinnu- leysis kom. Þá varð mönn- um Ijóst, að atvinnu fyrir- tækin voru ekki mjólkur- kýr, sem endalaust var hægt að mjólka án þess að þær fengju fóður. Atvinnu- leysið á þeim tíma varð til þess að efla skilning fólks á þýðingu atvinnufyrirtækja fyrir lífskjör almennings í iandinu. Óðaverðbólgan hefur nú staðið yfir á Islandi svo lengi, að hún er byrjuð að bíta mjög alvarlega, m.a. í rekstri fyrirtækja. Þótt umsvifin hafi verið mikil, veltan mikil og mikil við- skipti, standa fyrirtækin engu að síður frammi fyrir alvarlegum peningaskorti. Þessi peningaskortur leiðir til þess, að atvinnurekendur leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði, m.a. með því að fækka starfsfólki eða ráða ekki nýtt fólk, þegar aðrir hætta. Á þennan hátt rýrir verðbólgan m.a. lífs- kjör fólksins í landinu. Atvinnan verður minni og tekjurnar þar af leiðandi minni. Það er því augljóst að það er sameiginlegt hagsmuna- mál lífeyrisþega, láglauna- fólks, sparifjáreigenda og vel rekinna- atvinnufyrir- tækja að draga úr verðbólg- unni. Og ef þessi þjóð- félagsöfl taka höndum sam- an geta þau lyft Grettis- taki. Hetjusögur Síðustu tónleikar eru fyrir margt merkilegir og vert að geta þess sérstaklega að meginhluti efnisskrár er í rauninni frum- flutningur verkanna á tónleik- um hérlendis. Tónleikarnir hófust á forleik og þremur atriðum úr óperunni Fidelio eftir Beethoven. Að forleiknum loknum, sem hljóm- sveitin skilaði sómasamlega, söng Astrid Schirmer, sóprans- söngkona, Aríu Leonoru af miklum myndarskap og krafti. Karlakór Reykjavíkur, Frið- björn G. Jónsson og Hreiðar Pálsson fluttu fangakórinn, sem er með áhrifamestu atriðum óperunnar. Söngur kórsins var áferðarfallegur en sú raddtækni sem hérlendir karlakórar hafa tamið sér, fellur ekki að svo stórbrotnum verkum eins og Fidelio, enda hljómaði kórinn eins og óþjálfaður drengjakór. Það er ávallt vandamál, þegar tekin eru atriði út úr óperum, hvar á að klippa og ræðst það einnig af því hve fjölbreytt lið er tiltækt. Því má skjóta hér inn, að konsertflutningur á óperum gæti að nokkru komið í stað starfandi óperu hér á landi, þar sem bæði íslenzkir og erlendir flytjendur gætu staðið undir góðum flutningi. Síðar meir ætti svo að fenginni Astrid Schirmer. Tónilst eftir JÓN ÁSGEIRSSON reynslu og þjálfun að vera hægt að reisa til lífs starfandi óperu hér á landi. Það var greinilegt að Heribert Steinbach var ekki sáttur við tilveruna, óhress, sem ekki er tilhlökkunarefni þeim sem á eftir að syngja erfið verkefni. Dúett Leonoru og F’lorestan er mjög þungur í flutningi og var í meðferð gesta okkar mjög samkvæmur tón- máli Beethovens. Á síðari hluta tónleikanna var svo eingöngu flutt tónlist eftir Richard Wagner, fyrst forleikur að óperunni Tristan og Isolde, samtengdur við lokaatriði óper- unnar, sem Astrid Schirmers flutti mjög vel. Úr Meistarasöngvurunum var fluttur hluti af Sigursöng Walt- ers og forleikurinn, sem hljóm- sveitin skilaði mjög vel. Rödd Steinbachs er með sannkölluð hetjurödd. í erfiðu húsi eins og Háskólabíói var hljómsveitin bókstaflega talað ekki nógu stór Wilhelm Brilckne-Riiggeberg. til að styðja vel við mikilfeng- legan söng hans. Eftir hlé var flutt tónlist úr Hollendingnum fljúgandi og Valkyrjunum. Hljómsveitin var á'köflum mjög góð og átti sinn þátt í eftir- minnilegu niðurlagi tónleik- anna. Á eftir forleiknum flutti Karlakór Reykjavíkur Háseta- kórinn úr Hollendingnum og eins og1 í fyrra skiptið, þrátt fyrir snyrtilegan flutning, vant- aði alla raddbreidd í kórinn til að ná blæ óperunnar. Hápunktur tónleikanna var lokaatriði 1. þáttur úr Valkyrj- unum. Um slíka upplifun er ekki hægt að fjalla í orðum og ekki réttmætt að miða hana við áhrif af uppfærslum á sviði eða af hljóðritunum. Tónlist Richard Wagners er svo stórbrotin í gerð og umbún- aði, að ekki verður til neins jafnað og flutningur 4 tónlist hans er viðburður, sem ekki er stofnað til hversdagslega. Þeir sem ekki hafa heyrt hetjutenór syngja, ættu að nota tækifærið og hlýða á ógleymanlegan flutn- ing Heribert Steinbachs. Hann er sannkallaður hetjutenór. Stjórnandi tónleikanna var Wil- helm Brúckner-Rúggenberg, sem átti stóran þátt í glæsileik þessara tónleika. Heribert Steinbach. Fyrsti kappræðufundur SUS og ÆnAb: Málefnaleg fátækt einkenndi málflutning Alþýðubandalags TALSVERT á annaö hundrað manns sóttu fyrsta kappræðufund af átta millí ungra sjálfstæöis- manna og ungra Alpýðubanda- lagsmanna í Selfossbíó á Selfossi á fimmtudagskvöldið. Umræðu- efnið á fundinum var „Höfuð- ágreiningur íslenskra stjórnmála, efnahagsmál, — utanríkismál1*. Ræöumenn S.U.S. voru peir sjálfstæðismanna, og gerði í stórum dráttum grein fyrir hugmyndum ungra sjálfstæðismanna sem fram voru settar undir kjörorðinu „Báknið burt", og benti hann á það um leið, að meðan ungir sjálfstæðismenn væru meö fastmótaðar og vel unnar hugmyndir kæmi nákvæmlega ekk- ert nýtt frá ungum Alþýðubanda- lagsmönnum. Friðrik Baldur Hilmar Friðrik Sophusson, Baldur Guð- laugsson og Hilmar Jónasson, en af hálfu Æskulýðsnefndar Alpýöu- bandalagsins töluðu peir Baldur Oskarsson, Rúnar Ármann Arth- úrsson og Þorvarður Hjaltason. Fundarstjórar voru peir Guðmund- ur Sigurðsson og Sigmundur Stefánsson, báðir frá Selfossi. Fundarmönnum varð snemma Ijóst að Alþýöubandalagsmenn komu illa undirbúnir til fundarins, og var það mál hinna fjölmörgu Sunn- lendinga er á fundinn komu að málefnaleg staða ungra sjálfstæöis- manna væri mun sterkarlen komm- únista ef dæma mætti af þessum fundi. Friðrik Sophusson talaði fyrstur Var einnig á það bent, aö þess væri ef til vill ekki von, þar sem helsta tromp þeirra nú væri Baldur Óskarsson, sem starfað hefði án sýnilegs árangurs í þremur stjórn- málaflokkum, en þættist nú hafa uppgötvað hinn mikla sannleika í Alþýðubandalaginu. Var ekki laust við að fundarmenn kímdu að Baldri, sem nú er kominn í forystu ungra Alþýöubandalagsmanna, tæplega fertugur að aldri! Baldur Guðlaugsson ræddi aðal- lega um utanríkismál, og gerði grein fyrir tvískinnungshætti og stefnu- leysi kommúnista í utanríkismálum þegar á reyndi. Þeir væru ýmist hlutlausir eða ekki hlutlausir, allt eftir því hvað stóri bróðir fyrir austan segði í það og það skiptiö. Þá sagði Baldur, að augljóst væri, að þrátt fyrir að Alþýðubandalagið talaði fjálglega um að herinn ætti að fara úr landi, og ísland að ganga úr Nato, þá væri augljóst að því tali fylgdi lítil alvara eins og reynslan af tveimur vinstri stjórnum sannaði. Hilmar Jónasson talaði einkum um' efnahagsmál, og bar í því sambandi saman málflutning kommúnista nú og fyrir fjórum árum. Taldi hann málefnum verka- lýðshreyfingarinnar mun betur kom- ið í tíð núverandi ríkisstjórnar en þeirrar síðustu, sem meðal annars heföi unnið það einstæða afrek að koma verðbólgunni upp í 54% á árinu 1974. RæðumenVi Alþýöubandalagsins áttu fá svör við málflutningi ungra sjálfstæðismanna, og einkum vafð- ist þeim Rúnari Ármanni og Þor- varði tunga um tönn er í pontuna var komið. Það var einna helst að Baldur Óskarsson bæri sig vel, en þó var frammistaöa hans langt frá því að hægt væri aö hrópa húrra fyrir. í kvöld verður annar fundur þessara sömu aöila í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri, og á morgun verður svo þriðji fundurinn í Sam- komuhúsinu í Vestmannaeyjum. Á fundinum á Akureyri tala fyrir hönd S.U.S. þeir Haraldur Blöndal, Davíð Oddsson og Björn Jósef Arnviðarsson, en í Vestmannaeyjum þeir Hreinn Loftsson, Árni Johnsen og Jón Magnússon. — Anders Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.