Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 18. MARZ 1978 Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði: Penninn hennar Herdísar Þann 11.3. sl. birtist í Mbl. enn ein innihaldslaus ritgerö eftir Herdísi af Eskifirði. Nú er það svo, að árum saman, sennilega í ein 10—20 ár, hefur frúin þjáðst af ritræpu, og ofsabræði sinni hefur hún aðallega beint gegn bændum og bændastéttinni, og hefur hún lítt eða ekki sést fyrir í málflutn- ingi sínum. Ritgerðin, sem síðast birtist, er svo sem hvorki betri eða verri en aðrar ritsmíðar frúarinn- ar. Þó er athyglisvert, að þegar bændur sýna loks lit á því að bera hönd fyrir höfuð sér eftir öll þessi ár, virðist blessuð frúin bókstaf- lega umturnast á geðsmunum yfir því, að hún skuli ekki óátalið fá að halda rógskrifum sínum áfram. Að afneita sjálfri sér. Þegar frúin á staðnum er í örvæntingu sinni að basla við að klóra í bakkann, gengur hún jafnvel svo langt að afneita því sem hún hefur áður skrifað. Það voru sem sé ekki landbúnaðarmál sem hún var að fjalla um í ritgerð sinni 22. des. s). Nei, ónei. Svo notuð séu óbreytt orð frúarinnar, þá var hún að tjá sig „Um hinar gífurlegu og öru verðhækkanir á búvörunum, og viðhorf mitt til þeirra og viðbragða bænda við (að mínu viti skiljanlegum) mótmæl- um gegn þeim“. Svo mörg voru þau orð. Skyldu ekki fleiri en ég flokka blaðagrein um slík efni undir landbúnaðarmál? Og skyldu ekki hugleiðingar um verðlagsgrund- völlinn og offramleiðslublaðrið eiga eitthvað skylt við landbúnað- armál? En blessuð frúin leyfir sér hiklaust að umgangast sannleik- ann töluvert frjálslega þegar hún vill losna við að bera ábyrgð á því sem hún hefur áður sagt. Eg ráðlegg henni 'alfarið að lesa það sem hún birti í Mbl. 22. des. sl. Hún getur þá sagt á eftir að hún hafi lesið ritsmíðina yfir emu sinni. Þá er það ekki síður athyglis- vert, að eftir að sveitavargurinn hefur leyft sér að malda í móinn, þykist frúin skyndilega vera orðin málpípa fólksins í landinu, en fram að þeim tíma hefur frúið á staðnum opinberað vanþekkingu sína á landbúnaðarmálum í eigin nafni. Af þessu má ljóst vera að þegar á móti blæs afneitar frúih því sem hún hefur áður sagt. Eg virði frúna þó fyrir að sjá villu sína, en ekki finnst mér stórmann- legt hjá henni að afneita fyrri fullyrðingum sínum. Það kemur og fram í upphafi síðustu greinar hennar, að hún telur sig ekki vera alveg kjarklausa. Eg held að öllum, sem fylgst hafa með mál- flutningi frúarinnar undanfarin ár, sé ljóst, að ekki skortir hana kjarkinn, þó ýmislegt annað skorti. Að skilja eða skilja ekki. Öldungis er mér óljóst hve skarpan skilning frúin á staðnum ætlar bændum yfirleitt, en ég verð að viðurkenna að minn skilningur nær ekki nógu langt til að meðtaka ýmsa pósta í ritsmíðum frúarinn- ar, og leyfi ég mér í því sambandi að benda á t.d. aðra málsgreinina í síðustu ritgerð hennar. í hana fæ ég engan botn, og lái mér hver sem vill. Eflaust er það rétt, að sannleik- anum verði hver sárreiðastur. En ekki er það nú samt sannleiksást frúarinnar, sem bakað hefur henni reiði bænda. Ég fullyrði að álit bænda á frúnni byggist á því, að hún hefur fjallað af ofsa um málefni sem hún hefur ekkert vit á, og má raunar furðulegt teljast, hversu órög hún er við að auglýsa fáfræði sína. Myndin og félagsskapurinn Ég leyfði mér um daginn að gera myndina af frúnni á staðnum að umtalsefni, og ég sný ekki til baka með það, að mér þykir myndjn rétt snotur. En mig langar til að vita hvort frúin hefur ekkert breytzt, síðan hún hóf ritferil sinn fyrir guð veit hvað mörgum árum, því alltaf hefur sama skiliríið prýtt ritverkin. Næst langar mig til að fá að sjá þó ekki væri nema 5 ára gamla mynd. Það ber ekki á öðru en frúin sé loks búin að koma sér T töluvert góðan félagsskap. Hún hefur áður jafnaö sér við Sigurlaugu Bjarna- dóttur alþm. og nú við Maríu guðsmóður. Vafalaust telja þær Sigurlaug og María sig fullsæmdar af kompaníinu. Hvað kostar það? Ég bið frúna á staðnum hér með afsökunar á að hafa í grein minni um daginn ritað landbúnaður í stað landbúnaðarvörur, og leið- réttist það hér með. Jafnframt bið ég frúna að upplýsa mig um á hvaða verði hún ætlar að kaupa kjöt og mjólk erlendis frá, hvaðan hún ætlar að kaupa, og ekki sízt, hvar ætlar hún að taka gjaldeyrir- inn? Mér finnst ekki fráleitt að biðja frúna að gera sér ljóst að niðurgreiðslum á búvörur er beitt sem hagstjórnartæki, alveg án alls samráðs við bændastéttina. Og ég get nefnt frúnni a.m.k. 3 dæmi þess, að búvöruniðurgreiðslur voru auknar til þess að hækkað verð á neyzlufiski orsakaði ekki hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. Um útflutningsbæturnar er það að segja að bændur gerðu á sinni tíð samkomulag við ríkisvaldið, þar sem þeir tóku að sér að sjá um að nægar búvörur væru framleiddar í landinu fyrir innanlandsmarkað- inn. Ríkisvaldið tók hins vegar að sér að tryggja bændum fullt verð fyrir umframframleiðsluna. Mér finnst því eðlilegt að frúin beini búskapsmunum sínum næst í réttan farveg. Offramleiðslublaðrið og framlögin Hvað offramleiðslublaðrinu við- víkur, þá leyfi ég mér að benda frúnni á staðnum á, að það var samdóma álit þeirra, sem við verzlun fást í Rvík, að fólkið hefði aldrei haft eins mikið fé handa milli, og kaupæðið hefði aldrei verið meira en fyrir síðustu jól. Finnst blessaðri frúnni að þessar upplýsingar komi heim og saman við þá fullyrðingu hennar, að kjötneyzlan myndi tvöfaldast ef verðið á kjötinu væri í samræmi við greiðslugetu almennings? Vill frúin ekki taka sig til og kanna hvort hlutfallið milli tímakaups verkafólks annars vegar, og verð- lags á búvörum hins vegar, hefur breytzt verulega sl. 30 ár, verka- fólki í óhag. Ég hafði talið sjálfum mér trú um, að eftir öll þau firn sem frúin á staðnum hefur skyrpt á pappírinn á liðnum árum um landbúnaðarmál, þá vissi hún nú orðið að bændur fá sínar samn- ingsbpndnu hækkanir á verðlags- grundvellinum á þriggj,a mánaða fresti, eftir á, þ.e.a.s. 1. sept., 1. des., 1. marz og 1. júní. Og ég gæti best trúað að frúnni muni ganga illa að sannfæra bændur um að þeim beri sífellt að gefa eftir launahækkanir sínar. Hafi blessuð frúin fylgst með þróuninni í landbúnaðarmálunum á liðnum árum hlýtur henni að vera ljóst, að þráfaldlega hafa bændur orðið að gefa eftir réttmætar launahækk- anir sínar. Eða veit frúin ekki, að á undanförnum árum hefur bænd- ur vantað árlega 20—35% upp á umsamin laun sín? Ætli það hafi líka farið fram hjá henni, að á seinni árum hafa bændur verið langtekjulægsta stéttin í ísl. þjóð- félagi; að öryrkjum undanskild- um? Árið 1976 vantaði bændur t.d. 6—700.000 kr. upp á að ná meðaltekjum í þjóðfélaginu, og allar líkur eru á að árið 1977 verði þó töluvert verra. Eða þjónar það e.t.v. málstað frúarinnar að horfa fram hjá þessum staðreyndum? Varðandi upptalningu hennar á „framlögum" upplýsist það hér með, að upptalning frúarinnar á staðnum er hvergi nærri tæmandi. Og ég vísa til nágrannalandanna, þar sem styrkir og framlög til landbúnaðarins eru snöggtum meiri. Svo mætti blessuð frúin líka kynna sér hvaðan það fé kemur, sem til framlaga til landbúnaðar- ins er varið hér. Mér þykir trúlegt að frúin hafi lagt eyrun grannt við þegar framámenn Sjálfstæðisflokksins Framhald á bls. 36 •Wki heiglum hi;n> . ifi annau vins ,\jjust sm- rja á ritverk' sinu- MorgtinbUð'nu^ huí„ IMS «• vi,ni. w . t,v i itð hyrja >’ vi.. Kr bryggur ,nf húrru síðan Aýun l>kkl nalæg' ^ nú sl*nU i Bh t* i*im ”*í”;s.hi«. kvtnna »r. ,“i ,arðarinnar aftur. þeirru erinda t \ ^^flutningur ,»ggrtnlk.st undir unnað en ffllíSJÍl-**.......... ntunnu .•..ituskarðsbóndanunt Kn hfrm Gt 'Þt. • hvf eg l«„ ý.WV t„u,‘ íj „rtlhiis. «em 4 iihtefileg1* h*14 . jh Kn á sama nyi’i’ 1 >3““SS5-. itarh. „f l»» " J „m « hwk,-.">»'■ .r »' „nnhf, jatn hú„l»l„>» * " [iom „í k»„|,i> »»„> Lr». m,'“'"'r"k '■» ni»'vf,r, hah»l",ft»ra Ijirh»l!»,>hO‘ t G»t»a B„ l>'a»an h“r, „f> „h»'>rf»uíl sknrði hefur Þ* a fara fari frum a "slanir“ o.s.frv er ránshendi um ver i ^ hltt er ekki goU að g» j uí tals uö rétt. að það ^stoðvuftu 4t«k\p- k„h„> kw >?*" ‘ , k„ mf F*reyingar. int ••• ■■•• ,n Iteint mn íágwt“ i-ntingar n liklegu með t „„ 1 tlf inninga' u-gj . hástemmda ý\\ fiþolinnttiðr- ; lokin. I>s,r ,g;ftum itvenju- v-jðlirugðum i,„t„ a,» »“ • skilntng' saiwgt iturton^1 öi-i Idhúniiðarm'iJ- ‘ ....... , hofllðlð > . I lllll j' inli'giim haldii. uð « g skrifa um ,i,in.fn,,,> „"n; nl,.r illskiljan- , da ég hara a»s r gifurlegu liút'irunum þeirrti ,ð ntinu M" idunt gegn , li\i lini I........ . i.vi siður iið hrekju það „ðulelninu. I'" , ,. fri„„ , grein ,„. ð rukunt. er eg n« ininnr. . :n„ar. sem |f'r B" "rSr’JU "? ÍTmal ,».»»„n 'Tfrv,í’X- vrl.-mla m-ytemlur. h„.r j.vi 'í ' .íU'rh” ,'n«ur hneykslt- *** ,ð niifla I"’1 a-arsrt? j'-. 4,"k ,ð greiða t' ’ * a *» "" Það er nT. a|menningur. verkafulk. ntiklunt hh afk.in« ,,,> >,Í„„ *»m '>V' Vht •■,‘,„ ah lihhi. "« !“>' V>«r<»™.‘?,SÍ“m.h « ekk! '■■•»]ÍSZ ?>» W"! K aigaihJ >,,efi^a, EnrA raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Atvinnurekendur Aö gefnu tilefni skal vakin athygli á, aö samkvæmt ákvæöum heilbrigðisreglugerö- ar þarf samþykki heilbrigöismálaráös á húsakynnum, sem ætluð eru til: löju og iönaöar, svo og hvers konar verksmiöjureksturs, úti sem inni. Umsóknir skulu sendar heilbrigöismálaráöi áöur en starfrækslan hefst, og er til þess mælst, aö hlutaöeigendur hafi þegar í upphafi samráö viö heilbrigöiseftirlitið um undirbúning og tilhögun starfseminnar um allt er varöar hreinlæti og hollustuhætti. Þeir atvinnurekendur, sem ekki hafa þegar tilskilin leyfi, eru áminntir um aö senda ráöinu umsókn. Ekki mun veröa hjá því komist aö óska eftir aö rekstur án leyfis veröi stöövaöur. Athygli er vakin á aö heimilt er aö stööva rekstur án leyfis. Reykjavík, 17. marz 1978. Heilbrigðismálaráð Reykja víkurborgar Kökubazar veröur í Framheimilinu viö Safamyri kl. 2. í dag Framkonur Ný lögmannsstofa Hefi opnaö lögmannsstofu að Klapparstíg 27. Sími 29033. Örn Höskuldsson, héraösdómslögmaður. Tilkynning^ frá Reykjavíkurhöfn Smábátaeigendur Eigendur allra smábáta, sem hug hafa á aö geyma báta sína í Reykjavíkurhöfn í sumar, skulu hafa samband viö yfirhafnsögumann fyrir 1. apríl n.k. vegna niðurrööunar í legupláss og frágangs á legufærum. Yfirhafnsögumaður Pitch Pine Eigum takmarkaöar birgöir af þurrkuðu Pitch Pine 21/2 x 10 á mjög góöu veröi. Akarn h.f., Dalshrauni 13, Hafnarfirði, sími 54444. Fjölritunarstofa til sölu Offset fjölritunarsamstæöa, pappírsskurö- arhnífur, Ijósritunarvél, heftivél og gatari. Upplýsingar í síma 44520 í dag og á morgun. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.