Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 41 fclk í fréttum + Eins og menn eflaust muna kom til mikilla mótmæla um heim allan í febrúar siðastliðnum vegna mikils höfrungadráps við eyjuna Iki suðvestur af Japan. íbúarnir þar, sem aðallega eru fiskimenn, hafa stundað höfrungaveiðar í áraraðir. Mótmælin komu aðallega frá umhverfisverndarmönnum hvarvetna í heiminum. — 14. marz kom önnur mikil höfrungaganga við eyjuna og fiskimennirnir fóru á 30 bátum á eftir henni. beir gátu rekið um 1000 höfrunga í kvf og stefndu göngunni inn í lítinn vog. Eftir þriggja stunda viðureign tókst þó öllum höfrungunum nema 8 að sleppa. beim var haldið lifandi og fiskimennirnir ræddu við yfirvöid um, hvað gera skyldi við höfrungana, og var ákveðið að þeir skyldu seldir til sædýrasafna. — Mál þetta er afar viðkvæmt, þar sem höfrungarnir eru lifibrauð fiskimannanna. En sjónarmið mótmæiendanna er einnig skiljanlegt vegna þess að stofn þessi getur verið f hættu ef gegndarlausu drápi verður haldið áfram. + Það getur veriÖ þreytandi að hlusta á langar ræöur og skiljanlegt aö mann syfji endrum og eins. En sennilega telst þaöl ekki kurteisi aö draga ýsur, þegar maöur hlustar á forseta Banda- ríkjanna Jflytja ræöu um eitthvaÖ merkilegt málefni. + Annar þessara Síamstvíbura verður að deyja ef reynt verður að skilja þá að. Drengirnir heita Kristófer og Timothy, þeir eru samvaxnir á bringunni og hafa sameiginlegt hjarta og lifur. Líkurnar á því að aðgerðin heppnist eru mjög litlar. En hægt væri að framkvæma hana eftir 3—4 mánuði, svo framarlega sem þeir lifa svo lengi. beir fæddust 17. febrúar sl. í Ohio í Bandarfkjunum. + Þad yetnr verid yott að fara í heitt bað, þeyar kalt er í veðri. í heitu lauyunum í Búdapest í Unyverjalandi er oft maryt um manninn, þar hittast menn til að spjulla saman oy slappa af eftir vinnu. Oy />á er ekki úr veyi að nota timann oy taka eina, tmer skákir fyrir kvöld- matinn. Lagt upp frá Reykjavík. F.v. Guðlaugur bórðarson. Guttormur bórarinsson. Jón E. Rafnsson. bór .-Egisson. Bencdikt Kristjánsson og Guöjón Ó. Magnússon. Flugbj örgunarsveitarmenn leggja land undir fót SEX ungir meðlimir Flugbjörgun- arsveitarinnar í Re.vkjavík hyggj- ast nú fyrstir manna, ganga frá Mývatni yfir Ódáðahraun í Öskju, þaðan í Kverkfjöll norðan í Vatnajökli og þaðan yfir jökulinn suður í Skaftafell í Öræfum. Þessara erinda flugu þeir félagar norður í Mývatnssveit í fyrradag og hugðust leggja af stað í gær og ætla til ferðarinnar 8—14 daga eftir veðri og færð. Ferðin verður öll farin á sér- stökum ferða-gönguskíðum, sem eru heldur breiðari en venjuleg gönguskíði, en allan farangur, sem er um 40 kíló á mann, hyggjast þeir draga á eftir sér í sérstaklega til þess gerðum snjóþotum. Gist verður í jöklatjöldum alla jafna, nema hvað gist verður í skála í Kverkfjöllum og í Grímsvötnum á Vatnajökli. Aðalþyngd og f.vrirferð útbúnað- ar þeirra félaga er í öllum þeim mat sem nauðsynlegt er að hafa með, en til nánari hagræðingar höfðu þeir s.l. haust flutt eitthvað af matarbirgðum í skálann í Kverkfjöllum. Uppistaða fæðunn- ar er þurrkaður matur, súpur og flatbrauð með kæfu. í samtali við Morgunblaðið sögðust þeir félagarnir hafa eytt gífurlegum tíma i alls kyns undirbúning fyrir ferðina en hann hófst fyrir alvöru á s.l. hausti og undanfarna mánuði hafa þeir verið við æfingar nánast um hverja einustu helgi. ^rðaverzlun í Grímsbæ Sími 86922. Vorum aö fá mikiö úrval af snyrtivör- um. Eigum einnig falleg veggteppi í ( barnaherbergi. Bifreiöastilling, Smiðjuveg 38, Kópavogi, sími 76400 Allar bifreiöastillingar og viögeröir á sama staö. Fljót og góö þjónusta. Bifreiöastilling, Smiðjuveg 38, Kópavogi, sími 76400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.