Tíminn - 09.06.1965, Qupperneq 3

Tíminn - 09.06.1965, Qupperneq 3
MIÐVIKU»AGUR 9. júní 1965 TÍMINN 3 Á myndinni sést hluti fundarmanna á aðalfundi KEA. HEILDARVORUSALA KEA 162 MILLJ. JOKST ASalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn í Samkomuhúsi Akureyrarbæjar dagana 1. og 2. júni sJ. Rétt til fundarsetu höfðu 193 fulltrúar, en mættir voru 185 úr 21 deild félagsins, auk stjórnar félagsins, kaupfélagsstjóra, endur- skoSenda og ýmissa gesta. Fundarstjórar voru kjömir Ei- ríkur Sigurðsson, skólastjóri, og Helgi Símonarson, bóndi. Fundar- ritarar: Ólafur Skaptason, bóndi, og Kristján Helgi Sveinsson, skrif stofumaður. í upphafi fundarins minntist Brynjólfur Sveinsson, stjórnarformaður, þeirra félags- manna, sem látiizt (hafa síðan aðal- fundur var haldinn 1964. Formað- ur flutti skýrslu stjómarinnar og greindi frá verklegum framkvæmd um félagsins á síðastliðnu ári. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frí- mannsson, skýrði frá rekstri fé- lagsins og las reikninga þess fyr- ir 1964. Heildarvörusala félagsins ogfyrirtækja þess á innlendum og erlendum vörum, þegar með eru taldar útflutningsvörur verksmiðju framleiðsla og sala þjónustufyrir- tækja, hefur aukizt úr 550 milljón um króna 1963 í 712 milljónir 1964. Eupdurinn álfyá^ að, verja. af tekjuafgangi, 5.6 milljónum króna, til endurgreiðslu á 4% af ágóða- skyldri vöruúttekt félagsmanna, og leggist upphæðin í stofnsjóði þeirra. Ennfremur ákvað fundurinn að greiða í reikninga félagsmanna 6% af úttekt þeirra f Stjörnu- apóteki, sem þeir hafa sjálfir greitt . FramhaJd a 11. síðu Fyrsta útsýnisflug BHkfaxa ELTII HREIN- DÝR12 TIMA UM BERUFJÖRD m ÞS—Djúpavogi, föstudag. Á bænum Runná, sem er á Beru fjarðarströnd, gerðist það s.l. fimmtudag, þegar bömin á bænum komu niður að sjónum, að þau veittu því athygli, að hundarnir stóðu geltandi í fjörunni og létu ófriðlega. Sáu þau þá hreindýr úti í hólma, sem er um 100 m frá landi. B'örnin hlupu heim og sögðu tíð indin. Fóru karlmenn á bænum niður til sjávar. Var þá dýrið kom- ið upp í fjöruna, en er mennirnir komu, lagðist það til sunds út á Berufjörð. Var þá hrundið fram árabáti, sem þarna var. Hófst nú mikill eltingarleikur um fjörðinn, sem stóð í 2 klukkutíma þar til bátsverjum tókst að handsama dýr ið. Var það hið sprækasta þrátt fyr ir tveggja klukkutíma kappsund um fjörðinn. Þetta er tveggja vetra hrein- tarfur, hið föngulegasta dýr. Er hann geymdur á bænum Runná, en verður sennilega sleppt á næst unni. E.J-Reykjavík, þriðjudag. Á hvítasunnudag fór Flugfélag íslands í sitt fyrsta útsýnisflug og var blaðamönnum boðið í ferðina. Var farin flugleið A, sem svo er kölluð, þ. e. yfir suðurhluta landsins og nokkuð innyfir miffbik þess. Flugtíminn var tvær klukku- stundir og leiðsögumaður Björn Þorsteinsson. Lagt var af stað frá Reykjavíkur flugvelli kl. 10 um morguninn og haldið yfir Reykjanesskagann og síðan yfir Surtsey og nýja gosið í Surtlu. Flogið var yfir Rang- árvallasýslu og ætlunin að fljúga upp að Vatnajökli, en hætt var við það vegna þess, hversu lág- skýjað var, en þess í stað flogið fram hjá Langjökli, og var það tilkomumikil sjón. Var haldið áfram yfir Hvítárvatn, Gullfoss og Þingvallavatn og til Reykjavíkur. Ferð þessi var hin skemmtileg- asta og víða mjög fagurt útsýni. Björn Þorsteinsson' gerði grein fyrir helztu stöðum, sem yfir var flogið, og fórst það mjög vel úr hendi. Flogið var í Blikfaxa, hinni nýju flugvél Flugfélagsins. Áætlað er að fara í slíka útsýn- Isferð á hverjum sunnudegi kl. 10 íð morgni, og er um tvær leiðir að I velja, en veðurskilyrði ráða því, sinni. Hin leiðin er yfir Vestur- hvor leiðin verður farin hverju l_.id og Vestfirði. DR. ALEXANDER LATINN BÞG—Reykjavík, þriðjudag. Dr. Alexander Jóhannesson, fyrrum háskólarektor, lézt í gær, tæplega 77 ára að aldri. Með honum er genginn einn af merkustu skólamönnum þessa lands, farsæll kennari og mik- ilsvirtur fræðimaður. Hann var einn af brautryðjendum Há- skóla íslands og leiðtogi í þeirri stofnun, sem hann starfaði fyr- ir í rúma fjóra áratugi. En þótt' nafn hans verði lengst tengt háskólanum mun forganga hans í fjölmörgum öðrum framfara- málum verða í minnum höfð og ber þar e.t.v. hæst brautryðj- andastarf hans í flugmálum okk ar íslendinga. Dr. Alexander var fæddur á Gili í Skaga'irði 15. júlí 1888 Foreldrar hans voru Jóhannes Davíð Ólafss.,sýslum., og Mar- grét Guðmundsd. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól anum í Reykjavík árið 1907 meistaraprófi í þýzku frá Kaup mannahafnarháskóla árið 1913 og doktorsritgerð varði hann í Halle í Þýzkalandi tveim ár- um síðar. Hann varð fyrst kennari í þýzku við Háskóla íslands, en síðan kennari í íslenzkum fræð- um og germanskri samanburðar málfræði. Var hann prófessor í þeirri grein frá 1930 til 1958 en áður hafði hann verið dósent í fjögur ár. Hér vann hann sitt aðalstarf, og munu langflestir helztu mál- vísindamenn okkar vera læri- sveinar hans. Þetta mikla starf hans var líka metið að verðleikum, því að honum var falið æðsta starf í háskólanum í 12 ár. Hann var rektor árin 1932—1935, 1939— 1942 og 1948—1954, og gegndi því -starfi af sínum alkunna dugnaði og atorku. Hann hóf starf sitt við háskólann. meðan sú stofnun var enn í bernsku og fáum mörinum mun jafn mikið að þakka, að hún komst Framhald á bls. 11 RÆÐIR UM Þ0RF MÝRRA ATVINNU- Dr. Wilfried Guth, bankastjóri Kreditanstalt fiir Wiederaufbau í Frankfurt, er staddur hér á veg- um Viðskiptamálaráðuneytisins. Dr. Guth heldur fyrirlestur í boði Háskóla fslapds í dag, miðvikudag 9. júní, um efni, sem hann nefnir „Concepts and Lessons of Deve- lopement." Mun dr. Guth í fyrir- lestri sínum ræða ýmis vandamál, sem snerta íslenzkt atvinnulíf, svo sem þörf nýrra atvinnugreina, markaðsvandamál og fjármagns- þörf smærri fyrirtækja. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku í I. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 5.30 e.h. Öllum er heimill að- gangur. Kreditanstalt fiir Wiederaufbau Framhald * 11 síðu Alexander Jóhannesson Á VÍÐAVANGI íslenzkt sjónvarp Enn heyrast raddir — jafn- vel frá mönnum úr Félagl sjónvarpsáhugamanna, sem að- eins hafa áhuga á amerísku hermannasjónvairpi og vilja ekkert annað, að fásinna sé að efna til íslenzks sjónvarps vegna fjárhagslegs kostnaðar. Meðal sextíumenninganna svo- nefndu hafa verið menn, sem hafa verið eindregið á móti sjónvarpi — ckki aðenns ein- okunaraðstöðu amerísks her- mannasjónvarps hér á landi. Vonandi opnaát augu þessara manna fynr en seinna fyrir því, að eima raunhæfa lausnin á þe'im þjóðarvanda, sem við er nú að etja vegna hinnar hörmulegu veitingar sjónvarps- leyfisins margumtálaða, er ís- lenzkt sjónvarp, sem næði til allrar þjóðarinnar sem fyrst, og ekki væri um of til sparað. Einn af sextíu Eimn af sextxíumenningun- um, Guðmundur Gíslason Haga lín, rithöfundur, skrifar grein í Mbl. s.l. laugardag um þetta efni. Rekur hann þar hætturn- ar af hermannasjónvarpinu og ástæðurnar fyrir því að ha«n er i hópi sextíumenninganna. Jafnframt gerist hanrn hinn eindregnasti talsmaður íslenzks sjónvarps og vísar rökum úr- tökumanna á bug. f niðuirlagi greinar sinnar kemst Guð- mundur svo að orði: „Ef okkur tekst ekki að , starfrækja hér sjómvarp, sem gegni veigamiklu hlutverkl á vettvangi fræðslu, aukins víð- sýnis og bættra menningar- hátta, þá verður það af þeim sökum, að þjóðinni hafi yfir- leitt hrakað að manndómi. dugnaði og vilja til verklegrar og menningarlegrar sjálfs- bjargar. Éig hef þegar bent á þá stað reynd, að það fé sem varið verður til að koma hér upp og starfrækja sjónvarp, verður ekki fengið til annars. Og þannig er það oftast, þegar menn vak>na allt i einu við þann vonda draum. að ein- hverjir hafa fundið ráð og lagt orku sína og vilja í að koma áleiðis fjárfrekum á- hugamálum. Og svo hrópa þeir sem vakria: Ekki þetta, heldur annað þarfara." Bókabarátta prófessoranna Ennfremur s-egir Guðmund- ur: „Iláskólabókasafn og Lands- bókasafn skortir ótvírætt fé til bókakaupa. E>n um þennan skort hefur fram að þessu ver- ið furðanlega hljótt. Máski umræðurnar um sjónvarpsmál- in geri nú meðal annars það gagn, að þeir, sem ber skylda til að gera stjórnarvöldunum eftirminnilega Ijósa þessa vönt- un, fylki liði og linni ekki sókninni fyrr en sigur er feng- inn? Fram að þessu hafa þrír fyrrverandi prófessorar átt sæti í núverandi ríkisstjórn — einn verið forsætisráðhcrra. annar menntamálaráðherra og sá þriðji f jármálaráðherra. Þessi skipan virðist ekki Há- skóla íslands sérstaklega óhag- stæð. Og enn eru sömu menn í sætum forsætis- og mennta- málaráðherra. Mér veitist mjög örðugt að trúa því, að hinni Framham <* i > siði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.