Tíminn - 09.06.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1965, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 9. júní 1965 TÍMBNN Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseti hefur komizt svo að orði um Clarence L. Johnson, flugvéla- verkfræðing, að afrek hans á sviði j flugvélasmíða sé í senn „óviðjafn- ' anleg og ótrúleg." Forsetinn er! raunar aðeins einn margra, sem verða að grípa til sterkra lýsing- arorða, þegar rætt er um ,,Kelly“ Johnson, eins og hann er jafnan nefndur í daglegu tali. Það er fullkomlega réttmætt að dá þennan mann, því að í heila hans hafa verið upptök fullkomn- ustu herflugvéla í heimi, og með starfi sínu gerir hann Bandaríkj- unum kleift að halda forustu á sviði samgöngu- og herflugvéla. Kelly Johnson hefur teiknað eða hjálpað við að teikna um 40 mismunandi flugvélar, og af þeim hafa 19 verið hugarfóstur hans eins. Þær hafa allar orðið til á teikniborði hans hjá Lockhead- verksmiðjunum í Burbank í Kali- forníu. Með þreföldum hraða hljóðsins. Samstarfsmenn Kellys nefna þann hluta verksmiðjunnar, sem honum og starfsmönnum hans er ætlaður, „Þefdýradeildina,“ mun nafnið upphaflega þannig til kom- ið, að mönnum hefur verið ráð- lagt að gera sér ekki ferð þangað að þarflausu — frekar en til heim kynna þefdýra. Þar er oft unnið með mikilli leynd, t.d. þegar starf- að var að smíði flugvélarinnar, sem nefnd er YF-12A, en það tók hvorki meira né minna en fimm ár að fullgera hina fyrstu þeirra. Hún var sýnd í fyrsta skipti í september á s.l. ári og hlaut strax mikið lof kunnáttumanna. Hún getur náð meira en 3200 km. hraða í 24.000 metra hæð og farið þúsundir kílómetra án þess að endurnýja eldsneytisbirgðir sín Hér er Kelly Johnson meS Lyndon Johnson. Mikii launung ríkir um SR-71. En þessi ofsahraða flugvél er þó ekki „síðasta orðið“ frá Kelly Johnson. því að í sl. desember- mánuði var hulunni lyft að nokkru af flugvél, sem nefnd hefur verið SR-71. Var þá leyft að taka ljós- myndir af flugvél þessari, en fátt látið uppi um kosti hennar, flug- hraða, flugþol o.þ.h. Þó er vitað, að hún getur flogið um allan heim frá aðeins einni bækistöð, fer með langt yfir 3000 km. hraða og flýg- ur í yfir 25.000 m. hæð. Hún er svipuð YF-12A að lögun, en miklu þyngri og lengri. Höfundur U-2 og Constellation. j Það var einnig Kelly Johnson. I er smíðaði U-2 njósnaflugvélina,1 sem á sínum tíma komst í hend- ur Rússa, meðan Eisenhower var forseti Bandaríkjanna, og hann átti einnig mikinn þátt í smíði Constellation-flugvélarinnar, full- komnustu farþegaflugvélar heims. áður en þoturnar komu til sög- unnar. í Kóreustríðinu var orrustuþot-1 an F-80, sem nefnd var Shooting Star, mikið notuð, og var John- son höfundur hennar. Þegar Lock- heed-smiðjurnar voru siðan beðn- ar að smíða enn örfleygari orr- ustuþotu — sem næði 960 km. hraða — var honum einnig falið i það hlutverk. Hann brá sér til Kóreu og spurði flugmenn þar um reynslu þeirra af þotunni. Þegar heim var komið, teiknaði hann orrustuflugvél, sem síðan var nefnd F-104 eða Starfighter. Hún var fyrsta orrustuþotan, sem gat farið með tvöföldum hraða hljóðs- ins, og árið 1958 fékk Kelly John- son Collier-verðlaunin fyrir þetta afrek sitt, en þau eru eftirsóttustu verðlaun í flugvélaiðnaðinum vestra. Mörg met á stuttum tíma. Áður en ár var liðið frá því að F-104 hafði verið tekin í notk- un, hafði hún sett hæðarmet fyrir landflugvélar, er hún komst í 27.373 metra hæð, og skömmu síð- ar komst hún enn hærra eða í 31.018 metra. En hún setti fleiri met, því að hún náði 2.246.5 km. hraða á beinni braut, og auk þess setti hún sjö sinnum í röð met i örri hækkun á flugi. Kemur það ekki á óvart, þegar þess er gætt, að hún getur þotið beint upp eins og um eldflaug væri að ræða. Þessi orrustuþota er nú í notkun í 13 löndum hins frjálsa heims. Þeir, sem muna heimstyrjöld- ina síðari, minnast þess vafalaust, að oft var þá getið um orrustu- fiugvélina Lightning, en hún var með tvöföldu stéli. Var hún fy.vsta orrustuflugvélin frá Lockheed- verksmiðjunum, sem eitthvað kvað að og reyndist mjög vel í bardögum gegn Þjóðverjum og Japönum. Kelly réð manna mest ytra útliti og fyrirkomulagi þeirr- ar flugvélar. Prófar allar vélar sjálfur. Kelly Johnson hefur flugmanns réttindi og hefur flogið mörg hundruð klukkustundir. Meðal annars hefur hann flogið öllum þeim flugvélum, sem hann hefur að einhverju leyti átt þátt í að smíða — ef rúm er í þeim fyrir fleiri en flugmanninn. „Ég tel sjálfsagt að reyna þær flugvélar, sem ég teikna," sagði hann einhverju sinni, „og þegar sá dagur rennur upp, að ég þori ekki lengur að fara upp í loftið, ætla ég líka að hætta störfum sem flugvélasmiður." Hann telur, að þótt hann geti fengið miklar og góðar upplýsingar um flugvélarn ar hjá flugmönnum, sem prófa þær, verði hann þó að athuga sum atriði sjálfur, því að annars komist hann ekki nákvæmlega að því, sem hann vill fá að vita. Kunni ekki við nafnið. Johnson fæddist í smábænum Ishpeming í Michigan 27. febrúar 19,10 og var skírður Clarence. Þeg- ar hann fór að stálpast, kunni Þessi þota, sem heitir YF-12A, hefur nýlega sett tvö ný heimsmet i hraðaflugi. Heimsmetin voru sett á flugi yfir Kaliforníuríki; fyrsta metiS var 3188 km á klst. á beinu flugi; seinna metið var 2716 km á klst. í hringflugi. hann ekki alls kostar við þetta nafn, því að honum fannst, að það hæfði betur stelpu en hraustum strák. Lenti hann oft í handalög- málum vegna þess að strákar stríddu honum á þessu „stelpu- lega“ nafni, og svo fór að lokum, að leikbræður hans fundu upp á því að kalla hann Kelly. Það var einhver írskur keimur af því, og allir vita, hvað írar eru miklir áflogahanar. svo að slíkt nafn Völundurinn Kelly Johnson slyngasti flugvélasmiður Banda ríkjanna. Clarence L. (Kelly) John- son, sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga fyrir afrek á sviði flugvélasmíða, er að lík- indum slyngasti flugvélasmið- ur Bandaríkjanna. M.a. teikn- aði hann flugvélarnar YF-12A, SR-7L, U-2, F-80, F104 og P38. f eftirfarandi grein er sagt nokkuð frá Johnson og ferli hans á sviði flugvéla- smiða. hæfði vel þessúm herskáa ungling. Og síðan hefur hann alltaf verið kallaður Kelly Johnson og ekkert annað. Johnson stundaði nám við há- skólann í Michigan og lauk meist- araprófi í flugvélaverkfræði árið 1933, en síðan hefur hinn gamli háskóli hans gert hann að heið- ursdoktor í sömu fræðum og það hefur háskólinn í S-Kalifomíu líka gert Alla tíð starfsmaður hjá Locklieed. Jafnskjótt og Johnson var ,aus úr háskóla, réðst hann til starfa hjá Lockheed-flugvélasmiðjunum, Hér er nýjasta könnunarvél Bandaríkjamanna SR-71, hún getur floglð þrisvar sinnum hraðar en hljóSið, og í 25.000 metra hæð. Þessa þotu á flugherinn að fá til notkunar í ár. æ og þar hefur hann starfað æ síð- an við vaxandi gengi og álit. Fyrstu^ fimm árin vann hann við ýmis störf, en aðeins 28 ára gam- ali eða 1938 var hann gerður yfir- verkfræðingur þeirrar deildar verksmiðjanna, sem átti að finna upp, teikna, smíða og prófa nýjar gerðir flugvéla. Má segja, að þá hafi Kelly Johnson verið kominn á rétta hillu í lífinu. Árið 1952 var hann ráðinn yfir- maður Kaliforníu-deildar Lock- heed-félagsins, og þegar fyrirtæk- ið gerði skipulagsbreytingu hjá sér 1956 og setti á fót sérstaka stöðu yfirmanns framtíðarrann- sókna, þótti Kelly sjálfkjörinn í það starf. Hefur oft verið heiðraður. Kelly Johnson leitast við að láta sem allra minnsi a sér bera. einkum opinberlega, en hann hef- ur ekki komizt hjá þvi að hljóta ýmsa sæmd um dagana fyrir afrek sín á sviði tækninnar. Hefur hann til dæmis hlotið flest þau verð- laun, sem árlega eru veitt vestan hafs fyrir ýmiskonar afrek á sviði fluglistar og tæknilegra framfara á því sviði. Eins og sagt er hér að framan, fékk hann Collier-verð launin fyrir að teikna skrokkinn á orrustuþotunni F-104, svo að hún getur náð því, sem kallað er á flugtæknimáli „mach 3,“ en það táknar þrefaldan hljóðhraða. Tveim árum síðar hlaut John- son verðlaun samtaka uppgjafa- hermanna, gullverðlaun, kennd við Henry Arnold hershöfðingja, fyrir að teikna U-2 njósnaflugvél- ina, sem oft hefur komið við sögu á undanförnum árum. Á síðasta ári hlaut Johnson þó enn meiri sæmd en áður, því að þá var hann meðal annars sæmd- ur frelsisheiðursmerki forsetans (Presidential Medal of Freedom), en það er æðsta heiðursmerki, sem veitt er óbreyttum borgara. Flug- málafélag Bandaríkjanna veitti Johnson einnig afreksverðlaun sín og loks hlaut hann Collier- verðlaunin í annað sinn, en þau eru elztu verðlaun, sem veitt hafa verið að staðaldri í Bandaríkjun- um fyrir afrek á sviði fluglistar- innar. Að þessu sinni fékk John- son þessi eftirsóttu verðlaun fyrir að teikna og smíða flugvélina YF- 12A. Þau voru afhent við sérstaka athöfn í Hvíta húsinu, þar sem Johnson forseti komst svo að orði um hann og afrek hans, að þau væru „í senn óviðjafnanleg og raunverulega ótrúleg . . Hann er ágætur Bandaríkjamaður, sem vinnur föðurlandi sínu vel og starfar í þágu frelsisins um allan heim.“. slyngasti flugvéla smiður U.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.