Tíminn - 09.06.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1965, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TBMBNN ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. Júní 1965 Mistðk dómarans urðu FRAM dýrkeypt KR hefur forystu í 1 .deild eftir 2:1 sigur gegn Fram, sem dómarinn átti st-óran þáH í. Ringulreiö í vörninnl hjá Akureyrl. 5 varnarmenn Akureyrar reyna aö koma knetlinum frá markl, en enginn Skagamaöur er sjáanlegur. Vörnin hjá Akureyri er vefkari hliö IfÖslns. (Tímamynd—HS). SKAGAMENN KOMNIR Á BLAÐ I 1. DEILD — gerðu jafntefli gegn Akureyri 2:2 HS—Akureyri, þriðjudag. — Þá eru Skagamenn komnir á blað í 1. deildarkeppninni, en á annan í hvítasunnu gerðu þeir jafntefli við Akureyringa, 2:2. Leikurinn fór fram í bezta veðri hér á Aknreyrar- vellinum, sól og norðangolu, og áhorfendur, sem voru margir, skfennntu sér konunglega, énda var leikurinn óvenju spennandi frá . upphafi til enda. Með þessu jafntefli hcfur nú Akranes 1 stlg eftir þrjá leiki, og situr enn sem áður á botninum, a.m.k. í bili, hvao svo sem úr verður. Akureyringar unnu hlutkestið og kusu að leika undan vindi. Og strax á fyrstu mínútunni sáu á- horfendur fram á fjörugan leik. Bæði liðin voru ákveðin og sýndu á köflum ágæta knattspyrnu, og allan fyrri hálfleikinn skiptust þau á skemmtilegum upphlaupum. Þó var greinilegt, að heimamenn voru sterkari aðilinn, en óheppn in var þeirra fylgifiskur. Fyrri hálfleikur 1:1. Eftir gangi leiksins var mjög tvísýnt hvor aðilinn yrði fyrri til að skora. Raunin varð sú, að Skagamenn skoruðu fyrsta mark- ið. Hornspyrna var tekin frá hægri á 26. mínútu og knötturinn sveif fyrir Akureyrar-markið. Þar skapaðist mikil þvaga og skutu Skagamenn án afláts að markinu, en Akureyringar vörðu línuna vel, þar til knötturinn hrölfk fyrir faétur Skúla Hákonarsonar, sem náði að skjóta óverjandi skoti fyr- ir Samúel markvörð, 1:0. Litlu síðar varð Akureyrar-llðið fyrir því áfalli að missa cinn traustasta leikmann, Jón Stefáns- son, út af vegna meiðsla, en fyrir hann kom inn á Þormóður Ein arsson. Þrátt fyrir þetta áfall, var engin ástæða til að leggja árar í bát, og á 38. mínútu jafnaði svo Akureyri 1:1. Valsteinn v. útherji lék á fullri ferð upp vinstra væng inn, lék á varnarmann Akraness, lék síðan alveg að endamörkum og gaf knöttinn þaðan út á Skúla Ágústsson, sem skallaði glæsilega inn framhjá gömlu kempunni Helga Daníelssyni, sem stóð í marki fyrir Akranes í fyrsta skipti á keppnistímabilinu. Eftir þetta mark færðist meira líf í leikinn og Akureyringar sóttu fast að Akraness-markinu, en án árangurs, þrátt fyrir ótal tæki- færi. Má segja, að einskær heppni hafi forðað því, að Skaga menn fengju fleiri mörk á sig. Síðari hálfleikur 1:1. Síðari hálfleikur var allur dauf dri og þófkenndari, en með skemmtilegum augnablikum þó. Strax á 7. mínútu náði Akureyri forustu. Skúli sendi háa sendingu fyrir Akraness-markið til Stein- gríms Björnssonar, sem átti í höggi við tvo varnarmenn. Stein- grímur hljóp þá báða af sér og smeygði knettinum laglega fram- hjá Helga, 2:1. f staðinn fyrir að fylgja þessu marki eftir, gerðu heimamenn þá örlagaríku skyssu, að slaka á, urðu of öruggir og kæruleysi færðist yfir liðið. Og þetta gefur Skagamönnum byr undir báða vængi. Þeir eiga öðru éhverju upphlaup og á 16. mín. á Matthías.»Hallgrímsson skot, sem hafnar í slá. Knötturinn hrekkur út til Halldórs Sigurbjörnssonar (Donna) og hann afgreiddi hann rakleiðis í netið, 2:2. Fleiri urðu mörkin ekki, en sitt hættulegasta tækifæri áttu Ak ureyringar aðeins 3 mínútum síð- ar, þegar Skúli Ág. skaut tvisvar sinnum af stuttu færi, en í bæði skiptin varði Helgi Dan. af hreinni snilld. Það má segja, að leikurinn hafi fyrst og fremst verið fyrir áhorf- endur, þar sem hann var óráðinn og spennandi frá fyrstu mínútu. Baráttuvilji beggja liða var mik- ill og gaman var að sjá gömlu Skagakempurnar, Ríkharð, Do:,na og Helga, sem varði markið með sóma. Lið Akureyrar var létt og leikandi, en vörnin er veikari hluti liðsins og brenndi sig á 'því soði að reyna vafasaman samleik fyr ir framan eigið mark. Að lokum vildi ég geta þess, að leikmenn beggja liða voru í ótölu settum peysum. Slíkt er óverjandi gagnvart áhorfendum. Og hvað með dómarana, eiga þeir ekki sinn búning? Dómari í leiknum, Carl Bergmann, mætti í snjáðum æf- ingagalla. Það er skylda bæði leik manna og dómara að ganga snyrti lega til leiks. ALF — Reykjavík. — Áhorfendur að leik Fram og KR í 1. defld f gærkvöldi urðu vitni að einu mesta „fiasko“ íslenzks knattspyrnudóm- ara um langt skeið, þegar Baldur Þórðarson, sem dæmdi leikinn, vís- aði einum prúðast leikmanni Fram, Guðjóni Jónssyni, hægri bakverði, út af á 10. mín. síðari hálfleiks fyrir það e’itt, að knötturinn hafði snert aðra hönd hans. Þessi ákvörðun Baldurs dómara gerði það að verkum, að KR fóir með bæði stigin og sigraði 2 : 1, því leikmenn Fram urðu að draga sig í vörn, ern þegar umrætt atvik átti sér stað, var staðan jöfn, 1 : 1, og leikurinn hafði verið jafn fram að þvL STUTTAR FRÉTTIR * Ásralíumaðurinn Ron Clarke setti nýtt heimsmet í 5 km. hlaupi á móti í Los Angelés s.l. föstudagskvöld. Hann hljóp vegalengdina á 13:25,8 mín, sem er 7.8 sek betra en eldra metið, sem hann átti sjálfur. f sama hlaupi hljóp Clarke 3 enskar mílur á 13:00.4, sem er 3.6 sek betra en eldra heims- metið. * f fyrradag setti Frakkinn Jaxy Evrópumet í 5 km, en hann hljóp vegalengdina á 13:34,4 mín, en fyrra metið á Rússinn Kútz, og var það 13:35,0 mín. * Alan Simpson, fjórði í 1500 m á Ólympíuleikjunum í Tókíó setti á mánudaginn nýtt enskt met í mílúhlaupi, hljóp véga- lengdina á 3:56,6 mín. Fyrra metið átti Tulloh 3:57,2 mín, sett fyrir nokkrum árum og var það þá jafnframt heimsmet. * Ferensvarjos, Ungverjalandi, og Manch. Utd. léku síðari leik sinn í borgakeppni Evrópu á mánudaginn, og var leikurinn háður í Búdapest. Ungverska liðið sigraði með 1;0, og yar markið skorað úr vítaspymn síðast í fyrri hálfleik. Leikur- inn var mjög harður, og undir Iokin var tveimur leikmönnum vísað af leikvelli, framvörðun- um Voros og Crerand. Manch. Utd .sigraði í fyrri leiknum með 3:2, og verða Iiðin því að leika þriðja leikinn til að fá úr því skorið, hvort þeirra mætir Ju- ventus. ftalíu, í úrslitaleiknum. Aður en umrætt „brot“ Guðjóns átti sér stað, hafði það gerzt, að Guðjón hafði gripið knöttinn vilj- andi snemma í fyrri hálfleik, og fyrir það hafði Guðjón fengið við- vörun — ekki áminningu — og strax í byrjun síðari hálfleik hafði Baldur dæmt hendi á Guðjón í annað sinn fyrir mjög tvírætt brot og í það skipti tók dómarinn upp blokk og blýant og „bókaði“ hann. Á 10. mín í síðari hálfleik dæmdi svo Baldur hendi á Guðjón í þriðja sinn ,og hafði þá engin umsvif, heldur visaði honum bein ustu leið útaf. Engin orðaskipti áttu sér stað milli dómarans og leikmannsins, þess vegna kom þessi ákvörðun Baldurs eins og þruma úr heiðskýru lofti. Fyrir hvað var Guðjóni svo vísað út af? Eftir leikinn skýrði Baldur dómari blaðamönnum frá atvik- inu, og sagði, að Guðjón hefði greinilega og viljandi slegið til knattarins í öll skiptin, þess vegna hefði hann vísað honum útaf. Þessi yfirlýsing Baldurs er mjög hæpin. f fyrsta lagi vegna þess, að hann sem dómari er ekki í þeirri úthaldsþjálfun að geta fylgzt með öllum atvikum. Þannig urðu áhorf endur vitni að því, oftar en einu sinni, að Baldur dæmdi eftir köíl- | um leikmanna. í öðru lagi er yfir lýsing hans hæpin vegna þess. að ótal sinnum var dæmd hendi á aðra lei-kmenn, án þess að þeir væru áminntir, og voru brot þeirra tíðum svipaðs eðlis og tvö síðast- töldu brot Guðjóns. Samkvæmt þessu hefði því Baldur átt að reka fleiri leikmenn af velli. Það fer ekki hjá því, að þessi ákvörðun Baldurs var „senuþjófn- aður“ í gærkvöldi. og hafði han áhrif á lcikinn, að Fram lagðist frekar í vörn það. sem eftir var. ng mátti híta í það súra epli að fá dæmda vítaspyrnu á sig, sem KR skoraði sigurmarkið úr. Fyrir þessa ákvörðnn fr-r Guðión tuí 10 daga kepmiisbann. nema málið verði tekið fvrir strax. sem er ó- Tíklegt, og má har af leiðandi ekki leika með félagi sínu gegn Val n.k. sunnudag. Þess vegna er manni spurn: Hver er áhyreur fvrir mistökum dómara? Verði málið tekið fvrir. og í ljós kemur. að Gnðjóui hafi af tilofnislausii verið vísað út af. hvaða leiðréttingu fær hann eða félag hans, sem missir hann kann- ski í þýðingarmiklum leik? Sú á- kvörðun síðasta ársþings KSf. að leikmenn fái ..siálfkrafa“ 10 daga keppnisbann, sé þeim vísað út af, var gagnrýnd hér í blaðinu strax eftir ársþingið, og er nú kom ið í ljós. hversu fráleitt það er að fá dómurum slíkt vald í hendur, sem raun ber vitni. En nóg um það, snúum okkur að gangi leiksins. Fyrri hálfleik ur var mjög jafn og áttu liðin tækifæri á báða bóga. Fram náði forystunni heldur óvænt. þegar Hreinn Elliðason skoraði frá víta- teigslínu eftir að hafa leikið á varnarmann KR. Skot hans var frekar laust, en út í bláhorn, og Heimir var of seinn að átta sig. Verður markið að skrifast á hans reíkning. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Baldvin Baldvinssson fyrir KR. Hann lék á Ólaf Ólafs son, h. framvörð Fram, og skaut hörkuskoti frá vítateigslínu, sem hafnaði efst í v. homi Fram-marks ins. Þetta var laglegt mark, eitt fallegasta mark, sem maður hefur séð á keppnistímabilinu. f síðari hálfleik skoraði KR sitt eina mark úr vítaspyrnu, Baldvin hafði leikið sig í gegnum Fram- vörnina á 20. mín og átti aðeins markvörðinn eftir, en þá brá Þor geir Lúðvíksson honum — og víta spyrna var réttilega dæmd. Ellert Schram áttí ekki í vandræðum með að notfæra sér hana. , Eins og fyrr segir, þá var fyrri hálfleikur nokkuð jafn, en eftir að Fram-leikmennirnir voru orðn ir 10, þá lá meira á Fram og KR átti nokkur hættuleg tækifæri. Fram áttí Þó eitt og eitt tækifæri og tvisvar sinnum komst Hreinn í ágætt færi í KR-vítateignum, en var hindraður í fyrra skiptið og hrint í því síðara, án þess, að dómarinn sæi ástæðu til að dæma, þrátt fyrir, að milliríkjadómarinn á línunni, Magnús Pétursson veif aði til merkis um það, að brotið hefði verið á Hreini. Baldur Þórðarson, þessi annars ágæti dómari okkar, sem hefur margsinnis sýnt mikla hæfileika sem dómari og tvímælalaust „milli ríkjadómaraefni“, brást að þessu sinni. Það gætti mísræmis i dóm um og hann fylgdist ekki nógu vel með. En stærsta skyssan var brottrekstur Guðjóns, skyssa. sem kostaði Fram a. m. k. annað stig ið. KR hefur nú forystu í 1. deild með 4 stig. KR , Valur Kefiavík Akureyri Fram I Akranes 3 1 2 0 5:4 4 2 110 6:4 3 2 1 1 0 3:2 3 3 1 1 1 6:7 3 3 1 0 2 5:6 2 3 0 1 2 5:7 1 6:4 1 10 mörk voru skoruð í leik Vest- mannaeyinga og ísfirðinga í 2. d., þegar liðiin mættust í Vestmanna- eyjum á annan í hvítasunnu. Vest mannaeyingar unnu leikinn með 6:4, en í hálfleik var staðan 4:2 fyrir Vestmannaeyjar. Leikurinn var fjörugur, eins og mörkin reyndar segja til um, og voru Vest mannaeyingar vel að sigrinum komnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.