Tíminn - 09.06.1965, Qupperneq 8

Tíminn - 09.06.1965, Qupperneq 8
181 TÍMINN MIÐVTKUÐAGUR 9. júní 1965 Knútur Þorsteinsson: Hermannasjónvarp og stóriðja....... Allir fslendingar, sem til vits og ára eru komnir og nokkur skil kunna á sögu þjóðarinnar kann- ast við, úr frásögn Snorra Sturlu- sonar, ræðu þá er Einar Þveræ- ingur flutti á Alþingi, þegar sendi- maður Ólafs Noregskonungs helga kom þar með þau skilaboð kon- ungs til íslendinga, að hann „vildi“ vera þeirra Drottinn." Og til vara, ef íslendingar vildu eigi undir þá drottinhollustu ganga bar sendimaður konungs fram þá ósk, að landsmenn sýndu konungi þann vináttuvott að gefa honum Grímsey. Efnið í ræðu Einars er svo kunnugt, að óþarft er það að að rekja, en sú ræða réð úrslit- um um það, að landsmenn höfn uðu allri hollustu og öllum vin- áttugjöfum til handa Ólafi kon- ungi. Mikil vötn hafa til sjávar runn- ið síðan Einar Þveræingur flutti þá ræðu, og miklum breytingum hef- ur iíf þjóðarinnar tekið á þeim öld- um öllum, sem síðan hafa liðið, bæði um afkomu, menningu og viðhorf. — En sum orð eru gædd svo fleygu lífi, að þau eru síung, og hafa æ gildandi boðskap að bera, þó ár og aldir líði. Og svo mundi vera um þessa ræðu Einars bónda á Þverá. Vart getur hjá því farið, að ýmsum hafi í hug komið þessi fræga ræða Einars Þveræings í sambandi við þær miklu ritsmíðir blaða og umræður, sem orði ðhafa á mál- þingum og manna á meðal síðustu vikur um hermannasjónvarpið og fyrirhugaða stóriðju hér á landi. með tilstyrk erlendra auðfélaga eða fyrirtækja. Virðist margt, sem í sambandi við þau mál hefur verið sagt og ritað benda til þess, að minna gæti nú en skyldi og skyn- samlegt myndi mega teljast þeirr- ar varhygðar á viðskiptum okkar við útlendinga, sem Einar Þveræ- ingur taldi á sínum tíma, að íslend ingnm væri svo nauðsynleg, ef þeir vildu um ókomnar aldir tryggja frélsi sitt og menningu. Hafa ýmsir af þeim, sem um mál þessi hafa rætt og ritað svo fast að orði komizt, að telja þá, sem andófi hafa (hreyft gegn mál- um þessum, staðnaða fortíðargripi og dragbfti íslenzkrar framþróun- ar og menningar. Svo mörg eru þau orð. Formælendur Hermanna- sjónvarps þess, sem dembt var yfir þjóðina fyrir nokkrum miss- irum, hafa í skrifum sínum að undanfömu fullyrt, að allar vanga veltur um það, að íslenzkri menn- ingu, tungu eða siðgæði væri af því nokkur hætta búin, væru móð- ursjúkur hugarburður og vantraust á gildi og þol íslenzkrar menning- ar. Og einn þeirra manna, sem i þeim anda hefur einna lengst mál skrifað, — og sem raunar telur sig þó í öðru orðinu vera á móti hermannasjónvarpinu — hefur komizt svo að orði, að íslenzk tunga og menning séu búnar á liðnum öldum að ganga í gegnum svo margar eldraunir, að ekki þurfi að óttast, að þær séu slíkar „mæðiveikisrollur" að hermanna- sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli suður megni að búa þeim aldurtila. Vel má vera, að höfundur þessi verði að því sannspár, — og væri sannarlega vonandi, að svo yrði. — En hverjum myndi það að þakka,, að sá spádómur stæðist? Þessi sami greinarhöfundur hef- ur, máli sínu til stuðnings, vitnað í það, að um hríð hafi sá hugsun- arháttur verið orðinn sterkur hér á landi, að það eitt væri fínt, að tala dönsku, — en ekki sitt eigið móðurmál, — en þá eldraun hafi tungan komizt lifandi gegnum. En hverjir voru það, sem yfir þá eldraun björguðu tungu okkar og menningu? Voru það mennim- ir með „fína“ hugsunarháttinn, fólkið, sem afbakaði mál sitt með dönskuslettum, hvar og hvenær sem því varð við komið, sem það björgunarstarf vann? Eða voru það ef til vill Fjölnismenn og arftakar þeirra í viðhorfum og hugsunar- hætti, sem þeim sigri tungu okkar og menningar réðu, mennimir, sem þá litu á málin frá sömu sjón- arhæð og „sextíumenningarmr“ sem svo eru nú — með háðsmerki — kallaðir og skoðanafélagar þeirra, líta á hermannasjónvarpið í dag? Ætli nokkur vilji verða til að flónska sig á að reyna að halda öðru fram en því, að það hafi ein- mitt verið „fortíðargripimir“, sem þá voru svo langt aftur í tímanum, að þeir viðurkenndu ekki það tízkufyrirþæri samtíðar þeirra, að fínna væri að tala og rita dönsku en hið forna móðurmál þjóðarinn- ar, sem við eigum þann menningar sigur okkar að þakka? Og sagan mun enn endurtaka sig. Verði tunga okkar og menning óskemmd leidd í gegnum sjónvarpsfargan það, sem yíir þjóðina hefur verið hellt, verður það ekki fyrst og fremst að þakka þeim, sem að þeirri vanhugsuðu ráðstöfun stóðu að því var dembt yfir. Og því síður myndi sú þakkargjörð geta skrifazt á reikning þeirra manna, sem I blindri hrifni dýrka og drekka í sig þennan menningar- snauða ófögnuð. Nei, sá menningar sigur verður því aðeins unninn, að „menningardragbítimir‘, sem svo em nú af sumum nefndir, reyn ist nógu margir, nógu sterkir til þess að spyma við fótum, svo að gagni megi koma. En þó svo fari, að þær vonir ræt- ist sleppur þjóðin aldrei vansa- laust frá afstöðu sinni í hermanna- sjónvarpsmálinu. En sá vansi, sem hún, hvemig sem fer, hefur skap- að sér í sambandi við það mál, er sá stjómmálalegi undanslártur, sem forystumenn hennar sýndu í því máli, í viðskiptum sínum við erlenda aðila. Slfkt magnleysi ís- lenzkra forráðamanna minnir, því miður, meir á mæðiveikieinkenni en andlega arfleifð frá Einari bónda á Þverá og þeim öðrum sam tíðarmönnum hans, sem ódeigir og með einurð fullri horfðu gegn sendimanni Ólafs konungs helga og létu hann ganga „bónleiðan til búðar“. Og nú er um það rætt og í fyllstu alvöru, að setzt verði að samningaborði með erlendum aðil um, um að veita þeim aðild að því að koma upp stóriðju í landinu. Virðist svo, sem margir komi nú ekki auga á aðra bjargarhellu fyr ir atvinnulíf og fjárhagsafkomu okkar liðlega tvíttiga lýðveldis. en þá að veita erlendu fjármagni at- vinnurekstrarleyfi í landinu. Hafa sumir málrófsmenn þessara skoðana vitnað til afstöðu og skoð ana Einars skálds Benediktsson- ar í þessum efnum og fullyrt, að með engu gætu íslendingar betur heiðrað aldarafmæli hans, sem ný lega er afstaðið en því, að láta nú erlent fjármagn flæða hér inn í atvinnulíf okkar. —Enginn dómur skal bér felldur um afstöðu Einars Benediktssonar til þessara mála, á sinni tíð. — En hitt myndu marg ir vilja fullyrða, að hversu haldgóð rök, sem færa mætti fyrir gildi skoðana hans á þeim sviðum, myndi þó sá dýrðlegi arfur, sem hann eiftirlét þjóð sinni í hinum spekiþrungnu og einstæðu snilld- arljóðum sínum lengur geyma nafn hans á spjöldum sögunnar, og að bezt geti þjóðin heiðrað minningu hans með því að virða og meta þá ódauðlegu list og vizku, sem þar speglast og skín í nálega hverju verki. — Víst er það rétt, að mikil er sú orka, sem ónýtt býr í okkar dýrmætu fall- vötnum og vissulega skortir okk- ur fjármagn til að beizla og nýta þá orku, svo sem þörf væri atvinnu og menningarlífi okkar til framþró unar. — En þó margvíslegar kröf ur nútímans kalli á þörf þeirrai orku inn í líf og störf þjóðarinnar þarf áreiðanlega mikla athugun og umhugsun, nákvæma gætni og rökfasta varhygð á fjölmörgum sviðum, áður en þau stóru ráð eru ráðin að veita erlendum einstakl- ingum eða fyrirtækjum aðild að virkjun þeirrar orku og atvinnu- leyfi í sambandi við þær fram- kvæmdir. — Þar má hvorki til koma deighugur eða undanláts- semi við hina útlendu aðila, sér- hyggja eða fjúrgróðavon einstakra manna og fyrirtækja, né gleypi- girni Guðmundar ríka, er hollari taldi fslendingum vináttu Ólafs konungs en „útsker eitt norður í höfum.“ Þeim fáránlegu rökum — ef rök skyldi nefna — hefur verið haldið fram opinberlega, að ís- lendingum stafaði engu meiri hætta af því að selja erlendu fjár magni atvinnuleyfi í landinu um árabil en því að vísinda- og mennta menn íslenzkir leituðu sér aukinn ar menntunar við erléndar mennta- stofnanir og að við flyttum inn í atvinnulíf okkar hverja þá er- lenda tækni, sem aðhæfst gæti okkar atvinnuháttum. Og því hef- ur einnig verið haldið fram í fullri alvöru, að það værl jafn eðlileg- ur hlutur að við seldum erlendum fyrirtækjum vatnsorku til atvinnu- rekstrar í landinu, eins og að við seldum á erlendum mörkuðum af- urðir okkar af atvinnurekstri til lands og sjávar. — Furðulegt er, að viti bomir og vel menntaðir menn skuli láta sig henda að bera slíkar fjarstæður á borð. — Hverj- um manni með heilbrigða rökhugs- un er það ljóst, að menningu okk- ar og framþróun er fátt nauðsyn- legra en það, að eiga þess sem bezt an kost að veita uppvaxandi menntamönnum okkar aðstöðu til að sækja til erlendra menntastofn- ana þá fræðslu og sérþekkingu á ýmsum sviðum, sem við erum ekki færir um að veita þeim hér heima og jafn nauðsynlegt er okk- ur að flytja inn í landið hverja þá nýjung í atvinnutækni. sern við heima og jafn nauðsynlegt er okkur til aukinna afkasta, meiri og betri framleiðslu. — En að láta sér um munn fara, eða úr penna hrjóta þá kenningu, að slíkt sé hliðstæða þess að veita útlendingum atvinnu rekstrarleyfi í landinu, er sú fjar- 'stæða, að raunar tekur ekki að svara. — Og enn fjarstæðari er þó e.t.v. sú röksemdafærslaj að sala afurða okkar á erlendum við- skiptamörkuðum jafngildi því að leigja erlendum fjáraflafyrirtækj- um vatnsorku til að setja hér upp verksmiðju til iðnaðarframleiðslu. — Hitt myndi nær sanni að segja að leiga á fallvatnaorku landsins til handa útlendingum til atvinnu rekstrar sé hliðstæða þess, að við veittum erlendum þjóðum heimild til að setja hér upp fiskiðnaðar- stöðvar eða landbúnað, að ein- hverju leyti. — Og þar erum við einmitt komin að kjama þessara mála, kjarna, sem okkur má ekki sjást yfir í sambandi við þær samn ingagerðir við erlenda aðila, sem máske á næstunni eru framundan í virkjunarmálunum. — Sem betur fer eigum við fslendingar fleiri iiáttúruauðæfi en vatnsorku. Við eigum fengsæl fiskimið, jarðhita og frjóríka gróðurmold. Er svo fjarstætt að láta sér í hug koma, að einhvemtíma, einn góðan veðurdag geti einhverjum erlend- um fjáraflamönnum eða fyrirtækj um dottið í hug að bjóðast til að leggja fram fjármagn í félagi við okkur til að auka hagnýtingu þess ara auðæfa okkar? Og væri þá ekki eftirleikurinn óhægari, að neita þeim tilboðum, eftir að eitt sinn hefði verið riðið á vaðið með að leigja erlendu fjármagni atvinnuleyfi í landinu? — Það er þessa hlið málsins, sem ber fyrst og fremst að hugfesta og íhuga rækilega, ef þau ráð verða 1-áðin að semja um leigu á vatnsorku okkar til handa erlendum iðnrek- endum. — Og það er enginn komm únismi, engin fortíðarstöðnun, eng inn þjóðargorgeir, sem þessarar íhygli krefst. — Þeð er einungis spjálfsögð varúð gagnvart þeim hlutum, sem við síðar kunnum að standa frammi fyrir, hlutum, sem varðað geta frelsi okkar og þjóð- legan tilverurétt síðar meir. Þó orka fallvatna hér sé það mikil, að við getum efalaust, okkur að meinalausu leigt erlendum að- ilum hluta hennar um árabil, er hætt við, ef í kjölfar þeirra samn- inga, síðar meir, kæmi erlend á- sókn, eftir hlutdeild í fleiri nátt- úruauðæfum okkar, að þá þætti „mörgum kotbóndanum verða þröngt fyrir dyrum'. Níræður: Guöjón Ásgeirsson Kýrunnarstöðum Árið 1875. hinn 3. júní, fæddist yngsta barn Ásgeirs bónda Jóns- sonar á Kýrunnarstöðum og konu hans, Þuríðar Einarsdóttur. Það var drengur og var hann nefnd- ur Guðjón. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á Kýrunnarstöð- um. Á uppvaxtarárum Guðjóns var nýr tími að hefja innreið sína í búnaðarháttum og verzlunarmál- um í Dalasýslu. Guðjón var fimm ára, þegar Torfi Bjarnason hóf búnaðarkennslu í Ólafsdal 1880. Fáeinum árum síðar 1882 sigldi norskur timbursali skipi sínu inn Hvammsfjörð og lagði farminn upp í Kambsnesi. Það var fyrsta farmskip, sem sigldi inn Hvamms- fjörð í margar aldir. Andblær nýs tíma lá í loftinu, þótt breyting til bóta þætti sum- um seinfær og margir sigldu þá úr Dalabyggðum til Vesturheims og brutu þar ný lönd sér og af- komendum sínum fremur en bíða viðreisnar 20. aldar. Bóndasonurinn á Kýrunnarstöð- um sigldi þá í austurátt, til Nor- egs, og jók þar verklega þekk- ingu sína á búskap og hélt síðan aftur heim til íslands, staðráðinn í því að vinna að umbótum heima á sinni föðurleifð. Hann kvæntist Sigríði Jónsdótt- ur frá Hróðnýjarstöðum og var hún svo jafnaldra manni sínum, að þau voru fædd á sama ári og degi, en hún lézt 11. janúar 1946. Börn þeirra voru: Svava Jóna, húsfreyja á Kýr- unnarstöðum. Þuríður, ljósmóðir og bústýra föður síns á Kýrunn- arstöðum. Unnur, húsfreyja á Kleifum í Gilsfirði. Jón Emil, framkvæmdastjóri i Reykjavík. Herdís, húsfreyja í Reykjavík. Guðjón hóf búskap á Kýrunn- arstöðum 1902 og gerðist þá fljótt mikilvirkur jarðabótamaður, mið- að við þau verkefni, sem þá var völ á. Hann reisti og annað fyrsta íbúðarhúsið úr steinsteypu í Hvammssveit. Guðjón hefur jafnan látið sig málefni sveitarinnar miklu skipta og var um langt skeið oddviti og útibússtjóri Kaupfélags Hvamms- fjarðar, á meðan það hafði útibú í Skarfsstaðanesi í Hvammssveit. Heimilinu á Kýrunnarstöðum er ánægja að kynnast. Það hefur á sér sérstakan, þjóðlegan blæ. Þar búa fjórar kynslóðir undir sama þaki og semur öllum vel. Guðjón er fágætur maður að andlegri og líkamlegri heilbrigði þrátt fyrié háan aldur. Hann les og skrifar og fellur sjaldan verk úr hendi. Söðlasmíði, sem hann lærði ungur og stundaði jafn- fratnt búskapnum, hefur hann get- að stundað þangað til í fyrra. Hann er fróðleiksnáma um bú- skaparháttu á sinni löngu ævi, en hefur jafnframt vakandi áhuga á nútímanum og þeim breytingum, sem nú eiga sér stað. Eitt helzta hugðarefni hans á síðustu árum er að koma upp skógarlundi. Gróð ursetur hann sjálfur á hverju vori mikið af birki og barrviðum og hlúir að þeim, sem fyrir eru. Þar munu komandi kynslóðir njóta skjóls og unaðar Hann vill hverju góðu málefm leggja lið. Það lýsir Guðjóni vel að á Biblíusunnudeginum í vetui gerðist hann ævifélagi í Hinu ís lenzka Biblíufélagi. Megir þú njóta heilla handa og hugar enn um nokkur ár Ásgeir Ingibergsson. Hvammi. Barnaskóla Keflavíkur slitið GS-Keflavík, miðvikudag. Barnaskólanum i Keflavík var slitið s. 1. laugardag. í skólanum voru 775 nemendur í 31 bekkjar- deild. Barnaprófi luku 113 börn. Hæstu einkunnir hlutu Guðrún Rósentsdóttir 9.30 og Arnbjörn Arnbjörnsson 9.24 Kennarar við skólann voru 19. Skólastjóri er Hermann Eiríksson. Að venju veitti Rotary-klúbbur Keflavíkur og Bókaverzlun Kefla- víkur verðlaun fyrir góðan náms- árangur. Efnt var til sýningar á skóla- vinnu barna við skólann, haldinni til minningar um Jón Þorkelsson Var sýningin fjölbreytt og fjöi Framhald á bls. i i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.