Morgunblaðið - 21.10.1978, Page 3

Morgunblaðið - 21.10.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 3 „Varð okkur til lífs hversu snemma við grófum okkur í fönn” — ÉG HELD AÐ það hafi orðið okkur feðgunum til lífs hversu snemma við grófum okkur í fönn, sagði Sævar Einarsson á Sauðárkróki í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sævar og Einar. 15 ára gamall sonur hans, lentu í hrakningum í fyrradag er þeir fóru til rjúpnaveiða upp á Laxárdalsheiði. Þeir lentu í blindbyl og tóku það ráð að grafa sig í fönn um miðjan dag. Björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Sauðárkróki, Skagfirðingasveit, fann þá feðga síðan 7 tímum síðar. Báðir voru þeir feðgar þá orðnir þrekaðir og Einari hélt við kali. Var hann fluttur í sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en fékk að fara heim síðdegis í gær. — Við fórum til rjúpna snemma á fimmtudagsmorgun- inn og var veður þá saemilegt, segir Sævar. — Um klukkan hálf-átta yfirgáfum við bílinn á Laxárdalsheiði og vorum komnir innst inn í Hrafndal um klukkan 11. Þá gerði vitlaust veður og við ákváðum að halda til baka að bílnum. Það ruglaði mig í ríminu að vindurinn snerist úr vestri í norðaustur og ég lenti því norðar en ég hafði ætlað mér. — Upp úr hádeginu var strákurinn orðinn mjög þjakað- ur og veðrið var orðið mjög slæmt. Ég fór því að svipast um eftir skafli til að grafa okkur í og um klukkan 2 grófum við okkur í skafl í gili fyrir ofan Skíðastaði, en mér hafði gengið illa að finna góðan skafl. Þá vissi ég hvar ég var, en Einar var orðinn örmagna og komst ekki lengra. Of langt var fyrir mig að bera hann og hefði ég líka þurft að skilja byssurnar við mig, en þær notaði ég síðar til að gefa merki um hvar við værum. — Við vorum síðan í fönninni í sjö tíma og allan tímann skóf yfir okkur. Ég gróf tvívegis gat á híði okkar og áleit veðrið ef til vill verra en það í rauninni var. Þegar félagar mínir í björgunar- sveitinni fundu okkur var snjór- inn orðinn rúmur metri niður á okkur. Einar er ekki nema 15 ára gamall og eðlilega var hann orðinn örmagna þegar við fund- umst. Hann er nú nýkominn heim af sjúkrahúsinu og virðist hafa náð sér að miklu leyti. — Ég er sjálfur í björgunar- sveit og um leið og ég þakka félögum mínum fyrir þeirra góðu hjálp, þá vil ég koma því á framfæri að rjúpnaskyttur ættu að hafa með sér álpoka í fjallaferðir. Það fer ekkert fyrir þeim, en í þeim er hægt að liggja í 2—3 daga án þess að finna til kulda. Þá er það örugglega réttara að grafa sig í fönn fyrr en seinna og áður en menn eru orðnir þrekaðir af miklum göngum, segir Sævar Einarsson að lokum. Bragi Stefánsson er formaður Björgunarsveitarinnar á Sauð- árkróki og sagðist hann hafa frétt um ferðir þeirra feðga um kaffileytið á fimmtudag. Þá hafi einn björgunarsveitarmanna átt leið um Laxárdalsheiði og þegar hann hafi séð að þeir Sævár og Einar voru ekki komnir að bíl sínum hafi hann gert mér viðvart. Bragi fór að bíl þeirra við annan mann, kallaði björg- unarsveitina síðan út. 20 manns tóku þátt í leitinni og fundust feðgarnir klukkan 20.45. Bragi sagði að það hefði flýtt mjög fyrir að þeir fundust að Sævar skaut alltaf fimm skotum með stuttu millibili á klukku- stundarfresti. Meiri síld á Horna- firði en í fyrra Hornafirði 20. október ENGIN sfldveiði var í nótt, en síðdegis í dag var allur flotinn á leið á miðin. Veður var þá orðið gott og rennisléttur sjór. Alls hefur nú verið landað hér á Hornafirði á haustsfldveið- unum 4017 lestum, en á sama tíma í fyrra var búið að landa 3928 tonnum. Hornafjarðarbátarnir eru allir á reknetum að einum undanskildum, sem er á hringnót. Nú hafa verið frystar 897 tunnur hjá Kaupfélagi A-Skaftfellinga en á sama tíma í fyrra var búið að frysta 1402 tunnur. Hjá Piski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar hafa verið saltaðar 1872 tunnur, en í fyrra 1947 tunnur. Söltunarstöð- in Stemma hf hefur í ár mun fleiri báta en í fyrra og fleira fólk til starfa í landi. Afköst fyrirtækisins eru líka mun meiri en á síðasta ári. Þar hafa verið saltaðar 1349 tunnur á móti 580 tunnum í fyrra. • Hæstir Hornafjarðarbáta á síld- veiðunum í ár eru Þórir með 2443 tunnur, Báran með 2250 tunnur og Æskan með 2101 tunnu. — Jens Utimarkaðurinn á Lækjartogi setur stöðugt meiri svip á lífið í miðborginni á föstudögum. Stöðugt fleiri bjóða þar vörur sínar og í gær var bryddað upp á þeirri nýbreytni að Rúnar Júliusson kynnti dægurmúsfk úr herbergi í Útvegsbankanum svo að hún hljómaði yfir torgið þar sem verzlað var. BllilYPyiNG á laugardag og sunnudag frá kl. 10.00 ti 118.00 otJ s\áiö Komiö og sjáid 1979 árgerðirnar af AUSTIN ALLEGRO 1504 special AUSTIN ALLEGRO 1303 stadion 7Sín\ó og AUSTIN MIN11000 .....rfT*1" ^ AUSTIN MIN11100 special LANDROVER RANGE ROVER ROVER 3500 k. Einnig veröa til sýnis og sölu flestar geróir ^ _J1 notadra bifreiöa P. STEFANSSON HF. SÍÐUMÚLA 33-SÍMI 83104 83105 u TJl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.