Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 33 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Tínt hafa haustsins hélugráu fingur blöðin af blómi og grein. Það hefur kólnað. Grákollótt fjöll anda svölum gusti á byggðina. Sumarsins sæta angan hefur vikið fyrir römmum og svölum ilmi fallandi laufs og fölnandi blóma. I garðinum hafa kaldir vetrarvindar feykt á burt gulum, brúnum og rauðum haustlitunum og laufskafl- ar skrjáfa undir fæti. Sumarblóm og suðrænn gróður stendur hnípinn, barinn og sviðinn eftir fangbrögð fyrstu frostnátta. Borubrattir þrestir þreyta kappát á bústnum klösum reynitrjánna og búa sig undir harðræði vetrarins. En garðeigandinn klæðist hlýrri lopapeysu og lítur með velþóknun á allt þetta — og er þegar farinn að ráðska með næsta vor. Haustlaukar með klingjandi framandlegum nöfnum eru varlega lagðir í mjúka mold. Túlípanar, krókusar, snæstjörnur, páskaliljur: Queen of Bartigous, Brilliant Star, Spring Beauty, Golden Harvest, þreyja skammdegið undir sæng laufs og greina til að lifna með hækkandi sól og hlýnandi veðri að vori. Sólskinsbros geymd í svellakistu vetrar! En fleirri verkefni bíða blánefjaðra garðeigenda á veturnóttum en að leggja lauka. Garðinn þarf að þrífa undir veturinn. Hreinsa fallið lauf af grasflöt og sléttum og drífa það út í beðin (ekki í sorptunnuna) þar sem það hlífir plöntunum og bætir jarðveginn. Fjarlægja sumarblómin, skera ofan af fjölæringum spönn frá jörðu og leggja stönglana yfir beðin til skjóls. Allari* lífrænan úrgang úr garðinum ætti að leggja í safnhaug, sem að tveim til þrem árum liðnum skilar honum aftur í garðinn sem úrvals gróðurmold. Það er gamla sagan um eilífðina: Af mold ertu kominn... Og ýmsu fleiru þarf að sinna. Hreykja mold upp að rósum, skýla ungum sígrænum plöntum með striga, taka dalíur, gladiólur, begóníur og fleiri vorlauka inn í frostlausar geymslur. Safna fræi af úrvalsplöntum til sáningar að vori, því „eftir vetur óralangan aftur kemur vor í dal.“ Ó.B.G. KRÓKUSABREIÐA Mynd þessi átti að fyIjtfja síðustu grein. en einhverra orsaka ve>fna komst hún aldrei í blaðið. • • Okumaður beðinn að gefa sig fram FÖSTUDAGINN 20. október kl. 11 var ekið aftan á græna Cortinu, R-215, á Nóatúni við Laugaveg. Kona ók bifreiðinni og taldi hún í fyrstu að litlar sem engar skemmdir hefðu orðið á bifreiðinni en síðar kom annað í ljós. Bifreiðin, sem ók aftan á bíl konunnar, var ljósblá Volvo-bif- reið og er ökumaður hennar svo og vitni beðin að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Sextugs afmæli ÞÓRHALLUR Halldórsson, Hlíðargerði 4, Rvík, er sextugur í dag 21. október. Þórhallur starfar nú sem verkstjóri hjá Reykja- víkurborg. — Hann var áður sveitarstjóri Suðureyrarhrepps í Súgandafirði. Nýr reykháfur — engin peningalykt Akranesi — 20. október. NÝLEGA var 45 metra hár reykháfur tekinn í notkun við Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. Reykháfurinn er smíaður úr stáli en einangraður með glerull. kla'ddur gulu plasti og er allur hinn vandaðasti. Reykháfurinn er það hár að hann lyftir reyk og suðugufu yfir bæinn í flestum veðrum, og þegar allar leiðslur hafa verið tengdar Leiðrétting INN í greinina „Kóngar jazzins skáka í horn“ (s)læddust nokkrar „blue notes“ prentvillupúkans. Slíkt skerpir lesaugað um leið og það gefur íniyndunaraflinu lausari tauminn. Ein málsgrein féll þó alveg í burtu svo að vont var að fóta sig í lesmálinu. Rétt er hún svona: King Louis Armstrong varð menningarambassador Bandaríkj- anna í hinum besta skilningi. Hugljúf er ein sagan af meistaran- um, þó sönn sé. — Það var í belgísku Congó rétt eftir sjálf- við hann verður enga „peninga- lykt“ að finna lengur í bænum. Tilkoma reykháfsins er mikil bót frá því ástandi sem var og ríkir ánægja meðal Akurnesinga með þessa framkvæmd stjórnar SFA. Ekki er búizt við að meng- unarsérfræðingar í Reykjavík muni heldur finna óþægilega lykt en þeir hafa haldið því fram að þessi framkvæmd sé ófullnægj- andi..— Júlíus. stæðið, allt logaði í óeirðum og stjórnleysi, ránum og rupli, bar- smíðum og nauðgunum. Mættur á staðnum var King Louis Arm- strong and his band til að halda uppá frelsið og hressa mannskap- inn með þrumu útikonsert. — Frítt fyrir alla, bræður og systur — oh, je, je. Með göldrum þeim, sem þessi listgrein hefur svo ótvírætt yfir að ráða þegar hún er túlkuð á hinu hæsta plani, tókst Satchmo að halda yfir hundrað þúsund sannkölluðum ólátabelgj- um (væglega orðað — ekki satt) hugföngnum í á fjórðu klukku- stund — en þá hafði sniliingurinn og félagar hans blásið út — og I : Nýi reykháfurinn á fiskmjöis- verksmiðjunni. heimamenn voru nú náttúrlega margfalt fróðari um frelsið en nokkurn tíma síðustu hundrað árin undir Belgum. Með þökk og sveiflúkveðju. Gunnar Reynir. Sinfóníutónleikar UM ÞESSAR mundir er stödd á Akureyri Sinfóníuhljómsveit Menntaskólans í Kildegárd í Kaup- mannahöfn. Gistir hún Menntaskól- ann og mun halda þar tónleika fyrir nemendur. Mun hljómsveitin halda tónleika í Akureyrarkirkju í dag, 21. október, kl. 17. Auk jazz, léttrar tónlistar og búlgarsks þjóðlags, eru á efnis- skránni verk eftir Bruckner, Lange-Muller og Lars Erik Larsen. Feilnótur og utanísláttur Frá Júgóslavíu Ruggustólar Pinnastólar og borö 4 gerðir Mjög hagstaett verö HÚSGAGNASÝNING Höfum opnaö húsgagnasýningu f 1000 ferm. verzlunarhúsnæöi okkar aö Smiöju- vegi 6 Kópavogi dagana 20. okt. til 29. okt. Opiö verður: Föstudaga kl. 9—7 Laugardaga kl. 9—7 Sunnudaga kl. 2—7 Aöra daga kl. 9—6 og 8—10 Sýndar veröa ýmsar nýjungar í innlendum og erlendum húsgögnum Verið ávallt velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.