Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 1 7 Vilhjálmur G. Skúlason skrifar um lyf: Lyfjahandbókin Fyrstu áreiðanlegu heimildir um lyf er hægt að rekja til Kína, Indlands, Mesópótamíu (íraks), Eg>-ptalands, Grikk- lands og Rómverska ríkisins. Ritaðar heimildir einkum frá Kína, Mesópótamíu og Egypta- landi benda til, að ýmis lyf úr jurta- og dýraríkinu, sem notuð eru í dag, hafi verið notuð í þessum löndum fyrir um 5000 árum. Dæmi um það er efedrín, sem er virkt efni í stofnum ýmissa Ephedra tegunda og fyrst er getið í kínverskri lækningabók, Pen T‘sao, undir nafninu „ma huang“. Þessa bók reit kínverski keisarinn Shen Nung, sem dó árið 2698 fyrir Krists burð. Einnig er í heimild- um frá þessum löndum minnst á lyf, sem nú eru löngu úrelt eins og til dæmis slöngukjöt, muldar múmíur og sporðdreka. Slík lyf úr dýra- og jurtaríkinu eru kölluð „drógar", en það er sami stofninn og í enska orðinu „drug“, sem merkir lyf. Af þeim fáu lyfjum, sem notuð voru i fornöld og ennþá halda fullu gildi, má auk efedríns nefna ópíum, sem inniheldur gagnleg lyf eins og morfín, kódein, noskapín og papaverín. Þessi og mörg fleiri efni úr þessum flokki eru nefnd einu nafni alkalóíðar vegna þess, að þau hafa veikt lút- kennda eiginleika (af alkali, sem merkir lútur og -óíð, sem er smækkunarending). Ýmis hægðalyf svo sem aloe, sennesblöð og sennesbelgir voru einnig notuð endur fyrir löngu, en að vísu í miklu óhreinni mynd en nú. Aðeins skal minnst á einn vísindamann, sem starf- aði í fornöld, en það er gríski læknirinn og lyfjafræðingurinn Galenos (131—200), en hann starfaði í Rómaborg eins og fleiri Grikkir á þessu tímabili. Til marks um það álit, sem Galenos naut, er að hann var líflæknir hins nafntogaða róm- verska keisara Marcusar Aure- liusar (121 — 180). Af nafni Galenosar er dregið galenskt lyfjaform, sem nú merkir lyf í formi, sem er tilbúið til notkun- ar. Þau galensku lyfjaform, sem mest eru notuð hér á landi, eru töflur, stungulyf, hylki (belgir), stílar (stikkpillur), smyrsli og mixtúrur og verður nánar vikið að þeim síðar. Amiðöldum gerðist fátt á sviði lyfjafræði, en Arabar eða Múhameðstrúarþjóðirnar varðveittu þekkingu fornaldar. Þó var á þessu tímabili byrjað að nota ýmsa málma svo sem antímón og kvikasilfur gegn vissum smitsjúkdómum, enda þótt skilningur á orsökum þeirra væri mjög af skornum skammti. Um miðja 17. öld lærðu vísindamenn að nota kínabörk gegn malaríu, en ekki er vitað með vissu, hvenær notkun hans hófst í Suður-Ameríku og árið 1785 hóf enski læknirinn Willi- am Withering (1741 — 1799) notkun digitalisblaða við með- ferð hjartasjúkdóma. Með þróun lífrænnar efna- fræði á seinni hluta 18. og í byrjun 19. aldar, en um 9% allra lyfja eru lífræn efnasambönd, var hafizt handa um að ein- angra og hreinsa hin margvís- legu efni í „drógum", en þeir geta innihaldið misjafnlega mikið af þeim, sem hefur í för með sér, að þeir geta haft misjafnlega mikla lyfjaverkun. Helztu frumkvöðlar á þessu sviði voru Carl Wilhelm Scheele (1742—1786) í Svíþjóð og Frie- drich Wilhelm Adam Sertúrner (1783—1841) í Þýzkalandi. Orðið lífrænn í þessu samhengi merk- ir upphaflega, að efnið hafi myndazt og verið einangrað úr lifandi frumu,' en nú merkir orðið efnasamband, sem inni- heldur frumefnið kolefni í sam- eindinni (mólekúlinu) þar eð það hefur komið í ljós, að öll lífræn efnasambönd innihalda kolefni. Öll önnur efni eru ólífræn. Morfín var fyrsti alkalóíð- inn, sem einangraður var úr ópíum árið 1806 og um síðustu aldamót hafði fjöldinn allur af hreinum efnum verið einangraður úr „drógum". Næsti áfangi í þróun lyfjafræði var að samtengja efnin eða framleiða þau í tilraunaglösum efnavinnu- stofa annað tveggja að öllu eða nokkru leyti, ef breyta þurfti auðfáanlegu náttúruefni með efnafræðilegum aðferðum til þess að bæta lyfjaeiginleika þess. Þessvegna er í ræðu og riti fjallað um samtengd og hálf- samtengd lyf. Um 1845 hófst þróun svæfing- arlyfja, en þá voru þrjú svæfing- arlyf tekin í notkun næstum samtimis. Þessi lyf eru eter, klóroform og hláturgas. Svæf- ingarlyf, sem gefin eru í æð, urðu aftur á móti ekki til fyrr en á þessari öld. A síðustu þremur áratugum síðustu aldar var grundvöllur lagður að nýju tímabili í þróun lyfjafræði, er byrjað var að samtengja lyf í stórum stil með efnafræðilegum aðferðum og hélzt það í hendur við þróun litarefnaiðnaðar. Þessi þróun hófst í Þýzkalandi, en þar var í byrjun þessarar aldar fram- leiddur meira en helmingur allra lyfja, sem framleidd voru í heiminum. Það var á þessu tímabiii, sem lyf eins og fenazón (antipyrin), fenacetín, acetyl- salicylsýra (aspirin) og barbi- túrsýrulyf urðu til, en öll þessi lyf hafa ennþá mikla þýðingu. Áárunum milli Lieimsstyrj- aldanna komu vitamín og flestir hormónar á markað og í lok þessa tímabils hófst tímabil „kemóterapíu", en frumrann- sóknir á því sviði voru gerðar af Paul Ehrlich (1854—1915) og samverkamönnum í Þýzkalandi. Þessar rannsóknir náðu há- marki á árunum 1909—1910, er lyfin salvarsan og neosalvarsan komu á markað. „Kemóterapía" merkir í raun lækning með efnasamböndum (lyfjum), en þetta orð er nú notað í merkingunni meðhöndl- un smitsjúkdóma með lyfjum. Aukinn skriður komst á þróun þessarar greinar, er súlfalyfin voru uppgötvuð. Fyrsta súlfalyf- ið, sem framleitt var, fékk nafnið prontosil, kom á markað árið 1935 og er rautt litarefni, sem hefur gagnlega verkun á vissa sýkla. Það kom þó fljótt í ijós, að það var aðeins hluti sameindarinnar, nefnilega súlfanílamíð, er líkaminn klýfur frá efninu eftir inntöku, sem hefur verkun á sýkla. Það er umhugsunarvert, að þetta efni hefur verið þekkt síðan árið 1908, ert þá var það framleitt fyrir litarefnaiðnaðinn, án þess að nokkrúm dytti í hug að prófa verkun þess gegn smitsjúkdóm- um. Þetta er hliðstætt því, sem gerðist með sjúkdóm, er stafar af vítamínskorti og kallaður er húðangur (pellagra). Mörg þús- und nianns dóu úr þessum sjúkdómi, áður en uppgötvað var, að hægt er að lækna hann með B-vítamíni, sem heitir níacínamíð og einnig hafði staðið árum saman ónotað á hillum margra efnavinnustofa. úkalyf (antibiotika) hafa nú komið að verulegu leyti í stað súlfalyfja, en uppgötvun þeirra rekur rætur sínar til ársins 1928, er skozki sýklafræð- ingurinn Alexander Fleming (1881—1955) tók eftir því, að sýklar höfðu bókstaflega leystst upp á vissu vaxtarsvæði um- hverfis myglusvepp, sem af tilviljun hafði náð að vaxa á agarplötu, er notuð var til þess að rækta sýkla. En það þurfti heimsstyrjöld og meira en tíu ára bið eftir því, að þessi uppgötvun yrði nýtt og það var fyrst í 2. heimsstyrjöldinni, sem penicillín kom á markað. Annað fúkalyfið í röðinni var strepto- mycín, en það uppgötvaði bandaríski sýklafræðingurinn Selman A. Waksman (1887—1973) árið 1943. Strepto- mycín var fyrsta lyfið, sem hafði gagnleg áhrif á berklasýk- il og hefur átt stóran þátt í að útrýma berklum að kalla bæði á Islandi og í öðrum löndum, þar sem heilbrigðisþjónusta stendur traustum fótum. Eftir styrjöld- ina hófst umfangsmikil leit að fúkalyfjum um allan heim. Þessi leit bar vonum meiri árangur og nú eru fleiri en 100 fúkalyf þekkt og sífellt fleiri eru upp- götvuð á hverju ári. róun lyfjafræði hefur einkum verið hröð eftir 1945 og talið er, að um það bil 75% af þeim lyfjum, sem nú eru notuð, hafi komið á markað á undanförnum 25 árum. Af mik- ilvægum framförum, sem orðið hafa eftir 2. heimsstyrjötd má nefna barkstera, sem fyrst var farið að nota gegn liðagigt árið 1949 og ýmis lyf gegn tauga- veiklun og geðveiki. Ur síðari flokknum má nefna reserpín (serpasil) og klórprómazín (largactil), sem tekin voru í notkun 1952, en það ár einangr- uðu bandarískir efnafræðingar fyrrnefnda l.vfið úr indverskri jurt (,,dróga“) og höfðu lyfjaeig- inleikar hennar verið þekktir og notaðir í Indlandi í langan tíma. Síðarnefnda lyfið var samtengt um svipað leyfi í Frakklandi. Uppgötvun og þróun nýrra lyfja — stutt söguyfirlit Félagar Ananda Marga kynna „Nagar kiirtan” Á MORGUN. sunnudaginn 22. október. mun IIPMGL sem er undirgrein Ananda Marga. standa fyrir uppákomu og kynn- ingu á því sem nefnist Kiirtan. Orðið Kiirtan er komið úr sanskrít, fornu máli Indverja. og táknar andlegan dans. Dansinn byggist á einföldu spori, en mikilli og einlægri viðleitni þess er dansar, viðleitni í þá átt að upplifa sameiningu og kærleika. Við dansinn er sungin sérstök „mantra" sem einnig er orð úr sanskrít og þýðir hljómur eða ákall, sem leysir hugann úr viðjum. Félagar Ananda Marga munu dansa „Nagar-kiirtan“, útihópdans niður Laugaveg frá F'rakkastíg og að Lækjartorgi milli kl. 17 og 18 á morgun, sunnudag. Borin verða spjöld með áletrun sem sungið verður eftir. Vegfarendur mega bætast í hópinn svo framarlega sem þeir koma með jákvæðu hugarfari og raska ekki því hljoðfalli sem fyrir er. (Fréttatilk.) AIKU.VSINOASIMINN KR: 22480 JHorpimblotiib Húsgagnavika 20-29 október GLÆSILEG SÝNING ÍÁG HÚSINU. ÁRTÚNSHÖFDA Skoóiö njjungar innlmdra framleiöenda; hnsgögn, aklœöi og innre'ttingar. Opiö virka daga kl. 17—22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14 - argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.