Morgunblaðið - 21.10.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 21.10.1978, Síða 48
 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Lokun smjörlikis- og gosdrykkjaverksmiðjanna: Málið leysist inn- an fárra daga — segir viðskiptaráðherra ALLAR smjörlíkisgerðir landsins og jjosdrykkjaverksmiðjurnar þrjár, Coca Cola-verksmiðjan. Sanitas og Olgerðin Egill Skallagríms- son, voru lokaðar í gær, þar sem ekkert gilt verð var að mati forráðamanna fyrirtækjanna á söluvörum þeirra. Verðlagsstjóri telur sig ekki geta gefið út verðskrár fyrir þessi fyrirtæki, þar sem honum beri að gcfa þær út í samræmi við ákvarðanir verðlagsnefndar, en eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær breytti ríkisstjórnin ákvörðun verðlagsnefndar og lcyfði hækkun samkvæmt fyrri samþykkt nefndarinnar. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið á þessu stigi og sagði að ekkert myndi gerast í því fyrr en að lokinni helgi. Morgunblaðið ræddi í gær við Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, og spurðist fyrir um það, hvernig ríkisstjórnin myndi leysa þetta mál. Hann kvað ríkisstjórnina hafa haft gamla hækkunarbeiðni þessara aðila til meðferðar á þriðjudag. Hafi hún þá frestað henni og afgreitt á fimmtudag. í millitíðinni hafi verð- lagsnefnd síðan gert nýja samþykkt. „Sú samþykkt var ekki til afgreiðslu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær,“ sagði Svavar. Hann kvað fram- leiðendur setja þetta upp þannig að vafamál sé hvaða verð sé í gildi. Vandinn hér væri hins vegar sá að verið væri að reyna að halda niðri verðhækkunum. Það væri í sjálfu sér ekki einfaldur hlutur, þegar staðan væri þröng. Svavar sagðist hafa verið í sambandi við þessa framleiðendur og kvaðst hann vonast til þess að málið leystist farsællega áður en margir dagar liðu. Flugleiðir hækkuðu í gær flugfar- gjöld á innanlandsleiðum i samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, Eitt slys Um 20 árekstrar urðu í Reykjavík á tímabilinu frá kl. 8 í gærmorgun til kl. 20 í gærkvöldi, en hins vegar varð aðeins eitt minni: háttar slys í Reykjavík. I nágrannabæjunum varð aðeins eitt minniháttar slys og fáir árekstrar. en hækkunin er 15%. Með 20% söluskatti kostar flugfar aðra leið- ina frá Reykjavík til Egilsstaða 12.610 krónur, til Akureyrar 9.400 krónur, til Vestmannaeyja 6.260 krónur og til ísafjarðar 8.700 krónur. Sjá írétt á bls. 15 — um vísitöluútreikning. Fíkniefnasmygl: Húsgagnaverzlunin Ingvar og Gylfi seldi í gær iokrekkju, eða ástarkúlu, þá sem verzlunin framieiddi nýverið og er nú til sýnis á Húsgagnavikunni 1978 sem opnaði í ÁG-húsinu á Ártúnshöfða í gær. Að sögn Ingvars Þorsteinssonar gerði verzlunin í gær samning í votta viðurvist þar sem maður nokkur gerði verzluninni ákveðið tilboð í lokrekkjuna, en hún kostar um fimm milljónir. Ingvar sagði að ekki væri um sölu að ræða fyrr en hann hefði fengið peninga í hendur frá kaupanda, en sá samningur sem gerður var í gær bindur verzlunina að því leyti, að hún getur ekki selt öðrum lokrekkjuna meðan tilboðið stendur. Sjö íslendingar teknir erlendis í þessari viku 20 Lslendingar hafa verið handteknir erlendis í ár og þar aí sitja 9 í fangelsum SJÖ íslendingar hafa verið handteknir erlendis í þessari viku með fíkniefni, fjórir í Helsingborg í Svíþjóð og þrír í London. Það sem af er þessu ári hafa 20 íslendingar verið handteknir erlendis fyrir að hafa fíkniefni undir höndum, aðallega hass, og nú sitja 9 íslendingar í fangelsum eriendis fyrir fíkniefnameðhöndlun. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Guðmundi Gígju lögreglu- fulltrúa í Fíkniefnadeild logregl- unnar í Reykjavík og Ásgeiri Friðjónssyni sakadómara í ávana- og fíkniefnamálum. Síðast í fyrradag voru tveir Islendingar handteknir á Heathrow-flugvelli í London, þar sem á þeim fannst eitthvað af hassi. Voru þeir að koma frá Aþenu. Eftir því sem bezt er vitað sitja mennirnir í fangelsi og bíða dóms. Þriðji karlmaðurinn var handtekinn í London fyrr í vikunni með fíkniefni í fórum sínum. Hann fékk þunga sekt og var honum síðan sleppt. Þá hefur það tvívegis gerst í þessari viku að Islendingar hafa verið handteknir með fíkniefni í Helsingborg í Svíþjóð. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um ferðir þessa fólks, en líklega hefur það verið að koma með ferjum frá Danmörku. Fyrst var ungt par handtekið en síðan tveir karl- menn. Þessir fjórir Islendingar sitja nú í fangelsi í Svíþjóð og bíða dóms eftir því sem bezt er vitað. Samtals mun þetta fólk hafa verið með á sér hátt í 200 grömm af hassi. Til viðbótar þessum sex íslend- ingum sitja tveir Islendingar í fangelsi í Þýzkalandi og bíða dóms og níundi Islendingurinn afplánar strangan dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Annar Islending- anna, sem situr inni í Þýzkalandi, er bróðir þess, sem afplánar dóm á Spáni. Samráðsfulltrúar fengu ekki fj árlagafrum varpið að sjá I>RIR ráðherrar, sem skipa hina svokölluðu samráðsnefnd, Tómas Árnason. Kjartan Jóhannsson og Svavar Gestsson, héldu í gær fund með fulltrúum launþega og vinnuveitenda vegna fyrirhugaðs samráðs í kjara- og efnahags- málum. Einn fulltrúanna, sem sátu fundinn. sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að í raun hefði fundurinn vcrið haldinn til þess að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um hvernig haga skyldi frekara samráði milli þessara aðila. Varð niðurstaða fundarins að til slikra samráðs- funda yrði boðað mánaðarlega, en þess í milli yrðu samráð höfð við minni hópa. Allmargir aðilar, sem boðaðir voru á fundinn höfðu vænzt þess að ráðherrarnir gerðu þar grein fyrir fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem enn hefur ekki verið lagt fyrir Alþingi. Tómas Árnason sagði á fundinum, að svo væri ekki, slíkt væri ekki við hæfi þar sem frumvarpið yrði fyrst að leggja fyrir Alþingi. Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lýsti þá á fundinum furðu sinni á ummæl- um Tómasar, að ekki væri við hæfi að ræða fjárlagafrumvarpið. Þeir væru einmitt komnir á fundinn til þess að ræða það þar. Yfirleitt voru fulltrúarnir samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær, óánægðir með það skipulag, sem haft er á þessum fundum. Fundinn sátu um 20 manns. í fréttatilkynningu frá ríkis- stjórninni, þar sem skýrt er frá fundinum, segir m.a. að fundurinn sé haldinn í samræmi við ákvæði í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. Þau samtök, sem áttu fulltrúa á fundinum, voru Alþýðu- samband íslands, Bandalag starfs- manna rikis og bæja, Vinnuveit- endasamband Islands og Vinnu- málasamband samvinnu- félaganna. Þá segir í fréttatil- kynningunni: „Gert er ráð fyrir, að fulltrúar fleiri hagsmunasamtaka taki þátt í starfi þessu á næstunni.“ Kjartan Jóhannsson og Tómas Árnason heilsa fulltrúum BSRB við upphaf samráðsfundarins f gær, Kristjáni Thorlacius og Einari ólafssyni. — Ljósm.. Emilía Flensa komin á kreik? MJÖG kvillasamt hefur verið í Reykjavík og nágrenni að undanförnu. Grunur leikur á að inflúensa sé farin að leika iausum hala, en pestin lýsir sér einkum í kvefi, beinverkj- um og hita og Ieggst meira á ungt fólk en þá sem eldri eru að sögn Ileimis Bjarnasonar, aðstoðarborgarlæknis. Ilann sagði hins vegar, að nokkur sýni hcfðu verið tekin til ræktunar og þær niðurstöður sem borizt hefðu þaðan hefðu alls ekki rennt stoðum undir þessar grunsemdir, en tók fram að reyndar lægju ekki enn fyrir nægilega margar niðurstöður til að unnt væri að segja að þessar grunsemdir væru ekki á rökum reistar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.