Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Áiiián skattheimta dreg- ur úr hvöt manna til að starfa og afla tekna Engllbert Ingvarsson kosinn formaður Kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum KJORDÆMISRAÐ Sjálfstæðis- flokksins í Vcstfjarðakjördæmi hélt aðaifund sinn á ísafirði 7. október sl. Fundinn sóttu fulitrúar víðs vcgar að úr Vestfjarðakjördæmi og var á honum fjallað um starfsemi ráðsins og þau viðhorf, sem nú eru uppi í stjórnmálunum. A fundinum var kjerið í stjórn Kjördæmisráðs ins og var Engilbert Ingvarsson. bóndi, Tyrðilmýri, ísafjarðardjúpi, kjörinn íormaður ráðsins en fráfar- andi formaður, Guðmundur B. Jónsson, Boiungarvfk, baðst undan endurkjöri. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þar sem vakin er athygli á þeirri Engilbert Ingvarsson sundrungu og óeiningu, sem fram kom milli vinstri flokkanna við myndun núverandi ríkisstjórnar, er tókst loks að mynda rúmum tveimur mánuðum eftir alþingiskosningarn- ar 25. júní sl. eins og segir í ályktuninni. Þá segir í ályktun fundarins: „Ljóst er að ríkisstjórnin stendur ekki traustum fótum og nýtur ekki fulls stuðnings allra þingmanna þeirra flokka, sem að henni standa, svo sem fram hefir komið í fjölmiðl- um, hvað þá alls almennings í landinu. Fundurinn varar alvarlega við þeirri stefnu, sem fram kemur í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar, og eru hreinar bráðabirgðaað- gerðir til fjögurra mánaða er hljóta að leiða til alvarlegri vanda síðar, sem verður erfitt að leysa og því erfiðara sem lengur verður haldið áfram á sömu braut. I þessu sambandi bendir fundurinn á að aukin skattheimta á borgarana hlýtur að draga úr hvöt manna til að starfa og afla tekna, en það leiðir aftur til minnkandi þjóðarfram- leiðslu og versnandi lífskjara, þegar til lengdar lætur. í stjórnarsáttmálanum er aðeins vikið að örfáum málum, sem snerta vandamál þjóðarinnar, og viður- kennt af ráðherrum að ósamið sé um fjölda veigamikilla málaflokka, sem engin vissa er fyrir að stjórnarflokk- arnir nái nokkurn tíma samstöðu um. Virðist því allt vera í óvissu með samstarf þessara flokka í ríkisstjórn og eins líklegt að fljótlega þurfi að efna til nýrra kosninga. Fundurinn skorar á allt sjalfstæð- isfólk til eindreginnar og öflugrar samstöðu innan Sjálfstæðisflokksins í þeirri sókn, sem framundan er til þess að flokkurinn megi á ný verða það forystuafl í íslenskum stjórn- málum, sem þjóðin hefir þörf fyrir.“ Sem fyrr sagði var á fundinum kjörið í stjórn kjördæmisráðsins og eiga sæti í henni auk formannsins, Engilberts Ingvarssonar, Jón Gunn- ar Stefánsson, Flateyri, Óskar Kristjánsson, Suðureyri, Sigurður Guðmundsson, Bíldudal, og Pétur Sigurðsson, Isafirði. I varastjórn voru kjörin Þórir H. Einarsson, Drangsnesi, Örn Gíslason, Bíldudal, Hildur Einarsdóttir, Bolungarvík, Elísabet Agnarsdóttir, ísafirði, og Guðmundur H. Ingólfsson, ísafirði. í flokksráði Sjálfstæðisflokksins voru kjörnir Ólafur Guðbjartsson, Patreksfirði, Jónatan Einarsson, Bolungarvík, Högni Þórðarson, ísa- firði, Óskar Kristjánsson, Suðureyri, og Kristján Jónsson, Hólmavík. í blaðnefnd Vesturlands voru kjörnir Guðmundur Þórðarson, ísafirði, Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík, Guðmundur Agnarsson, Bolungar- vík, Stefán Skarphéðinsson, Patreks- firði, og Friðbjörn Óskarsson, Hnífs- dal, Isafirði. Félagskonur í Kvenfélaginu Hringnum og hluti þeirra eigulegu muna sem eru á basarnum á Hallveigarstöðum. Kvenfélagið Hringuriim held- ur basar á Hallveigarstöðum KVENFÉLAGIÐ Ilringurinn. heldur hasar á Hallveigarstöðum. laugardaginn 28. október næst- komandi. A basarnum verða meðal ann- ars: handavinna, jóladúkar, jóla- trésteppi, leikföng, barna- og unglingateppi, svuntur og fleira. Þá verður einnig kökubasar. Hluti basarmunanna verður til sýnis í Gráfeldarglugganum í Bankastræti í dag, laugardag 21. október og á morgun, sunnudag. Kvenfélagið Hringurinn var stofnað 26. janúar 1904. Hrings- konur hafa frá upphafi helgað sig líknarmálum og nú síðustu árin Allur ágóði af basarnum rennur líknarmálum barna. til barnaspítala Hringsins. Ragnar Arnalds samgönguráðherra: Eðlilegt að gera úttekt á rekstri ^ Flugleiða og E.í. „ÉG tel að það sé fullkomlega eðlilegt að gera úttekt á þessum rekstri og reyndar þyrfti alveg áreiðanlega að gera góða úttekt á þessum málum á fleiri sviðum.“ sagði Ragnar Arnalds sam- göngumálaráðherra er Mbl. spurði hann í gær álits á þeirri þingsályktunartillögu Ólafs Ragnars Grímssonar að kosin verði þingnefnd til að rannsaka „rekstur fjárfcstingar og far- gjalds- og farmgjaldsákvarðanir Flugleiða og Eimskipafélagsins með sérstöku tilliti til einokunar- aðstöðu og markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja.11 „Mér sýnist þessi tillaga Ólafs Ragnars skýra sig alveg sjálf,“ sagði Ragnar, „og ég er henni fylgjandi." Sigur jón Ólafs- son — sjötugur Sigurjón Ólafsson er óþarft að kynna fyrir lesendum Morgun- blaðsins og raunar allri þjóðinni. Hann hefur unnið svo rækilega að menningu okkar síðustu áratugi, að vart verður annað sagt en að hann hafi verið einn af máttar- stólpum Islands. Stórt orð Hákot, en ef nánar er að gáð, vil ég halda því fram, að ekki sé ofsagt, að menning íslendinga eigi í Sigur- jóni Ólafssyni einn sinn merkasta fjársjóð, og ég veit, að mikill fjöldi aðdáenda Sigurjóns er mér sam- mála. Þegar ég minnist á aðdáend- ur Sigurjóns Ólafssonar, tala ég bæði um listamenn hérlenda og ekki síður mikinn fjölda fremstu manna erlendis í listum. Þannig hefur Sigurjón Ólafsson unnið sér svo sterkan sess í menningu Norðurlanda, að fleiri vilja eiga en fá. Má í því sambandi nefna, að oft hefur honum verið borið það á brýn, að hann hafi svikið Dani með því að hverfa heim og starfa meðal þess fólks, er ól hann og gaf honum það veganesti, er dugað hefur hingað til. Það mætti margt skrifa um Sigurjón Ólafsson sjötugan. Verk hans þóttu í eina tíð ekki fyrir alla, og var hann löngum litinn hornauga af þeim, er vildu engar breytingar í listum eða voru þess ekki megnugir að meðtaka snilli hans. Nú er sagan önnur. Verk Sigurjóns Ólafssonár eru nú víða um þessa borg, og má nefna sem dæmi styttu fyrir framan Höfða, Síra Friðrik, Ölaf Thors, Minnis- merkið fyrir framan Hótel Sögu, og enn mætti bæta við þessa upptalningu. En það er ekki nóg, að Reykjavík hafi uppgötvað Sigurjón Ólafsson, heldur er nú að finna verk eftir hann víðs vegar um land, og er það sómi Islendinga allra. Sú var tíðin, að aðeins eitt eða tvö verk var að finna á almannafæri eftir Sigurjón, og við, sem verið höfum í námunda við Sigurjón Ólafsson, þekkjum þá þrotlausu baráttu, er hann varð að heyja til að draga fram lífið. Enn er það eítt, sem við gerum okkur stundum ekki eins Ijóst og æski- legt væri. A Islandi býr ef til vill besti portrettmeistari, sem nú er uppi í þessum heimi. Hann er auðvitað Sigurjón Ólafsson, og sem betur fer hefur Sigurjón haft mikil umsvif á því sviði Ég veit, að mörgum finnst ef til vill, að ég taki nokkuð sterkt til orða, þegar portrettlist Sigurjóns ber á góma, en ég bið ekki afsökunar á þeim fullyrðingum, er ég læt hér fjúka. Ef einhver á það skilið, að sterkt sé talað, er það Sigurjón Ólafsson, ‘og sú þakkarskuld, sem við eigum honum að gjalda, verður aídrei greidd. Þess erum við ekki megn- ug- Enda þótt sjö séu tugirnir orðnir, verður þess ekki vart, að vinnuþrek né andans flug sé farið að dofna með þessum sívirka listamanni. Nú vinnur hann mörg af sínum sérstæðustu verkum, og það er eins og Elli kerling hafi ekkert viljað við Sigurjón tala. Hann er enn frár á fæti, brosmild- ur og síþenkjandi yfir nýjum möguleikum og nýju efr.i. Hann stundar gufuna og heldur sér eins og sprækustu unglingar á Hallærisplaninu. Hann tekur ár- lega þátt í SEPTEM með splunku- ný verk, sem koma manni á óvart ár eftir ár. Hann á sér fáar hvíldarstundir, því að hönd hefur varla við því, sem hugur vill færa í form og plastík. Tré er tálgað, kopar er sleginn, naglar negldir og symphonían hljómar skært og hreint, örvandi og heillandi. Nýir heimar opnast, og land og tilvera auðgast af hinum ótrúlegu verk- um. Það hafa margar sögur verið sagðar af Sigurjóni Ólafssyni. Ein er samt sú saga, er mér finnst merkilegust, og hún er í örstuttu máli á þessa leið: Þegar Sigurjón Ólafsson hafði lokið námi í húsamálun, kom hann að máli við móður sína og sagði henni, að hann ætlaði út í heim og gerast myndhöggvari og listamaður. Gamla konan horfði áhyggjufull á son sinn og sagði: Á- hverju ætlar þú að lifa, Siggi minn? Sigurjón sýndi móður sinni hendur sínar og svaraði: A þessum hérna. Þessi stutta saga finnst mér 'vera sígild um Sigurjón Ólafsson. Og hann bætti við: Þær svíkja ekki. Orð að sönnu, er maður sér afköst þessa unga listamanns, sem er sjötugur í dag. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.