Morgunblaðið - 21.10.1978, Side 10

Morgunblaðið - 21.10.1978, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Mér hefur nýlega borizt ritkorn er nefnist Ny litteratur i Norden 1971 —1976. Það er yfirlit yfir norrænar bókmenntir um þri(í(íja ára tímabil o(í er skrifað af fulltrúum frá hverju landi nema Faereyjum. Eiga þó Færeyin(;ar ekki síðri bókmenntir á sínu máli, o g meða! þeirra eru kannski einhverjir ath,vf;lisverðustu höf- undar þessara ára. Mér virðist það en^u máli skipta þótt Fære.vjar hafi enn ekki öðlast fullt stjórnar- farsle(;t sjálfstæði, ok það situr illa á Norræna félaginu, sem þó fyrst of; fremst á að nenna menninf;arle(;u hlutverki, að f;era þessa frændur okkar afskipta í þessum efnum. Er þess fastlef;a að vænta að þetta óréttlæti, ásamt öðru sem brátt verður vikið að, verði leiðrétt í næsta hefti ritsins. Ekki er það tilf;anf;uririn með þessu f;reinarkorni að f;era j;rein fyrir einstökum ritgerðum kvers- ins, enda er éf; ekki nóf;u kunnuf;ur bókmenntum náf;rannaþjóðanna til þess. Þó má ráða af innf;anf;s- ritf;erðinni að bókmenntastefnur á Norðurlöndum séu að breytast. Hinir marf;umtöluðu „ismar“ virð- ast ekki lenj;ur allsráðandi, Of; episka skáldsaf;an, sem ýmsir vildu láta halda að væri dauð, lifir KÓðu lífi. Minnir þetta á árin fyrir seinna stríðið, þef;ar skáldsöf;urn- ar voru mörf; hundruð síður of; almennt nefndar „murstensböf;er“ í Danmörku. Mikið ber á dóku- mentariskum skáldsöf;um, bæði frá fyrri tímum of; samtíma höfundanna. Þetta ætti ekki að koma Islendingum ókunnuglega fyrir sjónir, því að söf;ulef;ar skáldsöf;ur hafa lengi verið drjúg- ur þáttur í bókmenntum okkar. Sem dæmi um dókumentariskar skáldsögur má nefna bækur norska rithöfundarins Kare Holt um Roald Amundsen og Torden- skjold. Ollu þær, einkum hin fyrrnefnda, miklum deilum og urðu því vinsælar. Daninn, Thor- kild Hansen, sem skrifaði þrjár bækur um nýlendustjórn landa sinna á Vestur-Indíum og nú hefur sent frá sér merka bók um Knut Hafnsun, sem valdið hefur miklu fjaðrafoki og múgæsingum, af þeirri einföldu ástæðu að hann fer með rétt mál, er einn af merkustu rithöfundum Dana, og þannig mætti lengi telja. Að sjálfsögðu hljóta menn að sakna margra nafna í svo stuttu yfirliti sem hverju landi er skammtað, en mér virðist ekki gæta áberandi hlutdrægni af pólitískum eða öðrum toga spunn- inn fyrir ákveðnum stefnum, þar sem vissir höfundar eru hafnir til skýjanna á kostnað annarra, eins og menn eiga að venjast hér á landi, nema í greininni um íslenzk- ar bókmenntir. Verður farið nánar út í það hér á eftir. Þegar maður tekur sér fyrir hendur að skrifa örstutt yfirlit yfir bókmenntir heillar þjóðar er margs að gæta. Fyrst og fremst ber að varast alla hlutdrægni og fá fram sem flestar hliðar á málinu. Þetta hefur höfundi dönsku greinarinnar, Tom Höyem, verið ljóst þar sem hann gerir grein fyrir aðferð sinni. Höyem telur að yfirlit sem þetta hljóti að verða huglægt þegar um samtímamann sé að ræða, og einkum þegar tími breytinga og strauma úr ýmsum áttum standa yfir. En samt sem áður finnst honum ástæða til að taka hið huglæga mat á breiðum grund- velli. Vegna þess kvaðst hann hafa spurt 50 bókmenntamenn, rithöf- unda, kennara, gagnrýnendur og prófessora um hvaða 10 bók- menntaviðburði þeim hafi fundizt markverðastir árin 1974—1976. Síðan segir hann orðrétt: „Þetta er engin tilraun til að útnefna tíu „toppa", slíkt er ætíð — og einkum hvað varðar þetta tímabil, — fábjánalegt (auðk. hér)“. Mér virðist að hinn danski höfundur hafi hitt þarna naglann á höfuðið. Aðeins hefði ég viljað bæta við samkvæmt áratuga reynslu minni við almennings- bókasafn, að ekki hefði verið úr vegi að leita álits skoðana almennra lesenda. Margir þeirra bera ekki síður skyn á bókmenntir, Jón Björnsson rit- höfundur: „dóm“ Ólafs yfir Jóhanni. Að vísu fer hann ákaflega gætilega í sakirnar og undirbýr lesandann með því að taka fram að Jóhann sé hvorki róttækur né sósíal. Hann fer mörgum orðum um „Myndina af langafa", og sumt er þar rétt, þó að furðulegt megi telja að skáldin skuli hafa þurft svo langan tíma til að skilja eðli harðstjórnarinnar austur í Kreml (sbr. ný leikrit), þegar meðalgreindir almúgamenn hafa f.vrir löngu skilið það. — En Ó.J. er gætinn í þessum „dómi“ sínum, því í lok umsagnarinnar lætur hann þess getið að Jóhann sé „borgaralegur“ (hvað sem það nú þýðir) og íhaldssamur — kánnski afturhaldssamur. En samt er Ólafur svo fullur af ábyrgðar- tilfinningu gagnvart lesendunum úrval er til í danskri þýðingu skáldsins Poul P.M. Pedersens (Klagen i jorden, Gyldendal 1968), svo að það ætti ekki að koma að sök þótt „pólitískar „stærðir" á la Ólafur Jónsson vilji ekki kannast við hann, þrátt fyrir einróma góða dóma þekktra gagnrýnenda á Norðurlöndum, þegar bók hans kom út. Matthías verður að sætta sig við að á þetta sé minnst. Margt fleira undarlegt er að finna í grein Ó.J., hann gengur til dæmis fram hjá höfundum eins og Hagalín, sem gaf út bækur á umræddu tímabili. Nýjung er skáldsaga Gunnars Dals, „Karnala", þar sem hún gerist á Indlandi, en þar hefur höfundur- inn dvalið um skeið. En hér er af svo miklu að taka að ég verð að láta mér nægja að nefna þá höfunda sem kunnir eru á Norðurlöndum af þýðingum. Jóhannes Helgi hefur gefið út listræna ævisögu á tímabilinu, auk þess sem útvarpsleikrit hans, Sérkennileg bókmenntakynning þótt þeir hafi ekki látið ljós sitt skína í dagblöðum. Og almennir lesendur eru ekki haldnir af þeim sértrúarkreddum sem virðast vera átumein í mestu af hinni opinberu gagnrýni. En sem sagt, aðferð hins danska greinarhöfundar er mjög virð- ingarverð óg stuðlar að því að veita fordómalausa yfirsýn. Svo virðist og sem finnsku, norsku og sænsku höfundarnir hafi fylgt þessari reglu, án þess þó að ég vilji fullyrða nokkuð, þar sem mér hefur ekki gefist kostur á að kynna mér það sérstaklega. II Þegar kemur að Islandi kveður við annan tón. Höfundurinn er Ólafur Jónsson. I upplýsingum um höfunda greinanna er Ólafur sagður kenna „litteraturteori och litteratursociologi(l) við Háskóla íslands og hafi áður skrifað greinar í Ny litteratur i Norden. Svo að sænskir lesendur ættu að geta tekið eitthvert mark á því sem „ein svoddan autoritet" segir, þó að okkur sem betur þekkjum til detti fremur í hug vísan „þar sem enginn þekkir mann...“ í þessu sambandi. — Eitt er því sem marga íslendinga hefur furðað á er hinn mikli fjöldi sértrúarhópa sem lifa góðu lífi á Norðurlöndum. Rígur- inn milli þessara hópa sem allir þykjast kenna hina einu og sönnu trú, hefur oft komið frjálslyndu fólki undarlega fyrir sjónir. Þeir hika ekki við að vísa öllum sem eru á öðru máli niður í neðsta víti. Við þykjumst vel á vegi staddir sem erum lausir við þennan ófögnuð. Enginn hefur lýst trúarofstækinu betur en Guðmundur G. Hagalín í bók sinni „Gróður og sandfok". Við getum státað af því að vera lausir við það trúarofstæki sem svo snilldarlega er lýst í bók Hagalíns, en þó er ekki víst að við höfum sérstaka ástæðu til að hrósa happi. Það hefur nefnilega komið á daginn að um nokkur ár hafa vissir „bókmenntamenn“ haldið uppi þröngsýnni kreddutrú sem ekki gefur trúarofstækinu mikið eftir. Venjulegir menn ímynda sér að þeir sem taka að sér að skrifa um bókmenntir, ekki sízt á erlendum vettvangi, telji það skyldu sína að segja rétt frá og láti engin annarleg sjónarmið koma til greina, hvorki pólitík né einhliða áróður fyrir „ismum" og einstök- um mönnum. Því miður er ekki því að heilsa um grein Ólafs Jónssonar. Hann hefur ekki gert hina minnstu tilraun til að fylgja reglu Danans sem getið er hér að ofan. Greinin er öll einhliða áróður fyrir ákveðn- um hópi meira eða minna pólitískt samstæðum. — Ég undanskil hér Halldór og Laxness og Ólaf Jóhann Sigurðson, sem eru sjálf- sagðir í yfirliti sem þessu. — En grein Ólafs er ekki skrifuð fyrir Islendinga og trúlega er treyst á að fáir hér á landi lesi hana. Hún einkennist af orðum sem einvalds- konungi einum voru lögð í munn fyrir rúmum 100 árum: „Vér aleinir vitum". Ég skal nú finna þessum orðum mínum stað. III I fyrsta hluta greinarinnar er Ijallað nokkuð um þá höfunda sem Ó.J. telur marka helzt stefnuna á þessum árum. Ólafur Jóh. Sigurðs- son fær mikið rúm og er það að vonum, því að slíkur viðburður var veiting Norðurlandaverðlaunanna. Þá eru nefndir tveir ævisagnahöf- undar, Halldór Laxness og Tryggvi Emilsson. Ég tel bók Tryggva raunverulega ævisögu með flestum kostum og göllum slíkra rita, en Laxness hefur skilgreint verk sín í fjölmiðlum svo að efasamt verður að telja hvort Ó.J. hafi á réttu að standa. Langt mál er um þau Jakobínu Sigurðardóttur, Guðberg Bergsson og Thör Vilhjálmsson. Skal ekki nánar fætt um það hér, enda víst ekki allra meðfæri að skilja „analyse" Ó.J. og kannski sízt á færi hans sjálfs. En svo dæmi sé nefnt kemst hann að þeirri niður- stöðu að Guðbergur sé einhvers- konar „fantastískur epiker" en Thor „lýriker". Það er gott fyrir almúgann að vita það! Meðal nafna hinna „stóru“ sem í raun eru kjarni greinarinnar fer ekki hjá því að ýmsir verði hissa, þegar þeir rekast á nafn Jóhanns Hjálmarssonar meðal þeirra. Hann hefur hingað til ekki átt upp á taflborðið hjá vitringum Þjóð- viljans (og Dagblaðsins!) af þeirri ástæðu einni að hann hefur starfað við Morgunblaðið. Nú hlýtur eitthvað að hafa gerzt, annars væri þessi höfundur ekki orðinn aðnjótandi „náðarinnar". Vonandi er skýringin sú, að Ó.J. og hans nótar hafi „frelsast" skyndi- lega, eins og Páll frá Tarsos og Sigurður Sigvaldason. En hvað um það, ýmislegt má segja gott um að hann ræður þeim til að lesa bókina þrátt fyrir allt, enda þótt auðsætt sé að hann sem sannur sálusorgari er ekki alveg áhyggju- laus um andlega velferð safnaðar síns eftir lesturinn. Lokaorð Ólafs um Jóhann taka af öll tvímæli um það, að skrif hans eru af pólitískum toga spunnin og eiga þar af leiðandi ekkeyt erindi í rit sem Norræna félagið stendur að. Jóhann Hjálmarsson er eina ljóðskáldið sem settur er á bekk hinna „stóru“. í síðari hluta greinarinnar eru Hannes Péturs- son og Þorsteinn frá Hamri nefndir svo sem til málamynda. Aftur á móti fá byrjendur eins og Pétur Gunnarsson og Sigurður Pálsson (ljóðskáld) talsvert rúm og segir það sína sögu. Þorgeir Þorgeirsson situr á einhverskonar keisaratróni og sama má segja um Véstein Lúðvíksson. Það er tákn- rænt að í grein Ólafs er enginn höfundur nefndur sem ekki er í þeim pólitíska flokki (að Jóhanni og Hannesi Péturssyni undan- skildum) sem einhverra hluta vegna kýs að ganga undir dulnefni. IV I stuttri blaðagrein er ógerning- ur að nefna alla þá höfunda sem áttu kröfu á að vera með í yfirliti sem þessu. Þó verður ekki hjá því komizt að nefna Matthías Johannessen. Ilann er eitt af þekktustu ljóðskáldunum og þeirra lang-fjölhæfastur. Ljóða- bók hans, „Dagur ei meir“, sem kom út 1975, seldist upp á skömmum tíma, en það er eins dæmi um ljóðabækur. Hann hefur einnig skrifað bækur um þekkt- ustu listamenn okkar og viðtals- bækur. Má óhikað telja hann einn af vinsælustu ritþöfundum lands- ins eins og sjá má af sölu ljóðabókar hans Mörg eru dags augu (1978) og áhuga á bókum hans á almenningssöfnum. Mörg af ljóðum hans eru kunn á Norðurlöndum, þar sem stórt „Eyja í hafinu“, var flutt í norska útvarpinu. Ingimar Erlendur Sig- urðsson, eitt af efnilegustu ljóð- skáldunvyngri kynslóðarinnar, gaf út skáldsögu og tvær ljóðabækur á þessum árum, og skáldsága hans, „Íslandsvísa", hefur verið gefin út í norskri þýðingu (Osló 1975). Guðmundur Daníelsson er í hópi þeirra sem ekki eru til að mati Ó.J. þótt hann hafi gefið út bækur árlega og sé orðinn kunnur á Norðurlöndum. Þannig mætti lengi telja, en þetta verður að nægja til þess að sýna hlutdrægn- ina. Rétt er að minna á að safn íslenzkra ljóða í þýðingum Ivars Orglands hefur komið út í Noregi, og væntanlegt er stórt safn íslenzkra Ijóða á dönsku í þýðingu Poul P.M. Pedersens, sem einnig hefur þýtt heilar ljóðabækur. Þetta mun skera úr um „mat“ Ó.J. i augum þeirra lesenda sem áhuga hafa á íslenzkum bókmenntum* Enn er ógetið þýðinga á íslenzku úr norðurlandamálunum, en þær hafa verið þó nokkrar. Ég bendi á „Gotlenzk ljóð“, sem Þóroddur Guðmundsson skáld hefur þýtt, og er þar um bókmenntalegt landnám að ræða. — Einkennilegt má það og virðast, að barnabókmennta er ekki getið, enda þótt þær hafi verið ofarlega á dagskrá á Norður- löndum undanfarin ár. Hafa þær þó haft veigamiklu hlutverki að gegna. Það er hægt að segja ósatt með þögninni, og það sannast átakan- lega í ritgerð þeirri sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa til Norræna félagsins að það sjái svo um, að rit þau sem það stendur að, verði ekki gerð að málpípu fyrir þrönga eiginhags- munahópa. Það er ábyrgðarhluti að skrifa fyrir erlenda lesendur sem lítið þekkja til íslenzkra bókmennta, og fátt er hægara en að blekkja þá, ef vilji er fyrir hendi. Bók um EBE komin út á ný FÉLAGSSTOFNUN stúdenta hefur gefið út að nýju bókina Ffnahagshandalag Evrópu eftir Stefán Má Stefánsson, lektor við lagadeild Háskóla íslands. Fyrsta útgáfa hókarinnar kom út á árinu 1976 og var gefin út í takmörkuðu upplagi. Við endurútgáfu bókarinnar hafa verið gerðar nauðsynlegar eínisbreytingar miðað við þró- un EBE-réttar fram til 1. janúar 1978. í formála að fyrstu útgáfu sagði: „Þessu riti er ætlað að veita nokkra innsýn í rétt EBE miðað við 1. janúar 1975. Verður lagareglum lýst og þær skýrðar og ennfremur vikið að því hver séu nú helztu vandamálin og hvernig EBE hafi þróazt frá stofnun þess. Riti þessu er einvörðungu ætlað lögfræðilegt hlutverk. I samræmi við það er hvorki lögfræðilegur dómur felldur um ágæti EBE né tekin afstaða til þess hvort ísland ætti einhvern tíma að gerast þátttak- andi í EBE að nokkru leyti eða öllu. Slíkar hugmyndir eru fremur stjórnmálalegs eðlis." Bókin er 211 blaðsíður og er til sölu í Bóksölu stúdenta. Stefán Már Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.