Morgunblaðið - 21.10.1978, Page 18

Morgunblaðið - 21.10.1978, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Martthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stefna ríkisstjórnar- innar jafn óljós og áður Stefnuræða forsætisráðherra markaði ent;in tímamót oíí menn eru jafnnær um það Ofí áður til hvaða aðfierða verður gripið til þess að koma efnahajísmálunum á réttan kjöl og skapa atvinnuvef;-. unum viðunandi rekstrarskilyrði, sem er að sjálfsögðu Krundvöllur þess, að hægt sé að halda viðum andi lífskjörum hér á landi. I rauninni má sejya, að Maf;nús MaKnússon félaf;smálaráöherra hafi komizt að kjarna málsins, þef;ar hann saKði, að ef ekki næðist samstaða innan ríkis- stjórnarinnar um aðf;erðir, sem tryKfíi árangur til frambúðar í efnahagsmálum, sé óhjákvæmilegt að endurskoða grundvöll stjórnar- samstarfsins. Það er að sjálfsögðu mjöf; óvenjulegt, að ráðherra gefi slíka yfirlýsingu þegar eftir stefnuræðu nýs forsætisráðherra og lýsir því ljóslega, á hvílíkum brauðfótum stjórnarsamstarfið stendur. Það eina, sem fyrir liggur, er, að samstaða hefur náðst um stórauknar skattaálögur á einstaklinga og fyrirtæki, jafn- framt því sem boðaðar hafa verið kreppuaðgerðir í fjárfestingar- málum. Slíkt ástand hlýtur að hafa lamandi áhrif á atvinnu- reksturinn og draga úr eðlilegri fjárfestingu til aukinnar vinnu- hagræðingar með meiri framleiðni fyrir augum. Ef þessi óvissa heldur áfram, fer ekki hjá því, að hún dregur niður lífskjörin í landinu. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar le.vstu á engan hátt vanda útflutningsatvinnuveganna, enda var ekki komið til móts við þarfir þeirra, eins og eðlilegt hefði verið, auk þess sem skattaviðaukarnir bitnuðu sérstaklega þungt á út- flutningsframleiðslunni eins og álögurnar bera með sér. Þess var því að vænta.að hinn nýi sjávarút- vegsráðherra sæi ástæðu til að fjalla sérstaklega um vandamál útgerðar og fiskverkunar og til hvaða ráðstafana ríkisstjórnin hygðist grípa í þeim efnum, auk þess sem fiskverðsákvörðunin hefur skapað ný vandamál, sem ekki er séð fyrir endann á. Það vakti athygli, að hinn nýi sjávar- útvegsráðherra vék ekki einu orði að þessum vandamálum. Menn eru jafnnær og áður um það, hvaða stefnu ríkisstjórnin hefur í mál- efnum sjávarútvegsins. Geir Hallgrímsson orðaði þetta svo í útvarpsumræðunum, að ljóst væri, að hvorki ríkisstjórnin í heild né einstakir ráðherrar gerðu sér grein fyrir, hvert stefndi, og því síður hvert ætti að stefna né hvaða leiðir ætti að velja, enda samræmd stefna í efnahagsmálum ekki fyrir hendi eins og hann nefndi dæmi um: Aðgerðir í kaup- og kjara- málum, þ.á m. verðlagsmálum, hafa kynnt verðbólgueldinn, svo að við blasir 1. desember meiri hækkun vísitölu en ætlað var að ógerðum bráðabirgðaráðstöfunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki leyst vandann, heldur aukið hann. Undirstöðuatvinnuvegirnir eru reknir með halla þótt sölusamtök frystihúsanna hafi hækkað út- borgunarverð til húsanna til viðbótar hækkun í kjölfar gengis- fellingarinnar í september. Þetta er gert í krafti loforðs ríkisstjórn- arinnar um að láta gengið síga, og það sig er þegar hafið. í stað þess að auka samkeppni og frelsi í verzlun og vöruvali, er horfið frá nýrri skipan sem samkomulag hafði orðið um í f.vrrverandi ríkisstjórn til þess að tryggja heilbrigða verzlunarhætti og sem lægst vöruverð. I stað þess er gripið til gamals og úrelts skipulags, sem búið er að vera skaðvaldur í atvinnulífi landsins í hartnær 40 ár og raunar beint og óbeint verðbólguvaldur á þessu tímabili, enda hafa allar nágrannaþjóðir horfið frá því. I stað þess að marka raunhæfa vaxta- og verðtryggingastefnu ætlar ríkisstjórnin jafnvel bæði að lækka og hækka vexti og missir þannig tökin á peningamálunum og á stjórn fjárfestingar. A síðustu fjórum árum var dregið úr fjár- festingu úr 33% í 27% af þjóðar- framleiðslu, sem er í samræmi við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að fjárfestingin eigi að vera um fjórðungur þjóðarframleiðslu til þess að veita svigrúm til aukinnar einkane.vzlu. Bersýnilega ætlar stjórnin hins vegar að grípa til vinstri úrræða í fjárfestingar- stjórn, boða og banna og þess misréttis, sem þau leiða af sér milli atvinnugreina og ein- staklinga. í stað þess að gæta þess árangurs, sem fyrrverandi fjár- málaráðherra hafði náð og áætlun fjármálaráðuneytisins eftir mitt ár staðfesti, að greiðslujöfnuður hjá ríkissjóði næðist á þessu ári, eru ákveðin útgjöld, sem óhófleg aukin tekjuöflun stendur þó ekki undir, þar sem komið er aftan að borgurunum með afturvirkum og siðlausum og jafnvel ólögmætum hætti. Þá er fyrirsjáanlegt, að tugmilljarða bil þarf að brúa hjá ríkissjóði á næsta ári með enn aukinni skattheimtu samkvæmt frásögn forsætisráðherra. Geir Hallgrímsson benti á það misræmi, sem fælist í því að segjast starfa í anda launþega- samtakanna en leggja samtímis á nýjar álögur í formi beinna skatta, sem launþegasamtökin hafa viljað fá lækkaða. Hinir nýju skattar draga úr vilja manna til að auka verðmætasköpunina í þjóðfélaginu og fela auk þess í sér þá hættu, að menn telja siðferðislega ekkert rangt að draga undan skatti. — Það er eins og mig minni, að einhverjir stjórnarsinnar hafi talað um neðanjarðarhagkerfi, sagði Geir Hallgrímsson. Hvað er líklegra en þessi óréttláti skattur til að auka það? „Þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki þá dul að gera alla ánægða," sagði forsætisráðherra í stefnuraeðu sinni. Ef marka má viðbrögð manna við hinum nýju skatt- seðlum og efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til þessa má raunar segja, að þessi ummæli hafi verið óþörf. Engu landsins barna hefur dottið í hug, aö sú hafi verið ætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir ísl. Gunnarsson: Hneyksli ad auglýsa nú stödu f orstöðumanns Þ»róunarstofnunar Þróunarstofnun Reykjavíkur var sett á stofn árið 1971 og varð aðalverkefni hennar að hafa með höndum endurskoðun aðal- skipulags Reykjavikur. Með aðalskipulagi er átt við áætlun um þróun byggðar næstu 20 ár, þ.e. ákvarðanir um notkun lands, aðalumferðaræða og fleiri grundvallaratriði, sem frekari skipulagsvinna hvílir síðan á. > Þróunarstofnun tók til óspilltra málanna undir stjórn skipulagsnefndar og forstöðu- manns, sem var Hilmar Ólafs- son, arkitekt. Hann var ráðinn til fimm ára til að gegna þessu verkefni. Svo var komið, að í apríl 1977 afgreiddi borgar- stjórn tillögur að nýju aðal- skipulagi, en Þróunarstofnun hefur síðan unnið að því að ganga frá því til útgáfu og til staðfestingar hjá skipulags- stjórn ríkisins. Lengi hefur það verið ljóst, að það væri verulegt óhagræði af því að hvert sveitarfélag fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu ynni sjálfstætt að gerð aðaiskipulags. Svo mörg atriði eru sameiginleg fyrir skipulag svæðisins í heild, að náin samvinna er óhjá- kvæmileg milli sveitarfélag- anna. Þess vegna hefur mikið verið um það r’ætt að þessi sveitarfélög treystu samvinnu sín á milli um gerð aðalskipu- lags og kæmu á fót sameigin- legri skipulagsstofnun. A s.l. vori var svo komið að öll sveitarfélögin á svæðinu höfðu samþykkt drög að samningi um skipulagsstofnun fyrir höfuð- borgarsvæðið. Aðeins er eftir að staðfesta samningsdrögin endanlega og rita undir samning. I samningsdrögunum segir m.a.: „Komið skal á fót sérstakri skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins, sem ann- ist undir yfirstjórn stjórnar „Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu", aðalskipu- lagningu höfuðborgarsvæðisins. Þróun.arstofnun Reykjavíkur skal verða kjarni þessarar stofnunar og að fullu sameinuð henni fyrir árslok 1978“. Um þetta var enginn ágreiningur í borgarstjórn á s.l. vori. Við í Reykjavík höfðum að vísu farið okkur hægt í þessu máli og lágum undir ámæli fyrir það, bæði frá fulltrúum ýmissa sveitarfélaga í nágrenninu svo og frá vinstri mönnum í borgar- stjórn einkum Alþýðubanda- laginu. Við höfðum hinsvegar fullgildar ástæður til að fara okkur hægt. I fyrsta lagi var eðlilegt að Þróunarstofnunin Birgir ísl. Gunnarsson. lyki frágangi á aðalskipulagi borgarinnar frá 1977 og í öðru lagi samdist um það við for- stöðumann stofnunarinnar að hann lyki því verki og héldi áfram störfum til 1. september s.l. Við töldum því gott lag nú í haust til að skipulagsstofnun höfuðborgarsvæðisins kæmist á fót og Þróunarstofnun Reykja- víkur myndaði kjarna hennar. Nú hefur Þróunarstofnunin unnið að ýmsum verkefnum, sem eingöngu snerta Reykjavík. Þau verkefni þarf borgin að annast áfrani og þarf því að endurskipuleggja meðferð sína á skipulagsmálum. Liggur beinast við að styrkja skipulagsdeild borgarinnar til að sinna þeim verkefnum. í þessu millibils- ástandi var um það rætt, að borgarverkfræðingur stjórnaði Þróunarstofnuninni, þar til hin nýja stofnun höfuðborgarsvæð- isins yfirtæki hana og skipu- lagsstjóri stjórnaði skipulags- deildinni eins og verið hefur. Nú bregður hinsvegar svo við, að vinstri flokkarnir í borgar- stjórn taka ákvörðun um að auglýsa starf forstöðumanns Þróunarstofnunar. Við sem sitj- um í borgarráði höfum fylgst með því að Alþýðubandalagið hefur gert margar tilraunir til að knýja þetta mál fram, en verið stöðvað í því, sennilega af samstarfsflokkunum. Nú hafa þeir hinsvegar látið undan, eins og ávallt virðist raunin í sam- starfi þríflokkanna. Auðvitað er það fullkomið hneyksli að auglýsa og ráða í stöðu forstöðumanns stofnunar, sem í raun er búið að samþykkja að leggja niður sem borgar- stofnun. Samkvæmt samnings- drögunum á stjórn skipulags- stofnunar höfuðborgarsvæðisins að ráða forstöðumann hinnar nýju stofnunar. Það er ekki á valdi borgarinnar að ákveða þaö. Fyrir Reykjavík er hér nú gott tækifæri til að endurskipu- leggja meðferð skipulagsmála hjá borginni og lítill vafi er á því, að í þeirri endurskípu- lagningu á að vera unnt að spara kostnað vegna nýs for- stöðumanns. Ég spái því að þessi ákvörðun um að auglýsa stöðu forstöðu- mannsins byggist á því, að Alþýðubandalagið telji sig þurfa að koma á góðan stali einhverj- um flokksmanni sínum. Verði raunin önnur skal ég fyrstur manna verða til að viðurkenna að sú spá mín hafi ekki reynst rétt. Sannleikurinn er sá, að þegar koma þarf góðum flokks- bróður í stöðu, þá reynist grunnt á öllu talinu um nauðsyn sparnaðar og endurskipu- lagningar í borgarkerfinu. Þetta síðasta hneyksli um að auglýsa stöðu forstöðumanns í stofnun, sem líklega verður ekki til eftir nokkra mánuði, sannar það. Leiðari í Tímanum: „Kemur vart til greina að fresta tollalækkunum einhliða” í TÍMANUM, málgagni forsætis- ráðherra, birtist miðvikudag leiðari. þar sem segir að vart komi til greina að fresta einhliða tollalækkunum á innfluttum iðn- aðarvörum. Leiðarinn er merktur stöfum Þórarins Þórarinssonar ritstjóra. Skoðun þessi gengur í bcrhögg við skoðun Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra en hann sagði svo orðrétt í viðtali við Mbl. 1. október s.l.> „Ég hef litið svo á og fleiri ráðherrar í ríkisstjórninni, að það eigi að vera eitt af stefnumiðum stjórnarinnar að fresta tollalækkunum iðnaðar- vara.“ í umræddum leiðara Tímans segir svo m.a.: „Rétta leiðin til að fresta þessari tollalækkun, er að sjálfsögðu sú að leita um það samkomulags við viðkomandi bandalög, en hætta er á, að það geti tekið svo langan tíma, að ekki sé hægt að reikna með follalækkuninni við gerð fjárlaga nú. Hitt kemur vart til greina, að fresta tollalækkuninni einhliða. Hér er um mál að ræða, sem er alveg ósambærilegt við landhelgis- málið, því að þar var-um lífshags- muni okkar að ræða. Því er ekki hægt að halda fram, að frestun umræddrar tollalækkunar sé þvílíkt stórmál, þar sem ekki er um nema nokkur hundruð milljóna króna að ræða. Vegna þess er ekki hægt að stofna til þeirrar hættu, að gripið verði til mótaðgerða í löndum EFTA og EBE, eins og sennilegt má telja, ef frestun tollalækkunarinnar yrði gerð einhliða, Slíkar mótað- gerðir gætu í fyrsta lagi náð til útfluttra iðnaðarvara, eins og ullarvara, en útflutningur á þeim hefur aukizt svo stórlega til landa EBE og EFTA síðustu tvö árin, að þangað fer nú um 50% heildarút- flutnings á þessum vörum. Mót- aðgerðirnar gætu einnig náð til sjávarafurða. Þess ber svo einnig að gæta, að auðvelt er að bæta iðnaðinum umrædda tollalækkun. Þetta var gert á síðasta þingi með álagningu sérstaks jöfnunargjalds, sem renn- ur að mestu til iðnaðarins. Með því að hækka þetta gjald eða með einhverri annarri tekjuöflun er hægt að afla fjár til iðnaðarins, sem nemur jafnhárri upphæð eða hærri en umrædd tollalækkun. Slík tekju- öflun þarf ekki að hafa áhrif á dýrtíðarvísitöluna, því að á moti kemur tollalækkunin, sem dregur úr hækkun hennar. Frestun tollalækkunarinnar er ekkert stórmál fyrir iðnaðinn, ef á móti koma aðgerðir, sem bæta honum hana. Meginmál iðnaðarins er að honum sé sköpuð hliðstæð samkeppnisaðstaða og hinum er- lendu keppinautum. Því var honum lofað þegar gengið var í EFTA, en við það loforð hefur enn ekki verið staðið. Það verður að vera eitt meginverkefni núverandi ríkis- stjórnar og þá sérstaklega iðnaðar- ráðherrans, að þetta fyrirheit verði efnt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.