Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 13 Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON læknisfræðilegu sjónarmiði sem víða má lesa um í bókum, en óhætt er að segja að leikrænir kostir verksins eru margir. Textinn er bæði á ensku og íslensku og segir ekki mikið. Það er hreyfing og látbragð sem fyrst og fremst á að tala til áhorfenda. Leikaðferð þeirra Ingu og Nigels höfum við kynnst áður í Fröken Júlía alveg óð. I The Exquisitors halda þau áfram tilraun sinni sem að mínu viti er góðra gjalda verð og tilbreytni í fremur fábrotnu leiklistarlífi. Eins og bent hefur verið á er The Exqusitors verk í sífelldri mótun. Það getur breyst frá degi til dags. Ef til vill þyrfti það að vera enn hnitmiðara þótt ekki sé það langdregið. Sambandsrof eða sambandsleysi manna yfir- leitt, þetta meginþema svo margra nútímaverka, birtist hér í nekt sinni. Dauðinn virðist eina svarið. Með því að gera allt gólf samkomusalarins í Norræna húsinu að leiksviði og jafnframt ganga þess skapaðist nálægð sem var óvenjuleg. Til áhorf- enda er höfðað á djarflegan hátt, einskis látið ófreistað í „skarpri lýsingu“ á heimi verks- ins. Engar „ákveðnar kenningar um orsakir og lækningar sjúk- dómsins" eru settar fram, leik- ræn lögmál gilda ein. Sú afstaða höfundanna held ég að sé rétt. Það er þakkarvert nú á okkar félagslega sinnuðu tímum að ekki sé litið á áhorfandann eins og barn sem nauðsynlegt sé að mata. Við gætum hugsað okkur að frá Samtökum áhorfenda kæmi einhvern tíma yfirlýsing þess efnis að í kollum félags- rnanna væri enn eitthvað eftir af viti sem ætti heimtingu á því að fá að njóta sín. Annað eins hefur skeð. Að lokum skal þeim Ingu Bjarnason og Nigel Watson þakkað fyrir gestaleikinn sem var í sönnum leiklistarlegum anda og um margt athyglisverð- ur. Fólk ætti að gefa þessari tilraunastarfsemi gaum. Brauðlaus áramót hjá Reyðfírðingum Reyðarfirði. 5. janúar. JÓLIN voru róleg hér á Reyðar- firði. Gott veður var yfir hátíð- arnar. Messað var á aðfangadag í Búðareyrarkirkju. Sóknarprest- urinn okkar sr. Davíð Baldursson messaði. Flest öll íbúðarhús á staðnum voru skreytt jólaljósum. og setti það mikinn hátíðarblæ á þorpið. en ekki var neins staðar skreytt hjá fyrirtækjum staðarins né þremur bátum sem lágu í höfn- inni. Lionsmenn settu upp lítið jóla- tré hjá-Félagslundi. Var það eina skreytingin fyrir utan þær sem fólk skreytti utan dýra hjá sér. Víða vantaði perur í ljósastaura, og var sumsstaðar heldur dimmt um að fara. Jóladansleikur var haldinn í Félagslundi annan dag jóla. Illjómsveit frá Egilsstöðum spilaði á densleiknum. Þá héldu kvenfélagskonur sína árlegu jóla- trésskemmtun 28. desember og buðu öllum á staðnum upp á veitingar og dans. Þetta er eina jólatrésskemmtunin sem haldin er hér á Reyðarfirði, og hafa kven- félagskonur staðið fyrir þessari skemmtun í mörg ár og álltaf boðið öllum. Gott veður var á gamlársdag vel fram yfir miðnætti, en þá rauk upp með skafrenningi. Tvær brennur voru hér. Dansleikur var í Félagslundi við diskómúsík og dansað þar til kl. 5 um morgunin og skemmti fólk sér vel. A nýársdag var bærinn heldur dauf- ur. Menn sváfu lengi en mættu til vinnu annan dag nýárs, þeir sem vinnu hafa, annars er heldur dauft yfir atvinnulífinu hér. Ekki fengu Reyðfirðingar brauð milli jóla og nýárs, því að bakarar á Egilsstöðum og Eskifirði tóku sér áramótafrí, og urðu bæjarbúar því brauðlausir um þessi áramót. Nú er skólafólk að fara í skóla eftir gott skólafrí, og dofnar þá heldur yfir staðnum. Erfiðlega hefur þó gengið að koma fólkinu til Egilsstaða í flugvélar vegna þess hversu erfið- ur Fagridalur hefur verið yfir- ferðar fyrstu dagana sem fólkið var að fara en nú er komið gott veður og vel fært. — Gréta. Árshátíð Eyfirðinga- félagsins á föstudag Eyfirðingafélagið í Rcykjavík heldur árshátíð sína að Hótel Sögu n.k. föstudag 12. janúar og verða miðar seldir í anddyri Súlnasalar á miðvikudag og fimmtudag kl. 5—7. Gestur kvöldsins verður Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari. Ómar Ragnarsson skemmtir og fleira verður á dagskrá. — Við erum með margþætta starfsemi, sagði Ásbjörn Magnússon formaður Eyfirðinga- félagsins í viðtali við Morgunblaðið í gær. Á hverju hausti bjóðum við öllum Eyfirðingum, sem orðnir eru 67 ára, í kaffi á Hótel Sögu og einnig gefum við þeim Eyfirðingum jólagjafir, sem eru á elliheimilum, á Hrafnistu, Grund eða Ási í Hveragerði. Þá höfum við gefið stórfé norður. Fyrir nokkrum árum gáfum við hjartabílnum á Akureyri 120 þús. kr., sjúkraskýlinu í Ólafsfirði 100 þús. kr., til barna- deildar sjúkrahússins á Akureyri 250 þús. kr., til Sjálfsbjargar 350 þús. kr. og auk þess smáupphæðir til minjasafnsins og Kristínarstofu, sem er til minningar um Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu. Eins og af þessu sést byggist starfsemin mikið á því að safna fé, m.a. með hlutaveltum og bingókvöldum. — I Eyfirðingafélaginu eru 400—500 manns. Það var stofnað af alþingismönnunum Einari Árna- syni á Eyrarlandi og Bernharð Stefánssyni og af Valdemar Stefánssyni, fyrrv. saksóknara, og verður 40 ára 18. marz n.k. I stjórn Eyfirðingafélagsins eru auk Ásbjarnar: Árni Jónsson gjald- keri, Harpa Björnsdóttir ritari, María Ágústsdóttir og Agnes Pétursdóttir, en til vara Haraldur Jóhannesson og Ingibjörg Gunn- laugsdóttir. í stjórn kvennadeildar Eyfirðingafélagsins eru: Steinunn Steinsen formaður, Birna Björns- dóttir ritari, Snjólaug Kristjans- dóttir gjaldkeri, Sigríður Ingólfs- dóttir og Gunnlaug Kristinsdóttir og tii vara Sigurbjörg Kristinsdótt- ir og Bára Þorsteinsdóttir. Fjölskyldubíll — sportbíll? Hvoru tveggia MAZDA 323 SP er búinn öllum kostum góös fjölskyldubíls: Rúmgóöur, sparneytinn og umfram allt ódýr. Þar aö auki hefur hann til aö bera eiginleika sportbíla sem gleðja alla sanna bílaunnendur: 1415 cc vél og 5 gíra kassa (0—100 km á 12,8 sek.) sérbólstruð rally sæti, ríkulega útbúiö mælaborö meö snúnings- hraöamæli, sportfelgur, sérstakt svart metallic lakk, svarta stuöara, grill og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99 Ný bóla sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft - eöa lykt. Innilokað loft eða reykmettaö. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna með því að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett i kúluna. Einn kostur i viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagiö Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur. oi_ Smávörudeild Shell Sími 81722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.