Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 bendir á blaðsnepil með nokkrum línum, nafnspjald og boðskort. „Veit það ekki.“ „Þér vitið víst en viljið ekkert seítja. En þér hættið að þrjózkast! Bíðið þér bara, þér skiptið um skoðun!“ Skyndilega stendur hann upp og fer út úr herberginu. Varðmaðurinn ttónir á mig, en ég á gluittíann. Maðurinn snýr aftur með hávaða. „Og vitið þér hvað, frú Bednarova, þér farið í varðhald. Yður er sama um allt, þá farið þér i varðhald." Hann veifar ljósrauðu blaðadóti framan í mÍK- „Vegna þess að ég fór að heim- sækja herra Lukes? Er þetta annars mögulegt? A grundvelli hvers? Eg heimta löggild skjöl!“ „Það fáið þér að vita. Þér farið í yfirheyrslu. Við hér erum bara upplýsingadeild. Jæja, pakkið þér dótinu saman!“ Eg tek saman dótið mitt og fylgdarmenn láta ekki bíða eftir sér. Varðmaðurinn fær liðstyrk. Það er verið að leiða mig um ganga og yfir húsagarðinn í byggingu við Konviktska-götu. Við göngum niður tröppur í dimman kjallara. Ég er látin standa á reit á gólfinu innrömmuðum með hvítu og merkt- um STAÐUR HINS HANDTEKNA. Þar er mér fyrirskipað að lesa nokkurs konar reglugerð: Hvenær sé farið á fætur, hvenær farið að sofa, hvenær eigi að taka til, hvað er leyfilegt og hvað ekki leyfilegt, og að starfsmenn stofnunarinnar béri að titla „herra" ... Ég fæ naumast tíma til að lesa fyrirmælin öll, þegar kallað er: „Bednarova, komið þér hingað! Iæggið handtöskuna frá yður þarna. Nú skráum við innihaldið. Teljið þér peningana. Jæja, þá það: peningabudda — takið þér arm- bandsúrið af og hringinn — og svo er það handsnyrtisett, hanzkar, lyklakippa með þremur lyklum, strætisvagnaskírteini ... skrifið það hérna undir. Og hér staðfesting, að þér hafið afhent fatnaðinn yðar.“ Þrisvar sinnum verð ég að skrifa nafnið mitt á rósrauða blaðið. „Bednarova, hér er staðfesting þess efnis að nafnskírteinið yðar er tekið í vörzlu, skrifið undir hérna," suðar einhver annar við hliðina á mér. „Bednarova, komið þér hingað!" er kallað úr fatageymslu innar á ganginum. „Hér farið þér úr öllu og leggið fötin vðar hér.“ Afklædd Ég fer úr, og kona, sem hefur geð í sér til slíkra hluta, rótar í hárinu á mér, leitar bak við eyru, segir mér að gera fimm hnébeygjur og að lyfta örmum eða fótum og hún gáir að, hvort ég sé ekki að smygla „einhverju“ inn á iljum eða annars staðar. Af þessu „einhverju" leitar hún líka í háleistum, brjóstahaldi, nærbuxum, gallabuxum, í blússu og peysu. Svo tekur hún upp skóna, rífur frá leppinn og athugar hæl- ana. Hún skipar mér að klæða mig aftur og leiðir mig á klósett í tómum klefa. Það er þröng vistar- hola með handlaug og setu. Ég má setjast á skálina, meðan konan bíður í dyrunum. Það vantar pappír. Ég vil fá pappír. Hún hefur engan. Ég vil, að hún sæki pappírsvasaklút úr handtöskunni minni. Að minnsta kosti það. „Eruð þér heilbrigðar?“ spyr hún. „Nei, ég er sjúklingur og með öreigastyrk. Ég er með gallganga- stíflu, hef fengið tvisvar lifrarbólgu og er með strangan matarkúr." Og ég nefni fleiri af sjúkdómum mínum. Það liggur við, að ég vorkenni sjálfri mér, hvað ég er búín að líða margt. Meðan er að girða mig, kallar konan: „Ég get ekki tekið hana. Hún er veik. Þið verðið að fara með hana til læknis í Pankrac-fangelsi." „Er það?“ heyri ég margraddað vonbrigðahljóð úr hinum enda gangsins. Svo kemur Tatra-bíll eftir mér. Auk varðmannsins fylgir mér maður með óþekkt nafn, svo og bílstjóri. Við þvælumst um Prag í umferðaöngþveiti og smáfærum okkur að Pankrac, en illa tekst okkur að rata á rétta innkeyrslu að fangelsissjúkrahúsinu. Loksins heppnast það. Ég er leidd fyrir lækni. Hann skoðar bjúginn á fótunum á mér, hnoðar magann, þreifar á veikri lifur minni, vill fá að vita, á hvaða meðulum ég sé, og að lokum heyri ég hann í dyrunum tilkynna. „Bednarova verður hér kyrr, þið hafið ekki rétt mataræði handa henni í Bartolomejska-götunni." Ennfremur heyri ég utan úr ganginum, að verið er að þrátta um eitthvað. Ég fæ röndótt sjúkrahúsa- náttföt, röndóttan slopp og töfflur. Af eigum mínum held ég eftir aðeins gleraugum, vasaklút og greiðu. Ég bið um háleistana. Mér er kalt. Það leyfist ekki. „Þarna sjáið þér, svo mikið veikar eruð þér og samt gerið þér lífið yður erfitt," segir læknirinn við mig. „En læknir, það er ekki ég, sem geri lífið flókið fyrir mér. Ég fór i heimsókn til vinar. Þar var ég handtekin og ennþá hefur ekki nokkur maður sagt mér af hverju. Ég bið yður, ef þér hafið eitthvað frétt um mig, segið að minnsta kosti hvað mín bíður hér.“ „Þér verðið hér í sjúkrahúsklefa. Hingað koma til yðar rannsóknar- menn til að yfirhéyra yður. I fyrramálið farið þér í blóðrannsókn, röntgenskoðun og fleiri athuganir. Svo sjáum við tii.“ Hjúkrunarkona leiðir mig um langan gang, fangavörður lýkur upp klefa nr. 115, og þar kynnist ég frú Evu Ciparovu. Hún leggur frá sér hálflesna bók og veitir mér athygli. Sjúkraklefinn Rúm okkar eru eins og iímd við vegg. í þessu þrönga rými er enn eitt rúm ónotað. Hér eru líka sjúkrahúsborð, haldlaug og salerni. Hér er engin þörf á stólum. Borðið hennar frú Ciparovu er þakið póstkortum, sem í þessu til- breytingasnauða umhverfi stinga með litum sínum í augun. „Það er bannað að hafa þau á borðum," segir hún, „en mér leyfa þeir allt hér. Hef ég ekki raðað þessu fallega? Hvað finnst yður? Bezt finnst mér þetta svona.“ Hún. réttir mér mynd af laxlitri rós á ljósbláum grunni. „Hann Jozko sendi mér það. Öll þessi hefur Jozko sent mér.“ „Mikið hafið þér fallegt hár,“ segi ég við hana. „Þetta er ekki neitt, hárið náði mér niður að mitti. Nú er búið að klippa það, og ég hef líka misst mikið af því. Finnið þér bara, það er farið að vaxa á ný.“ Og virkilega. Undir dökkum kolli finn ég það rétt við sjálft höfuðleðr- ið að upp kemur eins og stingandi bursti. Ég hjúfra mig undir þunnu teppi eins og hnoðri og reyni að láta mér hlýna. Fæturnir eru eins og ískiumpar. Mér líður illa af öllu því, sem ég varð fyrir í dag. Það þýtur um huga minn fram og til baka, og í kringum magann hreiðrar um sig óþægileg kuldatilfinning og færist þaðan út í allan líkamann og upp í höfuðið, unz mig verkjar. Ég fyllist kvíða, veit ekki hvað framundan er. Hvað hafa þeir í undirbúningi gegn mér? Þeim leyfist allt, bókstaflega allt. Þeir gætu jafnvel haft ein- hverja nýja tilskipun til að fara eftir. Og hvernig mun vera ástatt heima? Ætli fólkið sé ekki hrætt um mig? Og í flýti tek ég saman nokkrar setningar, sem ég þarf að láta bóka, þegar þeir koma til að yfirheyra mig. Ég verð að leggja þær á minnið, má ekki gleyma neinu, sem þyrfti að bóka. En ef þeir neita að bóka það? Þá verð ég að neita að svara. Já, svona ætla ég að hafa það. En við þá tilhugsun lyftist maginn og h.vggur á upp- reisn. Nú má ég til að standast. Ég áminni magakútinn og tel um fyrir honum til þess að róa hann. Ég legg á hann höndina. Hún er farin að hlýna. Ég segi honum, að hann megi ekki svíkja mig núna, að hann verði að hjálpa mér, og ég muni einhvern tíma endurgjalda honum það Rödd sambýliskonu minnar hefur skyndilega fengið annan hljóm. Ég hlusta, geri mér ljóst, að ég var ekki að fylgjast með, og skammast mín vegna þess. „... og þremur dögum eftir að þeir hirtu mig, fékk ég flogaveikiskast...“ „Fyrirgefið þér, hvar sögðuð þér, að þetta hefði gerzt?“ „Nú, þeir settu mig í varðhald í Litomerice, skiljið þér. Þangað er farið með fólk frá okkur í Most. Þeir tóku mig 4. febrúar, fluttu mig til Litomerice, og þar var ég yfirheyrð. Ég hafði ekkert af mér gert. Þess vegna varð ég svo æst yfir ranglæt- inu, að ég fékk kastið. Ég á það til, en sem betur fer gerist það örsjaldan. Ég er lærð framreiðslu- kona og útskrifaðist úr námskeiði fyrir yfirþjóna. Og þegar ég fékk kastið þá kölluðu stelpurnar- í klefanum á lækninn, en hann sagði, að ég væri að gera mér það upp. Hann trúði mér einfaldlega ekki. Og fangaverðirnir fengu skipun um að meðhöndla mig, eins og ég væri heilbrigð. Svo lömdu þeir mig með kylfu hægra megin." Hún mjakar sér út úr rúminu og sýnir mér höndina og fótinn. Höndin lafir máttlaus meðfram líkamanum og fóturinn undarlega snúinn. „Aumingja stúlkan,“ segi ég með tár í augum. „Verið þér ekki að gráta, nú orðið er það gott. Stelpurnar í klefanum grétu líka yfir mér. En þarna norður frá, í Litomerice, létu þeir mig vera án aðstoðar í þrjár vikur. Svo létu þeir mig á sjúkradeild, en aðeins í níu daga. Þeir trúðu mér ekki, þér héldu, að ég væri aðeins að þykjast. Ekki einu sinni lömuninni trúðu þeir. Þá missti ég alla löngun til að lifa. F’rá morgni til kvölds var ég að sitja á stól í klefanum. En þetta voru baklausir kollar. Ég var alltaf að detta ofan af þeim. Þá sátu stelpurnar með bakið á móti mér, til þess að ég gæti stuðst við þær. En þegar fangavörðurinn sá það, feng- um við það borgað. En hvað þær fengu að líða mín vegna! Þegar fangavörðurinn kom, urðum við að standa upp, ég iíka. En ég gat það ekki. Ég gat ekki staðið nema á öðrum fæti. Ef ég studdist ekki við vegg, þá var ég að detta. Þá slógu þeir mig aftur með kylfu og sögðu: — Yður hættir að þykja gaman að svona uppgerð! — Og þeir vildu, að ég færi gangandi í yfirheyrslur, en ég gat aðeins hoppað á öðrum fæti. Þér sjáið þó fótinn. Ég var alltaf að detta.“ Hún tekur eitt hopp á vinstra fæti, hinn dregur hún á eftir sér eins og ugga. Guð minn góður, að sjá þessa fallegu ungu konu! Fóturinn er magur af vöðvarýrnun. Sýknuð „Hann er styttri, sinarnar hafa stytzt, sérstaklega neðst á fætinum. Nú kemur hingað daglega endur- hæfingarsystir og æfir bæði arminn og legginn. Nú er það orðið gott. Ef ég verð dugleg, segir hún, mun ég geta tekið dansspor eftir tvö ár. Mér þykir svo ægilega gaman að dansa. Jozko á hinn bóginn er mikið fyrir knattspyrnu en ég fyrir dansinn. Hérna bera þeir umhyggju fyrir mér, þetta er eins og í alvörusjúkra- húsi. Þeir eru mér svo góðir, ég get ekki kvartað. Þér hefðuð átt að sjá mig áður en ég kom hingað. Reyndar var ég borin hingað í sjúkrabörum, svo máttlítil var ég,“ „Allt fangelsið í Litomerice vissi, hvernig var farið með mig,“ heldur hún áfram. „Ég hef vitni að þvi og ætla að kæra. Læknirinn var soddan tízkukóngur, hann rétt kom og sagði: — Jæja, dömur og var síðan farinn. Hann lét mig vera án lyfja, án hjúkrunar, og auk þess var ég lamin án tilefnis. Sjáið þér, þetta kom frá dómstólnum 26. apríl, að ég væri sýknuð af ákærunni. Það þýðir að ég er ekki sakfelld." Hún lætur mig lesa í skjalinu: „ ... ofangreind er sýknuð af ákærunni. ... Dagsett 26. apríl." „Og hvers vegna voru þér eigin- lega kærðar?" „Hérna hef ég ákæruritið, lesið þetta sjálfar." Ég les frásögn um Veru Ciparovu og Álik nokkurn, en hann neyddi hana, með öxi í hendi, að taka þátt í innbroti í einhverja matsölu og stal þaðan sígarettum og peningum, samtals andvirði 406 kr. Jú, mér missýndist ekki — andvirði 406 króna! (Samsvarar 15.000 ísl. kr). „Hver er þessi Álik?“ „Það er þekkt nafn í nágrenni Most. Það er kjötfjall sem vegur 115 kíló, og hann hótaði mér með öxi. 'Ég varð hrædd. Yrðuð þér ekki hræddar? Það hefðu fleiri orðið hræddar en ég. Og þjóðvarðliðs- menn hefðu átt að þekkja mig, þeir borða þó í matstofunni, en þeir komu nú samt og hirtu mig. Ég veit sitt af hverju um þá, ég gæti frá ýmsu sagt ef ég kærði mig um ... Og sjáum nú til, nú fæ ég tilkynningu um, að ég sé sýknuð af ákærunni. Ég ætlaði mér að koma fyrir dómstólinn, en yfirlæknirinn hérna leyfði það ekki, sagði að ég gæti það ekki af heilsufarsástæðum. Ég ætlaði nefnilega að sýna þeim höndina og fótinn. Megi þeir sjá, hvað þeir hafi gert úr mér. Ég fyrirgef þeim það ekki, þeim í Litomericefangelsinu. Allt snýst í höfðinu á mér: Saga Veru Ciparovu, hvað gerist á morgun, hvernig mun yfirheyrslan fara fram. Bara að ég verði ekki sótt snemma í fyrramálið. Þá líður mér alltaf illa, er flökurt og lifrin er óþæg, jafnvel heima, þegár allt leikur í lyndi. Arla morguns má heyra, hvernig fangarnir raða sér í fangelsigarðin- um, þar er stappað fótum, skipanir hljóma, áfram gakk, burt í vinnuna. Mín bíður blóðsýnitaka, gegnumlýs- ing, rannsókn hjá kvensjúkdóma- lækni, samanfléttað morgunvanlíð- an minni, með morgunmat og eftirliti um gægjugatið, annars erum við bara tvær saman í friði. Aftur sem ég í huganum umkvört- unina, sem ég ætla að bera fram þegar þeir kalla á mig„en það getur verið hvenær sem er. Við borðum hádegisverð. Matur- inn minn er sjúkrafæða, en frú Ciparova fær sérstakan fitunar- skammt. En eftir mér kemur enginn. í hvert skipti, er lykill skröltir í skránni, í hvert sinn og gægjugatið opnast, segi ég við mig: — Nú! — Og ég viðurkenni, að mér kólnar óþægilega kringum magann. En ekkert gerist. Þá er verið að koma með te eða með lyf eða verið að sækja ílátin. Sleppt Og aftur er komið kvöld og svo nótt og morgunn og hádegi og þá eru tveir sólarhringar liðnir, síðan ég missti frelsið. Lögum samkvæmt á ég að fá yfirlýsingu. Það á að vera almennileg yfirheyrsla með bókun og það á annaðhvort að leiða mig fyrir rétt — eða sleppa mér. Ennþá kemur ekki nokkur maður, engin yfirheyrsla fer fram, engin gerðar- bók er færð. Frú Ciparova lánar mér blaðsnepil og sjaldgæft ger- semi í fangelsinu, blýant. Ég skrifa athugasemdir mínar og svo læt ég fangavörðinn vita, að ég vilji kvarta. Já, svona fer ég að. Og hvað ætli klukkan sé? Og frú Ciparova gizkar á, að hún sé þrjú. Þá skröltir lykill í lásnum. Dyrnar opnast og kona með kylfu við belti kallar: „Bednarova, takið þér saman dótið, leggið ílátin á sinn stað og komið með mér. — Jú, takið þér snúðinn með yður, þér vitið þó ekki, hvert verður farið.“ Satt er það. Ég veit ekki, hvert ég fer, hitt er víst, að ég flyt úr klefa nr. 115 fangelsissjúkrahússins í Pankrac. Ég kveð frú Cliparovu. „Megi allt verða að óskum yðar, að þér fáið bata, verðið hamingju- söm, og allt gangi vel.“ Dyrunum er læst að baki mér. Við förum gegnum fangelsisgarðinn. Eg mæti mönnum í nokkurs konar dökkbrúnum æfingagöllum, það eru hópar fanganna, sem koma úr vinnunni. Mig svimar, mér er flökurt, maginn gerir vart við sig og kuldaaðkenning í kringum hann. I hljóði skamma ég sjálfa mig fyrir að vera svona kerlingarleg. Leið- sögukonan mín leiðir mig um völundarhús ganganna á einhvern stað, þar sem ég hef fataskipti og kemst í eigin föt og síðan á annan stað, þar sem nú bíður mín í umslagi handtaska ásamt öllum hlutum og gögnum. „Skrifið hér undir, að þér hafið tekið við þessu," segir við mig kona í blágrænni dragt, „og skrifið líka undir burtfararskjalið.“ „Já, en ég veit ekki ennþá, hvers vegna ég hef verið í haldi hér; getið þér sýnt mér skýringargagn um það? Ég hef fram að þessu ekki fengið að vita neitt.“ Hún réttir mér þetta ljósrauða eyðublað, sem ég var látin skrifa undir þrisvar, þar sem innihald handtöskunnar minnar var upptalið og þar sem nú má lesa einnig þetta: Bókun um handtöku — í varðhald nr. 30 727. Um ofangreinda ieikur rökstuddur grunur, að hún hafi fjölritað og dreift ritum, sem með innihaldi sínu stefna á móti sósíal- ískri og réttarfarslegri skipan hins Tékkóslóvakíska sósíalistíska lýð- veldis. Auk þess þar sem hún hefur skrifað undir „Yfirlýsingu skjalsins 77“, er hún samábyrg fyrir dreif- ingu þeirra. Ástæðum til handtöku ofangreindrar samkvæmt 67. grein refsilöggjafar, málsgrein b, er fullnægt. Samtímis hefur verið í samræmi við 82. grein refsilöggjaf- arinnar, málsgrein 3, frámkvæmd líkamsleit. Undirskrift majór Novotny og yfirlögregluþjónn Zak. Handtekin 10. 5. 1977, kl. 16.50. Látin laus 12. 5. 1977, kl. 16.00. Kona í blágrænni dragt leyfir mér að gera afrit af skjali þessu, og eftir það kvitta ég fyrir handtöku og lausn. Með þessu afriti, ennfremur með fangelsissnúðinn í hendinni stíg ég fæti mínum út úr Pankrac-fangels- inu. Ég fer heim til þess að skrifa umkvörtun vegna sjöfaldra laga- brota þjóðvarðliðsins í Bartolo- mejska-götunni nr. 7. Úr tékknesku blaði sem gefið var út á laun eftir innrás Sovétmanna: „Vaknaðu, Lenin! Breshnev er orðinn ær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.