Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 17 Landbúnaðarráðherra: Bændur fái 90% útborgunarhlut- f all af haustgrundvallarverdi Ríkisstjórnin hefur sam- kvæmt tilmælum land- búnaðarráðherra er hann byggði á tillögum nefndar, er f jallaði um breytingar á afurða- og rekstrarlánum til landbúnaðarins, beint þeim tilmælum til Seðla- bankans, að hraðað verði afgreiðslu á uppgjörslán- um til sláturleyfishafa, þannig að unnt verði að hækka útborgunarhlutfall til bænda í 90% af haustgrundvallarverði. Hér fer á eftir fréttatilkynning er Morgunblaðinu hefur borist frá landbúnaðarráðuneytinu um þetta mál: „í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er tekið fram, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir aðgerðum til að „bændur fái laun sín greidd og óhjákvæmilegan rekstrarkostnað svipað og aðrir aðilar fá nú“. I samræmi við þetta ákvæði samstarfsyfirlýsingarinnar skipaði landbúnaðarráðherra í október sl.l, nefnd til að gera tillögur um breytingar á afurða- pg rekstrarlánum landbúnaðarins. I nefndinni áttu sæti fulltrúi frá Seðlabanka Islands og viðskipta- bönkunum, Stéttarsambandi bænda, Sambandi ísl. samvinnu- félaga og menn úr þingflokkum stjórnarflokkanna. Formaður nefndarinnar var Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður. Nefndin skilaði 1. áfanga nefndarálits 24. nóvember s.l. og á grundvelli þeirra hugmynda sem þar koma fram lagði landbúnaðar- ráðherra fram, í ríkisstjórninni, eftirfarandi tillögur um breytt fyrirkomulag á greiðslum vegna landbúnaðarins: 1. Fullgildir verðábyrgðarreikn- ingar til ríkissjóðs vegna út- flutnings á landbúnaðaraf- urðum verði greiddir mánaðar- lega óháð verðlagsári land- búnaðarafurða, þótt heildar- upphæð sé gerð upp í lok hvers verðlagsárs. Samkvæmt því verði á fjárlög- um gert ráð fyrir upphæð til greiöslu útflutningsbóta vegna útflutnings á síðustu 8 mánuð- um fyrra verðlagsárs, og fjórum fyrstu mánuðum nýs verðlags- árs. 2. Ríkissjóður greiði af niður- greiðslu- og uppbótafé vaxta- og geymslugjald á kindakjöti í lok hvers mánaðar samkvæmt þeim birgðum sem staðfest er að hafi verið í upphafi mánaðarins Seðlaveski tapaðist TÓLF ára giimul telpa tapaði seðlaveski þann 28. desember síðastliðinn. að öllum líkindum með strætisvagni á leið 6. í veskinu var skólaskírteini og bókasafnsskírteini. merkt nafni og símanúmeri. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Jónínu Kaldal í síma 3 83 81. samkvæmt birgðaskýrslum sláturleyfishafa. 3. Ríkisstjórnin beinir þeim til- mælum til Seðlabanka íslands að hraðað verði afgreiðslu á uppgjörslánum til sláturleyfis- hafa, þannig að unnt reynist að hækka útborgunarhlutfall til bænda í 90% af haustgrund- vallarverði. Ríkisstjórnin hefur falið land- búnaðarráðherra að vinna að framkvæmd þessara tillagna í samvinnu við fjármálaráðherra og Seðlabanka íslands. Á undanförnum árum hefur sá háttur verið hafður á við greiðslur á útflutningsbótum úr ríkissjóöi, að á hverju almanaksári greiðist eigi hærri fjárhæð en nemur hámarksverðábyrgð næstliðins verðlagsárs, sem hefst 1. septem- ber og lýkur 31. ágúst. Þegar útflutningsbótaþörf landbúnaðar- ins hefur nálgast hámark verð- ábyrgðar ríkissjóðs sem greiða má lögum samkvæmt, hefur komið upp sú staða, vegna áðurnefndrar starfsaðferðar, að útflutnings- bótareikningur vegna þess verðlagsárs sem hefst á almanaks- árinu (þ.e. 1. september) koma ekki til greiðslu þótt fullgildir séu, fyrr en á næsta almanaksári. Þessi dráttur á greiðslu útflutn- ingsbótareikninga hefur tafið fyr- ir því að sölufélögin gætu staðið bændum skil á andvirði innlagðra afurða, þegar náð hefur fyrr- nefndu hámarki. Með nýja fyrirkomulaginu er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði að fullu útflutningsbótareikninga mánaðarlega, óháð verðlagsári, en heildarupphæð verði gerð upp í lok hvers verðlagsárs. Hámark út- flutningsbóta er samkvæmt lög- um, eftir sem áður miðað við 10% heildarverðmætis landbúnaðaraf- urða og hefur þessi ráðstöfun því ekki í för með sér aukningu útflutningsbóta. Undanfarin ár hefur ríkissjóður greitt niður vaxta- og geymslu- gjald á kindakjöti með því að greiða, mánaðarlega, áfallinn áætlaðan vaxta- og geymslukostn- að fyrir h^ert kg kjöts við sölu þess. Því hefur uppsafnaður kostn- aður orðið verulega hærri þessum greiðslum á fyrrihluta sölutíma- bils. Þetta hefur bundið mjög fé sláturleyfishafanna, sem orðið hafa að greiða þennan kostnaö jafn harðan, og takmarkað útborg- unargetu þeirra. Greiðsla uppgjörslána hefur á undanförnum árum hafist í lok maímánaðar. í 3. lið tillagnanna er þeim tilmæhim beint til Seðla- bankans að hraðað verði greiðslu uppgjörslána til slátursleyfishafa í samræmi við hærri útborgun og minni eftirstöðvar til uppgjörs hjá bændum. Breytingar þessar á greiðslum vegna landbúnaðarins hafa ekki í för með sér umtalsverðan kostnað- arauka fyrir ríkissjóð. Hinsvegar eru þær til mikilla hagsbóta fyrir bændur og sölufélög þeirra, og auðvelda þeim að standa skil á andvirði innlagðra afurða fyrr en áður, og ættu að gera mögulega um 90% útborgun af haustgrund- vallarverði afurða til bænda.“ Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. jSc Fullkomin iðnaðarborvél með tveimur föstum hraðastillingum, stiglausum hraðabreyti í rofa, og afturábak og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viðbrugöið hefur verið fyrir gæði, um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaðs: 7'A". Skurðardýpt: beint 59 mm, við 45° 48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Létt og lipur stingsög meö stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraði: 0-3500 sn/mín. Mótnr- 350 wött. o- Stórviðarsögin með bensinmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keðju- smurning. Vinkilslípivél til iðnaðarnota. Þvermál skífu 7". Hraði: 8000 sn/mín. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmurfræsari. Hraði: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. <§> Óviðjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.