Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 I ráðherrabústaðnum Staöreynd er það, að fá- mennasta þjóðin, sem við Islendingar eigum nokkur um- talsverð samskipti við, eru frændur vorir og vinir Færey- ingar. Samskipti þjóðanna hafa verið jákvæð um áratuga skeið og farið vaxandi, báðum þjóð- um til gagns og sóma. Þeir sem horfa til framtíðarinnar hafa líka á það bent, að í náinni framtíð muni þessi samskipti geta aukizt stórlega, einkum á sviði fiskveiða á hinum víð- áttumiklu veiðisvæðum í Norð- austur-Atlantshafi. Um árabil, eða allt frá útfærslu fiskveiðilögsögunnar, hafa Færeyingar árlega leitað eftir fiskveiðiheimildum við Island — í formi gagnkvæmra fiskveiðiréttinda þjóðanna. Þrátt fyrir vel smurðar áróðursmaskínur, sem verið hafa í gangi alla tíð gegn veiðiheimildum til Færeyinga, hafa stjórnvöld sýnt þá víðsýni í þessu máli og þann skilning á vanda Færeyinga, að komið hefur verið til móts við óskir þeirra. Hafa íslendingar sýnt í verki, að þeir eru þjóð, sem vegna fámennis er skilnings- ríkari en margar aðrar, á vandamál annarra smáþjóða. Uti í heimi, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hefur verið eftir þessu tekið. Hefur einmitt hið gagnkvæma sam- komulag þessara smáþjóða þarna norður í Atlantshafi vakið athygli og orðið íslenzk- um málstað á þeim vettvangi til framdráttar. Nú í þessari nýbyrjuðu viku, á morgun, mánudag, koma Færeyingar í Ráðherrabú- staðinn við Tjörnina til þess að leita eftir samningum um áframhaldandi loðnuveiðar hér við land. Ný stjórn hefur tekið við stjórnartaumunum á Islandi. Utanríkisráðherrann, Bene- dikt Gröndal, á að vera for- maður samninganefndar Is- lendinga í þessum samningum. Því er ekki að neita, að svo virðist sem ríkisstjórn Islands hafi þegar afgreitt þessa um- leitan Færeyinga: — Farið heim með helv ... dallana ykkar, Færeyingar! Þrátt fyrir alls um milljón tonna loðnuafla á svonefndum „ársgrundvelli“ séum við ís- lendingar ekki aflögufærir um einn einasta ugga. A það skal bent að lokum, að á hinum Norðurlöndunum og reyndar í ótal þjóðlöndum verður fylgst vel með því, sem fram fer við samningaborðið í Ráðherrabústaðnum. — Það þori ég að fullyrða, að vandfundin verður sú þjóð, sem nú á tímum vaxandi samskipta og samstarfs kyngir því, að úr nær einnar milljóna tonna ársafla á loðnuveiðum séu Islendingar ekki aflögu- færir um 30—40 þús. tonn til fámennari frændþjóðar sinnar í austri, Færeyinga. Vonandi tekst utanríkisráð- herranum, sem fyrir nokkrum vikum var gerður að sérstökum talsmanni Norðurlandaþjóð- anna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að halda svo á málum Islendinga að til sóma verði fyrir land og þjóð — og í þeim anda sem hann sjálfur talaði í ræðustólnum á þingi Vetrarútsalan hefst á morgun, mánudag. 40—60% verölækkun. Sameinuðu þjóðanna á dög- unum. Megi samninganefndin í Ráðherrabústaðnum tryggja það, að málstaður Islendinga út á við bíði ekki hnekki og að ofan á allt fái hún ekki þann heimsstimpil: Söguþjóðin — Gráðuga þjóðin! Sverrir Þórðarson. Kveiktu á blysum í púðurtunnu! í DEGI á Akureyri Kat nýlega að sjá eftirfarandi frétt undir fyrirsögninni „Hefðu getað sprengt upp Eyrina!". „Að kvöldi jóladags var komið að tveimur unglingspiltum í Alþýðuhúsinu þar sem þeir voru að læðast um húsið í leit að einhverju verðmætu. Hjálpar- sveit skáta hafði húsið á leigu og geymdi þar flugelda og bombur af ýmsu tagi. Tveir skátar voru á eftirlitsferð og sáu ljósbjarma inni í húsinu, og fundu piltana sem voru þá búnir að safna saman miklu magni flugelda. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar sölustjóra skátanna, voru pilt- arnir ekki með vasaljós heldur kveiktu á eldspýtum og blysum til að sjá betur til. Allt í kringum þá voru hlaðar af flugeldum 'og hefði ekki þurft nema lítinn neista til að senda Alþýðuhúsið og næstu hús, upp í háaloft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Skátarnir höfðu næturvakt í Alþýðuhúsinu allar nætur nema aðfaranótt jóladags." BSRB gerði rík- inu gagntilboð Fulltrúa BSRB hafa gert ríkis- stjórninni gagntilboö sem svar við þeim samningsdrögum, sem þeir höfðu deginum áður fengið frá fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ekki er búizt við því að svar berist frá ríkisstjórninni fyrr en eftir helgi. Sem kunnugt er af fréttum, er ríkisstjórnin að leita eftir sam- þvkki BSRB við því, að 3% áfangahækkun var numin úr gildi með bráðabirðgalögum ríkis- stjórnarinnar frá 8. september, gegn því að bandalagið fái bætta stöðu lagalega í samninsréttar- málum sínum gegn fjármálaráð- herra. í samkomulagsdrögum fjár- málaráðherra var m.a. gert ráð fyrir, að lágmarkssamningstími verði ákvarðaður í lögum og breytingar yrðu gerðar á kjara- nefnd. Gaf réðherra þar tvo valkosti, annars vegar að BSRB hefði allan samningsréttinn á sinni hendi og kjaranefnd yrði lögð af, eða þá að kjaranefnd yrði breytt á þá vegu að í henni yrðu oddmaður frá Hæstarétti, en síðan einn fulltrúi fjármálaráðherra og annar frá hverju aðildarfélagi BSRB, breytilegur fulltrúi, sem yrði frá því félagi, sem um- fjöllunarefni nefndarinnar til- heyrði. I gagnboði BSRB valdi það fyrri valkostinn , þ.e. aö BSRB fengi allan samningsréttinn á sína hendi, þ. á m. röðun í launaflokka o.fl. Yrði þá kjaranefnd lögð niður. Á sama hátt myndi þá hver bæjarstarfsmannafélag annast alla samningsgerð fyrir sína um- bjóðendur við bæjarfélögin. Þá iagði BSRB einnig fram hugmynd- ir um myndun kjaradóms um röðun í launaflokka, en Hæstarétt- ur skipaði oddmann hans. Á þessi dómur að vera trygging einstakra félaga fyrir því að hann verði ekki út undan eða hagsmunir hans vegna heildarinnar — án þess að hann geti áfrýjað þeim málalok- um. Þá leggur BSRB til að breytingar verði gerðar á kjara- deilunefnd og að lögin nái til hálfopinberra stofnana ríkisins. ’iH'i Lífid barn hefur JSI' lítid sjónsvid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.