Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 17 Skýrsla verð- lagsstjóra ein- hæfir of mikið Samtal við JónÞór Jóhannsson framkv.stj.Véladeildar Sambandsins „Skýrsla sú sem Verðlagsstjór- inn sendi frá sér þann 26. jan. sl. kemur sem framhald af þeirri skýrslu sem hann sendi frá sér um niðurstöður úr „Samnorrænni verðkönnun", sem hann tók þátt í á sl. ári,“ sagði Jón Þór Jóhanns- son framkvæmdastjóri Véladeild- ar Sambandsins, er blaðið átti samtal við hann um skýrslu verð- lagsstjóra og þær niðurstöður, er hann kemst að varðandi íslenska innflutningsverslun. „Mér finnst þessi skýrsla, eins og sú fyrri, einhæfa hlutina allt of mikið og þar eru settar fram órökstuddar staðhæfingar sem að mínum dómi gefa tilefni til veru- legrar gagnrýni. Eftir því sem ég best veit þá voru engir vöruflokk- ar, sem Véladeild Sambandsins verslar með, teknir til meðferðar í áðurnefndri verðkönnun og þar sem innflutningur bifreiða, véla og hvers konar tækja er stór þáttur í innflutningsverslun landsmanna, þá eru þeir aðilar sem að slíkum innflutningi standa, að ósekju flokkaður undir þá sem Verðlags- stjóri áfellist fyrir annarleg vinnubrögð, eins og til dæmis að flytja inn mun dýrari varning en tíðkast hjá þeim löndum sem könnunin tók til. Ég geri mér grein fyrir því, að þetta er vandasamt verk, sem Verðlagsstjóri hefur tekið að sér, en ekki er það síður vandasamt að leggja sanngjarnt mat á þær upplýsingar, sem hann aflaði sér í þessari könnun. Mér finnst það algjör óhæfa að draga alla inn- flutningsverslunina í einn dilk og þá sem við hana starfa og gefa henni einkunn, svo sem gert var, án þess að koma fram með gögn fyrir þeim rökum sem voru þar á borð borin." Öll umboðslaun yffir- færð í gjaldeyri til Landsbankans — En hvernig horfir sú ásökun við frá þínum bæjardyrum, að íslenskir innflytjendur láti hækka vöruverð erlendis og færa sér mismuninn til tekna sem umboðs- laun, sem þeir jafnvel skili svo ekki til réttra yfirvalda? „Hvað varðár þær upplýsingar, sem birtust í skýrslunni um um- boðslaunatekjur innflutnings- verslunarinnar, þá vil ég að það komi skýrt fram, að Sambandið fær engin umboðslaun af þeim hluta verslunarinnar sem stærstur er í Véladeildinni, og á ég þar við bifreiðar og varahluti frá General Motors. Sömu sögu er einnig að segja um vélar og tæki, sem við kaupum frá öðrum aðilum, sem við verslum við í Bandaríkjunum. Þau amerísku fyrirtæki, sem við skipt- um við, hafa öll þær starfsreglur að greiða ekki umboðslaun í einni eða annarri mynd á þær vörur sem fluttar eru úr landi, enda mun það brjóta í bága við reglur um út- flutning frá Bandaríkjunum, nema um beina sölu til annarra fyrir- tækja sé að ræða. Véladeildin vinnur fyrir ýmis fyrirtæki í Evrópu á beinum um- boðsskilmálum og öll þau umboðs- laun, sem við vinnum fyrir í einni eða annarri mynd, eru yfirfærð í gjaldeyri til Landsbankans og gerð grein fyrir þeim til viðkomandi gjaldeyrisyfirvalda. í rekstri Véla- deildarinnar er gerð grein fyrir öllum umboðslaunum sem aflast, sem tekjum og koma þau fram í uppgjöri til skattayfirvalda, eins og aðrir tekjustofnar sem fram eru taldir. Ég vísa því algjörlega á bug þeirri fullyrðingu að eitthvað af þeim umboðslaunum, sem til falla í sambandi við erlend við- skipti Sambandsins, skili sér ekki að fullu og öllu.“ Viðskipti beint við fram- leiðendur — Telur þú þá afsökun rétt- mæta að íslenskir innflytjendur skapi sér og þjóðarbúinu óþarfan kostnað með því að flytja inn í gegnum óþarfa milliliði, t.d. í Danmörku, ög gerir Véladeild Sambandsins þetta? „I skýrslunni er einnig talað um milliliðakostnað, sem talinn er nema verulegum fjárhæðum. Ég vil mjög draga í efa að þarna sé farið með rétt mál, hvað varðar innflutning á vélum og tækjum. Við sem vinnum að innflutningi fyrir Véladeild Sambandsins ger- um öll okkar viðskipti beifit við framleiðendur og álít ég að flestir vélainnflytjendur geri það einnig. Við höfum að vísu aðeins byrjað innflutning á tækjum, sem keypt eru inn sameiginlega af samvinnu- samtökunum á Norðurlöndum, og vil ég fullyrða að þau viðskipti eru ekki óhagstæð." Fjármagns- skortur inn- flytjendum dýr — Hver er skoðun þín á því, að sérstaða íslands og smæð markað- arins hér séu þess valdandi, að verðlag á vörum seldum hingað sé hærra en á vörum sem seldar eru til annarra landa? „Ég hef ekki orðið var við það, að við sem gerum innkaup fyrir Sambandið höfum orðið að sæta verri kjörum, hvað verð áhrærir en innflytjendur annarra landa. Það magn sem við kaupum af vélum og tækjum fyrir Sambandið er það mikið að við erum í engum vanda með að ná góðum verðum, enda er lögð á það mikil áhersla. En sá yfirþyrmandi fjármagns- skortur, sem við búum við, er þess valdandi að við getum ekki náð eins hagstæðum kjörum og við verðum varir við að aðrir kaup- endur fá. Ég á þar við, að ef við gætum staðgreitt vörurnar þá væri í mörgum tilfellum hægt að ná fram staðgreiðsluafslætti, sem getur numið 2—3% í mörgum tilvikum. En þess í stað verðum við að semja um gjaldfresti og þannig skuldbinda okkur með er- lent fjármagn, sem reynst hefur innflytjendum óheyrilega dýrt, eins og þróun gengismála hefur verið að undanförnu. Ég vil því ekki gera mikið úr því atriði, að sérstaða íslands sé slík að hún valdi þeirri hækkun á vöruverði, sem nemur stórum upphæðum. Að minnsta kosti kannast ég ekki við það úr mínu starfi." Innflytjendum mismunaö — Er það rétt að álagning á varahluti í bifreiðar, búvélar og vinnuvélar sé mishá hjá hinum ýmsu innflytjendum og að þessi misháa álagning sé staðfest af Verðlagsskrifstofunni? „Þetta er rétt, en til þessa liggja ákveðnar ástæður. Alagning á varahluti var gefin frjáls fyrir nokkrum árum og tóku þá inn- flytjendur sér þá álagningu, sem þeir töldu hæfilega. Mun það hafa verið yfirleitt á bilinu 50—80% eftir því sem ég best veit. Stuttu eftir að þetta var heimilað kom lagasetning um verðstöðvun. Fest- ust þá þessar álagningarprósentur hjá hverjum og einum innflytj- anda. Síðan komu gengisféllingar og þá var hinni margfrægu 30% reglu beitt til lækkunar á þessari álagningu eins og annarri, þannig að álagningin lækkaði hlutfalls- lega jafn mikið hjá hverjum aðila, og var þá álagningin hjá þeim sem tóku sér 50% komin niður í 44,8% um tíma og er hún nú aftur komin í það far. Síðan var þetta leiðrétt hjá Verðlagsnefndinni þannig að hún heimilaði að þeir sem hefðu lægstu álagninguna mættu aftur fara upp í 50%, en þeir sem hærri voru fengu að halda sínu. Til þess að kóróna þessa vitleysu, þá geta nýir aðilar sem koma inn í þessa verslunargrein tekið sér þá álagn- ingu sem þeir vilja. Þeim gæti verið heimilað að nota 80% álagn- ingu, þó að gróin fyrirtæki í þessari verslunargrein séu þving- uð til þess að vinna með allt að helmingi lægri álagningu. Ég hef aldrei getað skilið þá röksemda- færslu sem Verðlagsskrifstofan hefur borið á borð til að réttlæta það að innflytjendum sé mismun- að svona. Ég fæ ekki séð hvernig verðlagseftirlitið getur heimilað einum innflytjanda álagningu, sem það neitar þeim næsta um. Álagning á varahluti í vélar er yfirleitt meira en helmingi hærri í nágrannalöndum okkar, og skilja þeir sem slíka verslun reka þar það illa, hvernig við komumst af með þennan rekstur með kannske 45% álagningu, með vörulager sem að velt er kannske tvisvar sinnum, ef vel gengur, með fjármagn sem kostar nálægt 30% á ári.“ Óraunhæf verö- lagsákvæði — Hvernig kemur þetta þá út að því er varðar varahluta- og viðgerðaþjónustu fyrir viðskipta- menn íslenskra vélainnflytjenda? „Það er augljóst mál, að sú óraunhæfa álagning, sem nú gildir fyrir hvers konar vélaverslun og þjónustu, leiðir til minni og minni þjónustu við bifreiðaeigendur og aðra vélaeigendur. Við hjá Véla- deild Sambandsins rekum nýja og fullkomna þjónustustöð fyrir Gen- eral Motors bifreiðar. Þrátt fyrir það að við erum með mjög góða nýtingu á verkstæðinu, þá erum við dæmdir til þess að reka það með verulegum halla vegna óraun- hæfra verðlagsákvæða." — Er nokkuð sem þú vilt taka fram að lokum? „Þessi skýrsla hlýtur að vekja okkur, sem höfum valið verslun og viðskipti sem okkar ævistarf, til umhugsunar um það hvort við séum virkilega svona slæmir eins og þar kemur fram. Ég vil fyrir hönd okkar sem vinnum hjá sam- vinnuversluninni í landinu neita því ög vil alls ekki liggja undir þeim áburði að við séum vísvitandi að stuðla að óhagkvæmum við- skiptum fyrir félagsfólk sam- vinnuhreyfingarinnar. En ég vil jafnframt benda á það, að verð- lagslöggjöf sú, sem við búUm við, er óraunhæf, og jafnvel þó að farið væri eftir þeim lögum, sem verð- lagsnefndinni ber að starfa eftir, þá á að nema þessi lög úr gildi. Óraunhæf verðlagsákvæði eru allri verslun, sem rekin er á félagslegum grundvelli, fjötur um fót, þau ber að afnema svo að kostir hennar fái að njóta sín.“ Kaffisala systrafélagsins Innri-Njard- víkurkirkju Systrafélag Innri-Njarðvíkur- kirkju hefur kaffisölu í safnaðar- heimili kirkjunnar sunnudaginn 4. febrúar kl. 3 síðdegis. Ágóðinn af kaffisölunni fer í minningarsjóð Guðbjargar Óskarsdóttur. Sá sjóð- ur var stofnaður 11. mars 1976. Fé úr sjóðnum verður varið til líknar- mála. Stórkostleg rýmingarsala á íslenzkum HLJOMPLÖTUM Opið til hádegis í dag ) Rýmingarsalan stendur aöeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaönum, Ármúla. SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.