Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 19 Ástand hrygningar- stofns þorskins er með öHu óviðunandi ÞORSKAFLINN á íslandsmiðum er áætlaður um 330 þúsund tonn og hefur hann ekki orðið eins lítill síðustu þrjá áratugi. A þessu tímabili óx sóknin jafnt og þétt og náði hámarki 1975, en vegna brotthvarfs útlendinga hefur heildarsóknin minnkað á ný. Mcðalársafli þorsks var um 400 þúsund tonn á tímabilinu 1955—1974 og náði hámarki 1954 er tæplega 550 þúsund tonn hárust á land. Minnstur var aflinn árið 1967, eða 345 þús. tonn. Aflinn óx á ný og varð 471 þús. tonn og var það m.a. þakkað sterkum þorskgöngum frá Grænlandsmiðum. Síðan hefur aflinn minnkað þrátt fyrir að góðir árangar bættust í vciðanlega stofninn. Ástæða þess að aukin sókn skilaði ekki auknum afla var minnkun þorskstofnsins. Þannig hefur heildarstofninn minnkað úr 2,6 milljónum tónna árið 1955 í 1,2 milljónir 1.1978. Hrygningarstofni þorsksins hefur hins vegar hrakað enn meira, eða úr um einni milljón tónna árin 1957—59 í 165 þús. tonn árið 1978. Tvennt hefur einkum valdið minnkandi stofnstærð. Þorskstofninn við Grænland hefur verið lélegur undanfarin ár og lítið af fiski gengið þaðan til hrygning- ar hér. Þá jókst sóknin í smáfisk svo að kynþroska fiski hefur farið fækkandi. Um útfærslu landhelg- innar, brotthvarfi útlendinga, stækkun möskva og lokun svæða hefur aftur dregið úr sókninni í smáfiskinn. Hrygningin á sl. ári var ekki nærri eins dreifð og árið á undan, þegar hluti hrygningarstofnsins gekk á grunnmið Norðanlands. Lítið varð vart við hrygningarfisk á hefðbundum slóðum suðvestan- lands, helzt var hann að finna á svæðinu frá Eystra Horni að Hjörleifshöfða. Endurmat á stærð hrygningarstofnsins bendir til að hann hafi verið 165 þús. tonn í stað 180 þús. t. sem spáð hafði verið. Klak tókst þó allþokkalega. í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar segir að árgangurinn 1974 sé að líkindum mjög lélegur og jafnvel óvanalega lélegur. Árgangurinn frá 1975 virðist vera í meðallagi eða tæplega það, frá 1975 virðist árgangurinn vera nokkuð sterkur og e.t.v. mjög sterkur. Árgangur- inn 1977 gæti flokkast undir með- alárgang og allt niður í lélegan árgang. Hér segir í skýrslunni að um verulega óvissu sé að ræða. Mát á stærð árgangsins frá 1978 byggist eingöngu á seiðatalningu sumarið 1978 og beri að túlka það með varkárni, en ætla megi að árgangurinn sé nálægt meðallagi. Með óbreytta sókn í huga má ætla að stærð þorskstofnsins verði þannig: Ár 1979 1980 1981 1982 1982 1983 1984 Hrygningastofn í þúsundum tonna 200 266 184 184 221 278 234 Sveiflurnar í stærð stofnsins endurspegla stærð árganga, sem koma munu inn í hrygningarstofn- inn á ári hverju. Undanfarin ár hefur hrygningarstofninn verið af svipaðri stærð, um og undir 200 þús. t. Vertíðarafli suðvestanlands hefur verið mjög rýr og það er fyrirsjáanlegt að engin breyting verður þar á ef núverandi sókn verður haldið áfram. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að núver- andi hrygningarstofn sé orðinn ófær um að gegna endurnýjunar- hlutverki sínu, þá er ljóst að ástand stofnsins og veiðanna, sem á honum byggjast er með öllu óviðunandi segir í skýrslunni. Hafrannsóknastofnunin ítrekar fyrri skoðanir sínar og telur brýnt að byggja upp hrygningarstofninn og þorskstofninn í heild til þess að tryggja viðkomu hans og afrakstur um alla framtíð. Til þess að ná þessu marki telur stofnunin nauð- synlegt að nýta sérstaklega sterku árgangana frá 1973 og 1976 í þessu skyni. Hafrannsóknastofnunin leggur til, að þorskafli ársins 1979 fari ekki fram úr 250 þús. tonnum og árið 1980 ekki fram úr 270 þús. tonnum. Æskileg aflasamsetning í þorskveiðum árið 1979 verði sem hér segir: 3—4 ára 5—6 ára 7 ára og eldri 55 þús tonn 130 þús. tonn 65 þús. tonn Afli alls 250 þús. tonn Til samanburðar er áætluð afla- samsetning árið 1978 þessi: 3—4 ára 33 þús tonn 5—6 ára 214 þús. tonn 7 ára og eldri 83 þús. tonn Afli alls 330 þús. tonn Skýringin á því, að afli geti aukist á 3—4 árá fiski á næsta ári þrátt fyrir sóknarminnkun er nær eingöngu af því, að 1975 árgangur- inn, er talinn allt að helmingi stærri en 1974 árgangurinn var í fyrra. Að öðru leyti sýnir þessi saman- burður að draga verður mjög úr afla á 5—6 ára fiski og einnig er samdráttur nauðsynlegur á veið- um á hrýgningarfiski (7 ára og eldri). I samræmi við þessar friðunar- aðgerðir og framhald sóknartak- markana á næstu árum er stefnt að því, að hrygningarstofninn verði 500 þús. tonn árið 1983. Vöxtur hrygningarstofnsins á komandi árum er áætlaður eftir- farandi skv. ofangreindri fisk- veiðistefnu: Ar. 1979 1980 1981 1982 1983 Stærð hrygningarstofns í þús. tonna. 200 329 303 384 505 Þessar friðunaraðgerðir hafa í för með sér um tvöföldun hrygn- ingarstofnsins á næstu fimm ár- um, og er þá nýtt það svigrúm, sem 1973 og 1976 árgangarnir gefa til uppbyggingar stofnsins, enda ekki upp á neina aðra þekkta árganga að hlaupa í þeim efnum og því mikið í húfi að ekki verði frekar dregið, að hefja markvissa endur- reisn þorskstofnsins. Sem fyrst verða ekki gerðar tillögur um hámarksafla lengra fram í tímann þar sem endurmat með tilliti til nýrra upplýsinga um stofnstærð, árgangastyrkleika og sókn er nauðsynlegt á hverju ári. Bifröst: Ákveðin 372 m.kr. hluta- f járaukning og skipakaup ÁKVEÐIÐ var á hluthafaíundi hjá skipafélaginu Bifröst í vik- unni að auka hlutafé félagsins um 372 milljónir króna og nemur það því 750 milljónum. Jafnframt var ákveðið að þessi aukning skyldi renna til að standa að nokkru leyti undir kostnaði við skipakaup og að sögn Finnboga Gfslasonar framkvæmdastjóra fé- lagsins er nú verið að leita eftir hcntugu skipi, er keypt yrði notað. — Við leitum eftir skipi svipuðu að gerð og Bifröst er eða með svonefndu roll-on-roll-off sniði er væri nokkru stærra eða um 230 þúsund kúbikfet, sagði Finnbogi. Ekki er neitt ákveðið með hvaðan skipið yrði keypt, en það fer eftir hvaða kjörum við náum á hentugu skipi fyrir okkur. Finnbogi sagði að með þessum nýju skipakaupum gæfust auknir möguleikar á siglingum til Evrópu og yrði stefnt að því að annað skip félagsins sigldi þangað en hitt yrði á Ameríkuleiðinni. Cargoluxþotan nefnd City of Luxemburg Á ÁTTUNDA hundrað gestir voru viðstaddir opinbera athöfn í flugskýli í Cargolux í Luxemburg í gær og buðu forráðamenn Lux- emburgar hina nýju júmbóþotu félagsins velkomna og var henni gefið nafnið City of Luxemburg. Meðal viðstaddra voru hertog- inn og fylgdarlið hans, borgar- stjóri Luxemburgar, forráðamenn Cargolux og fleiri. Meðal þeirra er tóku til máls var stjórnarfor- maður Cargolux sem skoraði í ræðu sinni á yfirvöld að byggð yrðu fleiri flugskýli við flugvöllinn en ekkert flugskýli er nógu stórt til að hýsa Boeing 747 þotu Cargo- lux. Einnig skoraði hann á yfirvöld að láta lengja flugbrautina sem auðvelda myndi flugumferð um Kennaranemar mótmæla aðför ríkisvaldsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt samþykkt nemenda við Kennara- háskólann sem send hefur verið fjármála- og menntamálaráðu- neytinu. Álmennur fundur nemenda í KHÍ haldinn 1. febrúar 1979 mót- mælir harðlega aðför ríkisvaldsins að námi okkar. Hvað eftir annað hefur fjár- málaráðuneytið og menntamála- ráðuneytið hunsað kröfur skólans um nýjar stöður, byggingar og frekari þróun kennaranáms. Nú er svo komið að eftir síðustu aðgerðir stjórnvalda geta kennaranemar ekki sinnt námi sínu eðlilega þar sem öðrum bókaverði skólans hef- ur verið vikið úr starfi í sparnað- arskyni!! Bókasafnið er þungamiðja í námi okkar og því krefjumst við þess að bókaverðinum „verði skil- að“ nú þegar og ekki aðeins sem lausráðnum heldur verði hann fastráðinn (frekar tveir en einn) svo okkur verði gert kleift að halda námi okkar áfram. Einnig og ekki síður krefjumst við þess að ráðuneytin sinni þegar í stað öðrum kröfum Kennaraháskóla íslands því ella verður hann óstarfhæfur með öllu vegna lang- varandi kennaraskorts, húsnæðis- leysis og fjársveltis. völlinn. Samgönguráðherra Lux- emburgar tók þvínæst til máls og gat hann þes? að samþykkt hefði verið á fimmtudaginn að flug- brautin yrði lengd og sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, er viðstaddur var athöfnina að því hefði verið vel tekið enda myndi það greiða fyrir allri al- mennri flugumferð í ákveðnum skilyrðum. Síðan tók borgarstjóri Luxemburgar til máls og gaf þotunni nafnið City of Luxemburg og skoðuðu gestir síðan vélina og þágu veitingar. I fyrradag er vélin lenti í fyrsta sinn í Luxemburg tóku starfsmenn Cargolux og fjöl- skyldur þeirra á móti vélinni. Mikil loðnulönd- un á Eskifirði Eskifirði, 2.2. MIKIL loðnulöndun hefur verið síðustu daga hér á Eskifirði og var landað um 5000 tonnum í dag úr 12 bátum og eru þeir með frá 300 og uppí 1130 lestir hver. Mestan afla í dag hefur Víkingur AK með 1130 lestir. Alls hafa þá borist á land 25 þúsund tonn það sem af er vertíð en á sama tíma í fyrra hafði engin loðna komið hér á land. Fyrsta loðnan barst hingað þá 4. febrúar. Byrjað verður að skipa út mjöli nú um helgina og er því skipað út lausu en það er í fyrsta sinn sem það er gert hér. Mjölið er geymt í stórum kössum í verk- smiðjunni og sturtað á vörubíla er aka því í síló á bryggjunni. Þaðan fer það á færibandi um borð í flutningaskipin. Á morgun er áætlað að taka á móti 2000 tonum af loðnu og 2000 á sunnudaginn. Línubátar hafa ekki getað róið síðustu daga fyrir brælu, en þeir fóru flestir á sjó í dag. Ævar. Bækur og tímarit á uppboði Klausturhóla LISTMUNAUPPBOÐ Guðmund- ar Axelssonar, Klausturhólar, cfna til 51. uppboðs fyrirtækisins í dag. laugardag og hefst það hjá Klausturhólum kl. 14. Boðnar verða upp bækur og tímarit frá ýmsum tímum og segir í frétt frá fyrirtækinu að einkum veki at- hygli ba'kur eftir Vestur-íslend- inga prentaðar í Vesturheimi, sem margar séu nú torfengnar. Uppboðinu er skipt í flokka svo sem ýmis rit, rit íslenzkra höf- unda, þýtt rit, ljóð, leikrit, afmæl- is- og minningarrit, rit um búnað, náttúrufræði, bókfræði, ævi- minningar, saga lands og lýðs, tímarit, þjóðsögur og fornritaút- gáfur. Af einstökum ritum má nefna m.a. Myndabækur Einars Jónssonar, Úr dularheimum Rvík 1906, fyrsta bók Guðmundar Kambans, Lesarkasafn 13 flokkar, Kvennafræðari Elínar Briem, bók Ásgeirs frá Gottorp um forystufé, Hestar og reiðmenn á íslandi, Akureyri 1913, bók Bjarna Sæ- mundssonar um spendýrin Rvík 1932, Heima er bezt 1,—27. árg. og Goðasteinn 1.—16. árg. Yfirlýsing frá Guðmundi Vigfússyni Kosnir í Atvinnu- málanefnd Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur 1. febrúar voru kosnir 5 menn í atvinnumálanefnd og jafn- margir til vara. Kosnir voru Guð- mundur Þ. Jónsson, sem er for- maður, Þórunn Valdimarsdóttir, Páll R. Magnússon, Magnús L. Sveinsson og Barði Friðriksson. Til vara: Grétar Þorsteinsson, Valtýr Guðmundsson, Kjartan Stefánsson, Hilmar Guðlaugsson og Haukur Björnsson. • MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Guð- mundi Vigfússyni. í frétt í Ríkisútvarpinu að kvöldi 1. þ.m. var ítarlega skýrt frá ræðu er Gunnar Thoroddsen fyrrv. iðn- aðarráðherra hafði flutt þá um daginn á Alþingi utan dagskrár og fjallaði um Járnblendifélagið og umdeilda breytingu á 23. grein rafmagnssamnings þess við Landsvirkjun. Ræða alþingis- mannsins er svo birt í heild í Morgunblaðinu í dag. í frétt Ríkisútvarpsins og í ræðu G. Th. í Mbl. er komist þannig að orði, að unnt er að skilja á þann veg að ég hafi, sem fulltrúi Al- þýðubandalagsins í stjórn Lands- virkjunar samþykkt umrædda breytingu á rafmagnssamningi Járnblendifélagsins og Lands- virkjunar. Þar sem þetta er ekki í samræmi við staðreyndir málsins óska ég að taka fram eftirfarandi: Þegar rafmagnssamningurinn var upphaflega samþykktur í stjórn Landsvirkjunar 22. maí 1975 greiddi ég atkVæði gegn samningnum með sérstakri og ítarlegri bókun. Á siðari stigum málsins þegar fjallað var í stjórn Landsvirkjunar um fyllri útfærslu samningsins (16. sept. 1978) og endanlegan frágang hans (13. des. 1976) vísaði ég með bókunum til fyrri afstöðu minnar og hef því hvorki samþykkt umræddan samning né neinar síðari breyting- ar á honum. Reykjavík, 2. febrúar 1979. Guðmundur Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.