Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Rætt við Ólaf Gunnarsson framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar: SÍLDARVINNSLAN hf á Neskaupstað er helzta fyrirtækið á staðnum, en þar er í rauninni um fleiri en eitt fyrirtæki að ræða. Loðnuverksmiðjan var með afkastamestu bræðslum á landinu á síðasta ári og auk loðnunnar var tekið við nokkru af kolmunna. Saltfiskverkun og frystihús eru rekin af Síldarvinnslunni og sömuleiðis útgerð, en auk nótaskipsins Barkar, sem var aflahæst íslenzkra skipa á síðasta ári, gerir Síldarvinnslan út togarana Barða, Bjart og Birting. Sfldarvinnslan og Samvinnufélag útgerðarmanna eiga meirihlutann í Dráttarbrautinni hf. Neskaupstaðabær á 10% í ' Síldarvinnslunni, en yfir 50 ein- staklingar eru hluthafar í fyrir- tækinu og á enginn einn mjög stóran hlut. Engir aðrir en Síldarvinnslan eru með fisk- vinnslu á Neskaupstað, en Kaupfélagið hætti slíkri starf- semi fyrir nokkrum árum. Enn er ógetið eins þáttarins í starf- seminni, en það er niðurlagning- arverksmiðja. Hún er þó ekki starfrækt sem stendur, en fram- leiddi á sínum tíma sjólax, sem einkum var hugsaður til sölu innanlands. Framkvæmdastjórar Síldar- vinnslunnar eru Ólafur Gunn- arsson og Jóhann K. Sigurðsson. Morgunblaðsmenn hittu Ólaf á skrifstofu fyrirtækisins á dög- unum. Ólafur sagði, að hjá fyrirtækinu störfuðu á milli 200—300 manns, í landi en það breyttist nokkuð eftir árstíðum. A skipunum væru síðan 64, þannig að starfsfólk fyrirtækis- ins væri ekki undir 300 manns alla jafna. A síðasta ári var aflaverðmæti útgerðarinnar 1 Vfe milljarður, en útflutningsverð- ráðs sjávarútvegsins og síðan oftast yfirnefndar að ákveða verðið. Oddamaður er fulltrúi Þjóðhagsstofnunar og þá oft forstöðumaður þeirrar stofnun- ar. Hann á að vera hlutlaus aðili, en er í rauninni ekki annað en framlengdur armur ríkis- valdsins. — Fiskverð virðist ákveðið án tillits til stöðu fiskvinnslunnar og hvað hún getur borgað. Síðan eru gerðar lagfæringar á geng- inu og reikningslegar kúnstir og það á sama tíma og verið er að tala um að sigrast á verðbólg- unni. Það segir sig sjálft að ekki er til lengdar hægt að byggja á fyrirtæki, sem kemur út á núlli eða sýnir tap ár eftir ár. Menn eins og forstjóri Þjóðhagsstofn- unar sem virðast halda að slíkt sé hægt, ættu að fá sér annað starf. — Saltfiskverkunin kom út með 15% tap á síðasta ári og í ár ætlum við að reyna að sleppa alveg við að salta. Við erum að breyta til í frystihúsinu til að auka afköstin þar og það er ekki fráleitt að við siglum með afl- Ormar «íí Ix in t»ru ckki vinsæll varningur á markaði í Handaríkjunum ok því oins «ott oftirlitið ,sé í laifi. Siglum frekar en að Fiskvinnslan í úlfa- kreppu milli sjó- manna og stjórnvalda mæti fiskvinnslunnar 5 milljarðar, þannig að velta fyr- irtækisins nam 6V2 milljarði. í upphafi spjalls okkar við Ólaf Gunnarsson spurðum við hvort hann teldi heppilegt að eitt fyrirtæki væri svo stórt í snið- um og hefði yfir helming alls vinnuafls í sinni þjónustu, en á Neskaupstað búa nú um 1700 manns. — Hér eins og víða annars staðar heldur eitt fyrirtæki uppi öllu atvinnulífi, sagði Ólafur. — Það hefur að mínu mati reynst affarasælast og slíkt fyrirkomu- lag kemur í veg fyrir að menn séu að bíta hver undan öðrum. En menn verða líka að kunna að fara með þetta vald, það er frumskilyrði þess að vel megi takast með reksturinn. — Nú hefur mikið verið rætt um afkomu fiskvinnslunnar almennt og menn borið sig illa, hver eru viðhorfin hér á Norð- firði? — Afkoma fiskvinnslunnar er léleg og fer sízt batnandi. Fiskvinnslan er í úlfakreppu milli sjómanna og stjórnvalda í landinu. Sjómennirnir, sem eru alls góðs maklegir, vilja bæta kjör sín, en stjórnvöld reyna að sigla á milli, þannig að vinnu- friður haldist. Ákvörðun fisk- verðs er komin út á hæpna braut. Það er hlutverk Verðlags- ann í auknum mæli á árinu, sérstaklega meðan á loðnuver- tíðinni stendur. Ef við fáum mikið af loðnuhrognum til fryst- ingar þá verðum við einhvern veginn að losna við aflann. Eg tel ekkert athugavert við sigl- ingarnar ef full atvinna helzt í landi og ekki er mögulegt að vinna aflann á staðnum. — Til að jafna út toppa, sem komið hafa í afla togaranna, hefur talsverður hluti fisksins verið saltaður. Slíkt er að sjálf- sögðu ekki hægt ef bullandi tap er á saltfisknum og því verður að finna aðra lausn á þeim vanda. — Ef fiskvinnslan ber sig svo illa, hvernig stendur þá verksmiðjan? — Fyrirtækið er að meira og minna leyti byggt upp af þeim arði sem verksmiðjan skilaði frá því farið var að bræða síld hér fyrir austan. Það má segja að þau ár séu undirstaða þess sem fyrirtækið er nú. Við misstum 1 '/2 ár úr þegar gamla verk- smiðjan fór í snjóflóðinu 1974. Auk tímans, sem við misstum, kostaði nýja verksmiðjan mikið fé, en hún var tekin í notkun 1976. Það má þó segja að við höfum fengið fyrirgreiðslu við byggingu nýju verksmiðjunnar, sem við hefðum ekki fengið nema af því að við misstum eldri Ólafur Gunnarsson framkvæmda- stjóri. verksmiðjuna á þennan hátt. Verksmiðjan hefur gengið vel þangað til á síðasta ári. — Nú er elzti togarinn ykk- ar, Barði, orðinn gamall og rætt hefur verið um að Börkur sé vélvana. Eru uppi hugmynd- ir um endurnýjun á skipakost- inum? — Við fylgjumst að sjálf- sögðu með því sem er að gerast í skipamálum almennt og höfum augun opin. Það er á döfinni áð skipta um skip fyrir Barðann, en okkur hefur ekki tekizt að selja skipið úr landi. Mikið hefur verið gert fyrir skipið og það er í alla staði þokkalegt þó það sé orðið gamalt, en ef tækifæri gefst þá er hugmyndin að selja Barðann. — Um Börk er það að segja, að við erum að athuga að skipta um vél í skipinu og setja í hann aflmeiri vélar. Öll skipin fjögur standa til samans í 900 milljón- um króna, þ.e. skuldir á þeim. Eg segi það hreint út, að mér líst ekki á að fara að reka skip, sem eitt sér kostar IV2 milljarð. Það verður líka að hafa í buga að það getur skipt sköpum fyrir fyrirtæki hvenær er fjárfest í t.d. nýju skipi. Þó svo að bæði fyrirtækin séu mjög vel rekin og séu með sömu starfsemi og. fjárféstingar, þá getur annað þeirra komið út með bullandi tap vegna vaxtakjara og verð- bólgu — alit eftir tíma fjárfest- ingar. — Nú er verið að breyta vinnsluskipulagi í frystihúsinu og setja þar upp tölvubúnað, er slíkt ekki dýrt í framkvæmd? — Jú, það er rétt, að við erum að tölvuvæða frystihúsið ef svo má segja. I raun er verið að gera hér hlut, sem ekki hefur verið framkvæmdur á þennan hátt áður, þó svo að fullkominn tölvubúnaður frá IBM hafi verið settur upp í ísbirninum og hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Þær framkvæmdir eru mun dýrari en hjá okkur, en ég reikna með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.