Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 MORödM KAFP/NU Það er nefnilega gleraugna- franlingur hér við hliðina á mér — hafið þið rúllugardínur? \yb í.i Flensan er ekkert spaug, væna min! Smekkvísi á barnaári Fyrir nokkru birtust í Morgun- blaðinu eftirtektarverð viðtöl við börn á dagheimili hér í borg. Viðtölin voru tekin í tilefni nýbyrjaðs barnaárs. Þar kom greinilega fram að áfengi er hræðilegasti ógnvaldurinn í lífi barna. I ágætum leiðara Morgun- blaðsins nokkru síðar var réttilega j bent á, að enn sem fyrr væri og slá sig til riddara með stóryrð- um og hæpnum fullyrðingum. Því hefur þó ekki verið að heilsa held ég ef undan er skilinn fyrrgreind- ur leiðari. Ekki enn. Hins vegar hefur það gerst að nokkrir þingmenn hafa borið fram tillögu um að vínsöluhúsum verði leyft að hafa opið lengur. Þjónar, sem afgreiða áfengi í ákvæðis- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Auðvelt er að vera vitur eftirá og sjá hvað betur mátti fara. Og á sinum tíma var ætlast tii af Forquet ítalska heimsmeistaran- um fyrrverandi, að hann fyndi vinningsleiðinda þegar spil dags- ins kom fyrir í heimsmeistara- keppni. Suður gaf, allir utan. Norður S. G852 H. K9 T. K543 L. D102 Vestur S. 73 H. G65432 T. D2 L. ÁK8 Austur S. K10964 H. DIO T. G987 L. 94 Suður S. ÁD H. Á87 T. Á106 L. G7653 Italinn var með spil suðurs og opnaði á einu grandi. Vestur sagði þá tvö hjörtu, norður þrjú lauf og suður þrjú grönd. Vestur spilaði út hjartafjarka og nú ættir þú að finna níu slagi á rökréttan hátt. Eins og hjörtun skiptast á hönd- um norðurs og suðurs er næstum sjálfgert að gefa fyrsta hjartað og taka það næsta í borði. Þá má fríspila laufin séu laufháspilin tvö skipt á höndum austurs og vesturs. Þannig spilaði Forquet spilið en þegar í ljós kom, að vestur átti bæði laufás og kóng urðu sjö slagir hámarkið. Með slagatalningu má sjá, að spaðakóngurinn verður að vera á heldi austurs. Það þýðir, að vestur hlýtur að eiga tvö hæstu laufin ef marka, á sögn hans. En hann á ekki DGIO í hjarta úr því hann spilaði ekki drottningunni. Og að öllu þessu athuguðu má segja, að /inningsleiðin sé fundin. Austur þarf að eiga í hjarta tvö af háspilunum þrem (DGIO), sem vantar í hjartað, en ekki fleiri hjörtu. Og þá má stífla litinn með því að taka fyrsta slaginn með kóngnum í borðinu. Síðan spilar hann laufunum og vestur fær slaginn. Hann getur þá ekki fríspilað hjartað, þar sem háspil austurs stíflar litinn og fær að eiga slaginn. Og eftir það er sama hvað vörnin berst og spaðasvínun gefur sagnhafa níunda slaginn. COSPER Maðurinn minn verður undrandi, hann hélt það væri botnlangabólga! skynjun barna skarpari og skoðanirnar sannari og hreinskiln- ari en þeirra sem fullorðnir kallast. Börnin vildu áfengið burt. Menn skyldu nú ætla að ráða- menn rumskuðu og það því fremur sem ekki hefur svo lítið verið um það ræ.tt að nú ætti að hlusta á börn og taka tillit til skoðana þeirra og þarna var um að ræða þann aldurshóp sem ekki er enn farinn að reyna að þykjast eldri en hann er með því að apa upp auvirðilegustu ósiði umhverfisins vinnu, skulu fá enn lengri tíma til iðju sinnar. — Nú vita allir sem nenna að afla sér upplýsinga um áfengismál að því auðveldara sem er að komast yfir áfengi þeim mun meira er drukkið. Þetta eru niður- stöður rannsókna og ætti enda að vera augljóst mál. Frökkum hefur til dæmis tekist að minnka stór- fellda drykkju með auknum höml- um á starfsemi vínsöluhúsa. En staðreyndir, sem flutningsmenn gætu fengið staðfestar með einu símtali, virðast skipta þá jafnlitlu máli og bænir og óskir barna á ári „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Físcher Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 50 hún gat ekki tortryggt hann og hún heyrði sig loía því, að hún skyldi aldrei frantar minnast á þessa peninga, enda væri þetta henni fullkomlega óviðkom- andi. — Hvert ertu að fara? Lydia opnaði dyrnar hjá sér og horfði óstyrk á eftir Susanne sem gekk eftir ganginum. — Ég ætlaði bara að snyrta mig. v Susanne nam staðar. — Ég hélt þú værir stein- sofnuð. — Nei, meira að segja undrapillurnar þínar virðast ekki verka. Lydia stakk skjálfandi hönd ofan í vasann á sloppnum sínum og dró upp sígarettu- pakka. — Kannski ég hafi slæma samvizku. Hún reyndi að reka upp hlátur. — Góð samvizka er bezta svefnmeðalið, byrjaði Susanne. — Já, en maður gctur ekki haft uppi ákæru á hcndur neinum fyrr en maður er hundrað prósent viss á sinni sök og cf maður kannar málið frá röngu sjónarhorni trúir maður sér ekki. Lydia stakk sígarettunni milli vara sér. — Ertu með eldspýtu? — Hvað áttu við, að hafa uppi ákæru á hendur hverjum? spurði Susannc rólega. Henni varð skyndilega Ijóst að Lydia var í svo mikilli taugaspennu að hún var fús að tala við hvern sem var bara ef hún fékk að segja það sem henni lá á hjarta. — Ertu með eldspýtu? endurtók Lydia óþoiinmóðri röddu. — Ég hef eldspýturnar mín- ar niðri, en ætli það séu ekki eldspýtur inni » herbcrgi Martins, svaraði Susanne og lauk upp dyrunum að herbergi Martins. Jakkinn hans hékk á snaga við dyrnar og áður en Susanne vissi af hafði Lydia fiskað upp kveikjara. — Sko mig. Gott hjá mér í fyrstu atrennu. sagði hún sigri hrósandi. Svo kom undrunarsvipur á andlit hennar og hún stakk hendinni aftur niður í vasann. — Mér fannst ég koma við gleraugu en þetta eru ckki Martins gieraugu sagði hún og tók upp sterk glcraugu. — Góða, láttu þau vera. Þú átt þau ekki. — Nei, ég á þau ekki og heidur ekki Martin, sagði Lydia lágróma. bau eru með reyklituðu gleri og hljóta þar af leiðandi að vera þægiieg fyrir þann sem vinnur í skörpu ljósi. Hún rak allt f einu upp napran hlátur. — Nei. þetta eru ekki gler- augu Martins og nú hef ég aftur fengið góða samvizku jafnvel þótt þessi fórnar krukka væri að gera mig vitstola. — Fórnarkrukkan? sagði Susanne skilningsvana. — Fórnarkrukkan já og þessi ógeðslega kúla á hausn- um á þér. Heldurðu ekki að það hafi verið nóg. Ég var að vera brjáluð. Það benti allt á morð... — Morð! Lydia, hvað ertu að tala um. Susanne grcip f hönd hennar. — Ég segi ekki orð. Lydia hló óhugnanlegum hlátri. — Ég segi ekki orð. Þetta mál mcð fórnarkrukkuna hef- ur verið tilviljun og það hefur verið viturlegt hjá mér að þegja. Ég segi ckki annað en það, að mikið er ég fegin að þessi gleraugu skyldu vcra í vasa elskunnar þinnar. bá hefur það sem sagt verið þú sem keyrðir yfir hann og Martin hefur komið honum undan. Ég er ekkert hrifin af manndrápi af gáleysi cn það er þó að minnsta kosti skömminni skárra en það sem ég hélt á tímabili. — Lydia, þessi gleraugu eru þarna fyrir tilviljun, sagði Susanne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.