Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 3 Kærði nauðgun- artilraun og árás 35 ára gamall maður var í gær úrskurðaður í 7 daga gæzluvarðhald í sakadómi Reykjavíkur vegna kæru um árás á fertuga konu og meinta nauðgunartilraun aðfaranótt s.l. þriðjudags. Málavextir eru þeir að hinn kærði og kona sú, sem kærði manninn hittust í heita læknum í Nauthólsvík á mánudagskvöld og voru bæði undir áhrifum áfengis. Fór konan heim með manninum, en hann býr í íbúð í Vesturbæn- um. Samkvæmt framburði kon- unnar hjá rannsóknarlögreglu veittist maðurinn að henni um leið og þau komu á heimili hans. Sló hann konuna í andlitið svo hún vankaðist, reif utan af henni fötin og hafði frammi tilburði til sam- fara en vegna ölvunarástands beggja er óljóst hvort þær hafa tekizt fullkomlega. Konan kærði atburðinn á þriðjudagsmorguninn og sam- kvæmt upplýsingum RLR ér hún mikið meidd í andliti og með smærri áverka á líkamanum. Hinn kærði maður var nýlega dæmdur í 10 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi vegna árásar á konu og nauðgunartilraunar í Hljómskálagarðinum árið 1978. Hann hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson sakadómari. För yfirmanna Pósts og síma til Brasilíu kostar 4 milljónir kr. ÞRÍR YFIRMENN Pósts og síma munu sækja ráðstefnu Alþjóða póstsambandsins í Ríó de Janeiró í haust. Þremenningarnir munu dvelja þar syðra í mánaðartíma, en ráðstefnan stendur yfir frá því í septemberbyrjun og fram í október. Kostnaðurinn við för þeirra sem greiddur er af Pósti og síma verður um 4 milljónir og 80 þúsund krónur. Að sögn Rafns Júlíussonar póst- málafulltrúa skiptist þessi kostn- aður þannig að fargjöld fram og aftur til Ríó frá Reykjavík með viðkomu í New York eru 400 þúsund krónur á hvern, eða sam- tals 1200 þúsund krónur. Dagpen- ingarnir eru 90 Bandaríkjadalir á dag fyrir hvern, en það jafngildir um 32 þúsund krónum. Miðað við mánaðardvöl þeirra í Ríó de Jan- eiro eru dagpeningar því samtals 2 milljónir 880 þúsund krónur. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag verða það að öllum líkindum póst- og símamálastjóri, forstjóri viðskiptadeildar Pósts og síma og póstmálafulltrúi sem verða fulltrúar á raðstefnunni. Reglugerd um öryrkjavinnu HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið hefur sent frá sér nýja reglugerð um öryrkjavinnu. Reglugerðin er sett samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í lögum nr. 59 20. maí 1978 um breytingu á lögum um almannatryggingar. I hinni nýju reglugerð segir m.a. að Tryggingastofnun ríkisins skuli eftir óskúm öryrkja en í samráði við Endurhæfingarráð og örýrkja- samtök ráða örorkulífeyrisþega til vinnu hjá einstaklingum eða at- vinnufyrirtækjum, öðrum en vernduðum vinnustöðum. Samkvæmt reglugerðinni er gert ráð fyrir að eftir ákveðinn reynslutíma sé gerður vinnusamn- ingur til þriggja ára og í honum sé tekið fram að Tryggingastofnun endurgreiðir vinnuveitanda 75% af fastakaupi öryrkjans fyrsta árið, 50% annað árið en 25% hið þriðja. Á meðan á vinnusamningi stendur og Tryggingastofnun greiðir til atvinnurekanda falla hins vegar örorkubætur til öryrkj- ans niður. Þórarinn Guðmunds- son fiðluleikari látinn Látinn er Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og tónskáld. Þórarinn var fæddur 27. marz 1896 á Akranesi, sonur Guðmundar Jakobssonar, trésmíðameistara og konu hans Þuríðar Þórarins- dóttur. Þórarinn var fyrstur Islendinga til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólan- um í Kaupmannahöfn og síðar var hann við framhaldsnám í Þýska- landi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljóm- sveitar Reykjavíkur 1921. Starfs- maður Ríkisútvarpsins varð hann 1930 og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði árið 1939 Félag ísl. tónlistar- manna og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljóm- sveit íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri. Mikiö aomu fatnaöi siöum stuttum bolum Khaki buxur Gallabuxur Flauelsbuxur herrasumar- TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Glæsibæ Sími 81915 Breytt símanúmer á afgreiðslu Morgunblaösins 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.