Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ÍOIOOKL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI enn — að ekki sé hægt að hafa tvo herra yfir þeim stað. Og stað- reyndin er sú, og verður alltaf sú meðan bændaskólinn er þarna „yfir og allt um kring", að hann verður „herrann", en kirkja Krists aðeins hornkerling. Að samanburðurinn milli Hóla og Skálholts, í þessum efnum, standist ekki „sögulega" vil ég segja þetta: I Sögu íslands, II. bindi, bls. 64, segir svo: „Illugi prestur Bjarna- son g a f Hóla til biskupsseturs" (Lbr. B.K.) Gizurr biskup g a f Skálholt til hins sama. Munurinn er þá ekki annar en sá, að í öðru tilfellinu er það biskup sem gefur, en í hinu er það prestur. Það er rétt, að siðan biskups- stóll var lagður þar niður hefir saga Hólastaðar verið öll önnur en Skálholts. En þó að Hólar hafi gengið kaupum og sölum haggar það ekki þeirri staðreynd, að upphaflega voru þeir gefnir kirkj- unni eins og Skálholt. Og ég efa fyllilega að þeir hafi með lög- legum hætti verið frá henni teknir. Kóngurinn bara lét selja Hóla ásamt stólsjörðum. Og hvort sem sú hefur orðið raunin á, átti að verja andvirðinu til skólahalds á Suðurnesjum. Svo er sagt að Skagafjarðar- sýsla eigi Hóla, en ríkið skólann þar og skólabúið. En hvernig sem eignarhaldinu á staðnum annars er farið, er engum skyldara en Alþingi og ríkisstjórn að sjá um, að kirkjunni verði aftur skilað þessari gömlu eign sinni. Bjartmar Kristjánsson. Þessir hringdu . . . • Töfrandi tónar Við viljum þakka kærlega fyrir þáttinn „Töfrandi tónar". Þetta er einmitt sá þáttur sem við miðaldra höfum lengi óskað eftir í útvarpinu. Við mættum stundvíslega klukkan 8 með kassettutækin til að taka upp hina gömlu „töfrandi tóna“. Þess vegna urðum við fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að þættirnir urðu aðeins 4 og vonumst því til þess að hugsað verði til okkar gömlu, til dæmis á laugardagskvöldum og nokkrum „töfrandi tónum" leyft að fljóta með í danslagatímum. Utvarpshlustendur. • Anægjuleg ferð L.St. hafði samband við Vel- vakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Guðmundar Jónas- sonar vegna ferðar, sem hún hafði farið á vegum verðaskrifstofu hans um hálendið. Ferðin sem hún fór stóð yfir frá 8.—20. júlí. Farið var inn í Kverkfjöll og voru 34 í ferðinni, þar af 30 útlendingar. Maturinn var mjög góður og allt gert til að gera ferðalöngunum ferðina sem ánægjulegasta. L. St. vildi benda íslendingum á þann möguleika að njóta sumarleyfisins í fylgd með skemmtilegu fólki og njóta náttúrufegurðar Islands um leið. SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Þessa dagana heldur Ketill Larsen málverkasýningu f Fossnesti á Selfossi. betta er áttunda sýning hans. Sýninguna nefnir hann „Skin frá öðrum heimi“. Á sýningunni eru 15 myndir. Hún stendur til 10. ágúst. Stórkostlegt úrval af Cosina CS-3 með normal linsu 50 mm 1,7 og tösku 169.500 samaánlinsu 125.130 Cosinon linsur: 28 mm 2,8 42.630 50 mm 1,7 44.370 135 mm 2,8 48.100 200 mm 3,5 58.400 35-105 mm 3,5 127.200 70-210 mm 3,5 147.030 Auto Winder 49.900 Canon AE—1 með normal linsu 50 mm 1,8 og tösku 234.650 sama án linsu 207.450 Canon AT—1 með normal linsu 50 mm 1,8 og lösku 207.425 CanonA—1body 289.010 Canon AE—1 með sérlinsur en án tösku: með 28 mm 2,8 293.979 með 50 mm Makro 3,5 340.171 með 135 mm 3,5 263.900 með 135 mm 2,5 302.358 Canon linsur: 24 mm 2,8 159.905 28 mm 2,8 139.090 35mm2 148.010 50 mm 1,4 128.580 50 mm 1,8 80.810 100 mm 2,8 118.750 135 mm 3,5 105.840 135 mm 2,5 148.630 200 mm 4 134.260 300 mm 5,6 212.910 Power Winder 87.510 Canonet 28 Rangef. 74.885 og linsum! Praktica MTL-3 með normal linsu 50 mm 1,8 og tösku 80.585 Praktica PLC-3 eins 113.575 Praktica EE-2 eins 140.815 Linsur fyrir Praktica ogaðrarvélarmeö skrútaðri fatningu: 20 mm 2,8 173.050 29 mm 2,8 71.380 35 mm 2,4 74.635 135 mm 3,5 68.750 180 mm 2,8 111.650 300 mm 4 161.300 Sigma linsur með fatningu: 24 mm 2,8 109.200 135 mm 2,8 72.250 80-200 mm 3,5 178.650 500 mm 8 spegillinsa 137.250 Kodak instant augnabliksmyndavélar 100 19.100 200 23.600 300 36.200 Myndavélatöskur frá 15.930 Þrífætur frá 27.430 Flösh, sjálfstýrð frá 35.730 GREIDSLUKJÖR Sendum í póstkröfu Opið iaugardaga 10-12 Landsins mesta filmuúrval. Fyrsta flokks úrvinnsla og góö ráðtryggir Þér betri myndir. Verslið hjá ^ ^ _ fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI f78 REYKJAVIK SIMI 85811 Á kvennaskákmóti í Úkraínu í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Strutschkovu, sem hafði hvítt og átti leik, og Kolupaeovu. 35. Rc6! bxc6 (Eða 35.... Kd7 36. He7+ Kd6 37. He6+ Kd7 37. Re5+ Kd8 38. Hxh6 og vinnur) 36. dxc6+ Kc8 37. He8+! Hxe8 38. Bg4+ Kb8 39. Hb2+ Ka7 40. Hb7 mát. MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF 40 ALLIR VERÐA AÐ SPARA OG KANNSKI VERÐUR BARA ALLS EKKI HÆGT AÐ KEYRA VERTU ALVEG RÓLEGUR MANNI MINN. ÉG SÁ TVO STÓRA BENZÍNBÍLA SETJA BENZÍN Á BENZÍNSTÖÐINA Í GÆR. Með réttum ökuhraða nýtist eldsneytið best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.