Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 13
V MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 13 \ Texti: Anders Hansen ... Myndir: Kristján Einarsson ... Vetrarrúningur sjald- gæfur í Ölfusi Safnið var nú komið í gerðið við réttina, og þar var það látið standa á meðan smalamenn fengu sér bita úr hnakktöskum sínum. Bændur úr ölfusi smala jafnan afréttarlönd sín ríðandi, og yfirleitt hafa þeir tvo til reiðar. Nestisbitann hafa þeir þá meðferðis í hnakktöskum. Þó víða séu bændur búnir að taka upp vetrarrúning á fé sínu, þá halda Ölfusbændur nokkuð fast við það að rýja ekki fyrr en á sumrin eða síðla vors. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að töluvert er lagt upp úr vetrarbeit, en hún hlyti að leggjast af ef féð yrði rúið ullinni að vetrinum. Þá hafa margir ótrú á vetrarrúningi sauðfjár yfirleitt, og telja féð verr undir það búið að mæta hörðum vorum eða hretum. Þykir það raunar hafa sannast nú í sumar, er fé hefur drepist úr kulda, þar sem það hafði verið rúið að vetrinum. Þá mun bændum heldur ekki þykja það ýkja leiðinleg kvöð að fara í göngur á vorin, og komast þannig til fjalla nokkra daga frá önn hversdagsins heima fyrir, þó smalamennskur séu síður en svo létt vinna. Húsmúlarétt Húsmúlarétt stendur sem fyrr segir skammt frá Kolviðarhóli, undir lágum fjallsrana eða múla er Húsmúli heitir. Er hann talinn bera nafn sitt af sæluhúsi er stóð undir múlanum áður en byggðist á Kolviðarhóli. Sælu- hús þessa er snemma getið, og þannig segir Hálfdan Jónsson lögréttumaður til dæmis árið 1703, er hann semur lýsingu Ölfushrepps: „Á norðanverðum Hvanna- völlum, er strax taka til fyrir neðan skarðið, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölfus- innbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsyn- legt á vetrartímum til innivistar, er og loftsvert að þetta sæluhús ei niður falli." Árið 1793 er sæluhússins undir Múlanum enn getið, er Sveinn Páisson læknir ritar eftirfarandi: „Skömmu áður en komið er að fjallinu (sunnan að) sést lítill kofi hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki. Hann er ætlaður þeim, sem ferðast þarna á vetrardag, og kallast sæluhús. Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda." Þessi gamla saga kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar komið er í Húsmúlarétt, enda er þar margt óbreytt frá fyrri öldum, og umhverfið gæti sagt frá mörgu óhugnanlegu mætti það mæla. Örnefni eins og Draugahlíðar, Draugatjörn og fleiri slík gefa litla hugmynd um þá sögu sem þetta umhverfi á að baki. Nautahjarðir á beit Áður fyrr gengu nautahjarðir á beit á sumrin á völlunum fyrir neðan Hellisheiði. Voru það gripir bænda úr ölfusi og ef til vill úr öðrum nálægum sveitum, svo sem Mosfellssveit, Grafningi Bræðurnir á Stóra-Saurbæ í Ölfusi fá sér bita eftir að búið er að koma fénu í gerðið. Frá vinstri: Nói, ólafur og Sigurjón, og einnig sést í bakið á Friðrik Kristjánssyni sem aðstoðaði þá bræður við smölunina og rúninginn. Féð rekið úr gerðinu inn í almenninginn með miklum hávaða og látum. og jafnvel Þingvallasveit, en ær voru þá meira hafðar á kvium á j. sumrin. Urðu naut þessi stundum skeinuhætt ferðamönnum er leið áttu um fjallveginn milli Faxa- flóa og Árnessýslu, og bættust því við aðrar hættur sem á þeirri leið voru. Mikil umferð var um Hellis- heiði fyrr á öldum eins og nú, og margir telja að fleiri hafi orðið úti á þessari leið en nokkrum öðrum fjallvegi á íslandi. Veður geta orðið válynd á Heiðinni og stórhríð skollið á fyrirvaralítið. Menn hafa hins vegar oft freist- ast til að fara af stað í góðu veðri, og vegna þess hve leiðin er stutt kunna menn að hafa látið undir höfuð leggjast að klæða sig eins og þeir væru að fara á fjöll i vetrarveðri. En gamlar hörmungar gátu hins vegar ekki verið lengi í hugum manna við rúninginn í sumarsól og hita síðast liðinn mánudag og umræður um tíðar- far og skepnuhöld áttu meiri hlut í hugum manna þegar stað- ið var upp frá bitanum og tekið til við að rýja og koma lömbun- um undir ærnar á ný. - AH. Sigurður Auðunsson fjall- kóngur tekur út úr hesti sín- um eftir að búið er að koma safninu í réttina. Áður fyrr voru það einkum engi og forarlönd sem gerðu jarðir eins og prestssetrið Arnarbæli í Ölfusi að miklum kostajörðum, en eftir að meira var lagt upp úr vélvæddum heyskap á ræktuðum túnum var blómatími slíkra jarða úr sög- unni og þær þykja nú ekki lengur eftirsóttar til búsetu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.