Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 23 Ingjaldur Tómasson: Skorradal Ferðin hófst frá Sjálfstæðishús- inu sunnudaginn 1. júlí kl. 9.30 f.h. Ekið var sem leið liggur Vestur- landsveg og fyrir Hvalfjörð. Stansað var á móts við Hallgríms- kirkju í Saurbæ. Nokkuð af sam- ferðafólkinu skoðaði kirkjuna, og varð ég hrifinn af þessum sögu- fræga stað, kirkjunni, umhverfi hennar og umgengni allri bæði úti og inni, sem ég tel með því besta sem gerist á íslenskum kirkjustað. Áreiðanlega trúað fólk sem svo smekklega gengur um hinn trúarsögufræga stað. Að lokinni stuttri dvöl þarna var ekið að Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga. Jón Sig- urðsson forstjóri tók á móti fólk- inu og skýrði með ágætum alla starfsemi verksmiðjunnar. Dr. Gunnar Thoroddsen fyrrv. iðnað- arráðherra flutti líka ávarp og sagði frá undirbúningi að stofnun verksmiðjunnar. Hann minntist líka á þátt kommúnista, sem hafa gert allt sem þeir máttu til að hindra framgang þessa mikla nauðsynjamáls fyrir alla þjóðina, og á hina endemisfrægu ferð kommúnista undir forustu eins þingmanns þeirra gegn verksmiðj- unni, og sem nú liti helst út fyrir að væri að snúast gegn þeim sjálfum. Líklega er þjóðin nú vegna olíukreppunnar farin að sjá í gegnum svartnættisáróður komm- únista, sem barist hafa í áratugi af hinni ótrúlegustu heift gegn þeim stjórnmálamönnum, sem skeleggast hafa unnið að því að taka í notkun hinar miklu inn- lendu, ótæmandi og mengunar- lausu orkulindir í stað olíuorku- dauðans, sem er nú sem óðast að eyða lífsmætti láðs, lofts og lagar, og er nú orsök hinnar miklu heimskreppu sem nú vofir yfir. Þessi ótrúlegu vinnubrögð komm- únista eru kannski skiljanleg nú, þegar allir sjá hinar miklu hörm- ungar fólks nær jafnskjótt og þeir hafa náð völdum. Eða er þetta bara stefnan, að pína fólkið það mikið að það vilji hætta á að týna lífinu á lokabyttum á hafi úti, heldur en eiga vísa ævilanga pínslu kommúnista í vitfirringa- hælum og þrælkunarvinnubúðum? Það er reynt að berja það inn í þjóðina að virkjanir séu dýrar en ekkert talað um þótt við eyðum bráðlega allt að hundrað milljörð- um í olíu, 30 milljörðum í vínföng, auk fjölmargrar óhófseyðslu sem alls staðar blasir við. Núverandi orkuyfirvöld gerðu allt sem hægt var til að seinka síðari ofni járnblendiverksmiðj- unnar, en komið var í veg fyrir það af framsýnum mönnum sem sáu að stefnt var í óefni. (Orku- ráðherra hefði eflaust stöðvað byggingu verksmiðjunnar að fullu, ef hann hefði þorað). Hin mikla gjaldeyrisöflun verksmiðjunnar mun nú brátt koma í ljós, enda veitir víst ekki af til að hafa eitthvað uppí greiðslu á hinum vægast sagt vafasama rússneska olíuvíxli. Verksmiðjan mun tryggja það að íslenskt sement verður stór- bætt, svo steinbyggingar geta enst, jafnvel öldum saman. Hún verður líka nú þegar stór kaup- andi raforku, sem nú í sumar rynni annars ónotuð framhjá orkuverunum. En það stórbætir hag þeirra og þar með almennings í landinu. Frá Grundartanga var ekið að Ökrum á Mýrum og þar snæddur hádegisverður. Ég hefi ekki áður séð „Mýrarnar", bjóst við að þær væru að mestu illfærar fúamýrar. Ég varð mjög hrifinn af hinu sérkennilega gullfagra landslagi sem þar er. Sérkennilegar jökul- eða brimsorfnar klettaraðir teygja sig víðs vegar upp úr sléttunni, og gefa henni sérkenni- legan svip, sem ég held að hvergi sé annars stðar á landinu. Þarna er landið víða vaxið birki og víðirunnum, og leiðsögumaður sagði okkur að þarna væru nær allstaðar fornar skógarleifar. Það er því auðsætt að Skallagrímur hefir ekki verið í vandræðum með við til kolagerðar og járnbræðslu, svo hann gætilúið járnið á steinin- um sem hann hefir eflaust sótt á sjávarbotn, en þó sennilega af minna dýpi en sagan greinir frá. Sögusnillingum hefir þótt sagan áhrifameiri eins og hún er. Hvernig skyldi nú standa á því að þessi jörð skuli heita Akrar? Það þarf engan Vilmundarson úr Háskólanum til að finna svarið, því það liggur ljóst fyrir öllum Islendingum sem ekki hafa enn smitast af nýtísku nafnafölsunar- fræðunum. Það var sannarlega skemmtileg tilviljun, að einmitt þar sem áð var og borðaður hádegisverður hafa kornakrarnir verið í hinu sandblendna slétt- lendi. Og svo frjór hefir jarðveg- urinn verið eftir lauffallsuppbygg- ingu skóganna og drif fuglamergð- arinnar í aldaraðir, að kornið hefir náð fullum þroska án áburð- ar. Frá Ökrum var ekið um Staf- holtstungur, yfir Kljáfossbrú og í síðasta áningarstað sunnan Skorradalsvatns í mjög fögru um- hverfi og vermandi geislafljóði kvöldsólarinnar. Nokkru eftir brottför bíls okkar (nr. 6) frá Kljáfóssbrú sprakk á afturhjóli og urðum við því nokkuð á eftir. En biðin var ekki löng því tveir vaskir Árnesingar voru mjög fljótir að skipta. Á meðan nutum við dá- samlegs útsýnis yfir Borgarfjörð- inn og líka blasti við hinn orkuríki og títtnefndi Deildartunguhver. En vegna þessarar tafar heyrði ég ekki lokaræður ferðarinnar, nema niðurlag ræðu Geirs Hallgríms- sonar, þar sem hann hvatti Sjálf- stæðismenn til að gera veg Sjálf- stæðisflokksins sem mestan því sennilega væri skammt að bíða þess að núverandi stjórn hrökkl- aðist frá við lítinn orðstír. Meðan við biðum við vatnið varð mér tíðlitið yfir það til hliðanna hinum megin, þar sem Skógræktin hefir stór svæði nytjaskógar í uppvexti. Og ég minnist mjög ánægjulegrar skógarkynnisferðar undir leiðsögn og skýringum hins stórmerka skógræktarfrömuðar Hákonar Bjarnasonar skógrækt- arstjóra. Hann gaf okkur meist- aralega sýn inn í undraheim skóg, sem seint mun gleymast. Segja má að nú sé fengin næg reynsla fyrir því að hægt er að rækta allt timbur sem þarf til heimanota (greni, furu, lerki o.fl). Með því tökum við sólarorkuna í okkar þjónustu. Sú orka er ekki seld á ránverði olíukónga, heldur býður skaparinn okkur hana fyrir alls ekki neitt, ef við erum menn til að nýta hana. Nákvæmlega það sama er að segja um orkulindir vatnsafls og jarðhita, ekkert ann- að en að ganga að því og beisla það sem fyrst svo við getum losnað úr hjelgrelpum olíunnar og olíuok- ursins. Síðasta orkuspá ráðherra og orkuráðuneytis er algert hneyksli. Nýlega lýsti orkuráðherra því yfir að við gætum í fyrsta lagi ein- göngu notað innlenda orku eftir 20—30 ár!! Ég held að það sé útilokað að opna augun á þessum ráðherra, sem hefir margsýnt að hann er alls ófær að ráða orku- málunum í hinni geigvænlegu orkukreppu, sem nú skellur yfir. Og nú er nýskipuð ein nefndin enn, og hefir formaður hennar tilkynnt að hún þurfi minnst 3—4 vikur til að „kanna aðstæður". En hvað um allar hinar nefndirnar, gerðu þær ekkert? Sem sagt: Verið bara rólegir íslendingar, ekkert liggur á!!! Eitt var það sem mér féll mjög illa að sjá í ferðinni. Það var hin mikla mergð svartbaks, sem all- staðar sást hundruðum saman. Auðvelt væri að fækka þessum ófögnuði að mun með ýmsum aðferðum. Væri ekki nær fyrir hina mörgu skotmenn okkar að þjóna skot- gleði sinni með svartbaksveiðum, heldur en vera að eltast uppi um öræfi skjótandi þær fáu rjúpur sem enn eru eftir. Ég vona að Náttúruverndarráð fari nú að bera nafn með rentu hvað fuglalíf- ið varðar áður en það er orðið of seint. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem unnu með ágætum að undirbúningi, ágætri stjórn og skipulagi þessarar ánægjulegu og stórfróðlegu ferðar. Líka þakka ég leiðsögumanni og bílstjóra á nr. 6 ágæta frammistöðu, og samferða- fólkinu fyrir góð samveruáhrif í þessari eftirminnilegu skemmti- ferð. Ingjaldur Tómasson. Áð í Skorradal. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar l^húsnæói~: l f boöi í r. .* A Hafnarfjörður Góö 2ja herb. íbúö meö hús- gögnum og síma til leigu frá 1. sept. n.k. í 8 mánuöi. Tilboö óskast sent fyrlr 31. júlí merkt: „ Haf narf jöröur-5875". Happdrætti Heyrnarlausra Vinningsnúmer eru þessi: 1. 12843, 2. 13936, 3. 9801, 4. 13048, 5. 9394, 6. 19222, 7. 579, 8. 4566, 9. 16631, 10. 13810, 11. 2000, 12. 12877. Félag heyrnarlausra, Skóla- voröustíg 21, sfmi 13240. Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson eöa Kjarval óskast keypt. Borgun í erlendum gjald- eyrir ef óskaö er. Sími 34137. ípróttakennarar vantar aö grunnskóla Bolungar- vfkur. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnar Ragnarsson, í síma 27353. 19 ára stúlka meö Samvinnuskólamenntun óskar eftir atvinnu í vetur. Kunnáttu í norsku og ensku. Getur hafiö störf um miöjan ágúst. Uppl. í síma 96-44167, eftir kl. 7 á kvöldin. ÚTIVISTARFERÐIR Föstud. 27/7 kl. 20 1. Landmannalaugar — Eldgjá 2. Þórsmörk Verzlunarmannahelgi 1. Þórsmörk 2. Lakagígar 3. Gaasavötn — Vatnajökull i 4. Dalir — Brelöafjaröareyjar 5. Aöalvík Sumarleyfisferðír í ágúst 1. Hálendlshringur, 13 dagar 2. Gerpir, 8 dagar 3. Stórurö — Dyrfjöll Nánari uppl. á skrjfst. Lækjai götu 6 a, s. 14606. Útivist FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Föstudagur 27. júlí kl. 20.00 1) Þórsmörk (gist í húsi) 2) Landmannalaugar — Eldgjá (gist í húsi) 3) Hveravellir — Kjölur (gist í húsi) 4) Gönguferö á Hrútfell á Kili (1410m) Fararstjóri: Páll Steinþórsspn. Sumarleyfisferðir: 1. ágúst: Borgarfjöröur eystri. Flug til Egilsstaöa. Gist í húsi í Bakkageröi og farnar þaöan dagsferöir til skoöunarveröra staöa. (8dagar) Fararstjóri: Sig- uröur Kristinsson. 1. ágúst: Lónsöræfi. Flug til Hafnar. Gist f tjöldum viö llla- kamb. Gönguferöir frá tjaldstaö (9 dagar). Fararstjóri: Hllmar Árnason. 3. ágúst: Gönguferö frá Land- mannalaugum til Þórsmerkur, 5 dagar Fararstjórl: Gylfi Gunn- arsson. 8. ágúst: Askja — Kverkfjöll — Snæfell (12 dagar). Fararstjóri: Árni Björnsson. 11. ágúst Hringferö um Vestfirði (9 dagar). Foröafélag íalanda. Samhjálp Samkoma FHverflsgötu 44, bak- húsi í kvöld kl. 20.30. Ræðu- menn Jóhann Pálsson, Óli Ágústsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Samhjálp Freeportklúbburinn Næsti fundur veröur fimmtudag- inn 2. ágúst á venjulegum staö og tíma. Stjórnín Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.