Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 Bylting í Mývatni 1978 Frá Náttúruverndarráði er komin allþykk skýrsla. í henni er reynt að draga saman á einn stað sem mestar upplýsingar um líf- ríki Mývatns og Laxár, eins og Arnþór Garðarsson segir í inn- gangi. Birt er yfirlit yfir rann- sóknir 1971 — 74, svo og stuttar greinargerðir um rannsóknir, sem unnið hefur verið að siðan og ýmist nýlokið við eða í gangi. Þar segir ennfremur: „Á árun- um 1971—74 höfðu ýmsir sérfræð- ingar unnið að margvíslegum vatnafræðilegum og vatnalíf- fræðilegum rannsóknum á Mý- vatni og Laxá. Rannsóknir þessar voru tilkomnar vegna Laxárdeil- unnar og voru þær kostaðar af iðnaðarráðuneytinu, en umsjón með rannsóknunum hafði dr. Pét- ur M. Jónasson. Áður en stjórn rannsóknastöðvarinnar var skip- uð, hafði náttúruverndarráð for- göngu um að kalla saman til umræðufundar hóp sérfræðinga, sem létu sig varða iíffræðirann- sóknir á Mývatni og Laxá, og var þannig hægt að afla upplýsinga um hvaða rannsóknir höfðu þá þegar farið fram á lífríki svæðis- ins og hvaða rannsóknir til viðbót- ar ættu að ganga fyrir á næstu árum. Ymislegt benti til þess að ekki væri allt sem skyldi í Mý- vatni og vildu sumir kenna þar um mengun og ýmsum framkvæmd- um. Mælingar bentu hins vegar varla til þess að um mengunar- áhrif væri að ræða. Ástand fugla- stofna og silungs hélt áfram að versna, auk þess sem ljóst var að átuskilyrði voru með afbrigðum léleg. Ástandið virtist ná lágmarki 1976, en upp frá því virðist sem um nokkurn bata hafi verið að ræða í Mývatni. Kemur þetta einkum fram í batnandi átuskil- yrðum, sem virtust fylgja í kjöl- farið á hruni hornsílastofnsins í Mývatni 1976—77. Enn varð bylt- ing í Mývatni 1978, er leirlos hvarf, og vatnið varð tært allt sumarið í fyrsta skipti á síðari áratugum. Þessi breyting kann að stafa af mikilli aukningu dýra- svifs, einkum vatnsflóarinnar, sem aftur gæti stafað af litlum fiskistofnum, einkum hornsílis. Framangreind breyting í Mývatni hefur haft í för með sér minnkað lífrænt rek í Laxá og dregið þannig mjög úr vexti bitmýslirfa, en þær eru undirstöðufæða fugla og silunga í ánni.“ Ritið er ætlað öllum þeim sem láta sig Mývatn og Laxá skipta, segir Arnþór ennfremur. Þeir eru margir, bæði fræðimenn og leik- menn, hérlendis og erlendis. Ritið ber þess nokkur merki að því er ætlað að ná til margra, en víðast hvar er þó reynt að hafa rann- sóknaskýrslur sem aðgengilegast- ar öllum þorra manna. Stutt yfirlit á ensku er með skýrslunum. I ritinu eru 15 greinar um rann- sóknir og kannanir af ýmsu tagi, m.a. um vatna- og vatnslíffræði vatnsins og Laxár, landhæðar- breytingar, aukningu fosfórs og köfnunarefnis í jarðvatni, mýflug- ur, bitmý, silung í vatninu og fugla við Mývatn. Fyrirsætan, sem Ijósmynduð var á fótstalli Hannesar Hafstein mun i afa átt í nokkru meiri erfiðleikum með að komast niður en upp á stailinn. ... ,...... Ljósm. ól. K. M. Hp§;;I í L t it : a 2* H fí fÍF Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur verið á fullu sfðustu vikur og nú er unnið kvöld eftir kvöld við að reisa söluskála, danspalla og fleira f Herjólfsdal, prýða og skreyta Dalinn þúsundum ljósa og lita. Ljósmynd Mbl. Guðlaugur Sigurgeirsson. Geysifjölbreytt dagskrá á Þjóðhátíð Vestmannaeyja Þjóðhátfð Vestmannaeyja verður að vanda haldin fyrstu helgi f ágúst og hefst hún föstudaginn 3. ágúst kl. 14 f Ilerjólfsdal. Verður sfðan sam- felld dagskrá með tugum atriða næstu þrjá sólarhringana og er mjög vandað til dagskrárinnar. Knattspyrnufélagið Týr sér um hátfðina að þessu sinni. Fyrir setningu hátíðarinnar mun Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir stjórn Hjálmars Guðnasonar, þá mun Snorri Jónsson formaður Týs setja há- tíðina og síðan mun séra Kjart- an Örn Sigurbjörnsson Eyja- klerkur annast helgistund og Kirkjukór Vestmannaeyja syng- ur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Að lokinni helgi- stund verður hlaup barna og unglinga á hlaupabrautinni í kring um Herjólfsdalstjörnina, þá verður kastkeppni með blaut- púða, söngvararnir Magnús og Jóhann syngja á 40 mín. dagskrá um miðjan daginn, landskunnir íþróttamenn keppa í Dalnum og Lúðrasveitin tekur lotu áður en bjargsigið hefst á Fiskhellanefi, en þar mun Óskar Svavars síga, en Siggi minkur mun áður klífa Fiskhellabjarg upp á brún. Þeir eru báðir Helliseyingar. Þá hefst barnadansleikur og skemmtun kl. 5 og meðal skemmtikrafta eru Halli og Laddi, Fóstbræður og fleiri. Kvöldvakan hefst kl. 20.30 með leik Lúðrasveitar Vest- mannaeyja, Halli og Laddi skemmta með nýju efni, Magnús og Jóhann syngja, Jóhannes Guðmundsson eftirherma verður mættur frá Brekku á Ingjalds- sandi við Önundarfjörð, Brimkló kynnir Þjóðhátiðarlagið, brekkusöngur verður, Addý og Hólmfríður syngja og HLH flokkurinn skemmtir. Að lokinni kvöldvöku hefjast dansleikir á báðum pöllum kl. 23—04, en það eru Brimkló og Ásar sem skemmta. Hlé verður þó að sjálfsögðu gert kl. 24 þegar kveikt verður í bálkestinum á Fjósakletti af Sigurði Reimars- syni brennukóngi. Á iaugardeginum hefst hefð- bundin dagskrá kl. 2 með leik Lúðrasveitarinnar, þá verður Höfðahlaup úr Stórhöfða, reyk- vískir og vestfirskir svifdreka- menn sýna drekaflug af Molda, Sigfús Halldórsson og Guð- mundur Guðjónsson skemmta um miðjan daginn, fimleikasýn- ing verður, vísna- og þjóðlaga- söngur, lyftingamót, handbolta- keppni og barnaball með skemmtiatriðum kl. 5, en þar koma m.a. fram Baldur og Konni. Kvöldvakan á laugardags- kvöld hefst með því að Halli og Laddi skemmta, Lúðrasveitin tekur lagið, Sigfús Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson syngja og leika, gamanvísur verða fluttar, Brimkló og HLH flokkurinn skemmta, Bragi Hlíð- berg leikur á harmonikku og Brekkurispa verður að sjálf- sögðu undir stjórn Árna Johnsen sem er kynnir hátíðarinnar. Að lokinni kvöldvöku er dans- að á báðum pöllum fram undir morgun, en kl. 24 verður stór- brotin flugeldasýning í Herjólfs- dal. Á sunnudeginum verða leikin létt lög í Dalnum, pokahand- bolti, leikir, barnadansleikur og dans á báðum pöllum um kvöld- ið, en þá verður einnig varðeldur og brekkusöngur. Dagskrá lýkur í fyrsta lagi kl. 2 aðfaranótt mánudags. Að finna lióðið MADONNA Ljóð eftir S. jón. Teikningar: Ólafur Sveinn Gíslason. Höfundur gaf út 1979. í ljóðaflokki sem nefnist Nætur- ljóð yrkir S.jón um það ævintýri lífsins sem lýsir sér í því að „þá fundum við/ sálina og ljóðið". I sama ljóðaflokki er talað um það sem „gæðir drauminn/ lífi hvers- dagsins". Næturljóð er að mínum dómi athyglisvert ljóð ungs skálds. S.jón yrkir um æsku sína (saman- ber ráðleggingu Rilkes). Hvít blóm á þögulli á við við berumst (áhyKKjuleysi apskunnar á léttum bárum. En þetta er aðeins hliðará og við erum á leiðinni út (ólgandi stórfljótið. S.jóni er tamt að yrkja um lífið sem grímudansleik og sjá mann- inn í gervi trúðs. Hann veit líka að sorgin er uppspretta ljóðs. Madonnuheiti bókarinnar er sótt til Munchs, en úr mynd hans les skáldið „lostafullt bros/ full- nægingar/ og dauða". Draumur- inn er efni í skáldskap. Ort er um „dularfulla dranga/ umkringda af/ fuglum næturinnar" og: „í fjarska líkami minn/ í pörtum/ eins og hráviði/ um þokukenndan himininn". En líf hversdagsins er líka verðugt yrkisefni eins og ljóðið Vetrarmorgunn sem er aðeins ár línur vitnar um. ýfallinn snjórinn óskrifuð örk som við gerum engla f. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON S.jón. S.jón hefur áður gefið út bókina Sýnir. í Madonnu kynnumst við ungu skáldi sem er á þroskabraut á leið sinni út í ólgandi stórfljót lífsins og listarinnar. Þótt ekki verði sagt að hér séu á ferðinni ný tök á yrkisefnum gefur þessi bók fyrirheit um framhald. Vinnu- brögð eru virðingarverð og betri en almennt gerist um fjölritaðar bækur ungra skálda. Á teikningar Ólafs Sveins Gíslasonar má frekar líta sem sjálfstæða túlkun en þær spegli andrúmsloft ljóðanna. Engu að síður eiga þær heima í Madonnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.