Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 Frá sumarbúðum ÆSK í Hólastifti: „Þangað er gengið sem gefið er” Heimförin undirbúin. Þannig líður hver dagurinn eftir annan. Farið er á bát á vatninu, sem er nú eitt mesta sportið, knattleiki og gönguferðir og seinni hluta dagsins er fræðslustund í umsjá sumarbúðastjóranna. Þar eru sýndar glitskyggnur og á eftir skrifa börnin niður á blöð það sem glitskyggnurnar sögðu og lita myndirnar á eftir. Þannig fá börnin efni sem þau hafa með sér heim og þannig festist Guðs orð betur með þeim, en ef eingöngu væri talað við þau. Stundum koma hópar úr æsku- lýðsfélögunum um helgar til að dytta að einu og öðru og ekki síður til að rifja upp gamlar endur- minningar. Það á því vel við máltækið hér að þangað er gengið sem gefið er. Nú voru fyrstu 4 flokkarnir yfirfullir og komust færri að en vildu, en eitthvað er enn laust í ágústhópnum. Þegar kvölda tekur og ró er komin yfir eftir helgistund og kvöldvöku þá ómar í eyrum manna sumarbúðasöngurinn, sem þau tóku svo hressilega undir, tákn þess þakklætis er þetta starf leiðir af sér til blessunar þeim er að því standa: í sumarbúðum syng ég dátt. því þar er sœlt að vera. Lífið er svo létt og kátt og líka nóg að gera. I húðunum ég bý og bið uri dvöi á nv aftur þegar ég á sumarfrf. Að fánastöng við förum öll og fylkjum iiði saman. Oft við förum út á völi það er svo voða gaman. Er kvölda tekur hægt og hljótt þá hvflist allt sem lifir. Þá segja englar sofðu rótt og signa rúmið yfir. Pþ. Sumarbúðirnar eru starfræktar frá því í byrjun júní og fram í ágústlok. Eru börnin í 9 daga í senn og koma og fara á þeim 10. Eru þar stelpur og strákar saman. Og eru í sumar 2 flokkar aldraðra og blindra sem verða viku hvor flokkur. í byrjun júní þegar fyrsti dvalarflokkurinn á aldrinum 7—10 ára kom var heldur vetrar- legt um að litast. Snjó hafði ekki tekið upp og jörð ekki tekið við sér enn. Voru þetta hálfgerðar vetrar- búðir til að byrja með. En mann- skapurinn lét það nú ekki á sig fá. Langstökk í snjóskafli Eitt það fyrsta sem krakkarnir gera þegar þau koma er að reyna með sér í íþróttum. Og þegar til átti að taka og fara að stökkva langstökk þá var ekki unnt að nota gryfjuna, sökum þess að hún var full af vatni og aur. Þetta vatn kom úr skafli sem óðum tók upp dag frá degi. En nú voru góð ráð dýr, því ekki mátti sleppa lang- stökkinu. Þá datt þeim foringjun- um Toddu, Jónu og Sollu í hug að láta krakkana stökkva bara í þennan snjóskafl sem gerði þeim lífið leitt. Hann skyldi nú fá fyrir ferðina, skaflinn sá arna. Og var ekki að sjá á árangrinum að stokkið væri við frumlegar að- stæður, en mýkra varð að lenda í skaflinum en sandgryfjunni. Reyndar runnu samt sumir langt á rassinum þerar lent var og blotnuðu, c 'ítta var alveg „hrein" bleyi. og gerði ekki mikið til. Virtist vera mun meiri áhugi á langstökkinu vegna snjóskaflsins, og áttu Solla, Jóna og Todda fullt í fangi með að skrá, mæla og kalla upp, því alltaf var sá næsti til- búinn og vel það. Skroppið í Fagraneskot Venja er að í hverjum flokki er farin skógarferð þar sem kaffi er drukkið úti og nesti borðað. En menn höfðu fregnað að á næsta bæ við Vestmannsvatn hefði tík nýlega gotið og 6 hvolpar væru þar litlir og blindir. Var auðsótt mál hjá Jóni bónda að krakkarnir mættu koma í heimsókn og fyrir utan hvolpana þá voru í húsum kindur, kýr og hestar, ásamt hænsnum. Hljóp því á snærið hjá krökkunum að geta séð þetta allt saman, en sumir voru hræddir við hrútana því það voru svo stór hornin á þeim þótt þeir væru meinlausir með öllu. En mesta athygli vöktú hvolparnir, enda ekki nema að vonum þar sem fæst þeirra hhöfðu augum litið svo nýfædda hvolpa. Hafragrautur góður er í eldhúsinu er góður ilmur á morgnana hjá Hófý ráðskonu. Þar eldar hún hafragraut ásamt Þóru og Unni. Eru ekki allir alveg ánægðir með að fá hafragraut á morgnana þar sem heima er venjulegast etið „Coca Puffs" eða „Cheerios". En allir fá matarást á Hófý og þegar yfir lýkur þá hafa flestir byrjað á því að fá sér hafragraut á morgnana. Og segja að þeir héldu að hann væri miklu verri. Fyrst í júnf voru sumarbúðirnar líkari vetrarbúðum. Ljósm.: Carsten Kristinsson. Skaflinn góði, sem langstökkið fór fram f. Hin sfðari ár hefur orðið æ erfiðara fyrir börn að komast í sveit yfir sumartfmann. Veldur þvf helzt að búskaparhættir hafa breytzt. Nú eru störf í sveitum unnin með vélum eins og víðast hvar annars staðar og manns- höndin ekki eins nauðsynleg og áður. Einnig hafa búin stækkað og þarf helzt aðkeyptan vinnu- kraft til að inna af hendi störfin. Og börnin eiga ekki samleið með þessari vélvæðingu og tækni allri. Þörfin fyrir liðléttinga hefur því minnkað stórum þar sem hinn eiginlegi bóndi er að týna þeim einkennum er hafa sett mark sitt á bændastéttina. Og f staðinn Ifkist hann fremur iðju- höldi, er hefur allt sitt með „stóriðjurekstri“ miðað við það sem einn bóndi og hans hjú voru áður. Kaupstaðarkrökkam gefst því fá tækifæri til að dvelja í sveit. Reyndar er skólinn orðinn það langur að börn hafa rétt smá tíma yfir hásumarið til að fara í „parís“ eða „brennó" eða varla það. Það er því hætta á að komandi kynslóð slitni úr tengslum við hið lífræna starf er fylgir sveitadvöl og skilii ekki þennan nauðsynlega þátt lífi hvers manns að tengjast um- hverfinu og hinu lífræna er vex hvarvetna í kringum hvern mann. Þó eru nokkrir sólargeislar sem skína inn í þessa lokuðu veröld fyrir börnunum. Eru það þeir staðir á landinu, sem ætlaðir eru krökkum að dvelja á um lengri eða skemmri tíma. Eru það sumarbúð- ir hinna ýmsu félaga. Einn þess- ara staða er Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar eru reknar sumarbúðir af Æskulýðsstarfi kirkjunnar í Hólastifti. Ærsl á kvöldvöku. Frá fræðslustund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.