Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 23 Á leið á Sauðhamarstind. Víðidalur. í baksýn er Hnappadalstindur. Við sjáum inn á Vatnajökul en fljótlega gleypir þokan Goðaborg og allt útsýni til suðurs og áður en við náum tindinum okkur líka. Síðasti spölurinn er upp blágrýtis- belti en sjálfur kollurinn er móbergsklöpp og býsna gott sæti. Þarna sitjum við góða stund, því „Hjá einum lífteig lofts af tindsins egg er lág- sléttunnar andi bragðlaus dregg.“ (E.B.) A leiðinni niður þykknar smám saman í lofti. Farið er í regnfötin, því að nú er kominn suddi. Við göngum fram eina gilbrún, svo niður skriðu. Það glamrar á sinn sérstæða máta í líparítinu, þegar skriðan grefur undan fótum okkar. Þetta er ein leið til að flytja fjöll. Heima í tjaldi er vel tekið til matar síns meðan regndroparnir sem falla á tjaldið verða stærri og fleiri. Þessa nótt verður fáum svefnsamt. Vindurinn gnauðar, Jökulsá fer hamförum og ryður með sér stærðar björgum, sem lemjast hvert við annað með gífurlegum drunum og dynkjum. Lækurinn niðar og er nú orðinn að á. Yfir móann renna bunulækir. Regnið dynur á tjaldinu. Allt blandast þetta saman í eina tólf tóna hljómkviðu. Nú hefði verið gaman að taka tæknina í þjónustu sína og eiga þetta á segul- bandi, því að þetta er reynsla sem ótrúlegt er að við lifum aftur. Tryggvi fararstjóri er í sjó- klæðum og bjargar tveim nauðstöddum inn til sín. Það er ekki svo þægilegt að liggja í regngalla í svefn- poka. Rigningin heldur áfram og enn hækkar í Jökulsá. Þegar líður á dag- inn dregur úr rigningunni og hægt er að bregða sér út án sjóklæða, jafnvel smella af mynd. Eyrin við mynni Ölkeldugils er horfin. Okkur virðist sem hækkað hafi í Jökulsá um rúman metra. Niður skriðuna á móti hrísl- ast ótal lækir sem myndast hafa í rigningunni og einnig yfir móann okkar. Það er orðið stutt að sækja vatn fyrir suma. Það skýtur upp þeirri hugsun, hvernig við komumst héðan og við erum fegin, að það þarf að sækja okkur úr byggð. Næsta dag sjatnar í læknum og ánni. Þeir sprækustu vaða lækinn og halda inn með á. Aðrir láta sér nægja að fara i vinaheimsóknir í önnur tjöld, fylgjast með lyng- bobbanum sniglast áfram með húsið sitt á bakinu, tína krækiber eða fá sér síðdegis- blund. Um kvöldið er kvöld- vaka, þar sem við sitjum sátt undir stórum tjald- himni. Það eru söngmenn með í förinni, sem hjálpa okkur sem minna mega sín að halda lagi. Hver kemur með kaffibrúsann sitt og meðlæti sem hann á best eftir til að deila með hinum. Nú er komið að brottfarar- degi okkar hér. Kl. 8 kemur Tryggvi með þær góðu frétt- ir að það sé að birta og við ættum að skreppa inn í „Þil- gil“. Nú förum við sunnan- megin ár á Lambatungnaá (Staðarlambatunga). Þar upp og niður skriður, þangað til við komum í gil, sem í suðri er skýlt af geysimiklum berggangi sem reyndar virðist vera í fram- haldi af Brennikletti handan ár. Við göngum spottakorn upp gilið, vöðum gjarnan lækinn í botni þess. Fögur klettfrú bærist í sólskininu. Það er ekki tími til dundurs, svo að við vinkum klett- afrúnni. Á bakaleið sjáum við okkur til furðu, að jepparnir eru þegar komnir upp á Ulakamb. Þeir, sem sækja okkur, höfðu haldið eins og við, að torfærur yrðu á leiðinni og haldið snemma af stað. En viti menn. Þótt Jökulsá hafi brotið varnar- garðinn, hafði hún samtímis skvett sér norðar á aurana og var engin farartálmi. Þeir koma niður að tala við okkur og sparka í svörðinn. „Svona bíta hreindýrin". Við stillum okkur um að segja að kindurnar bíti nú líka. Eg er heldur ekki búin að fyrir- gefa hreindýrstörfunum, sem ég sá bíta upp hvann- irnar í Hvannalindum í hitteðfyrra. Það tekur góða stund að hlaða á bílana. Ég rölti veginn upp Kjarrdals- heiði á undan. Eftir þessa dvöl í Lónsöræfum held ég að við getum öll tekið undir með Einari Benediktssyni og sagt: „Ég veit hvað er að fagna í fjallsins geim og finn hér ieggja ilm af hverjum steini.“ Bergþóra Sigurðardóttir. LOKAÐ vegna sumarleyfa til 13. ágúst. ÁGÚST ÁRMANN hf. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - K>PtiWv, Sundaborg Við stofnum sparisjóð Hafinn er undirbúningur aö stofnun nýs sparisjóös á höfuöborgarsvæöinu. Auk almennrar sparisjóösstarfsemi mun sparisjóðurinn beita sér fyrir aöstoö og fyrirgreiöslu viö einstaklinga og félög sem tengjast baráttunni gegn áfengisböl- inu og einnig starfrækja almenna fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga. Tekiö skal fram aö stofnun og starfræksla sparisjóösins veröur ekki aö veruleika nema leyfi stjórnvalda fáist. Því betri sem undirtektir veröa þeim mun líklegra veröur að telja aö leyfið verði veitt. Söfnun stofnfélaga er nú aö hefjast og er þátttaka öllum heimil, enda skuldbindi stofnfélagar sig til aö greiöa kr. 100 þúsund sem stofnframlag innan 3ja mánaöa frá því aö ráöherra veitir leyfi til stofnunar sparisjóösins og stofni auk þess vaxtaauka- reikning meö 12 mánaöa uppsagnartíma í sparisjóönum strax og hann tekur til starfa og leggi inn á hann meö jöfnum greiöslum fyrsta áriö a.m.k. kr. 250 þúsund. Stofnframlag er óafturkræft nema sparisjóðnum veröi slitiö. Listar fyrir'þá sem vilja gerast stofnfélagar munu liggja frammi á nokkrum stööum í Reykjavík frá mánudeginum 30. júlí til þriðjudagsins 7. ágúst n.k., en einnig er hægt aö skrá sig hjá undirbúningsnefndarmönnum. í undirbúningsnefnd eru: Albert Guömundsson, alþm., Árni Gunnarsson, alþm., Baldur Guö- laugsson, hdl., Björgólfur Guömundsson, forstjóri, Ewald Berndsen, forstöðumaöur, Guömundur J. Guömundsson, formaður Verkamannasambands íslands, Guömundur G. Þórarinsson, verkfræöingur, Hilmar Helgason, stórkaupmaöur, Jóhanna Siguröardóttir alþm., Lúövíg Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri, Pétur Sigurösson, formaður Sjómannadags- ráös, Ragnar Júlíusson, skólastjóri, Svava Jakobsdóttir, alþm., Sveinn Grétar Jónsson, verzlunarmaður og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri. Listarnir liggja einnig frammi hjá eftirtöldum aöilum: Verzlunin Týli h.f., Austurstræti 7. Verzlunin Sportval, Laugaveg 116, Þorateinn Guðlaugss. endursk., Héaleitisbr. 68, Austurver Vesturbæjarapótek, Melhaga 20, Árbæjarapótek, Hraunbæ 102, Lyfjabúö Breiöholts, Arnarbakka 4—6. Stefnt er að því aö stofnfundur sparisjóösins veröi haldinn fyrir lok ágústmánaöar n.k. Undirbúningsnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.