Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aóalstrasti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstraati 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Birgir ísl. Gunnars- son, borgarfulltrúi, rekur í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í gær auknar skattaálögur vinstri stjórnarinnar. Þær skattahækkanir, sem snerta einstaklinga eru þessar: Skv. eldri lögum gat tekjuskattur hæst numið 40% af skattskyldum tekjum hjóna og einstaklinga. Vinstri stjórnin bætti við nýju skattþrepi, þannig að tekjuskattur- inn getur numið 50% af tekjum umfram ákveðið hámark. Áður var eigna- skattur lagður á með þeim hætti, að 0,8% voru lögð á skattskyldar eign- ir einstaklinga og hjóna. Nú hefur þetta hlutfall verið hækkað um 50% í 1,2%. Áður var eigin húsaleiga reiknuð sem 1,1% af fasteignamati húss og lóðar. Nú hefur þetta hlutfall verið hækkað í 1,5%. Til við- bótar þessu hafa fast- eignaskattar verið hækkaðir, vörugjald hef- ur verið hækkað og ný- byggingargjald verið sett á. Allar þessar skattahækkanir snerta einstaklinga. Hækkanir á sköttum fyrirtækja eru þessar í tíð vinstri stjórnar: Áður var félögum gert að greiða 53% af skatt- skyldum tekjum í ríkis- sjóð. Vinstri stjórnin hefur hækkað þetta hlut- fall í 65%. Reglum um fyrningar fyrirtækja hefur verið breytt. Felld var niður verðstuðuls- fyrning, sem ætlað var að tryggja, að afskriftir væru í samræmi við raungildi upphaflegs kostnaðar. Reglur um flýtifyrningu voru skert- ar. Sérstakur skattur er lagður á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem nemur 1,4% af fast- eignamatsverði. Lífeyr- istryggingagjald hefur verið hækkað og er nú 2% af launum. Slysa- tryggingargjald og at- vinnuleysistryggingar- gjald hækkar mun meira en nemur verðbólgu- hækkun. í Reykjavík hafa aðstöðugjöld á ýms- ar atvinnugreinar verið hækkuð verulega. Þrátt fyrir ýmiss konar miklu skattahækkanir segja málgögn ríkis- stjórnarinnar, að fólk sé ánægt með skattana og vilji jafnvel borga meira. Ástæðan fyrir því, að greiðslubyrði skatta nú er ekki eins þung og ætla hefði mátt að verða mundi, þegar vinstri stjórnin var að hækka skattana sl. haust er ein- faldlega sú, að verðbólg- an hefur orðið margfalt meiri en ríkisstjórnin þá stefndi að. Verðbólgan æðir áfram og er að sumra dómi þegar komin í 50% eða stefnir í það. Þrátt fyrir ýmis konar skerðingu á kaupgjalds- vísitölu í tíð vinstri stjórnar hafa laun hækkað verulega af þess- um sökum. Þessi mikla verðbólguhækkun launa veldur því, að greiðslu- byrði skattanna er ekki jafn þungbær og orðið hefði, ef ríkisstjórnin hefði náð markmiðum sínum í verðbólgumál- um. Þá er ekki ólíklegt, að einmitt hinar miklu skattahækkanir, sem stjórnin beitti sér fyrir á sl. hausti hafi orðið til þess, að hún hafi slakað á í verðbólgubaráttunni, þar sem hún hefur gert sér ljóst, að tækist að hemja verðbólguna á sama tíma og skattar væru hækkaðir mætti búast við skattauppreisn í landinu. Skattar á atvinnu- reksturinn hækka mikið. Vinstri menn telja það stjórninni til framdrátt- ar. Þessar skattahækk- anir á atvinnureksturinn ýta undir verðbólguna. Ástæðan er einfaldlega sú, að mikil gjöld eru lögð á atvinnufyrirtækin án tillits til afkomu þeirra. Þetta þýðir í raun, að þau verða að ná þessum sköttum inn í hærra verðlagi en ella. Með einum eða öðrum hætti tekst þeim þetta eða þau verða að draga saman seglin og segja upp starfsfólki. Skatt- lagning á atvinnurekst- ur, sem ekki tekur tillit til afkomu hans þýðir annað hvort aukna verð- bólgu eða minni atvinnu og um leið minni mögu- leika fyrirtækjanna til þess að greiða viðunandi laun. Skattastefna ríkis- stjórnarinnar hefur því annars vegar þau áhrif að auka á verðbólguna og hins vegar er hún ekki framkvæmanleg nema verðbólgan haldist í há- marki! Þannig er komið fyrir ríkisstjórninni, sem hafði það að höfuðmark- miði að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Skattar og verðbólga Rey ki avíkurbréf Laugardagur 28. júlí Vorid ”74 og sumarið ”79 Sumarið '79 vekur upp minning- ar frá vorinu ’74. Þá eins og nú mátti lesa í dagblöðunum fréttir um tóma sjóði. Þá eins og nú var ríkissjóður á heljarþröm. Ríkis- stofnanir og ríkisfyrirtæki komin í greiðsluþrot og stjórnarflokk- arnir þráttuðu um efnahagsað- gerðir. Þá eins og nú var vinstri stjórn. Vorið 1974 var þáverandi vinstri stjórn að falli komin. í þeirri ríkisstjórn sátu menn eins og Björn Jónsson, sem létu ekki bjóða sér hvað sem var og stóðu heldur upp úr ráðherrastóli, ef því var að skipta. Munurinn á vinstri stjórninni þá og nú er sá, að nú sitja menn í ríkisstjórn, sem láta bjóða sér hvað sem er. Dag hvern er sannfæring þeirra föl fyrir ráðherrastól. Hinni þriðju vinstri stjórn, sem mynduð er frá lýðveld- isstofnun hefur mistekizt ætlun- arverk sitt. Hún hefur fengið einstakt tækifæri til þess að sigr- ast á verðbólgunni eða a.m.k. draga mjög úr henni. Verkalýðs- samtökin hafa séð til þess, að fyrstu 12 mánuði stjórnarsam- starfsins hafa sáralitlar grunn- kaupshækkanir orðið. Þau 3%, sem samið hefur verið um, komu fyrst til sögunnar um og upp úr miðju ári. Þetta er stórkostlegt tækifæri, sem hefði átt að gera ríkisstjórninni kleyft að ráða við verðbólguna. Líklega hefur engin ríkisstjórn frá stríðslokum fengið annað eins tækifæri í efnahags- málum. Núverandi ríkisstjórn hef- ur þrátt fyrir þetta haldið þannig á málum, að verðbólgan magnast. Þjóðhagsstofnun, sem að jafnaði er svo „bjartsýn“ í spádómum, að furðu vekur, telur að verðbólgan stefni í 50% á þessu ári. Aðrir telja, að undir lok ársins verði verðbólgan komin nær 60% og stefni enn hærra. Allt bendir því til þess, að núverandi vinstri stjórn verði íslandsmethafi í verð- bólgu a.m.k., ef henni endist líf og heilsa til. Það er auðvitað sérstakt afrek að halda þannig á málum, þegar nánast engar grunnkaups- hækkanir verða. En núverandi ríkisstjórn er skipuð afreksmönn- um sérstakrar gerðar, sem kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Kjartan og Svavar Samskipti ráðherranna Kjart- ans Jóhannssonar og Svavars Gestssonar lýsa í hnotskurn nú- verandi ríkisstjórn og samstarfi þeirra flokka, sem að henni standa. Viðskiptaráðherra veitti þau leyfi, sem undir hann heyrðu til þess að Norðfirðingar gætu endurnýjað gamlan togara og Akurnesingar keypt togara, sem þeir höfðu fengið samþykki fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sagt er, að sjávarútvegsráðherra hafi frétt það af tilviljun. Hann gerir skjót- ar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að leyfi viðskiptaráð- herrans hafi nokkurt gildi. Við skulum láta efni málsins, rétt- mæti togarakaupa, liggja á milli hluta andartak. Hvernig halda menn, að hægt sé að reka atvinnu- rekstur í þessu landi upp á þau býti, að einn ráðherra í ríkisstjórn segi já og aðilar geri sínar ráð- stafanir um viðskipti, sem nema hundruðum milljóna á grundvelli þessa jáyrðis. Skyndilega kemur annar ráðherra til skjalanna og segir nei, þar sem hinn hefur sagt já. Fjárráðstafanir, sem nema hundruðum milljóna eru í óvissu vegna þess að tveir ráðherrar bítast eins og hundar og kettir. Auðvitað eru vinnubrögð af þessu tagi gersamlega óviðunandi. Menn eiga kröfu til þess að ráðherrarnir og ríkisstjórnin í heild hagi sér á þann veg, að hægt sé að taka mark á þeim og landsstjórninni. Úr því að Svavar Gestsson gat ekki látið sitt já standa átti hann auðvitað að segja af sér og mótmæla með þeim hætti vinnubrögðum sam- ráðherra síns eða krefjast afsagn- ar hans. Viðskiptaráðherra gerði hvorugt. Hann hefur bersýnilega ekki skapsmuni til þess. Hafi Svavari Gestssyni þótt ástæða til að láta Kjartan Jóhannsson troða á sér, þegar hér var komið sögu, hlýtur sú sprun- ing að vakna, hvort hann sé enn staðráðinn í að láta sjávarútvegs- ráðherrann kúska sig eftir síðustu atburði í togarakaupamálum Norðfirðinga. Þeir gerðu sem sé tilraun til þess að afla lána erlendis til kaupa á togaranum, sem Fiskveiðasjóður vildi ekki lána til og leituðu í því efni aðstoðar Landsbankans. Þá vill svo til, að sjávarútvegsráðherra mætir á þeim fundi bankastjórnar Landsbankans, þar sem fjallað er um málið. Nú þarf út af fyrir sig ekkert að vera óeðlilegt við það, að bankastjórar Landsbankans óski eftir viðræðum við sjávarútvegs- ráðherra um þetta mál en hver er bankamálaráðherra landsins? Hann heitir Svavar Gestsson. Skyldi honum ekki hafa þótt ástæða til að vera viðstaddur þennan fund? Eða eru engin tak- mörk fyrir því hvað viðskiptaráð- herrann ætlar lengi og oft að beygja sig í duftið fyrir sjávarút- vegsráðherranum ? Sú stefna var mörkuð í sjávar- útvegsráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar, að ekki skyldi leyft að kaupa togara til landsins erlendis frá nema skip væri selt til útlanda í staðinn. Þetta er rétt stefna. Rök hafa verið færð fyrir því að skynsamlegra geti verið að fækka skipunum en fjölga þeim. Á því máli eru margar hliðar, sem ekki verður fjallað um hér. En ný kaup og fjölgun er eitt, endurnýj- un annað. Það er óskynsamlegt í hæsta máta að koma í veg fyrir endurnýjun togaraflotans. Kjart- an Jóhannsson virðist ekki skilja muninn á nýjum kaupum og fjölg- un annars vegar og endurnýjun hins vegar. Hann situr eins og þröngsýnn embættismaður og „kerfiskall", svo notað sé vinsælt orð úr orðaforða eins þingmanns Alþýðuflokksins, í sjávarútvegs- ráðuneytinu og heldur að hann sé með ákvörðunum af því tagi, sem hér hefur verið fjallað um að koma í veg fyrir fjölgun í fiski- skipaflotanum. Þær ákvarðanir, sem hann hefur tekið í málefnum Akurnesinga og Norðfirðinga eru hins vegar í engu samræmi við það markmið. Ákvarðanir Kjart- ans Jóhannssonar í þessu máli eru ákvarðanir manns, sem er í engum tengslum við veruleikann i ís- lenzku atvinnulífi. Svona afstöðu taka embættismenn og sérfræð- ingar, sem er fyrirmunað að sjá nema eina hlið á málum. Með því að mæta á fundi banka- stjóra Landsbankans, þegar þetta mál var til umræðu þar, hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.