Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Ilér íer á eftir seinni hluti ræðu Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann flutti á fundi sjálfstæðisfélaganna í Arnessýslu á Borg í Grímsnesi sl. þriðjudagskvöld um landbúnað- armál: Efnishlið þessa máls skiptir mestu, en ekki formshlið. Þótt ég vilji vegna sítndurtekinna ummæla um þá hlið málsins skýra hana nokkuð hér á þessum fundi, en um efnisástæðu þess, að við greiddum atkvæði gegn þessari ábyrgð- arheimild á því stigi málsins er það m.a. að segja að við fengum ekki fullnægjandi upplýsingar um það hvernig ætti að endurgreiða það lán sem ábyrgðarheim- ildin tók til. Að vísu kom fram í bréfi Steingríms Hermannssonar til þing- flokks Sjálfstæðisflokksins að ætlunin væri að endurgreiða þetta lán með ræktunarstyrkjum, með ónotuðum út- flutnir.gsuppbótum á næstu árum og í þriðja og síðasta lagi með framlögum á fjárlögum. Bændur áttu sjálfir að endur- greiða þetta lán og í því fólst út af fyrir sig engin iausn fyrir bændur þegar til lengdar k . Við Sjálfstæðismenn vildum í fyrsta lagi horfast í augu við vandann og gera upp hug okkar um það að hve miklu leyti við treystum okkur til þess að leggja til að almannasjóðir stæðu á bak við bændur við lausn offramleiðsluvandans nú. glíma á þessu ári, að ekki kæmi til síendurtekinna greiðslna úr almanna- sjóði vegna offramleiðslunnar. Það er ekkert gamanmál út af fyrir sig, að auka við útflutningsábyrgðina úr 10% og upp í 16—17% eins og um var að ræða miðað við 3xh milljarð eða allt upp í 19—20% miðað við um eða yfir 10 milljarða kr. heildarupphæð. Við fögnum því, að nefnd hefur verið skipuð eftir þinglok til að leita ráða um það hvernig snúast eigi við vorharðind- um annars vegar og sölutregðu og offramleiðslu hins vegar. Við viljum ekki blanda þessum vandamálum saman þótt auðvitað geti sú staðreynd, að um hvort tveggja er að ræða í einu, aukið þann vanda sem við er að glíma og gert það nauðsynlegra en ella að til ráðstafana stjórnvalda komi. Það er svo annað mál að þegar frá líður getur verið, að hætt verði vegna harðærisins að tala um offramleiðslu. Við verðum ekki lengur með það vandamál á herðunum. En jafnvel þótt úr framleiðslu dragi núna á mjólkurafurðum, t.d. þegar á þessu ári, og og úr framleiðslu sláturafurða eða sauðfjárafurða á næsta ári þótt fram- leiðslan á kjöti verði e.t.v. meiri í bili í nógir varðandi sauðfjárafurðir og mjólk- urafurðir, er þá ekki eðlilegt að miða útflutningsábyrgðina við framleiðslu- verðmæti þessara afurða, en ekki heild- arframleiðsluverðmæti landbúnaðaraf- urða? Það er að segja, að við eigum ekki auk verðmæta sauðfjár- og nautgripaaf- urða að miða útflutningsábyrgðina við verðmæti afurða af hrossum, garðávöxt- um og gróðurhúsaafurðum, alifuglum og svínum, hlunnindum og veiðileyfum. Astæðan er auðvitað sú, að við erum að vinna á móti sveiflum í framleiðslu á sauðfjárafurðum og mjólkurafurðum. Til þess að vera öruggir um að hafa nóg af þeim, eigum við auðvitað eingöngu að miða við þær. Og það sem meira er, við eigum að miða við hverja búgrein fyrir sig. Ég skal ekki fjölyrða um, hvort það eigi að vera 10% útflutningsábyrgð á heildarframleiðsluverðmæti sauðfj áraf- urða annars vegar og nautgripaafurða hins vegar eða einhver önnur tala, jafnvel hærri tala. Það er ljóst, ef við nefndum 10% í þessu sambandi, væri um lækkun á útflutningsábyrgðinni að ræða, vegna þess að sauðfjár- og nautgripaaf- urðir eru ekki nema um eða rétt rúmlega 80% af heildarframleiðsluverðmæti landbúnaðarafurða í landinu. En það skiptir ekki höfuðmáli, heldur að við höfum rétta viðmiðun í samræmi við markmið útflutningsuppbótanna, að vera sjálfum okkur nógir í sauðfjár- og nautgripaafurðum. Annað vildi ég nefna, sem rennir stoðum undir það, að eðlilegt er að miða einmitt við þessar búfjáraf- Geir Hallgrímsson á bændafundinum í Grímsnesi: Óhjákvæmilegt að draga úr búvöruframleiðslunni og miða viö innanlandsþarfir — að svo miklu leyti sem viðunandi markaðir fást ekki erlendis Eðlilegt og sjálfsagt að sölusamtökin tækju að einhverju leyti þátt í þessum vanda bænda Við vissum í öðru lagi að það var gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut, að það væru bændur einir, framleiðend- urnir sjálfir, sem ættu að bera hallann en hins vegar ættu milliliðir, vinnslu- stöðvar, sölusamtök bænda ekki að taka neinn þátt í þessum halla og vanda. Úr því að bændur fengu ekki fullt verð fyrir afurðir sínar þótti okkur eðlilegt og sjálfsagt að sölusamtökin tækju að einhverju leyti þátt í þessum vanda bænda. Nú er sagt, að sölusamtökin taki ekki meira til sín en kostnaði þeirra nemur en ég vil halda því fram, að með því séu sölusamtökin í raun og veru að taka allt sitt á þurru en eigendur þeirra að meiru eða minna leyti, bændurnir sjálfir, verða að bera skaðann. í þessu felst líka tortryggni, að við útflutning landbúnaðarafurða skuli söluþóknun reiknuð af heildsöluverði, framleiðslu- verðmæti landbúnaðarafurða án tillits til þess hvaöa verð fæst fyrir landbúnað- arafurðir á erlendum markaði, en eins og kunnugt er, er það aðeins um 25—40% af framleíðsluverði landbúnaðarvara. Við álítum heilbrigðara að söluverðið sé reiknað af raunverulegu verði landbún- aðarvara og það sé hagur eða tjón söluaðila hvernig hann stendur sig í sölumálum landbúnaðarins en hann taki ekki prósentur af föstu verði án tillits til þess hvaða söluverði hann nær. Þá vildum við í þriðja lagi að það væri upplýst betur en þarna lá fyrir, hvernig ætti að ráða þannig við þennan vanda sem bændur hafa óneitanlega við að haust vegna aukinnar slátrunar, þá skulum við ekki loka augunum fyrir framleiðsluvandamálunum og sölu- vandamálunum almennt og búa í haginn fyrir framtíðina. Ég á von á að Steinþór Gestsson ræði frekar þessi nefndarstörf og læt máli mínu lokið varðandi þau. Það er brýnt að við áttum okkur á því hvaða markmið við setjum okkur í landbúnaðarmálum. Sjálfstæðismenn hafa flutt tillögur til þingsályktunar um stefnumörkun í málefnum landbúnaðar- ins, þar sem Pálmi Jónsson var 1. flutningsmaður. A Landsfundi var sam- þykkt tillaga um landbúnaðarmál, þar sem lögð er áherzla á að landbúnaðurinn hljóti að verða áfram einn af undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar. Bent er á, að hann skapar grundvöll að fjö! ’ - eyttri atvinnu fólks í strjálbýli og þéttbýli, að hann sér þjóðinni fyrir drjúgum hluta þeirr.a matvæla sem hún neytir og leggur vaxandi iðnaði til mikilvæg hráefni. Landbúnaðurinn á sér djúpar rætur í þjóðlífinu, tengsl hans eru náin við landið, fólkið og þjóðlegar erfðir. Ræður úrslitum hvort unnt er að skapa ný atvinnutækifæri í sveitum landsins og strjálbýli Við leggjum samkvæmt þessu, áherzlu á að bændur hafi samsvarandi tekjur og samskonar félagslega aðstöðu og aðrir. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi landbúnaðar til að tryggja samfellda byggð í landinu, eins og unnt er, en um leið og óhjákvæmilegt er að dregið verði úr framleiðslu þannig að miðað verði við innanlandsþarfir að svo miklu leyti sem viðunandi markaðir fást ekki erlendis. Auðvitað er erfitt að ná þessum mark- miðum öllum samtímis nema með hækk- andi verði á hverja framleiðslueiningu og þar af leiðandi hækkandi verði til neytandans í landinu og aukinni dýrtíð og framfærslukostnaði. Spurningin er þess vegna hvernig unnt sé að reyna að sækja að öllum þessum markmiðum, þannig að það hafi ekki í för með sér aukinn kostnað á hverja framleiðsluein- ingu. Úrslitum ræður, hvort unnt er að skapa ný atvinnutækifæri í sveitum landsins og almennt í strjálbýli. Bent hefur verið á ýmsar þær atvinnugreinar sem þarna gætu komið til greina, svo sem aukna fiskrækt og fiskeldi, ylrækt og ræktun matjurta, loðdýrarækt, eða alifugla- og svínarækt og fleira og fleira. En þótt við ýkjum ekki vandamál umframframleiðslunnar þá á hún sér stað eins og stendur á mjólkurafurðum og sauðfjárafurðum, og það er ljóst að við höfum ekki efni á því að fá aðeins 25—30% framleiðsluverðmætisins fyrir útfluttar mjólkurafurðir og 30—45% fyrir útfluttar sauðfjárafurðir. Sérstak- lega þegar á það er litið að aðkeypt aðföng til framleiðslu þessara búvara er um 40%, þannig að útflutningsverðið nægir ekki einu sinni fyrir aðkeyptum aðföngum. Þess vegna verðum við að leita nýrra leiða í þessum málum. Ég veit að bændur skilja það allra manna bezt, vegna þess að í rauninni er það fyrir neðan virðingu bænda að eyða starfs- kröftum sínum án þess að þeir fái nokkuð fyrir erfiði sitt, sem unnt er að telja til aukinna þjóðartekna. Eðlilegra að miða útflutningsábyrgðina við verðmæti sauðfjár- og mjólkurafurða ?__________________ Þá er spurningin þessi: Ef við ætlum að búa að okkar og vera sjálfum okkur urðir, að til þess að við getum dregið úr framleiðslu á sauðfjárafurðum og naut- gripaafurðum í samræmi við innan- landsþarfir, en jafnframt haldið tekjum bænda og byggðinni í landinu á viðun- andi stigi þá þurfum við að efla nýjar búgreinar. Það er óeðlilegt ef efling hinna nýju búgreina eða hliðarbúgreina og tekjur af þeim ættu að vera til þess að auka verðbótaábyrgðina fyrir sauðfé og nautgripi, og auka þannig aftur fram- leiðslu á þeim vörutegundum. Loks hlýtur mönnum að vera ljóst, að ekki er unnt að koma á viðunandi stjórn á framleiðslu nautgripaafurða og sauð- fjárafurða, nema skilja á milli hag- kvæmni þeirra framleiðslugreina inn- byrðis og einnig gagnvart annarri bú- vöruframleiðslu. Menn verða að gera meira en skyldan býður Þá held ég að við verðum líka að hafa í hugá aðhald að og ábyrgð þeirra, sem annast sölumál landbúnaðarafurða til útflutnings. Ég er ekki með þessum orðum að gagnrýna frammistöðu t.d. Sambands ísl. samvinnufélaga, eða ann- arra sem með þau mál hafa farið. Það getur vel verið að það sé ekki hægt að drepa fingri á neinn áþreifanlegan stað þar sem þeir hafi vanrækt skyldu sína. Ég skal ekkert um það segja, ég er ekki nógu kunnugur þeim efnum. En sann- leikurinn er sá, að við náum aldrei árangri hvorki á þessu sviði eða öðrum, nema þar séu menn að verki sem gera meira en skyldan býður, meira en hægt er að ætlast til af þeim. Allar verulegar framfarir eiga sér einmitt stað fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.