Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 25 Vatnslita- myndir Peters Schmidt Eiginlega hefur undirritaður þá reglu að skrifa eingöngu um hina stærri listviðburði á vett- vangi myndlistar yfir sumar- mánuðina enda þykir mér sýn- ingarhald einstaklinga löngu komið út í öfgar hér í borg. Jafnvel listaborgir líkt og París, New York og London státa ekki af annari eins óskipulagðri sýningaörtröð og hér á sér stað. Sem betur fer hafa hinir stærri sýningarsalir höfuðborgarinnar skilið þessa vafasömu þróun og eru með kynningarsýningar yfir hásumarið, — á sama hátt ættu galleríin að bjóða upp á lista- verkamarkaði líkt og svipaðar stofnanir gera erlendis. Það er alsendis fáránleg bjartsýni að álíta að það geti gengið hér í borg sem álitið er vonlaust í háborgum myndlistarinnar og hlýtur að verka þveröfugt við það sem ætlast er til. Aðsókn hefur t.d. minnkað á sýningar á síðustu árum. Stundum verður maður þó að gera hér undantekningu ef að um mjög ásjálegar sýningar er að ræða því að manni þykir það synd ef að slíkar hreinlega hverfa í sýningaflóðinu og sér hvergi stað í fjölmiðlum nema í fréttaformi. Ein slík sýning er tvímæla- laust framtak Peter Schmidt á sviði vatnslitamyndatækni sem til sýnis er að Gallerí Suðurgötu 7 út þennan mánuð. Tækni hans Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON er afar óvenjuleg hér á landi og sést eiginlega einungis sem kennslugrein við Myndlista- og handíðaskóla íslands en er sára- lítið praktíseruð af starfandi myndlistarmönnum. Er hér átt við hreina og jafna fleti, fíngerð- an yfirgang og stígandi í litaspili leið og allar tilviljanir eru útilokaðar. Það þarf mikla þolinmaéði og þrautsegju til að ná árangri í þessari tækni og sé litið á heild- ina virðist Pétur Schmidt ekki skorta þessa eiginleika. Þó verður það að segjast að myndir hans eru mjög misjafnar að gæðum sem mun þó helst stafa af því að listamaðurinn er mis- jafnlega vel upplagður og viðfangsefnin misjafnlega myndræn. Sem dæmi um mjög góðan árangur nefni ég hér myndir svo sem „The Tunnel" (2) sem er með súrrealistísku yfir- bragði og afar hnitmiðuð í allri útfærslu, „By the Fjördur" (18) þar sem listamaðurinn nær fram mögnuðum áhrifum af litlu broti landslags og svo „Rain in Watford" (24), sem er mjög sérstæð mynd þar sem lista- maðurinn leitast við að lýsa áhrifum rigningar. Þessi sýning er næsta óvenju- leg að Suðurgötu 7, og er aðstandendum sýningarsalarins til mikils sóma og væri vel ef haldið yrði áfram á sömu braut um aukna fjölbreytni þess er þar er sýnt. Eg tel óhætt að hvetja sem flesta að leggja leið sína á þessa sýningu því að hún skilur eftir sig notaleg áhrif þótt ekki sé hún stór um sig. Bragi Ásgeirsson. Kjartan Jóhannsson gengið svo sýnilegt er að þetta er orðið langt til þess að koma í veg fyrir persónulegt mál fyrir ráðherrann togaraskipti Norðfirðinga, að ber- gagnvart samstarfsmanni hans í ríkisstjórn. Sjálft efni málsins er ekki lengur aðalatriðið. Þess vegna er þetta togarakaupamál áreiðanlega ekki búið. Gengisfell- ingarpostul- ar Alþýdu- bandalags Samskipti þeirra Kjartans og Svavars vegna togaramálanna hafa vakið mesta athygli manna að undanförnu. En ekki er síður ástæða til að vekja athygli á því að þjóðin hefur eignast nýja gengisfellingarpostula, ráðherra Alþýðubandalagsins. Þær ráð- stafanir, sem ríkisstjórnin kom sér saman um að gera vegna hækkunar olíuverðs til fiskiskipa voru í engu samræmi við þær yfirlýsingar, sem talsmenn Alþýðubandalagsins höfðu látið frá sér fara dagana áður en ákvörðun var tekin. Þær voru heldur ekki í samræmi við það veganesti, sem ráðherrar Alþýðu- bandalagsins fengu hjá þingflokki sínum daginn áður. Það er því skiljanlegt að öðrum ráðamönnum Alþýðubandalagsins hafi brugðið í brún, eins og vel kom fram hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hefðu samþykkt „vitleysuna" úr Kjartani Jóhanns- syni. Því til viðbótar sagði Lúðvík Jósepsson, einnig í samtali við Morgunblaðið, að 4% gengis- fellingin hefði verið nægileg fyrir sjávarútveginn en það sem umfram væri hefði verið gert fyrir iðnaðinn. Með þessum orðum var Lúðvík að snupra Hjörleif Gutt- ormsson, sem nú er orðinn einn helzti talsmaður gengisfellinga í landinu. Hjörleifur Guttormsson átti mestan þátt í að ákveðið var að lækka gengið meira en nauð- synlegt var vegna sjávarútvegsins. Vissulega er það rétt, að útflutn- ingsiðnaður okkar á við erfíðleika að stríða en er það ekki kaldhæðni örlaganna, að nú skuli ráðherra úr Alþýðubandalaginu orðinn helzti talsmaður gengisfellinga til að rétta hlut atvinnurekenda í iðnaði? Hvað segir Guðmundur J. um þetta?. Gengisfelling haekkar verðlag á matvælum o.s.frv. í eina tíð mátti Alþýðubandalagið ekki heyra minnzt á gengisfellingar. Nú eru þær helzta úrræði Alþýðu- bandalagsins og þeir fella gengið í mesta bróðerni, Hjörleifur, sem krefst gengislækkana og Svavar, sem stjórnar þeim! Alþýðu- bandalagið er orðið gengisfell- ingaflokkur. Hvað segir verka- lýðshreyfingin? Er hún sama sinnis? Hvad svo Tómas? Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, þykist vera orðinn ógurlega harður og alveg ákveðinn í því að skila ríkissjóði hallalausum fyrstu 16 mánuði starfsferihs síns. Hann stendur nú á miðju sumri frammi fyrir 10 milljarða greiðsluhalla, stórfelldum greiðsluerfiðleikum hjá Tryggingarstofnun ríkisins og verulegum fjárskorti hjá ýmsum ríkisstofnunum. Tómas Árnason vill leysa vandann með því að hækka söluskatt og vörugjald. Han hefur lagt þessar tillögur fram í ríkisstjórninni og gefið digurbarkalegar yfirlýsingar í fjölmiðlum um það, hversu ákveð- inn hann sé í að standa við gefin fyrirheit um hallalausan ríkis- búskap á 16 mánuðum. En hvað svo? Ríkisstjórnin kom saman til fundar, ræddi tillögur Tómasar og ákvað að gera ekki neitt a.m.k. ekki fyrr en eftir 20 ágúst. Hvað er orðið um hörkuna í Tómasi? Ætlar hann að láta deigan síga? Það þýðir lítið að berja sér á brjóst og nota stór orð, ef menn geta ekki staðið við þau og Tómas hefur ekki staðið við neitt enn. Við sjáum hvað setur. Þau þrjú dæmi, sem hér hafa verið nefnd, eru til marks um stjórnleysi. Það er stjórnleysi, þegar tveir ráðherrar eru látnir komast upp með það að vera í pólitískum leik með mikil hags- munamál tveggja byggðarlaga. Fólkið í þessum byggðarlögum hefur ekkert gaman af þeim leik. Það er stjórnleysi, þegar ríkis- stjórnin hefur á borðinu fyrir framan sig óyggjandi upplýsingar um að ríkissjóður stefni í 10 milljarða greiðsluhalla, Tryggingarstofnun ríkisins geti ekki greitt út bætur í október, ríkisspítala vanti 1000 milljónir, Rafmagnsveitur ríkisins í stöðug- um fjárhagsvandræðum, lokun rafmagns vofi yfir héraðsskólum o.s.frv., en gerir ekkert í málinu. Það er líka stjórnleysi, þegar ríkisstjórnin gefur útgerðarmönn- um hátíðlegt loforð um það í júní, að olíuverð til fiskiskipa verði óbreytt og svíkur það tæpum mánuði síðar. Ölafur Jóhannsson, forsætisráð- herra, er oddviti ríkisstjórnarinn- ar. Hann á að stjórna ríkisstjórn- inni. Hann á að koma í veg fyrir að það geti gerzt, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. En for- sætisráðherrann gerir enga tilraun til að hafa stjórn á þessari ríkisstjórn. Hann gerir enga til- raun til þess að sjá svo um að ríkisstjórn hans standi við orð sín, hvort sem er gagnvart útgerðar- mönnum almennt, Akurnesingum eða Norðfirðingum. Yfirleitt sjást þess engin merki, að forsætisráð- herrann sé að stjórna. Stjórnar- hættir hans nú minna á fyrstu 3 ár fyrri vinstri stjórnar hans. Frá sumri 1971 til nóvember 1974 lét hann reka á reiðanum en tók svo til hendi í nokkra mánuði. Fyrstu mánuði þessarar stjórnar hafði Ólafur uppi tilburði til að stjórna en siðan ekki. Hvað er Ólafur að gera?.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.