Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 43
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JULI 1979 43 í stuttumáli: NÝJA BÍÓ: Ofsi („The Fury“) Eftir nokkrar myndir með síauknum gæðum, einkum CARRIE og OBESSION (enn ósýnd hérlendis), voru flestir farnir að skipa leikstjórann Bryan DePalma í hóp með efnilegri stéttarbræðrum sínum vestra. Þrátt fyrir allgóða kafla og spennandi uppbyggingu og stígandi fram yfir miðja mynd, þá bendir OFSI fremar á að DePalma hafi verið ofmetinn og hafi ekki frá miklu að segja umfram það sem komið er. MICHAEL VINIR HANS Þegar meistaraverk skjóta upp kollinum, fylgir gjarnan talsverð umræða í kjölfarið, óg THE DEER HUNTER var fjarri því að vera nokkur undantekning. Hinn ungi og lítt þekkti höfundur hennar, Michael Cimino, leyfði sér líka að koma inná viðkvæmt efni, sem lítið hefur verið fjallað um í bandarískum myndum til þessa, eða styrj- öldina í Viet-Nam. Vinstri menn víða um lönd hafa rekið upp falskan harmagrát og fundið myndinni ýmislegt til foráttu. Kynþáttamisrétti, fasismi, íhlutun Bandaríkja- manna í Viet-Nam fegruð o.s.frv. eru þau atriði sem mest hefur verið japlað á í þessu sambandi. Hér stjórnar gamli línudansarinn og þröngsýnin ferðinni — skóg- urinn sést ekki fyrir trjánum. Snilldarverkið THE DEER HUNTER stendur þetta nagg ósköp vel af sér, en óneitan- lega hefur myndin komið illa við þetta fólk. Það hefði tryggð, — strengi í brjóstum manna. Myndin hefst á löngum, stórkostlega niðurröðuðum kafla, sem stendur í um klukkustund og kynnir okkur söguhetjurnar þrjár; Robert De Niro, Christopher Walken og John Savage. Þeir búa í lítilli iðnaðarborg í Pennsylv- aniu þar sem þeir vinna saman í stáliðjuverinu og haga lífinu á talsvert annan hátt en foreldrarnir sem enn lifa eftir hefðum „gamla heimsins". Stór hluti þessa kafla er brúðkaupsveisla Sav- age, sem jafnframt er kveðju- veisla þeirra félaganna áður en þeir halda til vígstöðvanna í austri þrem dögum síðar. Og þetta verður síðasta hamingjustundin þeirra þriggja í sameiningu. Styttri hluti hans fjallar um eftir- lætissport þremenninganna og vinaklíku þeirra, hjartar- veiðar uppi í fjöllunum ofan við bæir.n. Síðan erum við skyndilega hrifin úr kyrrð fjallanna og heimkomu De Niros, aðal- persónu myndarinnar, afleið- ingar og eftirhreytur stríðs- ins og þá lífsreynslu sem félagarnir hlutu á þeim tveim árum sem myndin spannar. Cimino notar styrjöldina í Viet-Nam sem bakgrunn en fjallar ekki beinlínis um kröggur Bandaríkjamanna í þessum fjarlæga heimshluta. Stríðið er tæplega nefnt á nafn og enginn sögupersón- anna veltir fyrir sér siðfræði þessara átaka. Pólitískt hlut- leysi söguhetjanna gerir T.D.H. mun heiðarlega sorg- legri, áleitnari og átakanlegri en ella. Rússneska rúllettan" geng- ur einsog rauður þráður í gegnum síðari hlutann og skapar mörg þau blóðugustu og viðurstyggilegustu atriði sem tekin hafa verið. Cimino hefur verið talsvert gagn- rýndur fyrir þau, en hann afturámóti margsinnis lýst því yfir að tilkoma þessa hroðalega leiks í myndinni, sé hans eigin hugmynd; leikur- DEER HUNTER er endur- koma De Niros til Saigon í leit að sínum besta vini, Walken, sem ekki hafði skilað sér til baka. Þetta er á síðustu dögum stríðsins, upp- lausnin og ringulreiðin al- gjör. Hún verður samt ekki til þess að hindra DeNiro og hann gengur vandræðalaust beint að vini sínum sem nú er orðinn andlegt flak, ofurseld- ur eiturlyfjum. Þessi einföld- un er með það miklum ólík- indum að áhorfandanum er næstum misboðið í annars raunsærri og heilsteyptri mynd. THE DEER HUNTER er miklu minna um styrjöldina en heiðarlegar manneskjur sem reyna að sætta sig við kringumstæður sem þær skilja ekki. Hún snertir áhorfandann dýpra en nokk- ur önnur kvikmynd hefur gert um langa tíð og hann finnur fyrir einstaklega sterkri samúð með söguhetj- unum. Hér ræður mestu, auk tilþrifa leikstjórans, afburða- stúlkuna, Lindu (Meryl Streep). Hárfínt er farið í það í upphafskaflanum hvernig þeir varast að gera nokkuð á hlut hvors annars hvað stúlk- una varðar. De Niro verður hvergi fótaskortur, og Michael er einn sterkasti persónuleikinn sem hann hefur skapað. Það kemur eng- um á óvart sem hefur séð til þessa afburðaleikara áður. Walken stelur þó næstum senunni. Hans hlutverk er það erfiðasta í myndinni, reynir á hárfín blæbrigði, en hjá þessum unga og lítt reynda leikara er engan veik- an kafla að finna, Barsenan undan giftingunni, örvænt- ingin á hersjúkrahúsinu, niðurlægingin í lokin — allt eru þetta minnisstæð dæmi um afburðaleik. Minni hlut- verk eru öll í öruggum hönd- um. John Savage, brúðgum- inn, á stórkostleg augnablik, þjáning hans og kvöl er hann er að brotna undir óhugnan- legum pyntingum Viet Cong gerir þetta atriði eitt hið flest könnumst við. Þessi mikilhæfi leikari var þó orð- inn sárþjáður á meðan á kvikmyndatökunni stóð af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Tónlistin og hlóðsetningin er sér kafli útaf fyrir sig. Hún fellur einstaklega vel að myndefninu og smekklega valin, hvort sem um er að ræða frumsmíðar Stanley Myers og Marvins Hamlisch, rússneskir giftingarsálmar, næturljóð eftir Chopin eða Waylon og Willie. Hinn landflótta Tékki, Vilmos Zsigmond, A.S.C., bætir hér við einni skraut- fjöður í hattinn á löngum og glæsilegum ferii sem kvik- myndatökumaður. Hún er hrífandi, hvort sem hann er að undirstrika eitthvert hár- fínt atriði í formföstu brúð- kaupinu, Allegheny-fjöllin í morgunskímunni, víti líkast ástandið í hinni föllnu borg, Saigon. Yfir höfuð er THE DEER HUNTER glæsilega unnið The Deer Hunter í Regnboganum frekar kosið vellu í anda GRÆNHÚFNA, John Wayne — verk sem lægi betur við höggi. Því þrátt fyrir að ýmislegt orki tvímælis í THE DEER HUNTER og Cimino vogi sér að lýsa stríðinu með augum landa sinna, þá er myndin fyrst og fremst snilldarverk um vináttu, værukærð daglegs lífs í Pennsylvaniu í mitt blóðbaðið í Viet-Nam. Okkur veitt raunsæ, hörmuleg innsýn inn í þann hildarleik sem þar átti sér stað, og Cimino sýnir okkur hvernig vinirnir þrír bregðast við fangelsun, pynt- ingum og að lokum — frelsi. Síðari hlutinn fjallar um inn hafi ekki verið iðkaður neitt sérstaklega í Viet-Nam, hvorki af Viet Cong né í öngstrætum Saigon. Bendir aðeins á að fátt eitt hafi ekki getað gerst í slíkum hildar- leik. Manni finnst þó sem þetta óhugnanlega vopn sé notað um of. Veikasti hlekkur THE leikur hinna ungu leikara. Þar má tæpast á milli sjá hver kemst best frá sínu. Þungamiðjan er Robert DeNiro, sem hinn sterki og tryggi Michael, sem allir leggja traust sitt á. Christo- pher Walken leikur besta vin hans og félaga, Nick, auk þess leggja þeir báðir hug á sömu sterkasta í myndinni. Meryl Streep er lítt kunn hérlendis enn sem komið er, en þessi tjáningarfulla og blíða leik- kona á örugglega eftir að gleðja kvikmyndahúsgesti um ókomin ár. John Cazale á einnig stórleik, einkum í fyrri veiðiferðinni. Hann skapar ljóslifandi manngerð, sem við listaverk, þrátt fyrir minni háttar galla, enda er þessi átakanlega mynd um mann- raunir og djöfulskap, en ofar öllu tryggð og vináttu, ein hin besta sem borist hefur austur um haf í áraraðir. Epískt snilldarverk sem eflaust á eftir að búa í huga manns um ókomin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.