Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 Módir Teresa nýbúin að taka við friðarverðlaun- um Nóbels úr hendi Johns Sannes, formanns norsku Nóbelsverö- launanefndarinnar. Á bak viö þau er hið fræga verk Edwards Munch, „Sólarupprás“. Veiting friðarverðlauna Nóbels að þessu sinni til móður Teresu, sem var valin úr hópi 56 tilnefndra, þar á meðal Carters, var að líkind- um ein vinsælasta ráðstöfun, sem um getur í sögu verð- launanna. Móðir Teresa olli nokkrum úlfaþyt í Ósló, þegar hún lýsti því yfir, áður en hún fór frá Kalkútta, að hún kærði sig ekki um hin hefðbundnu veizluhöld. Hún myndi aðeins þiggja te og kex. Boð til hundrað og fimmtíu veizlu- gesta voru dregin til baka og samkvæmt óskum hennar voru peningarnir, sem verja átti til veizlunnar, lagðir til hliðar handa fátækum og hungruðum. Einstaka fólki fannst hún vera ónærgætin, en ungt fólk Þegar móðir Teresa kom til Óslóar „Eg vil að þið elskið hina fátæku44 Móðir Teresa komin til Rómar á leiö sinni til Noregs. í fang- inu ber hún eitt þeirra fimm indversku bama sem hún hafði útvegað fóst- urforeldra á ítalíu. í Noregi var augsýnilega hlynnt ákvörðun hennar. Þeg- ar hún hafði dvalið í Ósló í sólarhring og fólk hafði kynnst henni, voru nær allir sammála um, að hún hefði ekki getað breytt öðruvísi. Hún kom til borgarinnar í skammdegismyrkri og kulda síðdegis laugardaginn 8. des. s.l., berfætt í sandölum og bómullarklæðnaði með lán- aða yfirhöfn á herðum. Er þessi lágvaxna, broshýra og bogna vera steig út úr flugvél- inni, kippti hún sér ekki upp við leifturljós myndavélanna né Ijóskastara sjónvarpsvél- anna. Stór hópur flugvallarstarfs- manna í grænum samfesting- um stóð nálægt móttöku- nefndinni og hyllti hana, er hún sté út á flugvöllinn. Hvar sem hún fór í fjögurra daga heimsókn sinni, lá viö nærri, aö mannfjöldinn træði hana undir. Dagblöðin höfðu birt greinar um starf hennar undanfarna daga. Fólk hafði lesið, að regla hennar, kær- leikstrúboöarnir, hefði á sínum snærum 150 heimili fyrir deyjandi og aðfram- komna vesalinga, þar af 90 heimili í Indlandi, en hin víðs vegar um heim. Það hafði heyrt, að systra- regla hennar sæi 7000 manns fyrir fæði á degi hverjum í Kalkútta einni og að í reglu hennar væru fulltrúar 35 þjóða. Nýlega kom reglan upp líknarstofnun í Yemen, þar sem allir þeir, er nutu umönn- unar systranna, eru múham- eðstrúar. Móðir Teresa hafði samþykkt að koma á fót heimili þar með því skilyrði að stjórnvöld í Yemen reistu ka- þólska kirkju, sem reyndar er eina kristna kirkjan þar í landi. Logandi kyndlar Að loknum erilsömum sunnudegi var haldin guðs- þjónusta í lúthersku dómkirkj- unni. Athöfnin stóð í klukku- stund og á meöan beið mikill mannfjöldi, sem ekki komst fyrir innan dyra, úti í kuldan- um til að fylgja henni meö logandi kyndlum eftir Karli Jóhann, aðalgötu Óslóar, til stórs safnaðarheimilis, sem líka var of þröngt fyrir mannskarann. Það virtist þó ekki koma að sök. Þetta var tækifæri til að tjá þá gleði, sem móðir Teresa hafði talað um í sjónvarpsvið- tali. Ungir, aldnir og miðaldra veifuðu kyndlum sínum og sungu. Hin logandi ganga náöi að ylja kílómetra langan veg í borginni þetta kvöld, þegar hitastigið var nokkrum gráðum undir frostmarki. Táningar í ástarhug sem föðmuöust í skúmaskotum, slitu sig frá hvort öðru og tóku undir sönginn og stöku fylli- raftur varð einnig til að hylla göngumenn. Sem betur fer fór skrúðgangan hratt, enda eftir PHILIP CARAMAN fór móðir Teresa akandi á undan, veifandi og brosandi til allra. Að leiðarlokum beið bruna- liðiö til að slökkva kyndlana. Rödd móður Teresu barst einhvers staðar frá dyrum safnaöarheimilisins og óskaði öllum viðstöddum gleðilegra jóla. Er inn var komið, söng stúlknakór til að bjóða hana velkomna og færði henni ávís- un meö fjárhæð, sem þær höföu safnað sín á milli. Fleiri gjafir fylgdu með í kjölfarið, og síöan tilkynnti dómprófast- ur, að söfnun í dómkirkjunni þetta kvöld hefði skilað nær um tíu þúsund dölum, sem er met hjá þessari annars örlátu kirkju. Næsta framlag kom jafnvel enn meira á óvart. Frjáls söfnun, sem fram fór um allan Noreg til stuönings hinum opinberu verðlaunum og enn var ekki lokið, hafði, er hér var komið, gefið af sér áttatíu þúsund dali til viðbótar. Að- eins einu sinni áður hafði söfnun af þessu tagi farið fram og þá var hún gerð í mótmælaskyni við veitingu friöarverðlaunanna til Henry Kissingers. Hjá konungi Sjálf afhending Nóbels- verðlaunanna var látlaus í samanburði við það, sem hér hefur verið lýst. Móðir Teresa flutti þakkarávarp sitt í viður- vist Ólafs konungs og fjöl- skyldu hans. Innan tveggja mínútna hafði hún fengið þessa viðhafnarmestu sam- komu ársins í Noregi með sér í flutningi friðarbænar heilags Frans frá Assisi. Hún talaði án allrar tilfinn- ingasemi um eftirlætisefni sitt, gleðina, sem fylgir því aö veita hjálparhönd „þeim sem hafa verið sviptir mannlegri reisn, sem öllum stendur á sama um og hafa aldrei kynnst því, að neinum þyki vænt um þá“. í lágum rómi hennar var sem áheyrendur heyrðu raddir hinna hungruðu, holdsveiku og vanræktu. Hún sagðist hafa hjálpað 36 þúsund manns af strætum Kalkútta til að deyja með reisn. Hún hafði eftir gömlum manni, sem hún fann á rusla- haugi, morandi í ormum: „Ég hef lifaö sem hver önnur skepna, en nú dey ég eins og engill." Hún vílaði heldur ekki fyrir sér aö slá fram staðhæfingu, sem mun lengi í minnum höfð í Noregi. Hún sagði viö við- stadda ráðherra: „Fátækustu þjóðirnar eru þær, sem lög- leiða fóstureyðingar." Enginn viðstaddra var í minnsta vafa um, að hér fór stórmerk kona, kjarkmikil og full elsku til hinna hungruðu, sem ekki vilja borða brauð- skorpu af ótta við, að hungrið steðji að þeim á ný. „Ég vil, að þið elskið hina fátæku. Snúið aldrei við þeim baki,“ sagði hún við þessa háttsettu sam- komu. eftir MARGEIR PÉTURSSON Þau óvæntu tíðindi hafa gerst á Skákþingi Sovétrikjanna 1979 í Minsk að þrítugur alþjóðameist- ari, Viktor Kupreitschik að nafni, hefur tekið forystu eftir átta umferðir með 5'/2 vinning og biðskák við Jusupov. Hinn 16 ára gamli Garry Kasparov hefur hlotið jafnmarga vinninga, en hefur lokið átta skákum. Röð annarra þátttakenda er þessi: 3. Balashov 5 v. og biðskak. 4. Makarichev 5 v. 5. Geller 4V4 v. 6. Jusupov 4 v. og biðskák. 7.-8. Lerner og Rashkovsky 4 v. 9. Tal 3'/2 v. og á tveim skákum ólokið. 10.—12. Beljavsky, Vaganjan og Razuvajev 3% v. og biðskák hver. 13. Sveschnikov 3. 14. Romanish- in 2»/2 v. og tveim skákum frestað. 15. Georgadze 2 v. og þremur skákum frestað. 16. Tseshkovsky 2 v. og biðskák og lestina reka þeir Dolmatov og Anikajev með einn og hálfan vinning hvor og biðskák sin á milli. Áhorfendur í Minsk leika á als oddi um þessar mundir því að Kupreitschik er einmitt fulltrúi þeirra heimamanna á mótinu. Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Makarichev, en gerði sér síðan lítið fyrir og vann heilar fimm skákir í röð, gegn þeim Razuvajev, Tseshkovsky, Lerner, Vaganjan og Anikajev. Kasparov sem vann fyrstu þrjár skákirnar hefur verið rólegur upp á síðkastið og fimm síðustu skákum hans hefur lokið með jafntefli. Moskvubúinn Juri Balashov stendur einnig mjög vel að vígi í þriðja sæti og þegar biðskákum er lokið gæti hann verið kominn í efsta sætið. Tal hefur farið mjög rólega af Leikfélag Akureyrar: Galdrakarl- inn í Oz og Fyrsta öngstræti til hægri LEIKFÉLAG Akureyrar tekur upp sýningar á „Fyrsta öng- stræti til hægri“ og „Galdra- karlinn í Oz“ um jólin. Galdrakarlinn í Oz var fyrsta verkefni L.A. á þessu leikári. Leikstjóri er Gestur E. Jónasson en með helstu hlutverkin fara Sólveig Halldórsdóttir, Þráinn Karlsson, Viðar Eggertsson, Theodór Júlíusson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir og Bjarni Steingrímsson. Galdrakarlinn í Oz er í leik- búningi John Harryson eftir sögu L. Frank Baum. Hulda Valtýsdóttir íslenskaði. „Fyrsta öngstræti til hægri“ eftir Örn Bjarnason var frum- ’sýnt hjá L.A. 29. október s.l. Leikritið er að mestu saga tveggja stúlkna, Maríu, sem er leikin af Svanhildi Jóhannesdótt- ur, og Önnu, sem er leikin af Sunnu Borg. Persónur leikritsins eru 19 en leikendur 10. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.