Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Jólabridge Eftir annir og eril jólaundir- búnings þykir mörgum gott að slappa af og hugsa um eitthvað annað. Og þegar hörnin hafa tekið upp jólagjafir gefst jafn- vel tími til að fletta dagblaði og leita að hefðbundnum bridge- þrautum, sem hér eru mættar. Ef til vill kann einhverjum að þykja nokkrar þrautanna dálít- ið erfiðar. Þá er bara að hvíla sig á þeim og reyna aftur seinna því nóg er af frídögun- um um þessi jólin og hver veit nema Eyjólfur hressist og finni svarið. Og þá byrjum við. 1. Vestur gefur. Norður S. 82 H. 754 T. ÁKI095 L. 632 Suður S. K754 H. ÁD3 T. DG L. ÁK54 Lokasögn 3 grönd, andstæð- ingarnir hafa alltaf sagt pass og vestur spilar út laufdrottningu. Hvernig ætlar þú að fá níu slagi? 2. Norður gefur og austur-vestur segja alltaf pass. Norður S. Á973 H. ÁK105 T. 97 L. Á43 Suður S. D H. DG8 T. ÁDG4 L. G10962 I þetta sinn hafa sagnirnar gengið eitthvað skrítilega því að suður verður sagnhafi í 4 hjört- um og vestur spilar út spaða- fimmi. Urspilsáætlun? 3. Austur gefur og austur-vestur eru á hættu. Þegar austur opnar á 1 hjarta dettur þér fyrst í hug að segja pass. En segir samt 1 spaða og — Norður S. ÁD109832 H. - T. ÁD8 L. ÁG10 Suður S. KG654 H. D4 T. 543 L. KD6 Eftir næstu sögn makkers ert þú orðinn sagnhafi í 6 spöðum og vestur spilar út hjartatíu. Er hægt að vinna þetta spil með nokkru öryggi? 4. Suður gefur, austur-vestur segja alltaf pass. Norður S. KD2 H. 3 T. KG107654 L. Á2 Suður S. ÁG1098 H. ÁG10 T. - L. KG1098 Ef til vill vildir þú helst spila 7 spaða í suður en þrautin snýst um hvernig vinna má 6 spaða með sem allra mestu öryggi eftir að vestur spilar út hjartasjö? Fram að þessu hefur mátt finna nokkuð öruggar vinnings- leiðir í spilunum. En í fimmtu þrautinni verður að nægja að finna leið, sem gefur skástar vinningslíkur. 5. Vestur gefur og opnar á einu hjarta en norður og suður eru á hættu. Bridge eftir PÁL BERGSSON Norður S. KD10 H. Á63 T. K864 L. 742 Suður S. ÁG9763 H. 104 T. Á75 L. K3 Eftir opnunina segja austur og vestur alltaf pass en þú, með spil suðurs, verður sagnhafi í 4 spöðum. Útspil hjartakóngur og hvað nú? Vonandi hefur gengið vel það sem af er. En í daglegum þáttum blaðsins eftir áramótin verða birtar lausnir þrautanna svo að segja má með sanni, að nægur tími er til stefnu. En nú snúum við okkur að vörninni. 6. Austur gefur, allir á hættu. Norður S. 763 H. ÁD10 T. KG8764 L. Á Vestur S. ÁD82 H. G43 T. 5 L. G9765 Þú ert með spil vesturs og spilar út laufsexi gegn 3 grönd- um eftir þessar sagnir: Austur Suður Vestur Norður p P P 1 Tlstull p 1 Grand P 2 Tíitlar p 3 Tíglar P 3 Grönd p P P Makker lætur tíuna og suður tvistinn. Sagnhafi spilar þá lág- um tígli á ásinn, tvisturinn frá makker, og svínar því næst hjartadrottningu. Makker fær á kóng, tekur á laufkóng, suður lætur fjarkann og þá er komið að þér. Hvaða spil lætur þú og hvers vegna? 7. Ný þyngist róðurinn. I síðustu þrautinni ert þú aftur með spil vesturs, ert gjafari og þar að auki á hættu. Norður S. D109 H. 106 T. ÁKD7 L. KDG9 Vestur S. G H. ÁDG9842 T. G542 L. 4 Þú opnar á 3 hjörtum og hrekkur dálítið við þegar norður doblar: Austur segir pass og eftir dálitla umhugsun segir suður 3 spaða. Eðlilega andar þú þá léttara og eftir þrjú pöss spilar þú út lauffjarka þó ekki þyki það góð latína að spila út einspili með aðeins eitt tromp. Makker tekur fyrsta slaginn með ás, en suður lætur sjöið. Áður en varir hefur makker skipt i hjartafimm, suður lætur sjöið, þú færð slaginn á gosa en í hjartaásinn lætur austur þrist- inn og sagnhafi kónginn. Eðli- lega voru það dálítil vonbrigði, að makker skyldi skipta í hjarta í stað þess að spila laufi svo þú gætir trompað. En hann hefur eflaust haft sínar ástæður og hverju spilar þú nú? Næsta áratug byrjum við með að fara yfir þessar þrautir og vonandi hefur nokkur skemmtun verið að. Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR VATNSIS Vatnsís er búinn til úr sykurlegi, sem oftast er bragð- bættur með einhverjum ávaxta- safa, en einnig kaffi og te. Þessi ís kallast á frönsku „sorbet". Það orð hefur verið tekið upp í líkri mynd í ýmsum öðrum málum, en er upphaf- lega komið af arabíska orð- inu „sherbet", sem er arabíska heitið á þessum ís. ítalir eru þó svolítið sér á báti og kalla svona ís „granita". En Evrópubúar fengu ekki aðeins nafnið frá Aröbum, því líklega hafa þeir einnig lært af Aröbum listina að búa til þennan ís, en þeir hafa lengi kunnað það. Kínverjar hafa einnig kunnað þessa ísgerðarað- ferð mjög lengi og mér sýnist það ekki vera fullljóst, hver lærði af hverjum í þessum efnum, ef einhver lærði af ein- hverjum. Kínverjar og nágrannar þeirra Japanir höfðu þann háttinn á, að þeir geymdu vetr- arísinn í hellum, þar sem hann náði ekki að bráðna á sumrin. í sumarhitanum var ísinn svo m.a. notaður til að búa til hressandi ávaxtaís, og auk þess voru þeir svo hagsýnir að nota ísinn til að geyma við- kvæm matvæli, líkt og gert er nú á tímum, en það er önnur saga. í merkilegri bók eftir jap- anska hirðmey, Sei Shonoagon, sem var uppi fyrir réttum 1000 árum, segir frá lífinu við hirð- ina, og auk þess eru í bókinni alls konar hugleiðingar. Á ein- um stað telur hún upp ýmislegt það, sem henni finnst sérlega glæsilegt á að líta, og eitt af því er skafinn ís blandaður ávaxtasírópi, borinn fram í silf- urskál. Ég er sammála þeirri ágætu konu, að slíkt væri ekki slaklegt á að líta ... Það eru auðvitað til ýmsar gerðir af þessum ís. Ef notaður er safi úr nýjum ávöxtum, eða ávaxtamauki, þá er gjarnan soðið síróp úr sykri og vatni til þess að sæta ávextina með. Stundum er þeyttri eða óþeyttri eggjahvítu blandað saman við. Aðferðirnar hér á eftir eru allar mjög einfaldar, en þrátt fyrir einfaldleikann finnst mér þessi ís alveg ljómandi góður, enda er einfaldasta lausnin oft sú bezta, ekki satt... Mér finnst þessi eftirréttur alveg tilvalinn einhvern.tíma um jóladagana. Jólamaturinn er gjarnan nokkuð þungur, svo ekki sé nú minnzt á sæta- brauðið, og því tilvalið að bera fram léttan vatnsís til að hressa upp á bragðlaukana, t.d. á eftir heitri máltíð og á undan kaffi og smákökum. Reyndar er vatnsís oft skotið einhvers stað- ar inn í margréttaða matseðla, einmitt til að skerpa bragð- laukana fyrir næsta rétt, auk þess sem svo er borinn fram einhver sérstakur eftirréttur. Sjötug þriðja í jólum: Guðrún Sveinsdótt ir frá Miðsitju Guðrún Sveinsdóttir frá Mið- sitju í Skagafirði verður sjötug 27. desember næstkomandi. Guðrún hefur átt heima í Reykjavík síðastl. fimm ár og nú að Njáls- götu 13B. „Elskulexa mamma mín. má ég örstutt Ijóð þér íæra, litt þótt mýki meinin þín, mæðraprýðin KÓða, kæra. Meiri sól ok sældarkjör sjálf þú öðrum létir valin heldur en þinni fylgdu för fram í gegnum kalda dalinn. Nyrðra. út við ægi blá, æskudagar skjótir liðu. Ei skal herma hörmum frá. Harma nokkra flestir biðu. Afskipt naumast þú varst þess, þó var jafnan sálin hreina trúarglöð, og hugur hress huggun öðrum til að beina. Syðra hér við sæinn blá sorgir nægar á þér dundu. Enn samt ijómar sjötug brá elskugnótt og vonarlundu. Þrátt fyrir sár og brotin bein brjóst þitt enn þú vildir reyta einhver til að mýkja mein. 'Magn er enn til slíkra leita.“ (II. Hafstein). Lilja, Vignir og Guðrún Vaíbjörk. Guðrún tekur á móti afmælis- gestum sínum laugardaginn 29. des. milli kl. 4—7 í Skátaheimilinu Hvammi, Hafnarstræti 49, Akur- eyri. Hún verður hjá skyldfólki sínu þar í bænum, að Borgarhlíð 4A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.