Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 Tólamyndir «/ KVIKMYNDAHÚSANNA David Warner, George Kennedy og Alain Delon i hlutverkum flugmanna concorde-farþegaþotunnar sem verður fyrir árás i kvikmyndinni „The Concorde — Airport ’80. í S "fr- Á leið til galdrakarlsins í Oz. Ted Ross, Michael Jackson, Diana Ross og Nipsey Russel í hlutverkum sinum í bandarísku söngvakvikmyndinni „Galdrakarlinn í 0z“. Barbra Streisand og Kris Kristofferson fara með hlutverk stórstjarna og jafnframt elskenda í kvikmyndinni „A star is Born“. Mel Brooks og Madleine Kahn i kvikmynd Brooks, „Loft- hræðsla“. Háskólabíó Háskólabíó sýnir bandarísku gam- anmyndina „Ljótur leikur“ (Foul Play) um jólin. Myndin er framleidd árið 1978 hjá Paramount-fyrirtæk- inu en framleiðendur eru Thomas L. Miller og Edward K. Milkis. Leik- stjóri og höfundur handrits er Colin Higgins en myndatökumaður er Da- vid M. Walsh. Tónlistin í myndinni er m.a. flutt af Barry Manilow, The Bee Gees og Carole King. Með aðalhlutverkin fara Goldie Hawn og Chevy Case. „Ljótur leikur" segir frá því er erkibiskupinn í San Fransiskó kem- ur heim hinn ánægðasti því ákveðið hefur verið að viðhafnarsýning verði á Mikadónum eftir Gilbert og Sulli- van, þegar Píus páfi 13. komi þar í heimsókn innan skamms. En skyndi- lega flýgur rýtingur í brjóst bisk- upnum og hann er örendur. Um svipað leyti er Gloria Mundy í samkvæmi skammt frá. Vinkona hennar vill að hún kynnist ákveðn- um manni en Gloría er ekki á sama máli. Þegar hún kemur heim leggur hún upp í puttaferðalag sem verður afdrifaríkt. Hún lendir í kasti við illþýði sem vill sjálfan páfann feig- an. I kvikmyndinni útfærir leikstjór- inn ýmis vinsæl atriði úr „action"- myndum á skoplegan hátt. Austurbæjarbíó Austurbæjarbíó sýnir bandarísku stórmyndina „A Star is Born“. Barbra Streisand og Kris Kristoffer- son fara með aðalhlutverkin. Fram- leiðandi er Jon Peters en leikstjóri er Frank Pierson. Streisand hafði yfirumsjón með framleiðslunni. Myndin greinir frá tveimur söngv- urum sem bæði eru á stjörnuhimnin- um. Sá er þó munurinn að annar þeirra er á uppleið en hinn niðurleið. I myndinni er einnig lýst hverful- leika ástarinnar í nútíma þjóðfélagi. Myndefni þetta hefur löngum heillað kvikmyndaframleiðendur enda var ekkert sparað til kvikmyndatökunn- ar sem tók tvö ár. ,,A Star is Born“ fékk á sínum tíma Óskarsverðlaunin fyrir titillagið. Borgarbíóið Borgarbíóið sýnir bandarísku kvikmyndina „Stjörnugný" (Star Crash) um hátíðina. Þetta er vís- indakvikmynd sem gerist úti í geimnum. Risavaxna geimskipið „Murray Leinster" er stolt flota keisara stjarnanna. Geimskipið flýg- ur í átt til órannsakaðs svæðis sem þjóðsögurnar hafa kallað fordæmd- an geim. Allt í einu lætur skipið ekki að stjórn og splundrast en þrír af áhöfninni komast lífs af og yfir í minna geimskip. Langt úti í geimnum, en á yfir- ráðasvæði keisarans, er lítið hraðskreitt geimskip. Við stjórnvöl- inn er hin fagra Stella Star sem talin er vera besti flugmaðurinn í geimnum, en hefur gerst smyglari. Keisarinn fær Stellu og fylgimenn hennar, Hellu og Akton, til að fara MGM fyrirtækið kvikmyndaði Galdrakarlinn í Oz árið 1939 með Judy Garland í aðalhlutverki. Var myndin talin vera besta mynd fyrir- tækisins það árið. Nú hefur Univer- sal fyrirtækið kvikmyndað þetta vinsæla ævintýri með Diönu Ross í aðalhlutverki. Mynd þessi var frum- sýnd í Bandaríkjunum 29. desember 1977 og var þá dýrasta kvikmyndin sem gerð hafði verið í New York fyrr og síðar. Söngkonan Diana Ross, sem fer með hlutverk Dorotheu, hóf söngfer- il sinn með tríóinu The Supremes. Síðan hefur stjarna hennar farið hækkandi og hefur hún meðal ann- ars fengið verðlaun fyrir kvik- myndaleik. Michael Jackson leikur fuglahræð- una en hann er einn hinna þekktu Jackson bræðra. Nipsy Russel fer með hlutverk pjáturkarlsins, Ted Ross leikur huglausa ljónið og Rich- ard Pryor fer með hlutverk galdra- karlsins. Söngvarnir í myndinni skipa háan sess en þeir eru eftir Charlie Smalls. Quincy Jones hefur útsett alla tón- listina. Framleiðandi er Ken Harper en Sidney Lumet leikstýrir. „The Concorde-Airport ’80“ lýsir því er árás er gerð á Concord-þotu í farþegaflugi. Fjögur stórstirni fara með aðalhlutvérkin þau Alain Delon, Susan Blakley, Robert Wagner og Silvia Kristel. Framleiðandi er Jenn- ings Lang og hefur hann einnig samið handritið. Leikstjóri er David Lowell Rich en sviðsmyndin er eftir Eric Roth. Nýja bíó Ein af kvikmyndum Mel Brooks verður sýnd í Nýja bíói yfir há- tíðarnar, kvikmyndin „Lofthræðsla“ (High Anxiety). Síðast liðið ár sýndi Nýja bíó hina vinsælu mynd Brooks „Silent Movie". Höfundar handrits „Lofthræðslu" eru, ásamt Brooks, Ron Clark, Rudy Deluca og Barry Levinson. Tónlistin er eftir John Morris, myndatöku- maður er Paul Lohmann en bún- ingar eru eftir Patricia Noriss. Brooks leikur sjálfur aðalhlut- verkið, Richard H. Thorndyke, en önnur aðalhlutverk leika Madeleine Kahn, Cloris Leachman og Harvey Korman. Myndin greinir frá því er Thorn- dyke er að taka við stjórn eins fullkomnasta geðsjúkrahúss Banda- ríkjanna. Hann fréttir það hjá einum aðstoðarmanna sjúkrahússins að honum sé ekki beinlínis fagnað af mönnum þar. Ýmislegt einkennilegt fer fljótt að gerast og Thorndyke fer smám saman að gera sér það ljóst að einn læknanna og ein hjúkrunarkvenn- anna hafi ekki hreint mjöl í pokan- Vaskir lögregluþjónar, Bud Spencer og Terence Hill. og leita að Murray Leinster því meðal áhafnar skipsins var sonur keisarans og einkaerfingi. Með aðalhlutverkin i „Star Crash" fara Christopher Plummer, Caro- line, Munro og Marjoe Cortner. Leikstjóri og höfundur kvikmynda- handrits er Lewis Coates en tónlistin er eftir John Barry. Þá hefur Borgarbíó hafið sýningar á barnamynd um þrjá birni og kynni þeirra við jólasveininn en mynd þessi er splunkuný. Gamla bíó Að venju sýnir Gamla bíó Walt Disney-mynd um jólin. Að þessu sinni er það kvikmyndin „Björgun- arsveitin“ sem er fyrsta Disney- myndin sem gerð var eftir að Walt Disney lést og er hún talin sýna það og sanna að sú kvikmyndahefð sem hann skapaði mun lifa. „Björgunarsveitin" segir frá Mýsnar, Bianca og Bernard, eru persónurnar í Disney- kvikmyndinni „Björgunars- veitin“. tveimur músum, Miss Bianca og Bernard, sem fara af stað til að leita að ungabarni sem ill kona Medusa að nafni hefur rænt. Litlu mýsnar lenda í margs konar raunum í björgunarleiðangrinum en þær gef- ast samt ekki upp. „Björgunarsveitin" er samin upp úr tveimur bókum eftir Margery Sharp, „The Rescuers" og „Miss Bianca". Bob Newman og Eva Gabor ljá Bianca og Bernard raddir sínar en fyrir aðrar söguhetjur tala Ger- aldine Page, Joe Flynn og Jim Jordan. Hafnarbíó „Tortímið hraðlestinni“ nefnist jólamynd Hafnarbíós. Hún er gerð eftir sögu Colin Forbes en kvik- myndahandritið skrifaði Abraham Polonsky. Leikstjóri og framleiðandi er Mark Robson en tónlistin er eftir Allyn Feguson. Með aðalhlutverkin fara Robert Shaw, Lee Marvin, Linda Evans, Maxmilian Schell og Mike Connors. Bandaríkjamenn hafa um nokk- urn tíma fengið hernaðarlegar upp- lýsingar á segulbandsspólum frá Sovétríkjunum án þess að vita hver þær sendir. En njósnarinn reynist vera einn yfirmanna KGB, leyni- þjónustu Sovétríkjanna. Hætta er á að upp um hann komist og ákveður hann því að flýja úr landi undir vernd sérþjálfaðs liðs frá Bandaríkj- unum. En Rússar komast að flótta yfirmannsins, sem veit of mikið, og senda út boð um að tortíma hrað- lestinni, farartæki njósnarans. Laugarásbíó Laugarásbíó sýnir tvær kvik- myndir um jólin, barna og fjöl- skyldumyndina „Galdrakarlinn i Oz“ og „The Concorde Airport ’80“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.