Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 7. grein Krabbi / bogmaður 21. júní — 22. júlí 22. nóvcmhor — 21. dcsember Þarna mætast tveir ólíkir aðilar: krabbinn með sína hörðu skel en hið innra sem bráðið smjör viðkvæmni. Mjöfí meðvitaður um allt sem sagt er, stundum úr hófi næmur á blæbrigði orða ojí gerða. Ohemju særanlegur. Ofj boKamaðurinn: glaðbeittur ofí hjartahlýr, umfram allt vinnjarnlefíur, en oft ráðríkur, hreinskilinn um of og ekki nærgætinn í orðum. Þau dæmi eru aððvit- að til að viðkvæmni of; blíðlyndi krabbans og hvatvísi bogamannsins geta myndað jafnvægi sem skapar gott samband og byggist þá fyrst og fremst á hlýju sem þessir einstaklingar eru gæddir. En það gæti gengið brösuglega að finna þetta jafnvægi. Krabbinn mun óhjákvæmilega vera sá sem leiðir, eðli merkisins vegna. Þrátt fyrir að krabbinn sé oft þjakaður af vantrú á sjálfum sér, á hann oft til að bera einbeitni og dirfsku og getur beitt þessum hæfileikum fyrir sig ef á þarf að halda. Það er ekki í eðli bogamanns að vera í forystu, þótt hann láti oft mikið og í samskiptum krabba og bogamanns tekst krabbanum smám saman að fá bogmann- inn til að skilja þetta án þess að auðmýkjandi verði. Krabbinn er ekki eins bjartsýnn og glaðlyndur og bogmaðurinn. Það gæti komið krabbanum vel að umgangast bog- manninn vegna þessara eiginleika. Það er ekki líklegt að þeir þreyti hann eins mikið og einstaklingar í sumum merkjum, því að krabbanum finnst þeir nauðsynlegir hon- um sjálfum til mokkurrar uppbyggingar. hreint að gera út af við hana. En bogmaðurinn er mörgum öðrum líklegri til að vekja með jómfrúnni ákveðnar langanir — til að gera eitthvað, breyta til, skoða heiminn, upplifa ýmislegt sem í raun er fjarri huga jómfrúr. Jómfrúin er ekki hrifnæm en hún örvast af bogmanni og þrátt fyrir ærsl bogmannsins þykir honum margir af eiginleikum jómfrúrinnar — þar með talin reglusemin í eiginlegum og óeiginlegum skilningi eftirsóknarverður kostur —. Bóðmennska jómfrúr og áhugi hennar á listum og menningarmálum vekur einnig aðdáun bogmannsins og honum þykir sem um margt geti það verið sér ávinningur að vera í návist hennar. Jómfrú / bogmaður 23. úgúst — 23. sept. 22. nóvember — 21. desember Bogmaður og jómfrú eru svokölluð breytileg merki bæði og því er trúlegt að jómfrúr og bogmenn eigi sæmilega auðvelt með að ná samhljómi sín í millum, hvort sem þau eru að fjalla um gagnrýni jómfrúr ellegar hreinskilni bogmannsins. Þau byrja á því að tala saman og fikra sig áfram og það er einkar jákvætt upphaf til gagnkvæms skilnings. Og víst veitir þeim ekki af. Jómfrú og bogmaður hafa gerólíka afstöðu til flestra hluta, en vegna ákveð- inna sameiginlegra eðlisþátta hafa þau möguleika á að vinna farsæld úr þessu sambandi. Jómfrúin er ráðsettari og kyrr- ari en bogmaður. Jómfrúin er um margt það merki stjörnuhringsins, sem íhalds- sömust er, sættir sig seint við breytingar, vill hafa allt í föstum skorðum, á erfitt með að þola sviptingar, og reglusemin Jómfrú / stcinseit 23. ágúst — 23. sept. 21. dcscmbcr — 20. janúar Jómfrú og steingeit eiga eitt sameigin- legt sem skiptir bæði miklu: að litið sé á þau sem almennilegt og sómakært fólk sem ekki má vamm sitt vita. Báðum er annt um orðstír sinn. Þau vilja helzt lifa skynsamlega og hegða sér skikkanlega og þau vilja sízt gera sig spaugileg í annarra augum ellegar lítillækka sig að eigin dómi. Praktísk afstaða beggja til fjármuna er annað sem tengir þessa einstaklinga sam- an. Akveðið fjárhagslegt öryggi er meiri háttar mál báðum. Ekki endilega vegna þess að viðkomandi séu eyðsluklær, síður en svo. Þriðja atriðið mætti nefna, það er afstaða þessa fólks til skyldu og ábyrgðar. Þau vilja ábyrgð og þeim er hreinasta unun að inna af hendi skyldustörf sín. Sem mörgum öðrum er bara leiðinleg kvöð. Jómfrú og steingeit myndu sjá lítinn tilgang með þessu öllu, ef þau þyrftu ekki að axla einhverjar byrðar. Þær mega vera töluvert þungar, þetta fólk kiknai ekki svo glatt undan þeim. Auðvitað mætti túlka þetta svo að lífið væri lítið spennandi hjá þessu fólki. En það er rangt. Þau deila með sér heilbrigðri skynsemi — og hún er ekki óspennandi. í þeirra augum gefur hún lífinu lit og ljóma. Þau eru bæði listhneigð og í þessum merkjum er mikið af skapandi og túlkandi listamönnum. Þegar á heildina er litið er það svo langtum fleira sem tengir þetta fólk saman en hitt, að líklegast er að samskipti þeirra geti gengið bærilega. skyldi eiga sam- leið með hverjum? Jómfrú / vatnsberi 23. ágúst — 23. sept. 20. jan. — 20. febrúar Jómfrúnni er það málið mesta að koma á röð og reglu þar sem áður var ringulreið, og vatnsberar hafa hreinustu unun af því að gera rugl úr röð. Er ljóst, að þessir einstaklingar bjóða hvor öðrum byrginn í nánast öllu. Vatnsberar segjast vera sjálfstæðir og óháðir og vilja ekki taka sjálfa sig hátíðlega. Þeir ganga upp í ákveðinni kaldhæðni. Þeir hafa alltaf nokkra fjarlægð í afstöðu til fólks, jafnvel nákominna. Þeir gefa ótímabærar yfirlýs- ingar og það geta dottið upp úr þeim furðulegustu athugasemdir. Jómfrúin er alger andstæða að þessu leyti. En henni finnst þetta samt afar sjarmerandi. Að minnsta kosti fyrst í stað og meðan glansinn er enn á. Svo gæti farið að hvessa þegar í hvunndaginn kæmi. Þessi merki eru gætin í fyrstu. Þau vilja hvorugt flækja sig í tilfinningasamband fyrr en þau hafa kynnt sér leikreglur hins. Jómfrúin er samt tilfinningasamari og um margt innilégri og hún leggur töluvert á sig til að skilja vatnsberann. Vatnsberinn neitar oft að láta eins og venjulegt fólk, sér ekkert undarlegt við hegðun sína, en finnst sérkennilegt ef fólk hefur eitthvað út á hann að setja. Þeir heillast af hugsjónum, sem springa út einhvern tíma í framtíðinni. Þetta er í bland skemmtilegt fyrir jómfrú, því að tímunum saman getur hún setið við og og skoðað og skilgreint uppátektir vatnsberans. Þær eru henni óþrjótandi umfjöllunarefni. Jómfrúin man allt, vatnsberinn er hins vegar ekki eins gleyminn og sumir ætla honum og eðlisá- vísun hans er oft með ólíkindum. En þótt margt dragi þetta fólk hvort að öðru er einnig margt sem rekst hvert á annars horn og því ekki það æskilegasta að þau lendi nú endilega saman. Jómfrú / fiskar 23. ágúst — 23. sept. 20. febrúar — 20. marz Fátt er tilviljunum háð sem jómfrú gerir, en fiskurinn er aftur á móti hlynntur því óvænta. Næmi fiska er mikið og jómfrú hrífst af því að það vekur með henni undrun og forvitni. Fiskurinn les hug hennar og sér í gegnum hana. Það er skrítin reynsla fyrir jómfrú. Fiskurinn gagnrýnir auðvitað ekki, því að hann vill forðast að særa — af því að hann er svo auðsærður sjálfur — en hann lætur jómfrúna finna ýmislegt með þögninni. Þógn fiska er flestum óbærileg. Og jómfrú getur hreint ekki þolað hana. Hún vill grípa til þess að ræða málin og þá versnar heldur betur í því, vegna þess að þá hverfur fiskur inn á braut — eða þegir. Fiskurinn er vís og skilningsríkur, en hann getur líka verið veiklundaður og kærulaus. Jómfrúin er oft og tíðum skarpgreind en umburðarlyndi er ekki hennar sterkasta hlið — enda er að vísu töluvert sem hún þyrfti að umbera í þessu sambandi. En fiskurinn er í augum jómfrúr spennandi. Hann er dularfullur. En það getur farið af. Fiski tekst ekki alltaf að viðhalda áhuga jómfrúr eða öfugt. Þessi merki eru of

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.